Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. 7 dv Viðtaliö dv Fréttir Nafn: Marínó Þorsteinsson Aldur: 50 ára Staða: Framkvæmdastjórí meöferðarstöðvarinnar Von Verftas í Danmörku „Ég er nú latari aö fara út aó ganga hér en ég var heima. Þar Fór ég alltaf út að ganga með hundinn. Nú er hundurinn heima. Áhuginn á hundum er miki]l og þó ég hafi ekki hundinn minn hér er mikiö af fallegum hundum hér í Danmörku til aö halda manm við efniö. Annars er ég enginn íþrótta- eða fjallgöngu- maöur. Mér líkar vel að lesabæk- ur og hlusta á góða tónlist. Les- efniö er bæöi fróöleiksefni og spennusögur. Síðan er sjónvarps- glápið töluvert eins og hjá vel- flestum," segir Marinó Þorsteins- son sem varö framkvæmdastjóri meðferðarstöðvarinnar Von Ver- itas á Lálandi f Danmörku um síöustu mánaðamót. Sef og vaki með nýja starfinu „Eg sef og vaki með þessu nýja starfi. Ég bý á hæðinni fyrir ofan skrifstofuna mína hér í Vester- borg-skólanura þannig að ekki er langt í vinnuna. Starfið er kre- fjandi og umsvifin aukast stööugt þar sem æ fleiri koma hingaö í meðferö. Mér bauöst þetta starf í sumar eftir aö ég hætti hjá Smjör- líki og Sól. Ég sló til og er ráðinn til desemberbyijunar. Það á eftir áö koma í ljós hvort ég verð hér áfram.“ I hægri nefnd Marinó er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Þorteins Sig- urössonar rafvirkjameistara og Margrétar Jónsdóttur. Er Marinó næstyngstur f 6 systkina hópi. Kona hans er Anna Garðarsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Hrönn, Önnu Margréti og Maríu Hrund. „Ég ólst upp á Akureyn og varö stúdent frá MA 1958. Ég fluttist síðan til Reykjavikur og hef búið í vesturbænum alla tíð. Eftir stúdentspróf fór ég í viðskipta- fræði í háskólanum og útskrifað- ist þaöan 1964. Ég vann með nám- inu sem skýrir námstímann. Eftír það var ég eitt ár h)á borgarverk- fræðingi og síðan framkvæmda- stjóri fyrir Meistarasamband byggingamanna í tvö ár. Síðast var ég skrifstofustjóri hjá Smjör- líki og Sól, en þar vann ég í 20 ár. Svo má segja frá því að ég var fjármálastjóri svokallaörar hægri nefhdar á sínum tíma. Það var nefnd er vann aö þvi að koma á hægri umferð á íslandi.“ Hjónablak „Áhugi minn á hundum er eins og áöur sagöi mikill og er ég gjald- keri Hundaræktarfélags íslands. Það eru samtök með 1500 meölim- um. Þaö má nú ekki alveg af- skrifa mig sem íþróttamann, þó ég geti kannski ekki hreykt mér af afrekum á því sviði. Ég hef far- iö f hjónablak einu sinni í viku sem er ekki svo lftil upplyfting fyrirkyrrsetumann." -hlh Gunnarsmenn dska eftir safhaðarfundi „Við höfum safnað undirskriftum um 100 manna og sent stjórnarbrot- inu þar sem óskað er eftir því aö stjórnin boöi til safnaðarfundar. Þar viljum viö láta kjósa nýja stjórn. Við gefum stjóminni hálfan mánuö til að efna til fundar. Ef hún gerir það ekki þá fórum við okkar eigin leið- ir,“ sögöu stuðningsmenn séra Gunnars Bjömssonar við DV. Gunnarsmenn segjast ekki taka mark á niðurstöðum kosninganna um helgina þar sem málið hafi verið afgreitt á safnaðarfundi 12. septem- - innan hálfs mánaðar ber. Séra Gunnar Björnsson sagðist hafa ýmislegt við þessar kosningarn- ar aö athuga, hvernig að þeim væri staðið og hvemig stjórnin hafi dreift áróðri í auglýsingum og víöar. Færi kostnaður af því eflaust á reikning safnaðarins. „Nú er Berta Kristinsdóttir farin að kalla sig formann stjórnarinnar. Formaöur stjórnarinnar verður að-“ eins kosinn á aðalfundi en ekki af stjórnarbroti," sagði séra Gunnar. DV spurði Bertu Kristinsdóttur hvort söfnuöurinn hafi ekki beðið áhtshnekki út á við í þessum deilum. „Varðandi uppsögn séra Gunnars þá eru þaö mörg atriöi sem ollu henni. Hún varö að eiga sér staö. Nú er eðlilegast aö Gunnar hætti þessu. Það fólk sem mögulega segir sig úr söfnuöinum á næstunni er fólk sem hefur eingöngu gengiö í söfnuðinn til að styöja Gunnar. Óflugt og friðsam- legt safnaöarstarf er ekki efst á blaði hjá því fólki. Hvaö varöar safnaöar- fundinn, þá var hann aðeins ályktun- arhæfur og til hans kallað til aö kjósa kjörstjórn samkvæmt lögum safnað- arins. Það var ekki gert. Þaö er ein- göngu aðalfundur sem getur kosiö stjórn og stjórnin mun sitja eins og hún er skipuð í dag fram að næsta aðalfundi. Annars skil ég ekki hvaö séra Gunnar er að blanda sér i hver borgi okkar auglýsingar. Hann og fyrrverandi formaður sendu út áróö- ursbréf fyrr í vor á kostnað safnaöar- ins og þar aö auki lét séra Gunnar söfnuðinn borga sér kaup fyrir aö setja þennan áróður í umslög." -hlh DV-myndir Hólmfridur Miklar hafnarframkvæmdir hafa verið á Raufarhöfn í sumar. Raufarhöfn: Nýtt biyggjuplan og lönd- unarkantur við frystihúsið Hólmfríður Friðjónsdóttir, DV, Raufarhöfn: Framkvæmdir viö nýjan löndun- arkant við frystihúsið á Raufarhöfn hafa gengiö vel í sumar og eru nú langt komnar. Nýlokið er við að steypa bryggjukant og leggja lagnir og nú er verið að steypa 1100 fer- metra bryggjuplan. Framkvæmdir viö löndunarkant- inn hófust fyrst árið 1983 þegar keyrðar voru fram undirstöður að garði en síðan lágu allar fram- kvæmdir niðri næstu þrjú árin. Árið 1987 hófust þær aftur þegar fylling var keyrð fram undir bryggju og rek- ið niður stálþil. Að sögn Gunnars Hilmarssonar sveitarstjóra var kostnaður við þaö verk um 17 millj- ónir króna en áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir sem nú er unniö að er um níu milljónir króna. Hinn nýi löndunarkantur er um 2500 fermetrar og kemur þessi nýja aðstaða tíl með að breyta mjög miklu varðandi löndun á fiski. Áður hefur þurft að landa fislú við tvær bryggjur og aka með hann í frystihúsið nokk- urn veg. Þá skapaðist oft nokkur ör- tröð viö bryggju þegar bátar voru að landa loðnu og gat hist þannig á að skip urðu að bíða þess að löndun lyki til að komast að bryggju. Trésmíðafyrirtækið JJR hér á Raufarhöfn hefur haft yfirumsjón með verkinu en Steypustöð Raufar- hafnar hefur séð um alla steypu- vinnu. 2500 fermetra löndunarkantur var gerður og 1100 fermetra bryggjuplan Þar sem PLUS° og MINUS mætast í frystihúsinu, vöruskemmunni eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota MAWÍLiönaðarplasthengi til varnar hita- og kuldatapi. Hljóðeinangrandi og gegnsæ. Leitið upplýsinga ASTRA Austurströnd 8 - sími 61-22-44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.