Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 38
46
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
Þriðjudagur 27. september
SJÓNVARPIÐ
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Villi spæta og vinir hans. Bandarisk-
ur teiknimyndaflokkur.
19.25 Ólympiusyrpa. Ýmsar greinar.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Fröken Marple. Morð á prestssetr-
inu - fyrri hluti. Nýr sakamálamynda-
flokkur gerður eftir sögum Agöthu
Christie. Aðalhlutverk Joan Hickson
og Paul Eddington.
21.30 Húllumhæ til heiðurs Vreeswijk.
Meðal þeirra sem þarna skemmta má
nefna Lill Lindfors, Benny Anderson
og Lars Forssell.
22.50 Útvarpsfréttir.
23.00 Ólympiuleikarnir '88 - bein útsend-
ing. Frjálsar íþróttir.
3.55 Ólympiuleikarnir '88 - bein útsend-
ing.Handknattleikur. ísland - Sovétrík-
in.
5.15 Ólympiuleikarnir '88 - bein útsend-
ing. Frjálsar íþróttir.
7.30 Dagskrárlok.
16.20 Líf og dauði Joe Egg. A Day in the
Death of Joe Egg. Heimilislíf ungra
hjóna tekur miklum breytingum þegar
þau eignast barn, ekki síst þar eð barn-
ið er flogaveikt og hreyfihamlað og
getur enga björg sér veitt. Aðalhlut-
verk: Alan Bates og Janet Suzman i
aðalhlutverkum.
17.50 Feldur. Foofur. Teiknimynd með
islensku tali um heimilislausa en fjör-
uga hunda og ketti.
18.15 Denni dæmalausi. Dennis the
Menace. Teiknimynd.
18.40 Sældarlif. Happy Days. Skemmti-
þáttur sem gerist á gullöld rokksins.
Aðalhlutverk: Henry Winkler.
19.19 19.19. Fréttir og fréttaumfjöllun,
íþróttir og veður ásamt fréttatengdum
innslögum.
20.30 Frá degi til dags. Day by Day. Gam-
, anmyndaflokkur um hjón sem setja á
stofn dagheimili fyrir börn á heimili
sínu. Aðalhlutverk: Doug Sheehan,
Linda Kelsey og C.B. Barnes.
21.00 íþróttir á þriðjudegi. Blandaður
iþróttaþáttur með efni úr ýmsum átt-
um. Umsjónarmaður: Heimir Karlsson.
21.55 Striðsvindar II. North and South II.
Stórbrotin framhaldsmynd sem byggð
er á metsölubók eftir John Jakes. 3.
hluti af 6.
23.30 Þorparar. Minder. Spennumynda-
flokkur um lífvörð sem á oft erfitt með
að halda sig réttum megin við lögin.
00.20 Goðsagan Billie Jean. The Legend
of Billie Jean. Sveitastúlka er sökuð
um glæp sem hún er saklaus af. Þegar
hún snýst til varnar hrífur hún með sér
aðra unglinga sem hafa verið órétti
beittir. Aðalhlutverk: Helen Slater,
Keith Gordon og Christian Slater. Ekki
við hæfi barna.
01.50 Dagskrárlok.
SKf
C H A N N E L
06.00 Góðan daginn Norðurlönd. Morgun-
þáttur í umsjá Norðurlandabúa.
07.00 Þáttur DJ Kat. Barnaefni og tónlist.
08.00 Denni dæmalausi.
08.30 Umbreytingar. Teiknimyndaseria.
09.00 Rómantísk tónlist.
10.00 40 vinsælustu. Breski listinn.
11.00 Niðurtalning. Poppþáttur.
12.00 önnur veröld. Bandarisk sápuópera.
13.00 Borgarljós. Þáttur um frægt fólk.
13.30 Bflasport.
14.00 Kóralrif. Ævintýramynd.
14.30 Skippy. Ævintýramynd.
15.00 Evrópulistinn. Poppþáttur.
16.00 Þáttur DJ Kat. Barnaefni og tónlist.
17.00 The Monkees. Apakettirnir vinsælu.
17.30 Mig dreymir um Jennie.
18.00 Hazel. Gamanþáttur.
18.30 Haukurinn. Sakamálamynd.
19.30 Prime Cut Kvikmynd frá 1972.
21.10 Ameriski fótboltinn.
22.10 Golf. Opna þýska meistaramótið.
23.10 Popp frá Þýskalandi.
24.00 Klassísk tónlist.
01.00 Liszt í Prag.
01.30 Alan Davie. Mynd um listamanninn.
Fréttir og veður kl. 17.28. 17.57, 18.28.
19.28, 21.17 og 22.08.
Rás I
FM 9Z4/93.5
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 j dagsins önn - Umsjón: Álfhildur
Hallgrímsdóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina
viltu?" eftir Vitu Andersen Inga Birna
Jónsdóttir les þýðingu sina (9).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason.
(Endurtekinn þáttur frá miðvikudags-
kvöldi.)
15.00 Fréttir.
15.03 Ævintýri nútimans - Visindaskáld-
sögur. Umsjón: Anna Margrét Sigurð-
ardóttir. (Endurtekinn þáttur frá
fimmtudagskvöldi.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín
Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi eftir Serge Rakh-
maninoff.
18.00 Fréttir.
18.03 Torgiö. Umsjón: Jón Gunnar Grjet-
arsson. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Hamingjan og stjórnmálin. Áttundi
þáttur.
Svanur Kristjánsson flytur erindi. (Einnig
útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30.)
20.00 Litli barnatiminn. (Endurtekinn frá
morgni). •
20.15 Kirkjutónlist.
21.00 Landpósturinn. - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
(Endurtekinn þáttur frá morgni.)
21.30 Útvarpssagan: „Fuglaskottis" eftir
Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (13).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.25 Leikrit: „Lokaöar dyr" eftir Jean-
Paul Sartre. Útvarpsgerð og leikstjórn:
María Kristjánsdóttir.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
Sjónvarp kl. 23.00:
Ólympíu-
leikamir
- frjálsar og handbolti
Bein útsending frá Seoul hefst
með frjálsum íþróttum. Keppt
verður í tugþraut karla og til
úrslita í stangarstökki karla,
400 m grindahlaupi kvenna og
200 og 400 m hlaupi karla.
Klukkan 3.55 verður skipt yfir
í handboltahöllina og sýndur
leikur íslendinga og Sovét-
manna. Þetta er síöasti leikur
íslenska liðsins í riðlinum og
nú nær spennan hámarki. Eftir
leikinn verður ljóst hvar viö
lendum í riðlinum og um hvaða
sæti íslenska liöiö keppir.
Leiknum veröur einnig út-
varpað beint á rás 2 og því geta
sjónvarpslausir líka fylgst með.
Að loknum handboltanum
verður haldið áfram aö sýna frá
frjálsum íþróttum til 7.30 í
fyrramálið. Því er löng nótt
framundan hjá höröustu
íþróttaaðdáendunura.
-JJ
12.00 Fréttayflrllt. Auglýsingar.
12.20 Hádeglsfréttir.
12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Alberts-
dóttir og Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp.
18.03 Sumarsveifla. - Ólafur Þórðarson.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar.
22.07 Bláu nóturnar. - Pétur Grétarsson.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í
næturútvarpi til morguns.
4.00 Ólympíuleikarnir í Seúl - Hand-
knattleikur. Lýst leik Islendinga við
Sovétmenn.
5.15 Vökulögin, framhald.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,
14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
Svæðisútvaxp
Rás n
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæöisútvarp Norðurlands.
12.00 Mál dagsins/Maður dagsins. Frétta-
stofa Bylgjunnar rekur mál dagsins,
málefni sem skipta þig máli. Sími
fréttastofunnar er 25393.
12.10 Anna Þoriáks á hádegi. Anna held-
ur áfram til kl. 14.00. Fréttir frá Dóró-
theu kl. 13.00. Lifið í lit kl. 13.30.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson setur svip
sinn á síðdegið.
18.00 Reykjavík síödegis - Hvað finnst
þér? Hallgrímur Thorsteinsson fer yfir
málefni dagsins og leitar álits hjá þér.
Siminn hjá Hallgrími er 611111.
19.00 Bylgjan og tónlistin þin - meiri
músík minna mas. Siminn fyrir óskalög
er 611111.
22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á næturvakt.
Þorsteinn heldur uppi stuðinu með
óskalögum og kveðjum. Síminn hjá
Dodda er 611111, leggðu við hlustir,
þú gætir fengið kveðju.
3.00 Næturdagskrá Bylgjunnar
12.10 Hádegisútvarp. Bjarni D. Jónsson.
Bjarni Dagur í hádeginu og veltir upp
fréttnæmu efni, innlendu jafnt sem
erlendu, I takt við góða tónlist.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og
gott leikið með hæfilegri blöndu af
nýrri tónlist.
14.00 og 16.00 Stjörnufréttir. Sími
689910.
16.10 Mannlegi þátturinn. Þorgeir Ást-
valdsson. Tónlist, spjall, fréttir og
fréttatengdir atburðir.
18.00 Stjörnufréttir.
18.00 islenskir tónar. Innlend dægurlög
að hætti hússins.
19.00 Stjörnutiminn á FM 102,2 og 104.
Stjörnutónlist í klukkustund. Rokkand
roll.
20.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi leikur
spánnýjan vinsældalista frá Bretlandi
og stjörnuslúðrið verður á sínum stað.
21.00 Oddur Magnús. Óskadraumurinn
Oddur sér um tónlistina.
01.00- 7.00 Stjörnuvaktin.
ALFA
FM-102,9
10.00 Morgunstund, Guðs orð, bæn.
10.30 Tónlistarþáttur.
22.00 Kristnið allar þjóðir. Endurflutt efni
frá sunnudegi.
24.00 Dagskrárlok.
12.00 Tónafljót. Opið að fá að annast
þessa þætti.
13.00 íslendingasögur.
13.30 Um Rómönsku Ameriku. Umsjón:
Mið-Ameríkunefndin. E.
14.00 Skráargatið.
17.00 Samtökin '78. E.
18.00 Tónlist frá ýmsum löndum. Umsjón-
armaður Jón Helgi Þórarinsson.
19.00 Umrót. Opiö til umsóknar.
19.30 Barnatimi. Ævintýri. E.
20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá ungl-
inga. Opið til umsóknar.
20.30 Baula.Tónlistarþáttur í umsjá
Gunnars L. Hjálmarssonar.
22.00 íslendlngasögur.
22.30 Þungarokk á þriðjudegi. Umsjón:
Hilmar Örn Hilmarsson og Guðmund-
ur Hannes Hannesson.
23.00 Rótardraugar.
23.15 Þungarokk, frh.
24.00 Dagskrárlok.
18.00Halló Hafnarfjörður. Fréttir úr bæjar-
lifinu, létt tónlist og viðtöl.
19.00
Dagskrárlok.
Hljóðbylqjan Akuxeyrí
FM 101,8
12.00 Ókynnt tónlist með matnum.
13.00 Pétur Guðjónsson leikur tónlist við
allra hæfi, léttur að vanda.
17.00 Kjartan Pálmarsson verður okkur
innan handar á leið heim úr vinnu.
Tími tækifæranna kl. 17.30-17.45.
Síminn er 27711.
19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist.
20.00 Valur Sæmundsson leikur vandaða
tónlist og tekur fyrir ýmsar þekktar
hljómsveitir.
22.00 Þátturinn B-hliðin Sigriður Sigur-
sveinsdóttir leikur lög sem lltið hafa
fengið að heyrast, en eru þó engu að
siður athygli verð.
24.00 Dagskrárlok.
Stjaman kl. 22.00:
• / r /
Á Stjömunni kl, 22.00 og fram til
kl. 1.00 er tónlistarþáttur sem neftt-
ist Á Ijúfu nótunum. Eins og nafniö
bendir til er áherslan lögð á Ijúfa
og þægilega tónlist undir nóttina.
Umsjónarmaður þáttarins er
Oddur Magnús og er hann með
þátt sinn einnig á mánudags- og
fimmtudagskvöldum. Oddur er
einnig á laugardagskvöldum kl.
19.00. Skiptir hann þá um gír og
leikurfjörugaog frísklega tónlist.
-HK
Cornelius Vreeswijk vildi styrkja listamenn sem reyna að lifa af list sinni.
Sjónvarp kl. 21.30:
Húllumhætilheiðurs
Comelius Vreeswijk
Rétt áöur en vísnasöngvarinn
Cornelius Vreeswijk lést hafði
hann komið á fót sjóði til styrktar
listamönnum sem eins og hann
sjálfur höföu aldrei fengið styrk en
reyndu samt að þrauka af list sinni.
Eins og þeir vita sem þekkja ferO
vísnasöngvarans, liföi hann hratt
og dó á miöjum aldri. Þaö var því
ekki mikið sem hann lét eftir sig
fyrir sjóöinn.
Nokkrir tónlistarmenn tóku sig
þvi til og héldu konsert á Börsen í
Stokkhólmi til styrktar sjóönum.
Meðal þeirra sem koma fram í
sjónvarpsútsendingu frá konsert-
inum eru Lill Lindfors, Benny And-
erson, Lars Forsell og Hans Álfred-
son.
Stríðsvindar
Það eru margir sem fylgjast með
örlögum tveggja íjölskylda í fram-
haldsseríunni Stríösvindar sem
nýlega hefur hafiö göngu sína á ný.
í fyrri hluta enduðu þættirnir þeg-
ar borgarastyrjöldin var í fæöing-
arhriðum. Seinni hlutinn gerist
innan þess ramma þegar stríöið
skipti þjóöinni í tvennt.
Aðalpersónumar sem fyrr eru
vinirnir George Hazard, sem er af
ríkri og viröulegri íjölskyldu norð-
urríkjamegin, og Orry Main sem
er af stórbændum og þrælahöldur-
um suðurríkjamegin.
Þrátt fyrir skoðanaágreining
hafa þeir haldið vináttunni en aðr-
ir fjölskyldumeðlimir eru ekki
jafnsáttfúsir.
Þegar hér er komiö sögu era Orry
og George orðnir háttsettir í herj-
um suðurs og norðurs. Samskipti
þeirra eru lítil og fyrir utan her-
mennskuna eru þeir á fullu að
bjarga fjölskyldumeðlimum frá
ýmsum vandamálum.
Mikið hefur verið lagt í Stríðs-
vinda. Þættimir hafa stórmynda-
yfirbragð og virðist ekkert sparað
til að ná sem mestum áhrifum.
Leikarar eru ekki í ódýrari kantin-
um. Má segja að þekkt andlit sé í
hverju hlutverki.
Af frægum leikurum, sem eiga
eftir að koma fram, skal fyrstan
telja hinn áttræða öðling James
Stewart. Lítið minni spámenn eru
Hal Holbrook sem leikur Lincoln
og Olivia de Havilland sem var stór
stjarna í Hollywood. Dynasty
stjörnunni Lindu Evans á einnig
eftir að bregða fyrir.
-HK
Patrick Swayze, sem hér er í miðið, hefur frá þvi hann lék í Striðsvind-
um orðið mjög eftirsóttur leikari, þökk sé Sóðadansinum (Dirty Dancing).
Stöð 2 kl. 21.55: