Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
Utlönd
Rabbíni hótar heftidum
Rabbíninn Meir Kahane, sem í
gær var bannað að taka þátt í kosn-
ingunum í ísrael, hótaöi aö hefna
sín á flokki Shamirs forsætisráð-
herra, Likud-bandalaginu.
Rabbíninn, sem er þingmaöur,
sakaði Likud-bandalagið um aö
styðja bann við þátttöku flokks
hans á þeim forsendum að hann
aðhylltist kynþáttahatur. Flokkur
rabbínans berst fyrir því aö reka
burt Palestínumenn frá herteknu
svæðunum. Skoðanakannanir
sýna að flokkurinn hefði unnið
fjögur þingsæti í kosningunura.
Alls eru þingsætin 120.
Mandela milligöngumaður
Fradgasti fangi í heimi, Nelson Mandela, þykir augsýnilega hafa aöstoð-
að við að sannfæra þijá andstæðinga kynþáttaaðskilnaðarsteöiunnar um
að binda enda á finun vikna dvöl á bandarísku ræðismannsskrifstofunni
í Jóhannesarborg. Búist er við því að þremenningamir yfirgefi skrifstof-
una í dag.
Þeim tókst að sleppa frá vörðum sínum á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg
í september síðastliðnum. Hingað til hafa þeir neitað að fara frá ræðis-
mannsskrifstofunni þrátt fyrir yfirlýsingar af hálfu suður-afrískra sfjóm-
valda um að þeir verði ekki handteknir á nýjan leik.
Eiginkona Mandela kom skilaboðum frá manni sínum áleiðis til þre-
menninganna nú í byijun vikunnar.
Blindir mótmæla
í Seoul í Suður-Kóreu mótmæltu blindir nuddarar og ættingjar þeirra
nýjum lögum sem ógna starfsgrein þeirra. Simamynd Reuter
Palestínsk böm
skotin til bana
Þessi fimm ára gamli arabiski drengur lést af völdum skotsára á vesturbakk-
anum í gær. ísraelskir hermenn skutu drenginn i brjóstið, magann og hand-
legginn. Simamynd Reuter
ísraelskir hermenn á vesturbakkan-
um myrtu í gær tvö arabísk börn, 5
og 14 ára að aldri. Talsmaður heryfir-
valda sagði að hermennimir hefðu
skotiö á Palestínumenn sem voru að
reyna aö þvinga arabíska kaupmenn
til að loka verslunum sínum í bæn-
um Nablus á vesturbakkanum. Að
sögn heryfirvalda réðust Palestínu-
menn með gijótkasti að hermönnun-
um. í átökunum hafi fimm menn
særst og tveir síöan dáið.
Heimildarmenn Palestínumanna
segja að fimm ára palestínskur
drengur hafi verið skotinn í brjóstið,
magann og handlegginn þar sem
hann stóð við heimili sitt. Hann er
yngsta fórnarlamb uppreisnarinnar.
Meðal þeirra þriggja sem eru særð-
ir eftir átökin í Nablus er bandarísk-
ur ljósmyndari. Heryfirvöld segja að
hann hafi verið skotinn í fótinn þar
sem hann hafi verið ólöglega á hern-
aðarsvæði við hliö arabískra mót-
mælenda. Blaðamaður, sem var méð
ljósmyndaranum, segir hann hafa
verið langt frá þar sem átökin áttu
sér stað.
Að minnsta kosti þrjú hundruð og
níu Palestínumenn og sex ísraels-
menn hafa látið lífiö í uppreisninni
á herteknu svæðunum sem nú hefur
staðið yfir í rúma tíu mánuði.
í Jerúsalem tjáði forsætisráðherra
ísraels, Yitzhak Shamir, stuönings-
mönnum sínum í gær að flokkur
hans, Likud-bandalagið, myndi bæla
niður uppreisnina ef flokkurinn
næði meirihluta í kosningunum
þann 1. nóvember næstkomandi.
Tilkynnt var í ísraelska útvarpinu
að 13 ára gömul ísraelsk stúlka hafi
meiðst er hún varð fyrir gijótkasti
Palestínumanna nálægt Tel Aviv. í
Negev eyðimörkinni í suðurhluta
ísraels handtók lögreglan 9 ára
gamla bedúínastúlku á þeim forsend-
um að hún hefði kastað grjóti að ísra-
elskum farartækjum. Baminu var
síðan sleppt vegna aldurs.
Reuter
Hundrað og sextíu
fórust í flugslysum
Umferð stöðvaöist í Seoul í Suður-Kóreu í gær þegar blindir nuddarar
og ættingjar þeirra mótmæltu nýjum lögum sem heimila jurtalæknum
og nálarstungulæknum að beita nuddi.
Sagði talsmaður nuddaranna aö sfjómin ætlaði aö taka einu lifsbjörgina
frá þeim blindu en í Suöur-Kóreu hefúr nudd verið starf blindingja í alda
raöir.
Lögreglan dreifði mannfjöldanum áöur en göngumenn komust aö heil-
brigöisráðuneytinu. Ráðgert er að endurtaka mótmælin í dag.
Hluti Eastem Airlines seldur
Aima Bjamasan, DV, Demrer
Skammt er nú stórra högga í milli í bandaríska flugheiminum. Frank
Lorenzo, sem í síöustu viku seldi SAS flugfélaginu 10 prósent hlut í Tex-
as Air, hefur nú selt þann hluta Eastern flugfélagsins sem annast skutlu-
flug á klukkustundarfresti á milli New York, Washington og Boston.
Kaupverðið var 365 milljónir dollarar. Eastem flugfélagiö og Continental
flugfélagið em bæði dótturfyrirtæki Texas Air.
Kaupandinn er milljaröamæringurinn Donald Trump sem á mörg stór
fýrirtæki og spilavíti í Atlantic City.
Tmmp hyggst skipta um nafn á flugfélaginu og mun þaö heita Tmmp
Shuttle í framtíöinni. Hann hyggst endurbæta flugvélarnar og alla þjón-
ustu um borð og hefja sitt nýja félag til vegs og viröingar. Sérstök áhersla
verður lögð á þjónustu við farþega sem fljúga til Atlantic City.
Frank Lorenzo kvaðst hafa neyöst til aö selja skutluflugið vegna skorts
á reiðufé en hann fær alla upphæðina staögreidda.
Stéttarfélag flugliða, sem starfa hjá Eastem, segjast ætla að reyna aö
koma i veg fyrir eigendaskiptin.
Aukin sala eiturlyfja
Gunnaj Guömundsson, DV, Khöftu
Samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni hefiir sala eiturlyfja í
hverfinu Krisljaniu i Kaupmannahöfn stóraukist undanfarin ár. LögregJ-
an telur að sala eiturlyfja nemi um 500 mifijónum danskra króna á ári.
Markaðurinn hefur að sama skapi breyst. Áður fyrr var salan, sem
aöallega var bundin við hass og marijúana, í höndura margra einstakl-
inga. I dag em þaö 25 tii 30 aðilar sem í mafiustíl sfjóma innflutningi,
dreifingu og sölu.
Magn svokallaðra harðra efna hefur elnnig stóraukist, þó sérstaklega
kókaíns sem virðist vera í tísku hjá ungu fólki sem hefur næg fjárráð.
Með auknu tjármagni hefur samkeppnin og aukist Lögreglan segir aö
mjög algengt sé aö eiturlyfjasalamir séu vopnaðir sér til verndar, bæði
gegn lögreglu og samkeppnisaðilum.
Lögreglan er þeirrar skoðunar að aukin sala eiturlyfia í Kristjaníu þýði
samsvarandi aukningu annars staöar á Noröurlöndunum.
Hundrað og þijátíu fómst í nótt er
indversk flugvél af gerðinni Boeing
737 hrapaði í vesturhluta Indlands.
Samkvæmt fréttum snemma í morg-
un komust fimm lífs af. Vom þeir
dregnir frá brennandi flakinu. Þrír
þeirra sem lifðu af flugslysið era
sagðir vera í lifshættu.
Flugvélin var á leiðinni frá
Bombay til Ahmadabad og hrapaði
hún um tíu kílómetra frá flugvellin-
um í Ahmadabad. Það tekur venju-
lega um fimmtíu og fimm mínútur
að fljúga þessa leið. Hundrað tuttugu
og níu farþegar vom um borð í vél-
inni, þar á meðal fimm ungbörn, og
sex áhafnarmeðlimir. Farþegamir
voru af ýmsum þjóðemum, þar á
meðal tveir Japanir. Allir þeir sem
komust lífs af eru Indveijár.
Þetta er mesta flugslys sem orðið
hefur í Indlandi. í október 1976 fór-
ust níutíu og fimm manns er flugvél
hrapaði á flugvellinum í Bombay.
Boeingvélin var ein af elstu flugvél-
um flugfélagsins Indian Airlines og
var hún tekin í notkun árið 1970.
Fréttir herma einnig að rúmlega
þijátíu hafi farist í nótt þegar Fokker
Friendship vél hrapaði í norðaustur-
hluta Indlands. Reuter
Boeingvélin, sem hrapaði, var á leiðinni frá Bombay til Ahmadabad.
HEMLAHUJTIR í VÖRVBÚA
• Hemlaborðar í alla
vörubíla.
• Hagstætt verð.
• Betri ending.
Stilling
Skeifunni 11,108 Reykjavfk
Símar 31340 & 689340