Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. 31 Dægradvöl Gengið og gengið í úfnu Tröllahrauni. „Þarna er sandur og sandur og úfið hraun á milli sem er erfitt yfirferðar." Söngurinn er ómissandi á kvöldin inni á hálendi. ar gengið er yfir hraun. Það verða allir að vera í sérstökum gönguskóm. Án þeirra má segja að það sé eins og að ganga á sokkaleistunum yfir hraunið. Fólk getur ímyndað sér hvað það er þægilegt." Ágúst bendir öllum þeim sem hyggja á helgarferöir með útivistar- félögunum að fara ekki í gallabuxum. „Þær eru ekki góðar í gönguferðum. Þegar þær blotna verða þær yfirleitt svo stifar aö þær geta þess vegna étið upp holdið. Þess vegna vara ég alla sem ekki eru vanir flallaferðum við að vera í gallabuxum." Minnisstæðasta ferðin vorið 1969 Ágúst hefur verið viðriðinn íjalla- ferðir í áratugi. Hann sagðir ferðim- ar í Jökulheima mjög sérstakar. Af þeim fjölmörgu ferðum þangað telur hann fræga ferð áriö 1969 hvað eftir- minnilegasta. „Gunnar Hannesson Ijósmyndari fór með okkur. í þessari ferð tók hann fjölmargar myndir sem síðar urðu þekktar. Gunnar var stórkost- legur ljósmyndari og tók frábærar myndir úti í náttúrunni." Félagamir í Jöklarannsóknafélag- inu em með tvo skála 1 Jökulheimum og einn upp á Langjökh og Gríms- vötnum. Þetta er gulur víðir sem göngumenn gengu fram á. Náttúran er f öllum myndum og stærðum f óbyggðum. Upp á jökul til að moka snjó „Það er ótrúlegt ævintýri að fara upp á jöklana. Til dæmis þegar verið er að kanna nýsnævið, þá þarf að grafa djúpar gryfjur ofan í jökulinn. Ég hef komist í að grafa 7 metra djúpa gryfju uppi á Vatnajökli. Það var ákaflega sérstakt og spennandi.“ Þegar ekið er upp með virkjana- svæðum Landsvirkjunar við Búrfell, Sigöldu, Hrauneyjafoss og Þórisvatn em þessar virKjanir eiginlega talandi dæmi um heilnæma loftið og lands- Dægradvöl lagið sem útivistarmaöurinn er að leita að uppi á hálendinu. Það er ekki reyk- menguninni fyrir að fara Þama standa þær hver af annarri og framleiða rafmagn. Hugmynd Edisons er í fullum gangi knúin áfram af túrbínum. Frá þessum virKjunum sést eKKi reyKKom stíga upp á himin. Það er eKKi menguninni fyrir að fara. „Ég hvet alla til að fara sem oftast í gönguferðir og þá sérstaklega með útivistarfélögunum sem starfrækt em. Maður fær aldrei nóg af að skoða óbyggðimar. Þaö er alltaf eitthvað nýtt og nýtt sem birtist maniú í hvert skipti sem fariö er upp á hálendiö. Það er kærkomin og tilvahn dægra- dvöl að fara á íjöll. Og einfaldara getur þaö varla veriö,“ segir Ágúst Björnsson, félagi í Jöklarannsókna- félagi íslands. -JGH Þetta er sérstök mynd. Hér er veriö að skoða ártarveg sem ekki var til 1. ágúst síðastliðinn. Það er áin Sylgja sem renn- ur frá Kerlingunum undir Vatnajökli sem gróf þennan farveg á tfmabilinu frá 1. ágúst til 7. september. Gamlir gigar skoðaðir. Þessi gfgaröð nær niður undir Sigöldu. Annar tveggja skála Jöklarannsóknafélagsins i Jökulheimum. Þessir félagar notuðu góða veörið til að mála þakið á skálanum. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.