Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. Lífestm Spamaðurinn er 1% af veltu - samsvarar andvirði 450 afgreiðslukerfa Samkvæmt könnun sem gerð var í ágúst 1988 voru 59% af vörum í verslunum á íslandi strikamerkt- ar. Könnunin náöi til pakkavara en mjólkurvörur, Kjöt og grænmeti var ekki tekið með í könnuninni. Af innlendum vörum reyndust 25% vera strikamerktar en 84% af innfluttum vörum. Örfáar verslan- ir á íslandi eru með aflestrarkerfi fyrir strikamerki og er engin mat- vöruverslun í þeirra hópi. Neytendur í Svíþjóð eru um 800 matvöruversl- anir með lesbúnað fyrir strika- merki, þar að auki 80 sérverslanir. Heildarveltan í verslun á íslandi, framreiknuð á verðlagi ársins 1988, er 35,8 milljarðar á ári. Spamaður við notkun strikamerkja er talinn vera 1% af veltu. Innkaupsverð á nýju afgreiöslukassakerfi er um 800 þúsund. Fyrir alla verslun á íslandi myndi spamaöurinn við innleiðingu strikamerkja því sam- svara andvirði 450 slíkra kerfa. 1984 var stofnuð EAN-nefnd sem hefur þann tilgang að kynna og koma á EAN-strikamerkingum á vörur sem franúeiddar em og verslaö er með á íslandi. Nefndin er 22. aðili að alþjóða- samtökum EAN. Samanborið við önnur lönd í E AN-samtökunum er ísland frekar aftarlega á merinni í innleiðingu strikamerkinga. Hlutfall merktrar vöm í versltmum í flestum grann- löndum okkar er á milli 90 og 100%. • ? .. Notkun aflestrarbúnaðar fyrir strikamerkl útrýmir biðröðum. Neytandinn fær skjótari afgreiðslu og greinarbetri upplýsingar um það sem keypt er. Það sama á viö um fjölda verslana Það er enn langt í land að þessi sem nota aflestrarbúnaö fyrir nauðsynlegi búnaður nái fótfestu strikamerki. hér. -Pá DV Kostir strikamerkja Fyrir neytandann: Betri upplýsingar -aukiðöryggi Betri upplýsingar um það sem keypt er, því að vöruheiti birtist á greiðslukvittun auk verðs. Rangur ásláttur á kassa er úr sög- unni því að tölvuaugað les strika- merkið ávallt rétt. Vegna nákvæmara birgðahalds verður minni hætta á vömvöntun. Neytendinn fær því nýrri vöru en áður. Afgreiðsla við kassa verður hrað- ari og aukin hagræðing stuðlar að lækkun vömverðs. Fyrir verslunina: Minni kostnaður Auðveldara að fylgjast með þvi hvaða vörur seljast. Nýting á hillurými verður betri og auðveldara að fylgjast með rýmun. Birgðahald veröur hagkvæmara. Þjálfunartími starfsfólks styttist. Véltuhraði eykst. Kostnaður við vörumóttöku og verðmerkingu minnkar. Afgreiðsla við kassa veröur hraðari. ’Afköst aukast. Auövelt er aö sjá stöðuna eftir hvern dag. -Pá Raddir neytenda Voru komnir eftir tíu mínútur Guðrún Leifsdóttir hafði samband við neytendasíðuna og vildi koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Kjötmiðstöðvarinnar í Garðabæ. Guðrún hélt matarveislu fyrir skömmu og keypti Londonlamb til veislunnar hjá Kjötmiðstöðinni. Þeg- ar steikin var tilbúin til smökkunar kom í ljós að annar bitinn var skemmdur og með öllu óætur. Nú voru góð ráð dýr. Gestirnir rétt ókomnir og allt útlit fyrir að veislan færi í vaskinn. Guðrún hringdi í Kjötmiðstöðina og bar upp vandræði sín. Starfsmenn verslunarinnar voru mættir á tröpp- unum hjá henni eftir tíu mínútur með soðið hangikjötslæri tilbúið á borðið. Allt fór því vel aö lokum. Þetta taldi Guðrún dæmi um fyrir- myndarþjónustu. -Pá Heitur blástur í frysti- kistuna og ísskápinn Húsmóðir hafði samband við neyt- endasíðuna og vildi koma því á fram- færi aö hentugasta hjálpartækið við að þíða isskápinn eða frystikistuna væri venjulegur hárblásari. í húsráðahandbókum er sagt að setja megi skál með heitu vatni inn í frystinn til þess að flýta fyrir þíð- ingu. Venjulegur hárblásari, sem stilltur er á heitasta blástur, gerir sama gagn enermunfljótvirkari. Pá Hafa skal það sem sannara reynist í verðkönnun á frystikistum, sem birtist hér á neytendasíðunni í síð- ustu viku, var rangt farið með verð á einni frystikistunni. 185 lítra frysti- kista frá Raíbúð Sambandsins kostar 35.400 kr. en ekki 37.400 kr. Meðalverö á lítra í frystikistu af þessari stærð er því 191 kr. en ekki 202 k'r. Munur á hæsta og lægsta verði á frystikistum er því 191% en ekki 208%. -Pá Hýðisbjalla í hamborg- arabrauði - sleppur fram hjá grófsigtun á hveiti í bakaríum Alfreð HilmarssoH kom að máh við neytendasíðuna með ham- borgara sem hann hafði keypt og í brauöinu var hýðisbjalla. Hamborgarinn var frá Sláturfé- lagi Suðurlands og var hitaður í örbylgjuofni fyrir neyslu. Því má telja víst að engum hefði orðið meint af þessu aöskotadýri en fæstir vilja nú samt leggja sér shkttilmunns. Sláturfélag Suðurlands bætir viðskiptavinum óhöpp af þessu tagi og þurfa þeir að snúa sér til fyrirtækisins. Brauðin, sem Sláturfélagið sel- ur með hamborgurunum, eru bökuð hjá Brauði h/f. Jón Albert Kristinsson hjá Brauði h/f sagði í samtali við neytendasíðuna að óhöpp af þessu tagi gætu alltaf hent. Brauö h/f kaupir hveiti frá Belgíu í eins tonns sekkjum. Hveitið er grófsigtað til þess að fjarlægja hugsanlega aðskota- hluti en bjöhur, eins og þessi hýðisbjalla, geta slæðst fram hjá sigtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.