Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
11
Utlönd
Mitterrand boðar
eyðingu efnavopna
Bjami Hiniiksson, DV, Bordeaux:
Nú er ljóst að bæði Ronald Reagan
Bandarikjaforseti og Mitterrand for-
seti Frakklands eru fylgjandi því að
að alþjóðleg ráðstefna um eyðilegg-
ingu efnavopna verði haldin í París
eftir þrjá mánuði. Auk fulltrúa stór-
veldanna er gert ráð fyrir þátttöku
fulltrúa ríkja eins og íraks sem mik-
ið hefur notað efnavopn í hernaði
sínum við íran.
Mitterrand Frakklandsforseti ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Símamynd Reuter
Hörð atlaga að
flóttamönnum
Sumarliði ísleifeson, DV, Árósum:
„Við eigum að fara að eins og Tyrk-
ir og senda íráni heim aftur. Það er
ekki okkar vandamál hvort svokall-
aðir flóttamenn eru drepnir við
heimkomuna til írans. Þvert á móti
ættum við aö gleðjast yfir því að við
höfum bjargaö þjóðrikinu Dan-
mörku og að viö höfum tryggt böm-
um okkar og barnabörnum aö hér
komi ekki upp nýtt Líbanon. Líf tíu
írana er ekki mikils virði í saman-
burði við það að danska þjóðin lifi
af.“
Þetta er yfirlýsing Mogens GUs-
tmp, stofnanda og eins af leiðtogum
danska Framfaraflokksins. Flokkur-
inn hélt landsfund um síðustu helgi
og voru málefni innflytjenda og
flóttamanna meðal umræðuefna á
fundinum.
í umræðunum krafðist formaöur
þingflokks Framfaraflokksins, Helge
Dohrmann, að haldin yrði þjóðarat-
kvæðagreiðsla um hvort landið ætti
að taka á móti flóttamönnum. Lagði
hann tii aö Danir færu að dæmi íbúa
sænska bæjarins Sjöbo á Skáni. Þar
voru greidd atkvæði samfara sænsku
þingkosningunum nú nýlega um það
hvort bæjarfélagið ætti að taka á
móti flóttamönnum. Yfirgnæfandi
meirihluti bæjarbúa samþykkti að
sUkt skyldi ekki gert. Hafa andstæð-
ingar innflytjenda, bæði í Danmörku
og Svíþjóð, síðan óspart vitnað í
þessa samþykkt.
Mogens Glistrup, einn af leiðtogum
danska Framfaraflokksins, segir það
ekki vera vandamál Dana hvort
flóttamenn, sem visað er frá Dan-
mörku, verði drepnir við komuna til
heimalands sins.
Var tillögu formanns þingflokksins
um að fara að dæmi Sjöbo fagnað
ákaflega af landsfundarmönnum.
Einn þingmanna flokksins bætti
gráu ofan á svart meö því aö leggja
til að flóttamennirnir yrðu lokaðir
inni í flóttamannabúðum meðan þeir
dveldu hér í landi. Benti þingmaöur-
inn á að þýskir flóttamenn í Dan-
mörku hefðu eftir seinni heimsstyij-
öldina verið látnir vera í búðum sem
voru lokaðar af með gaddavírsgirö-
ingu. Hefði það ekki þótt gagnrýni-
vert. Var að hennar mati ekki síður
ástæöa til að gera slíkt nú.
Innflytjendamál vöktu enn meiri
athygU á fundinum vegna þess að
íranskur flóttamaður haföi gengiö í
Framfaraflokkinn og fengið heimild
fll þess að koma á landsfundinn.
Hélt hann ræðu á fundinum og hvatti
flokkinn til þess að endurskoða af-
stöðu sína til innflytjendanna. Hélt
hann því fram að með yfirlýsingum
sínum klyfi flokkurinn þjóðina í tvær
andstæðar fylkingar,. Taldi hann aö
málflutningur Framfaraflokks-
manna væri Utið betri en Khomeini-
stjómarinnar í íran. Hjá báðum aðil-
um væri alið á hatri í garð fólks sem
hefði ólíkan uppruna. íraninn fékk
málfrið en varð skömmu síðar að
yfirgefa fundinn vegna þess að
nokkrir fundarmanna ógnuðu hon-
um. Hann býst ekki við að endurnýja
félagsskírteini sitt í Framfaraflokkn-
um.
Og þó að hann vildi það eru litlar
Ukur á að slíkt tækist. Landsfundur-
inn ákvað að einungis danskir ríkis-
borgarar mættu eiga aðUd að flokkn-
um. Þar að auki ætlar æðsta stjórn
flokksins að ræða á næsta fundi sín-
um hvort ekki eigi að víkja írananum
þegar í stað úr flokknum.
Stuttri heimsókn Mitterrands til
Bandaríkjanna, þar sem hann talaði
við báða frambjóðendur í væntanleg-
um forsetakosningum, hélt ræðu á
þingi Sameinuðu þjóðanna og átti
svo langan fund með Reagan, er nú
lokið.
Mitterrand hélt síöast ræðu í aðal-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna fyrir
fimm árum og í þetta skipti var helsta
mál á dagskrá eyðing efnavopna.
Frakkar hafa hingað til áskiUð sér
rétt tíl að eiga og jafnvel auka við
efnavopn sín á nokkurra ára aðlög-
unartímabUi áður en hafist yrði
handa um eyðUeggingu þeirra en eft-
ir ræðu forsetans eru þeir tilbúnir
að hefja eyðingu samstundis.
Mitterrand segir að helsta tak-
marki sínu í þessari ferð hafi verið
náð, það er að segja að fræðast um
afstöðu leiðtoga bandarísku þjóðar-
innar tíl alþjóðamála og að undirbúa
jarðveginn fyrir ráðstefnuna í París.
yiNNUR V ^
Vinningstölurnar 1. október 1988
Heildarvinningsupphæð:
kr. 4.556.608,-
Fimm tölur réttar kr. 2.099.588,- skiptast á 2 vinningshafa, kr.
1.049.794,- á mann. ,
Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 364.422,- skiptast á 2 vinnings-
hafa, kr. 182.211,- á mann.
Fjórar tölur réttar kr. 628.578,- skiptast á 141 vinningshafa, kr.
4.458,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.464.020,- skiptast á 5.155 vinningshafa, kr.
284,- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111