Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÖBER 1988. Jarðarfarir Björg Hallgrímsdóttir, Dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, áður Helga- magrastræti 30, Akureyri, lést 25. september sl. Björg fæddist á Hjálm- arsströnd í Loðmundarfirði 20. des- ember 1898, dóttir hjónanna Hall- gríms Metúsalemssonar og Kristjönu Vigfúsdóttur. Tíu ára gömul fór Björg í vist til Halldórs Stefánssonar og Bjargar Halldórsdóttur sem þá voru að hefja búskap í Hamborg í Fljótsdal. Var hún hjá þeim til full- orðinsára. 1913 fluttist fjölskylda ^ Bjargar til Kanada en Björg og yngsta barnið af átta, Nanna, urðu eftir hér heima. Björg giftist Bjarna Rósantssyni byggingameistara frá Efstalandi i Öxnadal og bjuggu þau á Akureyri. Dætur þeirra eru Guð- rún Svava og Nanna Kristín og fóst- urdóttir Björg Ólafsdóttir. Björg verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju í dag kl. 13.30. Útfor Bjargar Árnadóttur, Seljalandi 7, fyrrrnn húsfreyju, Stóra-Hofi, Gnúpveijahreppi, fer fram frá Bú- staöakirkju föstudaginn 7. október >kl. 13.30. Útfor Gísla Jónssonar, Smáratúni 18, Selfossi, fer fram frá Stóra-Núps- kirkju fimmtudaginn 6. þ.m. Svava Halldórsdóttir er látin. Hún fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 8. júlí 1916. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Vilhjálmsson og Svava Þórhallsdóttir. Hún giftist Gunnari Bjamasyni en þau skildu. Þau eignuðist tvo syni. Svava vann við hin ýmsu störf, var ráðskona á forsetaheimilinu að Bessastöðum, vann á tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum og síðast og lengst sem húsmóðir við barna- geðdeild Hringsins við Dalbraut. Út- for hennar verður gerö frá Lang- holtskirkju í dag kl. 15. Guðrún Marsveinsdóttir, Snorra- braut 34, lést þann 26. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haukur Leifsson, Álfalandi 7, Reykjavík, sem lést af slysfórum 15. september sl„ verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 15. Hallbera Bergsdóttir, Vífilsgötu 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 5. október kl. 13.30. Andlát Sveinsína Narfadóttir lést á Sól- vangi, Hafnarfirði, föstudaginn 30. september. Sýningar Helgi Jónsson opnar sýningu í Hafnargalleríi í dag opnar Helgi Jónsson sýningu á vatnslitamyndum í Hafnargalleríi, Hafn- arstræti 4. Helgi stundaði myndlistamám í Reykjavík um 1950 en það er ekki fyrr en á síðari árum að honum hefur gefist tóm til að sinna myndlistinni fyrir al- vöru. Myndir hans voru sýndar í tengls- um við 300 ára afmæli Ólafsvikurkaup- staðar en þetta er fyrsta sýning Helga í Reykjavík. Salurinn er opinn á verslun- artíma og kl. 9-13 á laugardögum til og með 15. október nk. Góðir gestir frá Italíu Bræðumir Nerio og Maurizio Manfroni verða heiðursgestir á Ítalíukvöldi Amar- flugs og Hótel Sögu, föstudaginn 7. okt. nk. Þeir bræður reka veitingastaðinn La Traviata á Ítalíu sem þúsundir íslendinga hafa sótt í gegnum árin. Þeir em líka nokkuð fastir gestir hér á landi þegar N „sumarvertíðinni" lýkur suðurfrá. La Traviata er fiölskyldufyrirtæki eins og þau gerast best á Ítalíu. Fjölskyldan tekur öll þátt í rekstrinum af lifi og sál og gest- imir em orðnir hálfgildings fjölskyldu- meðlimir áður en langt um líður. Man- froni fjölskyldan á því marga vini hér á iandi sem hún hlakkar til að sjá. Matseð- illinn verður að sjáifsögðu valinn af meistarakokkum La Traviata. Fréttir Stykkishólmur: í kjallaranum, dúa Róbert jörgensen, DV, Stykkishóiim: sem Mttist einu sinni í viku í legt áhugamál. Nú eru þessar áhuga- _____1_____:_______ bænum og pussar, malar og brenmr sömu konur að vinna af kappi að Fjölbreytt tómstundastarf er í hinar ýmsu styttur. gjöfum tiljólanna. Ekki er ráð nema gangi í Stykkishólmi. Fréttamaður Þetta er hópur kvenna á öllum í tíma sé tekið. DV frétti af einum athyglisverðum aldri sem hefur fundið sér sameigin- Hún leynir sér ekki sköpunargleðin hjá þessum hressu listamönnum. DV-mynd Róbert Ólafur Bjarni Þorkelsson, Langa- gerði 112, andaðist í Vífilsstaðaspít- ala laugardaginn 1. október. Albert Gunnlaugsson, Þinghólsbraut 23, Kópavogi, lést í Sunnuhhð 1. okt- óber. Sigurður Á. Magnússon, Hjallavegi 20, Reykjavík, andaðist aðfaranótt sunnudags í Hátúni lOb. Hrefna Hjartardóttir, Grundargötu 18, Grundarfirði, lést í Landspítalan- um 30. september sl. Guðmundur Jón Kristjánsson, frá Arnarnúpi við Dýrafjörð, Kleppsvegi 32, lést á gjörgæsludeild Landa- kotsspítalans 2. október. Tilkyimingar Vitni óskast Keyrt var á gráan Citroen Axel laugar- dagskvöldið 1. október sl. eða um nótt- ina. Bílnum var lagt rétt ofan við Lauga- veg 140 eða á horninu á Laugavegi og Mjölnisholti. Ef einhver hefur orðið vitni að ákeyrslunni 'þá vinsamlegast hringiö í síma 621478. Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Þýski látbragðsleikarinn Ratf Herzog verður með gestaleik á Litla sviði Þjóð- leikhússins að Lindargötu 7, miðvikudag- inn 5. og fimmtudaginn 6. október kl. 20.30. Ralf hefur unnið sjálfstætt við list sína síöan 1983 og árið 1984 tók hann þátt í Túlkendasamkeppni Austur-Þýska- lands og vann þar til guUverðlauna. Leik- hópirn hans, Das Pantonmime Studio Dresden (Látbragðssmiðjan í Dresden), er tengdur Robotronleikhúsinu. At- vinnuleikhópurinn „Salto vitale" hefur síðan orðið til úr þessari smiðju. Ralf hefur verið með gestaleiki í PóUandi, Sovétríkjunum, Ungveijalandi, Búlgaríu, Kóreu, Kúbu, Vestur-BerUn, Alsír, Ma- rokkó, Túnis og Eþíópíu. Miðasala á lát- bragðsleikinn er í miðasölu Þjóðleik- hússins. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju Fyrsti funóur vetrarins verður haldinn í safnaðarheimiU kirkjunnar funmtudag- inn 6. október kl. 20. Sýndar verða mynd- ir frá sumarferðalaginu í KerlingafjöU. SvanhUdur Sveinbjömsdóttir syngur einsöng. Kaffi og að lokum verður hug- vekja sem sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur. Fundurinn er opinn öUum konum. Mætið vel og stundvíslega. Tapað fundið Læða tapaðist í Bústaðahverfi Hvít læða, gulbrún og svört á höfði, baki og rófu, tapaðist frá Ásgarði í Bústaða- hverfi 22. september sl. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvar hún er, vin- samlegast hringi í síma 39289. Fundar- laun. Nýjar bækur_______________ Tvö lítil hver Samlede skrifter Gustaf Munch Petersen birtust nýlega hjá Borg- en-forlagi. Þetta eru tvö lítil kver, mestmegnis ljóð á dönsku, en sum á sænsku og ensku. Höfundurinn féll í spænska borgarastríðinu, í Alþjóðaherdeild lýðveldissinna, aðeins hálfþrítugur. Hér birtast prósaljóö, súrrealísk ljóð og annað sem tíðkaðist á íjórða áratugnum. Loksins, eftir hálfa öld, fær al- menningur aðgang að heildarverk- um hugprúðs framúrstefnuskálds og andfasista úr þeirri prúðu fylk- ingu skálda og róttæklinga sem setti svip sinn á síðustu millistríðs- árin. Þama eru allir liðir goðsög- unnar gamalkunnu, sem hefur líka verið haldið á lofti í pressunni hér úti, höfundur er sagður einstakur í danskri ljóðagerð, og viðbúið aö þau tíðindi berist til íslands, En því miður, verkin eru ansi meðaltals- leg líka. Við lestur þessa setur nú óhug að lesendum frammi fyrir dýrkun þeirri á viljastyrk, fram- kvæmdum og samstillingu fjöldans sem þá var landlæg, jafnvel langt inn í raðir vinstrimanna. Að ég tali nú ekki um hvað rökræður drottna í þessum verkum. Best finnast mér elstu ljóðin, frá 1932, þar sem ófægðar myndir alþýðu- fólks eru settar fram, alveg án tak- marks og tilgangs. Annars er þetta dæmi um hvernig máttur goðsög- unnar vekur upp mann, sem vel heföi mátt hvíla í friði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.