Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 19 Sviðsljós í Reykjavík Sveitasinfónía, nýtt leikrit eftir Ragnar Amalds alþingismann, var frumsýnt í Iönó fimmtudagskvöldið 22. september. Þetta er fyrsta stykki Leikfélags Reykjavíkur á þessu leik- ári og ef áhorfendum líkar fram- haldiö jafnvel þarf leikfélagið ekki aö óttast afkomuna næsta áriö. Troðfullt var í húsinu, eins og venja er þegar um frumsýningar er aö ræða. Aö sýningu lokinni hylltu áhorfendur höfund, leikara og leik- stjóra. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Einar Kárason, formaður rithöfundasambands ísiands, hafa greiniiega heyrt eitthvað bráðfyndiö. hófá nyjum stað Bókaútgáfan Forlagiö ílutti í nýtt húsnæöi, á horni Ægisgötu og Ný- lendugötu, fóstudaginn 16. septem- ber. Áður var útgáfan við Frakkastig. Aö sjálfsögöu var haldið hóf viö þetta tækifæri og menningarvitar og aörir vitar létu sig ekki vanta. Utvarpsmaðurinn kunni, Jónas Jónasson, hlustar hér áhugasamur á eitthvað merkilegt sem Helga Hjörvar, skólastjóri leiklistarskól- ans, hefur að segja. Hér eru þeir Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Al Cop- ley, listamaður og eiginmaður Ninu Tryggvadóttur. Nína r Laugardaginn 17. september var opnuö sýning á verkum eftir Nínu Tryggvadóttur í Gallerí Nýhöfn viö Hafnarstræti. Fjölmenni var viö opn- unina, meðal annarra eiginmaöur Nínu, A1 Copley, og dóttir hennar, Una Dóra Copley. Ljósmyndari DV var að sjálfsögöu á staðnum. Una Dóra Copley, dóttir Ninu Trryggvadóttur, og Kristj- án Davíðsson listmálari gleðjast á góðri stund. Ólyginn sagði... Janni Spies og Christian Kjær, maður henn- ar, eru nú komin heim úr brúö- kaupsferöalaginu en eins og allir vita vissi enginn hvert þau fóru. Þau fóru beint til Kaprí og þaðan til Feneyja. Þar eyddu þau nokkr- um dögum i mjög svo rómantísku umhverfi. Síöan tóku þau Aust- urlandahraölestina frægu til Par- ísar og London. í London voru þau í nokkra daga til aö skoöa sig um og síðan var þaö beint heim til kóngsins Köben, í vinnuna. Ken Kercheval og kona hans, Eva Fox, eru nú aö hetja búskap til að drýgja heimilispeningana. Þau eru búin aö koma sér upp maísakri í Ohio og ekkert því til fyrirstööu aö hefja framleiöslu á poppkorni. Þaö er eins og allt sé smitandi sem þessir leikarar í Hollywood taka sér fyrir hendur. Muniö þiö æf- ingarnar hennar Jane Fonda og flóðiö af alls konar bæklingum sem á eftir fylgdi? Nú virðist poppkornsæði vera næst. Patrick Swayzee, stjarnan úr Dirty Dancing, er einn alvinsælasti karlmaöurinn vestra um þessar mundir. Eftir Dirty Dancing getur hann valiö úr hlutverkum og stelpurnar fá í hnén í hvert skipti sem honum bregður fyrir. Meira aö segja aug- lýsingatilboðin eru farin áð hljóða upp á fjögur hundruö og fimmtíu milljónir fyrir eina aug- lýsingu, ja, minna má nú gagn gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.