Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
35
Afmæli
Kristinn H. Benediktsson
Kristinn H. Benediktsson, verk-
sflóri hjá Hópsnesi ogfréttaritari
Morgunblaösins í Grindavík, er fer-
tugurídag.
Kristinn lærði ljósmyndaiðn á
Ljósmyndastofu Þóris, lauk þaðan
prófi og fór síðan til framhaldsnáms
í Bandaríkjunum. Hann starfaði
iengi sem ljósmyndari Morgun-
blaðsins og tók einnig mikið af
myndum fyrir Sjávarfréttir og fleiri
tímarit.
Kristinn er kvæntur Gunnhildi
Guðlaugsdóttur og eiga þau tvö
böm, Jóel og Hildi Sigrúnu. Krist-
inn á einnig dótturina Rakel. Gunn-
hildur er dóttir hjónanna Guðlaugs
Óskarssonar, útgerðarmanns í
Grindavík, og Hildar Sigrúnar
Ágústsdóttur. Gunnhildur stundar
nám í Tækniskóla íslands, Land-
spítalanum og Borgarspítalanum.
Systur Kristins em Steinunn Mar-
ía, deildarsljóri í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar og sýningarstúlka í Módel-
samtökunum, stundar nám í Öld-
ungadeild Flensborgarskóla og var
fulltrúi íslands í Mrs. World keppn-
inni á þessu ári í Ástralíu, er gift
Sverri Bergmann Friðbjömssyni,
deildarstjóra Pósts og síma, þau eiga
eina dóttur; Svava Björk, aðalbókari
hjá Plastos hf., stundar nám í Fjöl-
brautaskóla Breiðholts, gift Óskari
Garðari Hallgrímssyni, fyrrverandi
framkvæmdastjóra fatadeildar Ála-
foss, starfar núna hjá Visa ísland,
þau eiga eina dóttur.
Foreldrar Kristins em Benedikt
Sveinsson, ættaður frá Mjóafirði
eystra, starfar hjá Brunabótafélagi
íslands, og Þórdís Kristinsdóttir,
starfar á bæjarskrifstofum Hafnar-
flarðar og stundar nám í Öldunga-
deild Flensborgarskóla.
Foreldrar Benedikts vom hjónin
Sveinn Benediktsson útvegsbóndi
og Steinunn Þorsteinsdóttir. Þau
bjuggu á Borgareyri í Mjóafirði en
fluttu til Vestmannaeyja 1954. Faðir
Sveins var Benedikt, Póst- og sím-
stöðvarstjóri á Mjóafirði og útvegs-
bóndi, en hann átti einn fyrsta vél-
bátinn sem keyptur vartil landsins,
Hafominn sem kom til íslands 1906.
Móðir Sveins var Margrét, dóttir
Hjálmars Hermannssonar, bónda og
hreppsijóra á Brekku í Mjóafirði,
og fyrri konu hans, Maríu, ömmu
Vilhjálms, fyrmm ráðherra og
bónda á Brekku. Hjálmar var sonur
Hermanns í Firði af Pamfllsætt, en
afi hans var Jón pamfíll, bóndi á
héraði. Einn af bræðrum Hjálmars
var J ón, faðir í saks þess er fyrstur
byggði svokölluð frosthús á íslandi
en þau vom undanfari frystihúsa.
Foreldrar Þórdísar vom hjónin
Kristinn J. Magnússon málara-
meistari og María Albertsdóttir í
Hafnarfirði. Bróöir Kristins er
Guöni, málarameistari í Keflavík,
faðir Eiríks, aðstoðarbankastjóra í
Seðlabanka íslands. Guðni er
kvæntur Hansínu, móður Ellerts
Eiríkssonar, sveitarsfjóra í Garðin-
um.
Foreldrar Kristins voru hjónin
Magnús Pálsson útvegsbóndi og
Steinunn Ólafsdóttir af Víkings-
Kristinn H. Benediktsson.
lækjarætt í fimmta ættlið frá Brandi
BjarnarsyniHalldórssonar, ætt-
foður Víkingslækjarættarinnar.
Þorsteinn Guðjónsson
Þorsteinn Guðjónsson, Rauðalæk
14, Reykjavík, er sextugur í dag.
Þorsteinn er fæddur í Rvík og varð
stúdent frá MR1949. Hann var við
nám í HÍ1949-1959 (með hvíldum
vegna langvinnra veikinda) og varð
cand. phil. 1950. Þorsteinn var kenn-
ari í Gagnfræðaskóla Akraness
1959-1960 og starfaði í ígripum á
pósthúsinu í Rvík og hjá SÍS1958-
1962, var enn fremur við stunda-
kennslu í ýmsum skólum. Hann var
við nám í háskólanum í Osló 1962-
1965 (saga og þjóðfræði) án loka-
prófs og hefur unnið í heildverslun-
inni Járn og gler frá 1969. Þorsteinn
var einn af stofnendum Félags Ný-
alssinna 1950 og vann ýmis störf í
sambandi við það 1951-1980 og var
formaður félagsins 1969-1972 og
1986-1988. Hann var fulltrúi í undir-
búningsnefnd að stofnun Ásatrúar-
félagsins 1972-1973 ogmeðstofnandi
að félaginu Norrænt mannkyn 1982
og í stjóm þess stundum. Rit Þor-
steins em: Líf er á öðrum stjörnum.
Kenningar dr. Helga Pjeturss í ljósi
nýrra staðreynda, 1974; Astrobio-
logy. The Science of the Universe,
1976; Dreams are the Key to the
Cosmos, 1982; Þingvellir og goða-
veldið, 1985; ogfjölmargar greinar í
tímaritum, blöðum og safnritum (á
ýmsum málum). Hann hefur þýtt
K. O. Schmidt, Guðimir á Síríusi,
1978, og verið ritsijóri tímaritsins
íslensk stefna, 1951-1962; Interstell-
ar Communication, tímarit á ensku,
1966-1973; Interstellar Bulletin, 1978;
Málþing íslendinga I. bindi (um
fyrsta heimspeking og framhald lífs-
ins), 1979; Huginn og Muninn frá
1986. Hafði umsjón með endurút-
gáfu á Nýalsritum dr. Helga Pjet-
urss, 1955.
Þorsteinn kvæntist 27. október
1959 Steingerði Þorsteinsdóttur frá
Úlfsstöðum, f. 7. júní 1928, skjala-
verði. Synir Þorsteins og Steingerð-
ar eru Gautur, f. 24. mars 1958, verk-
fræðingur í Rvík, kvæntur Mörtu
Þorvaldsdóttur hjúkrunarfræðingi,
Þorsteinn, f. 1. apríl 1960, jarðeðlis-
fræðingur starfar við Buffalo-
háskóla í Bandaríkjunum, og Eirík-
ur Hamall, f. 16. september 1964,
eðlisfræðingur í framhaldsnámi í
Þýskalandi.
Foreldrar Þorsteins voru Guðjón
Eiríksson, kennari í Rvík, og kona
hans Málfríður Einarsdóttur rithöf-
undur. Guðjón var sonur Eiríks, b.
í Austurhlíð í Biskupstungum,
Jónssonar, b. á Setbergi við Hafnar-
flörð, Guðmundssonar, b. í Miðdal,
Eiríkssonar, bróður Vigdísar,
langömmu Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Móðir Guðjóns var Kristín Guð-
Þorsteinn Guðjónsson.
mundsdóttir, b. á Kjamhpltum, Dið-
rikssonar og konu hans, Ástríðar
Eyjólfsdóttur, systur Guðmundar
langafa Þorsteins Thorarensens rit-
höfundar.
Málfríður var dóttir Einars, b. á
Munaöamesi í Stafholtstungum,
Hjálmssonar, b. í Þingnesi, Jónsson-
ar, b. á Hóli í Lundarreykjadal, Ein-
arssonar, bróður Bjarna, afa Bjama
Þorsteinssonar, prests og tónskálds
á Siglufirði. Móðir Einars var Guð-
ríður Jónsdóttir, b. á Deildartungu,
Jónssonar, dbrm. á Deildartungu,
Þorvaldssonar, ættföður Deildar-
tunguættarinnar. Móðir Málfríðar
var Málfríður Bjömsdóttir, systir
Helgu, móður Halldórs H. Jónsson-
ararkitekts.
Bvynja Edda Jensen
Brynja Edda Jensen, faedd Jó-
hannesdóttir, Sólgarði, Árskógs-
strönd, er sextug í dag.
Edda fæddist og ólst upp á Akur-
eyri. Faðir hennar, Jóhannes
Hjaltason, skipstjóri á ísafirði, fórst
með skipi sínu, Gissuri hvíta, þegar
hún var á fyrsta ári.
Edda ólst upp með móður sinni,
Aðalheiði Friðriksdóttur frá Látr-
um í Aðalvík. Þegar Edda var á
fjórða ári giftist Aðalheiður Fred
Jensen, dönskum manni sem lengi
var vefari og verkstjóri í ullarverk-
smiðjunni Gefjun á Akureyri. Ætt-
leiddi hann fósturdóttur sína og
fékk hún ættarnafn hans.
Hálfsystkini Eddu eru fiögur:
Laila, f. 1933, d. 1944; tvíburabræð-
umir Níls, sem er látinn, og Friðrik
sem býr í Keflavík og er kvæntur
Sigríði Þórólfsdóttur; Engilbert,
hljómlistarmaður, býr í Reykjavík.
Edda hlaut skólagöngu sína á Ak-
ureyri og útskrifaðist frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar vorið 1945.
Edda hefur tekið virkan þátt í fé-
lagsmálum kvenna. Hún var m.a.
Lflja Guðrún Axelsdóttir
var sögð eiga aönæli 2. októb-
er í afmælisdálki síðunnar
um helgina. Rétt er að Lilja
Guðrún á afmæli 2. nóvember
og biðjumst við velvirðingar á
þessum mistökum.
formaður kvenfélagsins Hvatar í
sex ár, gjaldkeri í stjóm Sambands
eyfirskra kvenna í níu ár og hefur
mikið unnið að orlofsmálum
kvenna á Norðurlandi og verið for-
maður orlofsnefndar Sambands
norðlenskra kvenna síðastliðin sex
ár.
Edda giftist árið 1946 Sigfúsi Þor-
steinssyni frá Litlu-Hámundarstöð-
um. Foreldrar hans vom Þorsteinn
Þorsteinsson útvegsbóndi og kona
hans, Valgerður Sigfúsdóttir.
Edda og Sigfús bjuggu fyrstu árin
á Akureyri en 1949 keyptu þau jörð-
ina Rauðavík á Árskógsströnd
ásamt Adólf Gíslasyni, en eignuðust
síðar alla jörðina og bjuggu þar í 31
ár. Árið 1980 brugðu þau búi og
hafa síðan átt heimili á Hauganesi.
Böm Sigfúsar og Eddu eru sex:
Valgerður Sólrún, f. 1946, gift Sveini
Gunnlaugssyni húsasmíðameist-
ara, búa á Árskógssandi; Hjalti Öm,
f. 1947, framkvæmdastjóri Bátalóns
í Hafnarfirði, kvæntur Aðalheiði
Helgadóttur; Jóhannes, f. 1951, yfir-
verkstjóri Bátalóns, kvæntur Katr-
Brynja Edda Jensen.
ínu Sveinsdóttur; Brynjar Haukur,
f. 1953, verkstjóri hjá Bíla- og véla-
verkstæði Hjalta Sigfússonar hf. á
Árskógsströnd, kvæntur Svanhildi
Sigfúsdóttur; Aðalsteinn Svanur, f.
1960, listmálari, í sambýli með Sól-
dísi Stefánsdóttur, sjúkraliða á
Kristnesi; Aðalheiður Ósk, f. 1962,
sjúkraliði, gift Jóni Arasyni vél-
virkja, búa í Reykjavík.
Bamaböm Eddu eru orðin eflefu
og eitt bamabamabarn.
Edda verður að heiman í dag.
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra
til að senda því myndir og upplýsingar um frænd-
garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa
að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Einar Gunnar Þórhallsson
Einar Gunnar Þórhallsson, bóndi
í Vogum í Mývatnssveit, varð sjö-
tugur sunnudaginn 2. október.
Einar Gunnar er fæddur og uppal-
inn í Vogum. Hann stundaöi nám í
Laugaskóla í S-Þing. og vann eftir
það að bústörfum. Einar Gunnar bjó
félagsbúi í Vogum meö bræðmm
sínum.
Einar Gunnar söng um árabil í
karlakór Mývetninga og kirkjukór
Reykjahlíðarsóknar. Þá starfaði
Einar Gunnar lengi í umgmennafé-
laginuMývetningi.
Einar Gunnar hefur alla ævi verið
búsettur í Vogum, er ókvæntur og
barnlaus.
Systkini Einars Gunnars em
Krislján, f. 20. júlí 1915, kvæntur
Önnu Elinórsdóttur frá Akureyri,
þau búa í Björk í Mývatnssveit og
eiga fjögur böm; Ásthildur, f. 11.
apríl 1926, skilin, á þrjúbörn og býr
á Akureyri; Halldóra, kennari, var
gift Magnúsi Ólafssyni sundkenn-
ara, Halldóra er látin; Hallgrímur,
bóndi, var kvæntur Önnu Skarp-
Einar Gunnar Þórhallsson.
héðinsdóttur frá Akureyri, áttu flög-
ur böm, Hallgrímur er látinn; Ár-
mann, bóndi, látinn; Ólöf, látin;
Kristjana, látin.
Faðir Einars Gunnars var Þór-
hallur Hallgrímsson, f. 1879, d. 1941,
bóndi í Vogum. Móðir Einars Gunn-
ars var Þuríður Einarsdóttir hús-
freyja, f. 1882, d. 1941.
95 ára
Guðrún Andrésdóttir,
Ystabæ 13, Reykjavík.
Guðjón Valdason,
Hásteinsvegi 15b,
Vestmannaeyjum.
Þórarinn Guðjónsson,
Másseli, Hllðarhreppi.
Guðmundur Auðbjömsson,
Hólsvegi 2, Eskifiröi.
Sigríður Jónsdóttir,
Heinabergi 24, Þorlákshöfn.
Rakel Jóhannesdóttir,
Ásgerðarvegi 14, Húsavík.
Sigríður Þ. Benediktsdóttir,
Faxabraut 11, Keflavík.
Sigurður Hólmgrímsson,
Ystu-Vík, Grýtubakkahreppi.
Guðmundur Þórðarson,
Miðhrauni 2, Miöholtshreppi.
50 ára
ólafia Sigurðardóttir,
Háaleitisbraut 39, Reykjavík.
Brynjólfur Eiriksson,
Hvassaleiti 58, Reykjavík.
70 ára
Sigmundur Baldvinsson,
Reykjanesvegi 46, Njarðvik.
Kristján Kristjánsson,
Álftamýri 22, Reykjavfk.
Sigurður Júlíusson,
Staðarfelli, Fellsstrandarhreppi.
Hannes Haraldsson,
Sóleyjargötu 7, Vestmannaeyjum.
Jóna Jónsdóttir,
Lynghaga 18, Reykjavík.
Baldvin R. Helgason,
Smyrlahrauni 37, Hafiiarfirði.
Erlingur S. Einarsson,
Laugarnesvegi 42, Reykjavík.
Þórarinn Karl Sófusson,
Svöluhrauni 4, Hafitarfirði.
Guðmundur Viggó Sverrisson,
Tunguvegi l, Hafiiarfirði.
Kristófer Valdimarsson,
Holtsbúö 38, Garðabæ.
Karl Heiðar Geirsson,
Baldursgötu 6, Reykjavik.
ManuelE.Aqona
Manuel E. Arjona hamskeri,
Gnoðarvogi 62 í Reykjavík, er fer-
tugurídag.
Manuel er fæddur og uppalinn á
Herrera við Sevilla á Spáni. Hann
starfaði við uppstoppun í Barcelona
hjá Museo de Ciencias frá 1965 til
1972 og hjá Náttúrufræðistofnun ís-
lands 1975-1988. Manuel rekur núna
eigin vinnustofu að Kleppsmýrar-
vegi8.
Manuel er kvæntur Önnu Sóleyju
Sveinsdóttur, f. 30.7.1953, fulltrúa
og eiga þau dótturina Katrínu Völu,
f.28.6.1976.
Manuel E. Arjona.