Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 36 X Andlát Ingigerður Guðnadóttir, Álfaskeiði 34, Hafnarfirði, andaðist í Borgar- spítalanum 31. október. Sigurbjörg Marteinsdóttir frá Fá- skrúðsfirði, til heimilis á Laugarnes- vegi 108, lést 31. október í Landa- kotsspítala. Magnús Loftsson bifreiðarstjóri, Hamraborg 32, Kópavogi, lést að kvöldi 31. október. Karl Hinrik Olsen, Granaskjóli 8, lést í Landspítalanum 1. nóvember. Árni Hraundal frá Lækjarhvammi, Fífusundi 1, Hvammstanga, andaðist í sjúkrahúsi Hvammstanga föstudag- inn 28. október sl. Sigfús Jónsson, fyrrv. verkstjóri skipaafgreiðslu KEA, Skólastíg 9, Akureyri, lést 1. nóvember. Jarðarfarir Sigríður Þórðardóttir frá Barðsnesi í Norðfirði lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað laugardaginn 29. október. Hún verður jarðsungin frá Norð- ijarðarkirkju laugardaginn 5. nóv- ember kl. 14. Sigríður Ásmundsdóttir, Efstalandi 24, Reykjavík, lést þann 29. október sl. Jarðarförin fer fram frá Laugar- neskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Útför Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara verður gerð frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.30. > Fundir Opinn fundur ITC Melkorku verður haldirm miðvikudaginn 9. nóv- ember kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Breiðholti, Reykjavík. Stef fundarins er: Maður lifir meðan maður lærir. Gestir eru velkomnir. Upplýsinga- sími: 46751. Félagsfundur Manneldis- félags íslands Fundur verður haldinn á vegum Mann- eldisfélags íslands fimmtudaginn 3. nóv- ember nk. i stofu 101, Odda, Háskóla ís- lands og hefst hann kl. 20.30. Kaffi verður framreitt í boði félagsins 1 kaffistofu Odda frá kl. 20. Efni fundarins verður: Svelta bömin okkar? Næringarmál skólabama éverða skoðuð frá ýmsum hliðúm. Hver fyrirlesari verður með ca. 15 mín. erindi og síðan verða almennar umræður. Fé- lagsmenn og aðrir em hvattir til að mæta. ITC deildin Björkin heldur fimd að Síðumúla 17 i kvöld 2. nóvember kl. 20. Félagar em hvattir til að taka með sér gesti því þetta verður áhugaverður fimdur. Upplýsingasímar: Sæunn s. 41352, Ólafía s. 39562 og Frið- gerður s. 73763. Kvenfélag Fríkirkjunnar I Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30 í Betaníu, Laufásvegi 13. Gestur fundarins verður sr. Cecil Haraldsson, rætt verður um fyrirhugaða Færeyjaferð. ^kyndihappdrætti og kaffiveitingar. ATH: breyttan fundarstað. Basarar Kvenfélag Kópavogs - Líknarsjóður Aslaugar Maack Basar og kaffisala verður í félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 6. nóvember. Þar verða á boðstólum nýbakaðar kökur, prjónavörur, fatnaður og ýmsir munir. Einnig verður selt kaffi með ijómavöffl- inn. Sýningar Arkitektafélag íslands Sýning á vinnutillögum úr samkeppni um viðbyggingu Amtsbókasafnsins á Akureyri verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu fóstudaginn 4. nóvember kl. 20. Sýningin v'erður opin frá kl. 10-17 alla virka daga og kl. 14-17 um helgar fram til 14. nóvember. Tilkynningar Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 6. nóvember eftir messu sem hefst kl. 14. Allir velkomnir. Heyrn og tal rannsakað í Borgarnesi Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar islands í Borgamesi laugardaginn 12. nóvember nk. Þar fer fram greining heymar- og talmeina og úthlutun heymartækja. Tekið er á móti viötalsbeiðnum hjá viökomandi heilsu- gæslum. Úrval gefur út kynningarbækling Ferðaskrifstofan Úrval hf. hefur gefið út í 10. sinn kynningarbækling um ísland undir yfirskriftinni „ísland 1989“. Þar er boðið upp á allt það helsta sem erlendir ferðamenn sækjast eftir er þeir heim- sækja landið. Sérstök áhersla er lögð á ýmsar sérferðir, s.s. ferðir tengdar jarð- fræði, sögu, náttúm landsins, fuglalífi, ljósmyndun og íslenskum atvinnugrein- um. Þá er mikil áhersla lögð á að kynna landið sem ákjósanlegt ráðstefnuland, en hótel og veitingahús í Reykjavík skipa þar verulegan sess, auk hinna ýmsu skoðunarferða sem völ er á. Námskeið Ættfræðinámskeið Ættfræðiskólinn mun á næstu vikum hefja ný námskeið í ættfræði. Byijenda- námskeið munu hefjast í næstu viku. Framhaldsnámskeið munu síðan hefiast ettir áramót fyrir þá sem sótt hafa byij- endanámskeiðin. Kennd verða helstu undirstöðuatriði ætttræðirannsókna. Aðgangur er að einu stærsta heimilda- safni landsins í ættfræði. Nemendur munu rekja sínar eigin ættir og leggja grunn að niðjatali. Innritun 1 fyrstu nám- skeiðin er hafin í síma 641710 virka daga kl. 14-16 og á kvöldin í sima 46831. Leið- tiemandi er Þorsteinn Jónsson. Tapaðfimdið Tommi er enn týndur Fresskötturinn Tommi hvarf að heiman frá sér fyrir um það bil mánuði. Hann er geltur með áberandi ský á auganu. Hann var merktur þegar hann hvarf og hafði endurskinsmerki um hálsinn. Hann er fremur styggur en kann að hafa lokast inni í skúr eða kjallara. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir að hringja í síma 12379 eða í Dýraspítalann í síma 674020. Ég undirritaður þakka samstarfsfólki á Landsbóka- safninu og ennfremur Þjóðskjalasafninu fyrir gjöf til mín í tilefni 70 ára afmælis. Ennfremur fflyt ég ættingjum, tengdafólki og vinum þakkir fyrir gjafir, blóm og skeyti. Ólafur F. Hjartar ----------------------------------------------------- Merming Barnagaman Leiktélag Kópavogs: Fróði og allir hinir grislingarnir Höfundur: Ole Lund Kirkegaard Leikgerð: Anne og Arne Aabenhus Þýðing: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Tónlist og söngtextar: Valgeir Skagfjörð Leikmynd og búningar: Gerla Lýsing: Egill Örn Árnason Leikstjórn: Valgeir Skagfjörð Skrýtið hús á horni Það bar ekki á öðru en ungir áhorfendur skemmtu sér mætavel á frumsýningu Leikfélags Kópa- vogs á leikritinu um Fróða og alla hina grislingana á laugardaginn. Enda hefur sýningin margt það til að bera sem gleður auga og eyra. Litríkir búningar, kostuleg tiltæki og skrítnir karakterar, sem lenda í óvæntum uppákomum, mynda sígildan ramma barnaleikritsins og allt er þetta svo kryddað með væn- um skammti af sönglögum. Leikendurnir eru ungt og knálegt fólk, sem leikur af sannri gleði, og bráðgóð leikmynd Gerlu ásamt búningunum gefur leiknum skemmtilegt yfirbragð, hæfilega óábyrgt og ævintýralegt. Leikritið er byggt á sögu Ole Lund Kirkegaard um íbúa skrýtna hússins á horninu, með strákpott- orminn Fróða fremstan í flokki. Fróði er rogginn og uppátækjasam- ur, hann er rétt að byrja að feta þymum stráða lærdómsbrautina og í skólanum opnast honum nýr heimur. Hann er ákaflega námfús og þess vegna fljótur aö tileinka sér öll hrekkjabrögðin, sem stráksláninn Simmi kennir honum, til þess að æsa kennarann upp og setja kennslustofuna svona nokkurn veginn á annan endann. af öðrum frá Stormi, sem honum þykir hvað vænst um, fyrst píp- unni, svo símanum, pennanum o.s.frv. Og af sögunni um Fróða og félaga hans mega ungir áhorfendur draga þann lærdóm að á neyðarstundu er sjálfsagt að sameinast um að Leildist Auður Eydal hjálpa þeim sem lendir í viðlíka hremmingum og Stormur karhnn. Allur skrílhnn tekur höndum sam- an til að komast til botns í málinu. Sjálfur söguþráðúrinn er ekki margbrotinn og samferðamaður minn (10 ára) gerði athugasemdir við augljósar gloppur. Fjörlegir söngvar krydda þó sýninguna dug- lega, jafnvel svo að framan af var ég hrædd um að sjálf sagan fengi ekki rúm fyrir öhum söngnum. En svo rættist ágætlega úr þessu og vægi sögunnar jókst eftir því sem á leið. Tæknin og tónlistin En það er spurning hvort demp- aðri og minna tæknivædd tónlist henti ekki betur í sýningu sem þessari, söngatriðin voru stundum eins og úr annarri átt og rufu óþarf- lega framvindu sögunnar. Hins vegar voru mörg af lögun- um, sem eru eftir Valgeir Skagfiörð leikstjóra, bæði fiörug og skemmti- leg og í heild var þetta hin líflég- asta sýning. Leikararnir eru nokkuð jafnvígir og standa sig með ágætum. Margir koma við sögu og af þeim má nefna Amar Má Ólafsson, sem er ömgg- ur og státinn í hlutverki Fróða, Jóhannu Pálsdóttur, Stínu, og Ól- öfu Ýr Atladóttur, Liha, sem ná barnalegum töktum mætavel. Þá er Sylvía Gústafsdóttir hrossaleg kennslukona, sem ekki er öll þar sem hún er séð, og vandræðagrip- urinn Stormur er leikinn af Fjalari Sigurðarsyni. Sem sagt hin besta skemmtun fyrir htlu grisl ..., fyrirgefið, börn- in okkar og okkur sjálf um leið. -AE Þjófur á nóttu Heima fyrir gefast líka ágæt tæki- færi til að launa fýlupokanum, herra Stormi, eilíft ergelsi og af- skiptasemi með ýmsum belhbrögð- um, þangað th ósköpin dynja yfir: Óprúttinn þjófur stelur einum hlut Atriði úr leikritinu Fróði og allir hinir grislingarnir sem Leikfélag Kópa- vogs sýnir. Mynd3ist Ólafur Engilbertsson fuglakonu sem virkaði stundum eins og æðra sjálf hstamannsins. Slík myndgerving dulvitundarinnar var í takt við sálfræðikenningar Freuds sem voru mjög í deiglunni á þeim tíma sem Emst var að mótast sem hstamaður. Með nýexpressjónis- manum komu dulvitundardýrin áft- ur upp á yfirborðiö þó aðrar forsend- ur væm fyrir hendi. Ahs kyns skrið- dýr urðu vinsæl, sem og fuglamenn, mannfiskar, kentárar og mínótárar. E.t.v. má útskýra þennan dýragarð nútímamálarahstar sem þörf fyrir rómantík og vhlimennsku í stöðnuð- um möppudýraheimi. Sjálfsagt er þessi þörf þó oftast dulvituð og dýrin látin sjá um sig sjálf á olíubornum engjunum. Gunnar Öm, sem nú sýnir í Ný- höfn við Hafnarstræti, er umfram aht slöngumaður. Slöngumar taka þó á sig ýmsar kynjamyndir og minna stundum á fiska eða jafnvel hunda. Þær em þó langt í frá aö vera einhveijar Edengarðsnöðrur og er miklu nær að finna samlíkingu við 12) og Maður og tré (nr. 10) bregður fyrir einrænni sjónarmiðum. Þama er ekki til staðar sá galsi sem annars einkennir verk Gunnars Arnar. Auk þess er öryggið ekki hið sama í myndbyggingunni. En samt sem áð- ur em þessi verk e.t.v. th vitnis um það að Gunnar Öm getur málað án orma og losnað út úr þeim vítahring klisjunnar sem svo margir kollega hans em fastir í. Sýningin í Nýhöfn stendur til 16. nóvember. ÓE „Þjóðsaga" eftir Gunnar Orn. orma norrænnar heiðni. Ormarnir era sjaldnast algerir ormar heldur er oftast um einhvern sambræðing að ræða við manneskjur og þá oftast kvenkyns. Á þennan hátt má sjá vissa frumstæða erótík endurspegl- ast í málverki Gunnars Amar. Þaö er öðm fremur gleðióður til náttúr- unnar og framkraftanna. Þetta sést vel í mynd númer eitt, Þjóðsögu og númer tvö, Grænni fígúru í lands- lagi. í verkum eins og Auðmýkt (nr. Maður og ormur - um sýningu Gunnars Amar 1 Nýhöfh Sagan segir að þýski málarinn Max Emst hafi átt fugl sem drengur. Fugl- inn mun hafa verið honum afar hjartfólginn og það kom því eins og reiðarslag yfir drenginn þegar fugl- inn dó sömu nótt og systir hans fædd- ist. Upp frá þessu kenndi Emst syst- ur sinni um dauða fuglsins og síðar meir birtist þessi þráhyggja í mynd- hst hans í formi fuglamanns eða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.