Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
Viðskipti_______________________________________________________________________dv
Sölustofnim lagmetis:
Selur ferskan fisk beint í
verslanir í Bandaríkjunum
Sölustofnun lagmetis er nú með í
startholunum umfangsmikinn út-
flutning á ferskum fiski í flugi til
Bandaríkjanna. Sölustofnunin ætlar
að selja fiskinn beint í stórmarkaði
vestra en aðrir útflytjendur fersks
fisks til Bandaríkjanna selja hann
frekar til heildsala. Þessi útflutning-
ur Sölustofnunarinnar VQrður í sam-
vinnu við fyrirtækið Norway Foods
en stofnunin á fjórðung í því fyrir-
tæki. Enn fremur er Sölustofnunin
að hefja útflutning á ferskum laxi,
einnig beint í verslanir.
„Hugmyndin um aö flytja út fersk-
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 10-12 Allir nema Ib.SP
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 12-14 Sb.Ab
6mán. uppsógn 13-16 Ab
12mán. uppsógn 14-18 Ab
18mán. uppsögn 22 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-7 Ab
Sértékkareikningar 5-14 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 11-20 Lb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb.Ab
Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab
Danskarkrónur 7.50-8.50 Vb.Ab .
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 23,5 Allir
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 25-36 Bb.lb,- Vb.Sp
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 26-28 Sb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9-9,50 Bb.Sb,-
Útlántilframleiðslu Sp
Isl. krónur 23-34 Lb
SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp
Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp
Vestur-þýsk mórk 7-7,50 Allir nema Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept. 88 39,3
Verótr. sept. 88 9.3
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 2254 stig
Byggingavísitala sept. 398 stig
Byggingavisitalasept. 124,3stig
Húsaleiguvísitala Hækkaöi 8%1. júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,285
Einingabréf 2 1,880
Einingabréf 3 2,128
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,539
Kjarabréf 3,200
Lífeyrisbréf 1.651
Markbréf 1,726
Sjóðsbréf 1 1,592
Sjóðsbréf 2 1,373
Sjóösbréf 3 1,136
Tekjubréf 1,574
Rekstrarbréf 1,2841
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
lönaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgeróarf Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab= Alþýðubankinn,
Bb=Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
- er lika að hefja útflutning á ferskum laxi
an fisk með flugi til Bandaríkjanna
kom upp snemma á þessu ári. Við
erum þegar farnir að flytja fiskinn
út en til þessa hefur það meira verið
til að prófa sig áfram og slípa af alla
vankanta. En við lítum mjög björtum
augum á þennan útflutning," segir
Theodór Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Sölustofnunar lagmetisins.
Norway Foods Inc. er sölufyrirtæki
í Bandaríkjunum. Norðmenn eiga
helming í því, Sölustofnunin fjórð-
ung og Bandaríkjamenn íjórðung.
„Norway Foods var stofnað
snemma á þessu ári. Ég tel það hafa
skilað góöum árangri fyrir okkur til
þessa.“
Einn íslendingur vinnur hjá fyrir-
tækinu. Hann heitir Sigtry ggur Jóns-
son viðskiptafræðingur og er aðstoð-
arframkvæmdastjóri þess.
Til þessa hefur Sölustofnunin verið
þekktust fyrir sölu á kavíar, rækjum
og léttreyktum síldarflökum til
Bandaríkjanna. En ferski fiskurinn
er framtíðin. „Við áætlum að flytja
um 10 þúsund pund á viku, um 2,2
tonn, af flökuöum fiski. Hann verður
pakkaður hér heima og pakkarnir
síðan teknir upp í stórmörkuðunum
og selt beint úr þeim til neytenda.“
Að sögn Theodórs hefur Norway
Foods meðal annars gert samning
við stórmarkaðinn Shop-Right, sem
er með verslanir um öll Bandaríkin,
um sölu á ferska fiskinum vestra.
-JGH
Vörur Sölustofnunar lagmetis eins og flestir kannast viö þær. En nú er fyrir-
tækið að fara út á nýja markaði, það er að hefja reglulega útflutning á
ferskum fiski beint í verslanir í Bandaríkjunum. Þetta er nýjung hjá ís-
lensku fyrirtæki.
Kaninn segir já við
hvalveiðum Norðmanna
Bandaríkjamenn hafa samþykkt að
Norðmenn veiði 30 hrefnur á þessu
ári í vísindalegum tilgangi. Öllu tali
um viðskiptaþvinganir Bandaríkja-
manna gagnvart Norðmönnum er
þar með lokið.
Þessi frétt er athyglisverð fyrir ís-
lendinga sem enn halda úti hvalveið-
um í vísindalegum tilgangi og sem
mætt hafa harðri andstöðu margra
annarra landa og náttúruverndar-
samtaka víða um heim.
Að sögn Reuters-fréttastofunnar
kom fram hjá Bandaríkjamönnum
síöastliðið vor að svo gæti farið að
Bandaríkjamenn bönnuöu innflutn-
ing á norskum fiskafurðum til
Bandaríkjanna en Norömenn fluttu
fisk fyrir um 195 milljónir dollara út
til Bandaríkjanna í fyrra.
Samþykki Bandaríkjamanna kom
eftir mikil, fundahöld norskra og
bandarískra yfirvalda.
-JGH
Hvalveiðar íslendinga hafa farið fyrir brjóstið á Bandarikjamönnum og miklar rekistefnur haldnar vegna þeirra.
Nú hefur Kaninn samþykkt vísindahvalveiðar Norömanna.
íslendingar
með 28 þús-
und skinn
á öflugu
skinnaupp-
boðií
Danmörku
Fjóröa skinnauppboöið á þessu
ári, sem íslenskir loödýrafram-
leiðendur taka þátt í, hófst í
Kaupmannahöfii í gær. íslensku
skinnin verða seld á miövikudag
og fimratudag, Menn bíða rajög
spenntir eftir verðinu sem fæst á
þessu uppboði og er vonast til að
veröið hækki en það lækkaði í
vor.
„Viö seljura 16 þúsund minka-
skinn og um 12 þúsund refaskinn.
Ég vona aö allt seljist upp,“ segir
Jón Ragnar Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands is-
lenskra loðdýraræktenda.
Að sögn Jóns eru þeir að selja
skinn af dýrum sem var slátraö
í nóvember og desember. „Þetta
er síðustu skinnin frá því í fyrra.“
Uppboðið í Kaupmannahöfn
hófst í gærmorgun og stendur út
vikuna. Seld verða um það bil ein
railljón refaskinn og tvær millj-
ónir minkaskinna.
-JGH
Danskir auglýsingamenn eiga sinn Ola Stephensen
Viðskiptasíöa danska blaðsins
Berhngske Tidende sagði frá auglýs-
ingahátíð danskra auglýsingamanna
og fjölmiðlafólks þar sem verölaun
fyrir bestu auglýsingamyndina voru
veitt. Þar kemur fram að danskir
auglýsingamenn eiga sinn Óla Steph-
ensen.
„Eins og títt er þegar auglýsinga-
fólk kemur saman var haldin veisla
um kvöldið þar sem veislustjóri var
vel upplagður Ole Stephensen,“ segir
Berlinske Tidende.
„Ég kannast ekki við manninn,"
sagði Ólafur Stephensen í gær um
félagann í Danmörku en í fyrstu hélt
DV að Berlingske væri að segja frá
hinum íslenska Ólafi Stephensen og
að hann hefði verið viðstaddur hátíð
Dananna. Ólafur Stephensen var um
árabil formaður Sambands íslenskra
auglýsingastofa.
Raunar gæti Ole verið frændi Ól-
afs. Stephensenar af íslensku bergi
brotnir búa nefnilega í Danmörku
eftir að einn Stephenseninn flutti
þangað út í kringum aldamótin 1800
og hafa sumir þeirra komið nálægt
fjölmiðlun og gerð auglýsinga.
-JGH
Ólafur Stephensen. „Ég kannast
ekki við manninn. En hann getur
þess vegna verið frændi minn, ég á
nokkuð af frændfólki í Danmörku."
.w \
^ &
,<<<\Amold til de
i€S&ode reklamefilm|
-ViK*
**?$£&&*
, bedste reklamefilm blev i aftes káret i Im-
,'iografen i Kobenhavn. Vindeme blev
Bryggeri og Alfred Benzon.
Frásögn Berlingske Tidende af verðlaunahátíð danskra auglýsingamanné
Veislustjórinn var sagður vel líflegur Ole Stephensen.