Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
33
Erlend myndsjá
Vladimir Krjújskov er hinn nýi yfirmaður KGB. Hann er sextíu og fjög-
urra ára gamall. Talið er að hann hafi ekki verið óskakostur Gorbatsjovs
í starfið en líklegt er talið að hann verði Gorbatsjov mun þægari Ijár i
þúfu en fyrirrennari hans, Viktor Sébrikov.
Simamynd Reuter
Edvard Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræðir hér við Viktor Sébrikov, sem um helgina var
rekinn sem yfirmaður KGB, á fundi æðsta ráðs Sovétríkjanna á laugardag. Vadim Medvedev, hinn nýi hug-
myndafræðingur flokksins, situr aftan við Sévardnadse.
Símamynd Reuter
Mikhail Gorbatsjov sýndi það um helgina að það er hann sem er hinn
sterki maður í Sovétrikjunum. Hann stokkaði upp forystulið kommúnista-
flokksins og kom mönnum handgengnum sér i flest mikilvægustu emb-
ætti flokksins. Kórónan á vel heppnaða helgi var þegar hann var kjör-
inn forseti landsins á laugardag.
Símamynd Reuter
Svip-
mynd-
ir frá
Boris Jeltsin, fyrir miðri mynd, sem missti sæti sitt i stjórnmálaráðinu í vor fyrir að gagnrýna Gorbatsjov
harðlega, leikur á als oddi í upphafi fundar æðsta ráðsins siðastliðinn laugardag. Simamynd Reuter
Kreml
Andrei Gromyko er dapur á svip er hann greiðir Mikhail Gorbatsjov
átkvæði sitt i kosningu þingsins á nýjum forseta en Gromyko þurfti að
vikja úr því embætti fyrir Gorbatsjov um helgina.
Simamynd Reuter