Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 33 Lífestm aldrei fyrr. Svo mikið var æöið að mjög gekk á beykiskógana í Evrópu. Stóllinn seldist í ótrúlega mörgum eintökum. En svo mikið er vist að óhætt er að kalla Vínarstólinn antik- húsgagn í dag. Breytingar á síðustu öld Upp úr 1850, þegar heimssýningin var haldin í Bretlandi, fór að bera á talsverðum breytingum í hönnun húsgagna. Þá komu fram menn á sjónarsviðið sem börðust fyrir ein- faldleika. A.m.k. vildu þeir einfalda útht húsgagna - nema burt útskurð eins og kostur var. Þarna var barist gegn ofhleöslu og skrauti. Þetta átti einnig við um bolla, tekönnur og annað shkt á smáum hlutum. Purit- anismaHum var fylgt. Á Norðurlöndum hafa lituö hús- gögn verið mikið við lýði, sumir tala um dellu. Húsgögn á Norðurlöndum voru gjarnan máluð í húslitum, t.d. kistur og kommóður. Þannig sást ekki í skreytingar húsgagnanna. Þetta sveið mörgum meistaranum sem hannað hafði og smíðað. Það var ekki fyrr en á sjöunda ára- tug þessarar aldar að lituð húsgögn fóru að víkja. Þá fyrst fór að bera á því að náttúruliturinn kæmi fram, þ.e.a.s. að viðaráferðin sæist. Hús- gögn eru oft afsýrð eða bæsuð þann- ig að áferö viðarins kemur fram. Þetta er liður í að nýta gamalt og láta það komast aftur í gagniö. Ef húsgögn eru afsýrð kemur mjúk áferð viðarins fram og lakkaö er yfir _ svo viðurinn dökkni síður. Við það að vera bæsaður eða sandblásinn fær viðurinn hins vegar grófari áferð. En við meðferð sem þessa kemur smíðin betur í ljós. Gömul húsgögn á markaðnum í dag er auðveldara að hafa uppi á skápum og slíkum antikmunum heldur en stólum og borðum, a.m.k. vel fömum. Stólar og borð hafa frek- ar látið á sjá. En antikborð frá Dan- mörku eru eftirsótt, t.d. sporöskju- löguð borð, oft með einum, þykkum, útskornum fæti. Þessi borð eru um hundrað ára gömul. Það sjást rispur á sumum þeirra en yfirleitt er settur htih hvítur dúkur á miðjuna. Mest er til af antikhúsgögnum úr eik hér á landi. Eikina er hægt að þekkja þannig aö hún er frekar gróf- gerð og mött. Erfiðara er hins vegar að hafa uppi á húsgögnum úr ma- hóní. Sá viður er með fínlegri blæ og meira glansandi en eikin. Hann er líka með rauðleitari áferð. En verslanir með gömul húsgögn eru til á landinu og má segja að talsvert sé á markaðinum. Gömul húsgögn' skipta oft um eigendur. Alltaf finnast einhverjir sem vilja eiga það sem aðrir eru þreyttir á eða vÚja ekki. Húsgögn verða gömul og klassísk en málshátturinn segir: Enginn verður eldri en gamall. -ÓTT. Þar sem húsrúm leyfir er heppiiegt að hanna eitt herbergi eingöngu með gömlum húsgögnum t.d. ef um arf er að ræða. DV-mynd KAE Ljósakrónur eru nauðsynlegar til að undirstrika stílbrigði gamalla húsgagna. Þessir munir eru frá Antikmunum á Laufásvegi. DV-mynd KAE Gamlir skápar eru oft betur farnir en stólar og borö. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.