Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 30
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 38 Vanir menn á velli. Hörkutólin eru hörkugolfarar. Frá vinstri: Guöjón Eyjólfsson, löggiltur endurskoðandi, Hjalti Þórarinsson, læknir á Landspítalanum og prófessor í læknisfræði, Magnús Þ. Torfason, fyrrum forseti Hæstaréttar íslands, og Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður. Laeknir, endurskoðandi, lögmaður og hæstaréttardómari: Hörkutólin spila golf á vetuma sem sumrin Hjalti Þórarinsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans og prófess- or í læknisfræði, Guðjón Eyjólfsson, löggiltur endurskoðandi, Guðmund- ur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlög- maður, og Magnús Þ. Torfason, fyrr- verandi forseti Hæstaréttar íslands, spila golf saman allan ársins hring. Þeir eru í Hörkutólunum, eins og þeir nefna sjálfir golfhópinn. Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Lítið mál fyrir vanan mann í golfinu. Við erum bestir á veturna „Við erum bestir á veturna, þá fara golfboltamir mun lengra,“ sögðu þessir fjórir frábæru félagar þegar við fórum hringinn með þeim síðast- liðinn laugardag á Korpúlfsstaða- vellinum. Grafarholtsvöllurinn var upptekinn annars spila þeir mest þar. Hörkutólin láta veðrið ekki aftra sér frá golfmu. Þeirra kjörorð er ein- faldlega að klæða veðrið af sér. „Það er hægt að stunda útilíf allan ársins hring á íslandi ef menn klæða sig vel.“ Þeir hafa aukagalla meö í kerrun- um. Það er einn galli fyrir vindinn og annar fyrir rigninguna. Lítið mál að slá kappklæddur. Hafa spilað goif úti á jólunum og nýársdag Að spila allan ársins hring þýðir hjá Hörkutólunum allan ársins hring. Þeir hafa spilað á jólunum og nýársdag. Það er ekkert nema kaf- aldssnjór sem hindrar þá í að mæta á teig. Sé snjóföl yfir eru einfaldlega notaðir rauðir boltar. Þetta holl er nákvæmlega 20 ára. Þeir byijuðu að spila saman sumarið 1968. Að vísu bættist Magnús Þ. Torfason viö fyrir um fimm árum. Hann fyllti skarð Gísla Ólafssonar læknis sem er látinn. Gísli hafði ver- ið með frá upphafi. Kominn fram úr meistara sínum „Það var Guömundur Ingvi sem vakti áhuga minn á golfi,“ segir Magnús um upphaf ferilsins. „Já, ég Hann flaug langt þessi bolti hjá Guð- jóni. Sveiflan nákvæm. kenndi honum Magnúsi," grípur Guðmundur inn í og bætir viö: „Nú er hann kominn fram úr meistara sínum. Þannig er það víst alltaf. Auk þess er Magnús Þingeyingur og þaö gerir þetta enn sárgrætilegra.“ Þeir Hjalti, Guðmundur Ingvi og Magnús voru allir skólabræður í Menntaskólanum á Akureyri. Hjalti er Húnvetningur, Guðmundur Akur- eyringur og Magnús 'Þingeyingur. Guðmundur er reyndar sonur Sig- urðar hins kunna skólameistara MA á árum áður. Þekktir bræður Guö- mundar eru þeir Örlygur og Stein- grímur listamenn. Tilviljun að þetta golfholl varð til Það er hrein tilviljun að þetta golf- holl varð til. Þeir byrjuðu allir aö sveifla kylfunni á sama tíma. Guö- mundur og Guðjón þekktust og þeir Guðmundur, Hjalti og Gísli. Oftast er spilað um hádegisbilið á laugardögum eða snemma á sunnu- dagsmorgnum. Það er svo meira til- viljanakennt hvort og hvenær spilað er í miðri viku. Þegar þeir spila skipta þeir hollinu í tvö hð. Guðjón hendir upp tíginu og það sér síðan um að vísa í liðin. Númer eitt og þijú spila saman og tvö og fjögur. Guðjón og guð almáttugur „Það er Guðjón og guð almáttugur sem ráða því hveijir spila saman,“ eru orð Guðmundar Yngva um valið. í þetta skiptiö spiluðu Guðjón og Hjalti saman og lögfræðingamir Guðmundur og Magnús. Hjalti læknir hefur tvisvar farið holu í höggi í golfmu á þessum tutt- ugu árum. Fyrst fyrir nokkrum árum á Grafarholtsvelli og í seinna skiptið á sunnudaginn fyrir viku á Korpúlfsstaðavellinum. Hann var á annarri braut í bæöi skiptin. Hjalti með húnvetnska blöndu af snilld og heppni „Hjalti hefur húnvetnska blöndu af snilld og heppni. Þegar það fer saman getur útkoman ekki orðið önnur en hola í höggi,“ segja félag- amir um árangur Hjalta. Sjálfur seg- ir hann að þetta hafi lítið með heppni að gera. Það er létt yfir Hörkutólun- um. Útiveran hressir greinilega. Þrír að norðan og einn að sunnan. Guðjón Eyjólfsson er Suðumesja- maður og talið berst að ættarmóti sem hann er að fara á um kvöldið. „ Hann er afkomandi Bjöms Gunn- laugssonar sem hefði orðiö 200 ára í dag,“ segja norðanmennimir og bæta hlæjandi við: „Hann er hér að- eins í dag til að hita upp fyrir ættar- mótið.“ Það er góð upphitun. Því golfinu fylgir talsverð ganga. Það að spila átján holur getur þýtt 8 til 9 kíló- metra göngu. Það gefur aftur þrek. Golfið hvílir hugann „Einn aðalkostur golfsins er að sennilega em fáar íþróttir sem gefa jafnmikla hugarhvíld. Slik íþrótt er nauðsynleg mönnum sem em í eril- sömu starfi.“ Það var hvasst á Korpúlfsstöðum á laugardaginn. Vetur konungur er kominn. Flestir hætta þá að slá hvítu boltana. En vertíðin er rétt að byija hjá Hörkutólunum. -JGH Magnús Þ. Torfason. Einbeitnin með kylfuna leynir sér ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.