Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 7 I>v ViðtaJið r Ríður út, safnar fuglumogspilar jazz á píanó Nafn: Bjarni Eiríkur Sig- urðsson Aldur: 53 ára Staða: Skólastjóri Reið- skóla Reiðhallarinnar „Hestamennska hefur alltaf veriö eitt mitt aöaláhugamál en nú hefur áhugamál og starf sam- einast eftir að ég varö skólastjóri reiöskólans. Fyrir utan hesta- mennskuna eru fjcigur áhugamál efst á mínum lista. Ég spila jazz á píanó og er í tímum hjá Karh Möller. Ég hef mikiö dálæti á fuglum. Ég safna þeim og læt stoppa upp fyrir mig. Á feröum minum í náttúrunni skoða ég ekki aðeins fúgla heldur skoða ég líka sveppi, tíni þá, matreiði og et. Matreiðslan er alveg sér- 9takur kapítuh út af fyrir sig. Loks hef ég gaman af aö lesa smásögur og semja en hef ekki gefið neitt út. Mitt aðalfager nátt- úrufræðin eins og sést á áhuga- málum mínum. Þau upphefja eig- inlega hvort annað," segir Bjami Eiríkur Sigurðsson nýráöinn skólastjóri Reiðskóla Reiðhallar- innar. Garðyrkjufræöingur og kennari Bjarni er fæddur á Seyðisfirði. Hann er sonur Siguröar Eiríks- sonar, sjómanns Ur Mjóafirðí, og Ingunnar Bjaraadóttur sem hef- ur samið nokkuð af lögum. Bjarni ólst upp ásamt móður og fóstur- fóður, Hróðmari Sigurðssyni frá Reyðará á Lóni, á Kiljuholti á Mýrum i Austur Skaftafellssýslu. Þau fluttu síðan til Hveragerðis og bjuggu þar alla tíð síðan. Bjarni Eiríkur er skilinn og á fjóra syni, Hróðmar, Sigurjón, Bjama og Daða. Eftir gagnfræðaskóla fór Bjami í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í ölfusi. Hann varð garðyrkjufræðingur 1954. Þar á eftir lá leiöin í íþróttakennara- skólann á Laugarvatni þar sem hann útskrifaðist 1955 og i Kenn- araskólann sem hann kláraði 1957. Hann var kennari í Hvera- gerði til 1980 og skólastjóri í Þor- lákshöfn þar til honum bauðst staöa skólastjóra Reiðskólans í haust Ríð út, tíni sveppi og spila jazz „S>mir mínir em með hesta- leigu á sumrin í Hveragerði og þar hef ég fengið útrás fýrir öll mín áhugamál. Ég ríð út og skoða þá fugla og tini sveppi. Sveppina matbý ég og síöan spila ég jazz fyrir túristana. Þama verða mörg skemmtileg atvik sem síðan eru ágætis efniviður í smásögur. Annars verða áhugamál mín að víkja fyrst um sinn. Skólastjóra- staðan ef skemmtilegt og kre- fjandi starf sem ég hef brennandi áhuga á. Má segja að hér eigi sér stað brautryöjendastarf í reið- kennslu og þvi yfirdrifið nóg að gera.“ -hlh Fréttir Deilan í Fríkirkjusöfnuðinum harðnar: Stjórnin lýsir fjölmennan safnaðarfund marklausan - Gunnarsmenn segjast aldrei gefast upp Hinir stríðandi aðilar í Fríkirkju- söfnuðinum, 4 stjómarmeðhmir og stuöningsmenn Gunnars Bjömsson- ar, hafa sent frá sér greinargerð og fréttatilkynningu vegna þróunar mála í söfnuöinum undanfarið. í greinargerð stjómarinnar varö- andi uppsögn séra Gunnars Bjöms- sonar þá segir að aldrei hafi verið dregið í efa að rétt hafi verið að henni staðiö að formi til og hún væri í fullu samræmi við grein í safnaðarlögun- um og erindisbréf séra Gunnars. Um safnaðarfundinn sem ógilti uppsögn- ina segir: „Hinn almenni safnaðarfundur hefur ekkert vald til að afnema gerð- ir stjómarinnar í þessu frekar en ööru og réttarverkanir samþykktar- innar eru því engar.“ Um vantrauststhlögu og áskorun um að stjórnin segi af sér segir stjórnin að einungis 14 prósent safn- aðarfólks hafi mætt á fundinn. Hafi ekki verið getið urn önnur mál en uppsögn prestsins í fundarboði. Hins vegar vilji stjórnin kanna hug safn- aðarmeðhma til aðgerða stjómarinn- ar í ahsherjaratkvæðagreiðslu kosn- ingabærra meðhma dagana 1. og 2. október og standa eða falla með úr- shtum hennar. Stuðningsmenn séra Gunnars segja í bréfi að ekki hafi verið nema 130 atkvæði á bak við þá fimm stjóm- armeðhmi sem ráku prestinn. Eins hafi aðeins 50 verið á bak viö laga- ákvæði um brottrekstur prests. Segir að svo hafi lýöræðið komiö til sögunnar. Hafi í alla staði löglegur safnaðarfundur lýst vantrausti á all- ar gerðir stjómarinnar hingaö th, en stjórnin lýst einn fjölmeqnasta safn- aðarfund í íslandssögunni dauðan og ómerkan vegna of líths fjölda fundar- gesta. „Hvers virði er lýðræðið ef 700 manna fundur í félagi meö rúmlega 4000 atkvæðisbærum mönnum er ómerkur? Segja má að komið sé að síðasta atriði í þessu „leikhúsi fáránleik- ans“ teljist stjómin ekki starfhæf vegna fólksfæðar. Hana skipi í dag 5 manns í stað 7 samkvæmt safnaðar- lögum „Markmið okkar allra er að hnekkja brottrekstrinum og þessi hópur mun aldrei gefast upp.“ -hlh Nýtt álver setti strik 1 reikninginn: Kratar höfhuðu neitunaivaldi Á flokksráðsfundi Alþýðuflokks- ins var það samþykkt að ekkert í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar, Alþýðufiokks, Al- þýðubandalags og Stefáns Val- geirssonar kæmi í veg fyrir bygg- ingu nýs álvers. í þeim drögum sem lágu fyrir fundinum var tekið fram að bygging álversins væri háð sam- þykki allra þeirra flokka sem stóðu að stjórninni. Þetta var ein af þrem- ur ástæðum þess að Alþýðubanda- lagið setti fram úrshtakosti fyrir frekari viðræöum. Alþýðuflokksmenn munu hins vegar aldrei hafa talið sig sam- þykkja þetta atriði í stefnuyfirlýs- ingunni. Hún var aldrei samþykkt nema með fyrirvara. Þegar ákvæð- iö um álver kom th umræðu var settur fyrirvari um byggingu þess út frá byggðasjónarmiðum. Al- þýðubandalagið hefur rökstutt andstöðu sína við byggingu þess með því að hún muni veikja sam- keppnisaðstöðu landsbyggðarinn- ar við suðvesturhornið vegna-1 þeirrar þenslu sem fylgir í kjölfar framkvæmda við álverið. Þetta fengu alþýðuflokksmenn fellt út. Jafnframt var Ólafur Ragnar Grímsson spurður hvort hann hafnaði byggingu álvers. Hann mun hafa neitað því. Hann sagði hins vegar að Alþýðubandalagið hefði ýmislegt að athuga við hvern- ig staðið hafi verið að undirbúningi verksins. Þegar stefnuyfirlýsingin kom fyr- ir flokksráð Alþýðuflokksins töldu menn ákvæöið hins vegar gefa Al- þýðubandalaginu of mikil völd th að standa í vegi fyrir framkvæmd- um við álverið. Því var samþykkt að ekkert ákvæði skyldi sett í stefnuyfirlýsinguna sem komið gæti í veg fyrir nýtt álver. -gse Betri nýting á Von Veritas - segir Marinó Þorsteinsson, nýráðinn framkvæmdastjóri „Sjúklingum hefur farið fjölgandi að undanfornu og nýtingin er betri nú en áður,“ sagði Marinó Þorsteins- son, nýráðinn framkvæmdastjóri meðferðarstöðvarinnar Von Veritas, er DV ræddi við hann. Marinó sagði þaö ekki rétt,.sem fram hefði komið í DV, að stofnunin væri enn undir greiðslustöðvun. Henni hefði verið aflétt í september ’87. Stofnunin tekur 75 manns í með- ferð í senn. Um síöustu helgi voru þar um 60 manns. „Nú eru famir að koma hingað sjúklingar í hópum frá Svíþjóð," sagði Marinó. „Þeir koma á kostnað hins opinbera sem kostar dvöl þeirra á Von Veritas að öllu leyti. Það er ekki langt síðan þetta fyrirkomulag komst á, en fyrsti hóp- urinn, fimm manns, er staddur hér núna.“ Sú meðferð, sem alkóhólistar fá á Von Veritas, hefur vakið talsverða athygh í Danmörku. í október er von á tveim dönskum ráðherrum í heim- sókn á stofnunina. Það eru Áse Ole- sen félagsmálaráöherra og Elisabeth Kock heilbrigðisráðherra. Erindi ráðherranna er að kynna sér starf- semina á Von Veritas. „Því er ekki að neita að fortíðin var erfið en máhn eru að leysast núna,“ sagði Marinó. „Árangur þess mikla brauöryðjendastarfs, sem hefur ver- ið unnið hér, er að skila sér núna og við erum bjartsýnir á framtíöina." -JSS Verögæslan: Lýkur á föstudag Enn er töluvert hringt til verö- lagsstofnunar vegna breytinga á verðlagi sem fólk telur að ekki séu í samræmi við bráðabirgða- lög mn verðstöðvun. Þessa dag- ana er fólk á vegum stofnunar- innar að taka upp verö úti á landi sem síðan er borið saman við verð sem tekið var 8. og 9. septem- ber. Ef munurinn á þessum tveimur verðkönnunum verður of mikih mun stofnunin kreflast þess að fá að sjá nótur viðkom- andi aðha. Sá hópur verðgæslufólks sem þessum verkefnum sinnir hættir á fóstudaginn en verðstöðvim- inni lýkur um mánaðamót nema stjómvöld ákveði annað. -hlh ísaQöröur: Glannaakst- ur 13 ára pilts á skellinöðru Lögreglan á ísafiröi reyndi í gær ítrekaö að stöðva 13 ára gamláh pht sem keyrði mjög glannalega um bæinn á skelhn- öðra. Sinnti phtur í engu stöðv- unarmerkjum lögreglunnar og keyrði utan í lögreglubílinn þegar eltingaleikurinn stóð sem hæst. Lét lögregla þá nægja að fylgja honum eftir og náöist aö lokum í pilt uppi á húsþaki í bænum. Að sögn lögreglu marðist phtur eitthvaö á ökkla við áreksturinn. Hann er réttindalaus og kveöst hafa stohö skellinöðrunni. -hlh Bjartsýni ríkir nú á meðferðarstofnuninni Von Veritas. DV-mynd Gissur Krítarkortin fyrst í greiðsluröðinni - segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa „Mér sýnist sem greiðslukorta- reikningamir séu greiddir fyrstir og aðrir reikningar komi þar á eftir," sagði Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa-ísland. Hann sagði að vanskil væru um eitt pró- sent af heildarveltu síns fyrirtækis og þaö gæti varla talist mikið. Van- skh hefðu aðeins aukist að undanf- örnu, þó ekki verulega. Gunnar Bær- ingsson, framkvæmdastjóri Kredit- korta h/f, sagði að sér virtist sem vanskh hefðu frekar færst í aukana. Einar S. Einarsson sagði að íslend- ingar hefðu aldrei greitt eins mikið með visakortum erlendis og á síðasta greiðslutímabili. Alls hafa borist er- lendis frá um 70 þúsund reikningar fyrir síðasta greiðslutímabh. Hversu háar fjárhæðir væru í van- skilum voru framkvæmdastjórarnir ófáanlegir th aö gefa upp. Gunnar Bæringsson sagði skýringar þeirra sem væra í vanskhum flestar á þá leið að fólk gæti ekki greitt vegna þess að það fengi ekki greiöslur sem það ætti von á. Þannig væru vanskh- in keðjuverkandi. Gunnar Bæringsson sagði að meira væri um það nú en áður að fólk væri svipt kortunum. Einar S. Einarsson sagði að kortasviptingar væra dag- legt brauð. Framkvæmdastjórarnir voru sammála um að ekki væru þungar refsingar þótt korthafar færu fram yfir hámarksúttekt, svo fram- arlega sem staðið væri í skhum. Gunnar Bæringsson sagði að harðar væri tekið á þeim sem væru nýbúnir að fá kort heldur en þeim sem hefðu sannað sig sem skilamanneskjur. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.