Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 41 Erlend myndsjá Trú og vopn Á meðan trúarhátiðir stóðu sem hæst í ísrael var haldin árleg sýning á skriðdrekum á aðaltorginu í Tel Aviv. Þar fékk þessi átta ára snáði að taka í stríðstólin. Simamynd Reuter Rétttrúaður gyðingur í Jerúsalem í israel virðir fyrir sér pálmagrein í litlu stækkunargleri. Gyðingar safna meðal annars pálmagreinum fyrir laufskálahátíð sína en þá minnast þeir útlegðarinnar frá Egyptalandi þegar þeir gerðu sér skýli úr trjágreinum. Þykir gyðingum mikilvægt að greinarnar, sem notaðar eru við hátíðahöldin, séu gallalausar. Símamynd Reuter Sjálfboðaliðar í góðgerðarsamtökum settu um helgina heimsmet I bakstri eggjaköku. Um sextíu og fimm þúsund egg fóru í kökuna sem var þrjú þúsund kíló og átta og hálfur metri í þvermál. Baksturinn fór fram í París. Simamynd Reuter Mataiveislur Fyrsta alþjóðlega vörusýningin frá því vopnahlé tók gildi í Persaflóa- striðinu stendur nú yfir i Teheran i íran. Hér má sjá íranskar konur fyrir framan veggspjöld frá Þýska- landi. Simamynd Reuter Franskir bílaframleiðendur sýna vöru sína i Teheran og hver veit nema þessar irönsku konur eigi eftir að panta einn Renault eins og þennan á myndinni. Simamynd Reuter í Sviss héldu ostaframleiðendur i Bern-kantónunni hátíð í tilefni þess að sumarostarnir voru tilbúnir. Alls voru framleiddir 2.250 ostar úr 300 þúsund litrum af mjólk. Simamynd Reuter Gusu- gangur Það var mikill gusugangur í Nice á frönsku rivierunni á laugardag- inn þegar sjö hundruð og átta kepp- endur í þríþraut hlupu út í hafið til að synda fjóra kílómetra. Aðrar greinar í þríþrautinni voru hundr- að og tuttugu kílómetra hjólreiðar og þrjátíu og tveggja kílómetra hlaup. 'Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.