Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. Sljómmál Hér ritar Albert Guómundsson nafn sitt í gestabók á skrifstofu Forseta ís- lands í stjórnarráóinu en þaó gerðu talsmenn allra stjórnmálaflokkanna eftir fundi sína með forseta í gær. OV-mynd GVA Óvíst um stuðning Stefáns Valgeirssonar: Krefst ráðuneyt- is fyrir stuðning Stefán Valgeirsson, þingmaöur Samtaka jafnréttis og félagshyggju, segist nú binda stuöning sinn viö rík- isstjórnarsamstarf Alþýöuflokks, Framsóknarflokks og Alþýöubanda- lags við það aö hann fái ráðherra- stól. Sama eigi við ef hann eigi að styðja einhverja minnihlutastjórn. „Hverjum dettur í hug, sem vit hefur á póhtík, að ég fari að styðja þessa flokka til verka í ríkisstjóm án þess að hafa áhrif á mál strax í ríkisstjórn. Við viljum ekki þurfa að standa alltaf frammi fyrir gerðum hlut og þurfa annað hvort að feha ríkisstjórnina eða veita samþykki," sagði Stefán. Hann segir að alltaf hafi legið fyrir að hann og hans menn vildu fá ráðu- neyti. Stefán sagði að hann hefði lengst af hugsað sér að annar maður á Usta hans, sr. Pétur Þórarinsson, tæki að sér ráðherraembættið en hann væri því miður veikur. Því krefðust hans stuðningsmenn að Stefán sjálfur tæki stólinn. Stefán ræddi í gær við þá Pál Pét- ursson, formann þingflokks Fram- sóknarmanna, og HaUdór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra. En engin niðurstaða fékkst á þeim fundum enda sagði Stefán að hans afstaða væri skýr: „Þeir verða að taka mig inn, nauð- ugir viljugir, ef þeir vhja minn stuön- ing.“ Stefán sagði að ummæU Jóns Baldvins Hannibalssonar, um að aldrei kæmi til greina að hann fengi ráðherraembætti, hefðu vissulega hleypt Ulu blóði í sig. Sérstaklega hefði honum komið á óvart þau um- mæli Jóns Baldvins að Framsóknar- flokkurinn hefði aldrei ljáð máls á þessu. Því sagði Stefán að honum þætti líklegast, eins og komið væri, að kosningar yrðu fljótlega en minni- hlutastjóm Framsóknar og Alþýðu- flokks tæki við þar tU. -SMJ Aðalheiður Bjamfreðsdóttir: Hef ekki enn gert upp hug minn „Það er vissulega erfið samvisku- spurning sem ég mun gera upp við mig á sínum tíma,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, þingmaður Borg- araflokksins, þegar hún var spurð hvort hún mundi veita stjórn Stein- gríms Hermannssonar, sem unnið hefur verið að undanfarna daga, full- tingi sitt. Nafn Aðalheiðar hefur sífellt skotið upp koUinum þegar hugsanlegir stuðningsmenn við stjómarmynstur Steingríms hafa verið nefndir. Hún hefur sjálf margoft sagt að hún geti ekki hugsað sér sjórnarsamstarf með núverandi forystu Sjálfstæöisflokks- ins og þá hefur hún áður sagt hér í DV að hún geti vel hugsað sér að styðja stjóm þessa til „góðra verka“. - En hefur Áðalheiður átt viðræður við Steingrím eða einhvern sem að þessu stjórnarmynstri vinnur? „Þessa dagana tala alUr við alla en ég get ekkert sagt tU um við hveija ég ræði.“ -SMJ Kvennalistinn fundaði með krötum Kvennalistakonur funduðu með fulltrúum Alþýðuflokksins í gær eft- ir að ljóst var að forsetinn hafði gefið umboðið til stjórnarmyndunar frjálst. Það voru þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem sátu fundinn með kvennalistakonum. Að sögn Krístínar HaUdórsdóttur, þing- konu Kvennalistans, þá fékkst engin niðurstaða á fundinum - meðal ann- ars vegna þess að Kvennahstinn heldur fast í þá kröfu sína að samn- ingsrétturinn verði virtur og launin verði ekki fryst. Eitt af því sem var rætt var hugsan- legt hlutleysi, eða stuðningur, Kvennalistans gagnvart minnihluta- stjóm Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Ekki fékkst nein niðurstaða vegna þess máls. Að sögn Kristínar þá hafa þær kvennaUstakonur sann- færst enn betur um réttmæti þeirrar skoðunar sinnar að nauðsynlegt sé að kjósa sem fyrst eftir atburði und- anfarinna daga. -SMJ í dag mælir Dagfari Bogdan í stjómarráðið Það þarf sterkar taugar til að þola þessar nætur og þessa daga. Menn vaka fram á nætur við að horfa á ólympíuböliö í beinni út- sendingu og það á jafnt við um þá sem áhuga hafa á íþróttum sem og þá sem hafa beinUnis andstyggð á þessu sprikU en telja sig tilneydda að fylgjast með þó ekki væri nema tU að fá eithvað uppí afnotagjöldin. Eftir að hafa getað fleygt sér í skamma stund er svo mál að vakna og staulast tíl daglegra starfa og þá tekur ekki betra við. Stjórnar- myndunarkeppnin er í fullum gangi. Steingrímur vann fyrri hálf- leik um daginn en glutraði svo öllu niöur í síðari hálfleik og kenndi samherjunum um að ekki tókst að skora, þeir aftur á móti vUdu halda því fram að Steingrímur hefði spU- að báöum megin á veUinum og ýmist veriö með eða móti því liði sem var smalaö saman í leikinn. Nú, þetta stóð yfir í nokkra daga þar til Steingrímur gafst upp og fór tU dómarans og sagðist vera hættur og samherjar hans sögðust líka vera hættir því fyrirUðinn hefði haft rangt við. Dómarinn sá að við svo búið mátti ekki standa því stjómarkeppninni var ekki lokiö. Því var kallað á Þorstein sem hafði einmitt verið fyrirliöi í því liöi sem Steingrímur spilaöi með og móti í liðlega eitt ár. Þorsteinn var hóf- lega bjartsýnn á að sér tækist að skrapa saman í frambærilegt landsUö því í ljós hefur komið mik- ill félagarígur og flokkadrættir inn- an þeirra sérsambanda sem eiga að mynda landsliðið. Og það leið ekki á löngu þar til í ljós kom aö menn vildu ekki fyrir nokkurn mun lúta forystu Þorsteins og báru ýmsu við. Kom fyrir ekki þótt Þor- steinn benti á að hann hefði nú setið í forsæti fyrir sérsambandi þriggja glímufélaga og þeir hefðu aðeins stundað innbyrðis gUmu- keppni en ekkert verið aö abbast uppá þau félög sem staðið höfðu utan stjórnar. Auk þess hefði oftast veriö um að ræða bræðrabyltu þeirra þriggja þar til sá færasti í glímunni hefði stokkið út úr hringnum og dregið félaga sinn með sér. Töldu viðmælendur Þor- steins að þeir hefðu ekkert við þann aö tala sem setiö hefði eftir með sárt ennið. Þorsteinn hafði ætlað sér uppí sólarhring tU viðræðna viö sérsamböndin, sem sum eru skipuö einum einstaklingi, önnur sem hafa það að markmiði að fá starf í utanríkisráðuneytinu og enn önn- ur beijast fyrir því að fá að starfa utan stjómar. Það tók Þorstein ekki nema nokkrar klukkustundir að komast að raun um að hann fengi engan með sér í landsliðið. Kann þar nokkru hafa ráðiö að Einari gekk iUa í spjótkastinu á ÓL og handboltaliðið er heillum horfið. I framhaldi af þessu sté Þorsteinn upp í rennireið sína og hélt á fund aðaldómara og sagðist ekki koma nálægt þessu lengur. En það var ekki löngu síðar sem athugulir vegfarendur er leið áttu framhjá opinberri byggingu þótt- ust heyra sungið tvíraddað hárri röddu: „Við látum hendur standa fram úr ermum, við látum hendur standa fram úr ermum og ekkert þras...“ Menn sem era lausir viö að hafa tóneyra þóttust þar kenna raddir þeirra Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins en einstaka mað- ur taldi að Ólafur Ragnar úaði und- ir eins og alltaf er gert þegar popp- söngvarar láta til sín heyra. Af þessu telja sumir ekki ólíklegt að þeir Steingrímur og Jón Baldvin muni leiðast hönd í hönd á fund dómarans en Ólafur Ragnar hafi það hlutverk að halda uppi brúðar- slóðanum. Hins vegar muni Stefán Valgeirsson verða á gægjum bak við næsta húshom. En ef þetta ætlar allt að bregöast er ekki um annað að ræða en fá Bogdan til að velja landsliðið og annast þjálfun þess. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.