Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. - 15 Framsókn og frjálshyggjan Framsóknarflokkurinn hefur þá náttúru kameljónsins aö geta skipt litum eftir hentugleikum. Stundum er hann vinstri flokkur, stundum miöjuflokkur og stöku sinnum borgarlegur flokkur - allt eftir því hvernig viðrar í stjórnmálum á hverjum'tíma. Þessa stundina er Framsóknarflokkurinn félags- hyggjuflokkur og formaöur hans er forsætisráðherra í ríkisstjóm jafnréttis og félagshyggju. Markmiö stjórnarflokkanna er að ýta Sjálfstæðisflokknum til hhð- ar í stjómmálunum. Forystumenn Framsóknarflokksins, með Stein- grím Hermannsson í broddi fylk- ingar, ætla nú að kenna frjáls- hyggjunni um allt sem aflaga hefur farið. Þar með ætlar Framsóknar- flokkurinn að firra sig allri áhyrgð gerða sinna undanfarin ár. - Og það þótt sú staðreynd liggi fyrir að flokkurinn hafi setið í ríkisstjóm síðustu 17 árin! En hvað er frjálshyggja? Þegar framsóknarmenn eru spurðir verð- ur fátt um svör. Sé reynt að grafast fyrir um þá merkingu sem fram- sóknarmenn leggja í frjálshyggj- una verður þó helst skihð að vaxta- frelsið og verðbréfasjóðirnir, ásamt kaupleigufyrirtækjunum, séu þau afkvæmi fijálshyggjunnar sem allt vont á ættir að rekja til. Ábyrgð framsóknar Af orðum framsóknarmanna - ekki síst Steingríms Hermannsson- ar - verður helst ráðið að vaxta- KjaUarinn Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og 1. alþingismaður Reykvíkinga frelsi og verðbréfasjóðir hafi fiætt yfir landið í óþökk Framsóknar- flokksins. Hann hafi hvergi komið nærri og heri því enga áhyrgð á tilveru þessara fyrirbæra. Staðreyndin er hins vegar sú að það var ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sem tók þá ákvörðun að bankarnir réðu sjálfir sínum vöxtum og það var ríkisstjórn hans sem opnaði fyrir verðhréfasjóðina. Steingrímur Hermannsson var for- sætisráðherra og fór með efnahags- málin og Matthías Bjarnason var viðskiptaráðherra þegar þessi „voðaverk" voru framin. Núver- andi viðskiptaráðherra minnti Steingrím á þetta í blaðagrein fyrr á þessu ári: „Frelsi banka til að ákveða vexti sína var leitt í lög í tíð síðustu ríkisstjómar undir forsæti Steingríms Hermannssonar, þótt hann virðist ekki lengur vilja kannast við krógann. Með þeirri lagasetningu var beinlínis stefnt að því aö takmarka eins og kostur væri afskipti stjórnvalda af vaxta- ákvörðunum." Jón Sigurðsson viðskiptaráö- herra sagði enn fremur í þessari grein: „Bein afskipti stjórnvalda af „Staðreyndin er hins vegar sú að það var ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar sem tók þá ákvörðun að bank- arnir réðu sjálfir sínum vöxtum og það var ríkisstjórn hans sem opnaði fyrir verðbréfasj óðina. ‘ ‘ Þegar þessi „voðaverk" voru framin var Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra og fór með efnahagsmálin og Matthías Bjarnason var viðskiptaráðherra, segir m.a. í greininni. ákvörðun vaxta kunna heldur ekki góðri lukku að stýra. íslendingar hafa af því langa reynslu aö skömmtun fjármagns í verðbólgu er forskrift að sóun fjármuna og misskiptingu auðs.“ Enn hefur við- skiptaráðherrann ekki lýst því yfir að hann hafi skipt um skoðun. Sósíalistar í Vestur-Evrópu gera sér þetta ljóst þótt framsóknar- menn og sósíalistar á íslandi virð- ist ekki vilja skilja. Jafnvel á sama tíma og Sovétleiðtogarnir boða aukið frelsi í efnahagslífmu til að bæta lífskjörin berja framsóknar- menn höföinu við steininn. Frjálsræðið bætir lífskjörin Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem öðrum flokkum fremur skilur mikilvægi frjálsræðis í viðskiptum og öðrum samskiptum manna. Frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins á rætur í grundvallarstefnu flokksins. Hún á rætur í trúnni á frjálsa einstakl- inga sem bera ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu. Það er einmitt þetta athafnafrelsi og þessi sjálf- sprottna ábyrgð sem er grundvall- arþáttur í vestrænum lýðræðis- þjóðfélögum og skilur þau frá ein- ræðis- og alræðisríkjum. Það er þetta athafnafrelsi sem hefur fært lýöræðisþjóðum betri lífskjör og meiri farsæld en öðrum þjóðum. Þetta fijálslynda viðhorf ræður ríkjum í nágrannalöndunum sem við berum okkur saman við. Ráðast á ráðdeildarfólkið Forystumenn ríkisstjórnarinnar tala um uppgjör við frjálshyggjuna og ætla að stjórna með handafli, boðum og bönnum. Þeir hafa tekið að sér áð færa fjármagn milli fyrir- tækja og atvinnugreina. Þeir ráðast á ráðdeildarfólkið í nafni jafnréttis og félagshyggju. Nú gildir að vera í hópi þeirra sem ríkisstjórnin hef- ur velþóknun á. Auðvitað eru slík- ar aðferðir dæmdar til að mistakast fyrr eða síðar en þær geta samt yaldið varanlegu tjóni og skert lífs- kjörin. Þess vegna berst Sjálfstæð- isflokkurinn fyrir fijálsræðinu gegn stjórnlyndisöflunum. Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn í andstöðu við ríkisstjómina og stefnu hennar. Friðrik Sophusson Norskir laxastofnar „Giskað hefur veriö á að náttúruleg seiðaganga hérlendis nemi um 1 milljón seiða árlega," segir í greininni. Tvö íslensk fiskeldisfyrirtæki hafa flutt inn laxahrogn frá Nor- egi. Þessi fyrirtæki em ISNO í Kelduhverfi og íslandslax í landi Staðar vestan Grindavíkur. Nú hefur þróunin náð því stigi að unnt er að dreifa til eldisstöðva hrognum norskra laxastofna, þ.e.a.s. hrognum úr flski sem alist hefur upp á íslandi allt frá hrogna- stigi. Eldismenn telja almennt að norski stofninn gæti hentað betur í laxeldi en hann hefur verið kyn- bættur í nokkur ár og verður seinna kynþroska en íslenski stofn- inn. Dreiflng norskra laxastofna um landið er umdeild og ber einkum tvennt til. Landbúnaðarráðherra skipaði í ágúst sl. nefnd til þess að setja regl- ur um dreifmgu norskra laxastofna hérlendis. í nefndinni eiga sæti Rafn Breið- flörð, formaður Landssambands stangveiðifélaga, en hann er for- maður nefndarinnar, Árni ísaks- son veiðimálastjóri og Böðvar Sig- valdason, formaður Landssam- bands veiðifélaga, auk undirritaðs. Nefndin hefur unniö gott starf og er vinna hennar á lokastigi þegar þetta er ritað. Fisksjúkdómar Fisksjúkdómanefnd hefur heim- ilað dreifingu laxastofnanna fyrir sitt leyti. Þótt ekki sé unnt að full- yrða um slíkt með 100% vissu telur nefndin yfirgnæfandi líkur á að sjúkdómalega stafi ekki hætta af slíkri dreifingu. Kjallariim Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn Af þeim sýklum, sem þekktir eru, er aöeins vitað um tvo sem berast inni í hrognum, þ.e. nýrnaveiki og IPN-veiran. Nýrnaveiki fmnst ann- að slagið í villtum íslenskum laxi en IPN er einhver algengasti laxa- sjúkdómur sem til er. Fisksjúkdómanefnd telur algjör- lega hverfandi líkur á að þessir sjúkdómar berist hingað meö norsku laxahrognunum. Hrognin og stofnarnir hafa verið það lengi undir öruggu eftirliti að sæmileg vissa er fengin. Erfðablöndun Hitt atriðið, sem mjög hefur verið í umræðunni, er erfðablöndun sem sumir kalla erfðamengun. Þar kemur fram það sjónarmið að íslensku laxastofnarnir hafi að- lagast náttúrulegum aðstæðum í aldir og hafi því til að bera verðmæt erfðaefni. Með blöndun gætu þessi erfðaefni glatast. Til þess áð þannig færi þyrfti að vera um að ræða mikla, stöðuga og langvarandi blöndun. Giskað hefur verið á að náttúru- leg seiðaganga hérlendis nemi um 1 milljón seiða árlega. Þeir sem hræddastir eru við erfðablöndun stofnanna benda á þá hættu að ef tugir þúsunda „norskra laxa“ sleppa árlega úr sjókvíum og hundruðum þúsunda „norskra laxa" er árlega sleppt í hafheit geti blöndun orðið mikil. Árangurinn gæti orðið sá að ís- lensku laxastofnarnir breyttust með tímanum. Um þetta greinir menn á og skipt- ast í tvo hópa. Nefndin er hins vegar sammála um að fara varlega í þessu efni og leggja til að eldi norsku stofnanna verði aðeins heimilað þar sem ör- yggi er svo mikið að laxinn sleppi ekki, svo sem í strandeldisstöðv- um. Eldislax Norðmenn hafa í nokkur ár kyn- bætt eldislax sinn. Þar hafa þeir lagt áherslu á vaxtarhraða, síð- búinn kynþroska, mótstöðuafl gegn sjúkdómum o.s.frv. Með kyn- bótum hafa þeir náð verulegum árangri og eru því talsvert á undan okkur. Þaö getur því veriö íslensk- um eldisstöðvum mjög mikilvægt að stytta sér leið með því að taka norska stofna til eldis. Nú er dr. Stefán Aðalsteinsson að fara af stað með samanburðarat- hugun á eldi íslenskra og norskra stofna. Fróðlegt verður að sjá nið- urstöður úr þeim athugunum. Mikilvægt er og fyrir íslenskt lax- eldi að kynbæta íslenska stofninn. Kynbótastöð fyrir íslenskan eldis- lax er eitt af helstu hagsmunamál- um í íslensku laxeldi. Kynbætur á hafheitarlaxi eru nú hafnar í Kollafirði en í hafbeit er ratvísi mikilvægur eiginleiki. Þær kynbætur miða því ekki að sama marki og kynbætur á eldislaxi. Við þurfum að halda þannig á málum að innflutningur norsku laxastofnanna verði íslensku fisk- eldi til góðs, stytti leiðina til góðs árangurs. Seint verður næg áhersla lögð á nauðsyn rannsókna og þróunar í fiskeldi hérlendis. Guðmundur G. Þórarinsson „Viö þurfum aö halda þannig á málum að innflutningur norsku laxastofnanna verði íslensku fiskeldi til góös, stytti leiðina til góðs árangurs.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.