Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988.
Utlönd
Bhutto reiðubúin
Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar f Pakistan.
Simamynd Reuter
Benazir Bhutto, leiötogi stjómarandstööunnar í Pakistan, sagöi í gær
að ekkert sé því til fyrirstöðu að hún taki viö völdum ef Qokkur hennar
vinnur kosningamar í þessum mánuöi. Bhutto greindi einnig frá því í
gær aö hún óttaðist kosningasvindl.
Talsmaöur stjómarinnar vísar á bug áætlunum um kosningasvindl.
Hins vegar var þaö gefiö í skyn í gær aö fiokkur Bhutto, Pakistanski þjóð-
arfiokkurinn, hafi fengið erlent fé í kosningasjóði sína.
Þjóðarflokkurinn berst gegn níu flokka bandalagi stuðningsmanna Zia,
hins látna forseta.
Götheinstitut í Kína
Iflalli Jóm Sveinaam, DV, Siegwu
Ráðamenn í V-Þýskalandi og Kína hafa nú fullan hug á því að auka sam-
skipti ríkjanna á sem breiöustum gmndvelli. Utanrödsráöherrar land-
anna, Hans Dietrich Genscher og Qian Qichen, undirrituðu sáttmála þar
aö lútandi í Peking á mánudag.
Gerðir vora samningar um að þýska símafyrirtækið Siemens aðstoöaði
Kínveija við að koma upp sjálfvirku og tölvustýröu símakerfi. Einnig
voru undirritaðir samningar um samvinnu á tæknisviði
í gær opnaði Genscher Götheinstitut i höfúöstaö Kína, Peking, og ætla
nú Kínvetjar að fara að læra þýsku. Kinverskum stúdentum ætti þvi að
vera betur kleift en áður að stunda háskólanám í V-Þýskalandi Þetta er
fyrsta erlendamenntastofnunin sem hefur starfsemi sína í alþýðulýðveld-
inu.
Er þetta tahð bera vott um hið mikla vinarþel sem náöst hefur á milli
þessara tveggja voidugu þjóöa í vestri og austri.
Persaflóavidræður
Viðræöur um frið á Persaflóasvæðinu eru nú hafnar á ný i stöðvum
Sameinuðu þjóðanna i Genf í Sviss.
Simamynd Routor
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, segir það
markmiö sitt aö reyna aö koma á einhvers konar málamiölun í friðarvið-
ræðum íraka og írana í þessari viku. Viðræöumar hófust á ný í gær eft-
ir nokkurt hlé og var þá gerö grein fyrir afstöðu hvors aöila um sig.
Framkvæmdastjórinn kvaðst vera ánægður meö að deiluaöilar skyldu
hafa saraþykkt í gær að framvegis yrðu allar viöræður beinar.
Natoflugskeyti grandaði farþegavél
ítöisk farþegaflugyél, sem fórst
við dularfullar kringumstæöur
undan Sikiley áriö 1980, var skotin
niður af ílugskejdi af misgáningi.
Flugskeytið tilheyrði Natoþjóö,
sennilega ítaliu. Þetta kom fram í
ítalska sjónvarpinu í gær.
Áttatíu og einn maöur fórst þegar
vélin, sem var af gerðinni DC-9,
fórst. í sjónvarpinu sagði aö orr-
ustufiugvél heföi viUst af leið og
að fiugskeyti, sem skotiö hefði ver-
iö á æfingamark, heföi hitt far-
þegavélina í staðinn. Flugvélar-
brakið var dregið upp úr sjónum í
ítaiska farþegavélln fórst undan sumar og sent í rannsókn til Bret-
Sikiiey. lands og Italiu.
Bush hvetur til
leíðtogafundar
Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington;
George Bush, forsetaframbjóðandi
repúblikana í Bandaríkjunum,
kvaðst í gær myndu hvetja til leiö-
togafundar stórveldanna hið fyrsta
ynni hann sigur í forsetakosningun-
um sem haldnar verða næstkomandi
þriðjudag. í ræðu, sem ætlað var að
útlista stefnu hans í utanríkismálum
í gær, lagði Bush til áð leiðtogar
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
kæmu saman án allra skilyrða eins
fljótt og auðið er að loknum kosning-
um. Bush kvað tilganginn með slík-
um fundi að ígrunda stöðu stórveld-
anna með frekari afvopnun í huga.
í ræðunni fjaliaði Bush í mjög gróf-
um dráttum um stefnu hugsanlegrar
ríkisstjórnar sinnar í utanríkismál-
um. Tillagan um leiðtogafund stór-
veldanna gefur til kynna að Bush
hafi mildast ögn í afstöðu sinni til
Sovétríkjanna. Að loknum leiðtoga-
fundi Reagans Bandaríkjaforseta og
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í Moskvu
hvatti Bush til varfæmi í samskipt-
unum við Sovétríkin.
í ræðunni kvaðst Bush myndu
verða athafnamikill á sviði utanrík-
ismála næði hann kosningu en gaf
áheyrendum ekki nánari útskýring-
ar. Hann notaði tækifærið og réðst
að Michael Dukakis, forsetafram-
bjóðanda demókrata, og kvað stefnu
þeirra í öllum mikilvægum málum
ósambærilega.
Niðurstöður tveggja skoðanakann-
ana, sem birtar voru í morgun, sýna
að Bush heldur enn töluverðu for-
skoti á Dukakis. í skoöanakönnun
CBS sjónvarpsstöðvarinnar hlaut
Bush fylgi 53 prósent aðspurðra gegn
41 prósenti Dukakis. Niðurstöður
skoðanakönnunar dagblaðsins Was-
hington Post og ABC sjónvarpsstöðv-
arinnar sýna svipað forskot Bush, 55
prósent gegn 42. í könnun dagblaðs-
ins Washington Post kemur fram að
60 prósent kjósenda á aldrinum 18 til
34 ára eru hlynntari Bush.
Fjórðungur kjósenda virðist ekki
enn ákveðinn í afstöðu sinni til fram-
bjóðendanna. í könnun CBS sjón-
varpsstöðvarinnar kváðust alls 25
prósent enn geta breytt um skoðun,
jafnvel þó viðkomandi væru nú
hlynntari öðrum hvorum frambjóð-
andanum.
Steinuim Böðvaisdóttir, DV, Washington;
Michael Dukakis, forsetaframbjóð-
andi demókrata í Bandaríkjunum,
valdi Lloyd Bentsen, öldungadeildar-
þingmann frá Texas, sem varafor-
setaefni sitt með aðeins eitt í huga.
Hann vonaðist til að Bentsen myndi
tryggja þeim sigur í fylkinu.
Texas er eitt af mikilvægustu fylkj-
um landsins í kosningabaráttunni.
Það hefur á að skipa 29 atkvæðum
af 270 sem þarf til sigurs á þriðjudag-
inn kemur. Enginn forsetaframbjóð-
andi demókrata hefur unnið í kosn-
ingum án þess að sigra í Texas. í for-
setakosningunum áriö 1980 hlaut
Ronald Reagan, núverandi forseti,
55,3 prósent atkvæða og 63,6 prósent
árið 1984.
Hvort Bentsen takist ætlunarverk
sitt er umdeilanlegt. Hann er einnig
í framboði í þingkosningunum sem
fram fara samhliða forsetakosning-
unum. Þetta er í fjórða sinn sem
Bentsen býður sig fram til öldunga-
deildarinnar. Hann vann öruggan
sigur í síðustu þingkosningum með
nær því 60 prósent atkvæða fylkisins.
En Bentsen er ekki eini Texas-
búinn í framboði. George Bush, for-
setaframbjóðandi repúblikana, er
einnig frá Texas og það gerir ætlun-
arverk Bentsens þeim mun erfiðara.
Texasbúar telja aö þeir geti slegiö
tvær flugur í einu höggi á þriðjudag,
kjósa Bentsen á þing og Bush í Hvíta
húsið.
Dukakis á erfitt uppdráttar í Texas
og heldur Bush 7 prósent forskoti í
fylkinu samkvæmt niðurstöðum
skoðanakannana. Stefnumál Dukak-
is eru aö tvennu leyti á skjön við
Varaforsetaefni Dukakis, Lloyd Bentsen, með sögulega forsíðu á lofti. Bents-
en spáði í gær sigri Dukakis eins og þegar Truman sigraði óvænt Dewey
fyrir 40 árum. Símamynd Reuter
skoðanakannanir flestra Texasbúa.
Dukakis er andvígur dauðarefsing-
unni, íbúar fylkisins eru fylgjandi
henni. Og Dukakis er fylgjandi tak-
mörkunum á byssueign almennings
sem Texasbúar eru andvígir.
í uþphafi kosningabaráttunnar
hamraði Bush á því að hann skildi
skoðanir Texasbúa í þessum málum
og Dukakis lét það fram hjá sér fara.
Hann var seinn til gagnsóknar í fylk-
inu og nú virðist sem hann eigi á
hættu aö tapa atkvæðum þess. Aliar
vonir demókrata í Texas eru því
bundnar við Bentsen og vinsældir
hans meðal kjósenda þar.
Vonir Dukakis
bundnar við Bentsen