Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 29 Tíðarandi Uppboð í Tollstöðinni: Fullorðinsleikur Húsfyllir var þegar uppboð var haldið í Tollstöðinni á alls konar varningi, stórum sem smáum. DV-myndir: S Nokkrum sinnum á ári fer fram uppboð á vörum og ýmsum munum sem ekki hafa verið leyst út úr tolli eða lent hjá tollstjóra af einhverjum öðrum ástæðum. Safnast þá mikill íjöldi manna sem bæði koma sér til skemmtunar og í von um ágóða, því oft hafa verið gerö góð kaup en sjálf- sagt hafa menn jafnoft keypt köttinn í sekknum. Fyrir stuttu fór fram slíkt uppboð og var DV á staðnum til að fylgjast með. Uppboðhaldari var Jónas Gúst- afsson borgarfógeti og þrátt fyrir ör- ekki er alltaf á hreinu hvað er í hveij- um kassa og gerir það uppboöið oft á tíðum að spennandi leik. í sumum tÚfellum kemur fljótlega í ljós hvort kaupandi hafi grætt eða ekki. Sá sem keypti myndbandstæki á hærra verði en það kostar í búö getur aðeins gortað af því að tækið sé smygltæki. Sigmar Jónsson hjá Heildverslun- inni S. Ármann Magnússon keypt geysimikiö magn af vmnuvettlingum framleiddum í Kína. Aðspurður' hvort hann heföi gert góð kaup kvað Ekki voru allir ánægðir með sinn hlut. Einn kaupandi hélt sig vera að kaupa myndbandsspólur en sat uppi meö fullan kassa af kvikmyndaspólum. bjóða í litsjónvarpstæki sem boðið var upp. Að vísu vantaði hlíf á bakið og þótti einhveijum grunsamlegt innbúið. Endaði sjónvarpið í eigu eins starfsmanns sem bauð 10 krónur í tækiö. Mikil fjölbreytni í vöruvali ein- kenndi uppboðið. Fyrir utan það sem minnst hefur verið á má nefna golf- sett, vinnuskyrtur, húsgögn ýmiss konar og fatnað af öllum gerðum. Þeir sem keyptu fatnað í kössum á 80 þúsund voru að sjálfsögðu himin- lifandi því tahð var að innihaldið væri nokkur hundruð þúsunda virði. Á bak við velflesta hluti sem boðn- ir eru upp er saga sem kemur sjaldn- ast fram. Til dæmis voru boðnir upp í gámum kassar fyrir ísaðan fisk sem höfðu verið í eigu útílutningsaðila sem reynt höfðu fyrir sér að selja ísaðan fisk í útlöndum en urðu gjald- þrota og þegar kassarnir komu til baka voru þeir aldrei sóttir. Uppboðshaldarinn Jónas Gústafs- son kvað uppboð sem þessi vera haldin á 6-8 vikna fresti og væru yfir- leitt vel sótt og þar sem ekki tókst að koma öllu á framfæri í þetta skipt- ið og meira væri til yrði flótlega að halda uppboð aftur. -HK Þetta litsjónvarp fór á aðeins 10 krónur. Brosandi eigandi þess fær hér aðstoð við að bera það út. ugga stjóm hans og aöstoðarmanna hans tókst ekki að koma öllum vör- unum á framfæri. Hófst uppboðið kl. 13.30 og var hætt kl. 19.30, var þá eitt- hvað eftir. Það voru hlutir af öllum stærðum sem boðnir vom upp, allt frá mynd- bandsspólum upp í bíla. Það er kannski einkennandi fyrir uppboð sem þetta að sá sem hélt sig vera að kaupa stóran kassa með myndbands- spólum sat uppi með spólur fyrir 8 mm kvikmyndavélar, gagnslausar þeim sem keypti. Staðreyndin er að hann svo ekki vera. Uppboð á borð við þetta væri eins og tombóla fyrir fullorðna. Það væri aldrei hægt að gera sér almennilega grein fyrir hvað væri í kössunum fyrr en heim væri komið. Bílamir sem voru á uppboðinu vora ekki mikils virði, enda flestir teknir upp í litlar skuldir. Má geta þess að Citroen „braggi" fór á 16.000 kr. og var það mat manna að hann stæði vel undir bragganafninu. Þrátt fyrir að mikið fjölmenni væri á uppboðinu var enginn tilbúinn að Sigmar Jónsson, hægra megin á myndinni, keypti mikið magn af kinversk- um vinnuvettlingum. Sigmar gaf einum stárfsmanni á uppboðinu eitt sett og virðist sá ánægður með vettlingana. Starfsmenn á uppboðinu höfðu mikið aö gera og þurftu stundum að taka til höndunum eins og sést á þessari mynd þar sem þeir halda á sófa svo allir sjái. Tíðarandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.