Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988, Lífsstm Gæludýr á heimilum: Dýrin tengja okkur viö náttúruna sem þéttbýlisfólk fer á mis við í dag- legu lífi. Gæludýr á heimilum viröast vera æ algengari þáttur í heimilislífl íslendinga, ef marka má hundahald t.d. Aö vera með dýrum hefur yfir- leitt jákvæð áhrif á manninn. Dýr geta verið einmana fólki dýrmætur félagsskapur - gömlu fólki, ungling- um og þeim sem eiga eríitt með að tjá tilfinningar sínar til annars fólks. En það er ekki það einfaldasta, sem hægt er að gera ef einhver er ein- mana, að útvega sér gæludýr. Þau þarf að hugsa um nánast sem hvern annan fjölskyldumeðlim - ábyrgðin fylgir líka. Unglingum finnst hallærislegt að ... Nokkrir sem hafa reynslu af heim- ihsdýrum segjast hafa uppgötvað margt í samskiptum unglinga og dýra. Unglingar eru margir hverjir á erfiðum aldri eins og gjaman heyr- Heimilið ist. Krakkarnir eiga erfitt á vissum tilfinningasviðum. En þau verða eins og aðrir að sýna tilfinningar sínar - ' gefa og þiggja frá öðrum. í þessu til- felli finnst krökkum á ýmsum aldri, aðallega unghngum, hahærislegt að kyssa eða kjassa pabba og mömmu, hvað þá systkini sem eru orðin eldri en fimm ára. Ástleitni feiminna unglinga fær gjaman útrás með dýrum. Krakk- amir geta þá haft einhvem tíl að tala við og hlusta á sig. Aðalatriðið er ekki að vera svarað. En máheysingj- amir geta hlustað - þeir „gefa“ með því að hægt sé að tala við þá á hisp- urslausan hátt. Krakkar og þeir sem eiga erfitt sækja oft stuðning th dýra. Það má hvísla öllu að þeim: hvað pabbi og mamma em erfiö, hvað umhverfið er miskunnarlaust og hve hlá gengur með hitt kynið. Allir þurfa að tala. Oft treysta menn ekki hver öðram fyrir leyndarmálum sín- um. En dýrin segja engum frá. Gamalt sem eng- inn nennir að ... Áður fyrr var gamla fólkið meira heima við - hjá börnum sínum. En nú em alhr hafðir einir. í litlu íbúð- inni einhvers staðar í gamla bænum, á elliheimih o.s.frv. Fólk hefur oft takmarkaðan tíma th að sinna gamla fólkinu. Bömin flytjast að heiman frá foreldmm sem aðeins hafa hvort annað þar til hitt fehur frá. Ein- manaleikinn er oft ahsráðandi. En gamla fólkið er einnig aldurs- hópur sem sækir sér lífsfyllingu th dýra. Þannig hafa fuglar eða kettir oft átt góðan samastað hjá gömlu fólki. Fuglamir em ahtaf á sama stað og ekki þarf að eltast við þá. Og þeir svara oft þegar talað er við þá, með söng jafnvel. Eigandinn getur líka rausað við fuglana og jafnvel farið með kvæðin fyrir þá sem enginn annar nennti að hlusta á. Með því að hafa eitthvað htið dýr hjá sér fæst strax sú tilfinning að maður sjái fyrir einhverjum - ein- hver sem þarfnast umhyggju. Félags- skapurinn er ótvíræður og í öhu falli er einhver annar lifandi á heimilinu. Ábyrgðin Flestir sem tekið hafa að sér dýr segja að dýrinu þurfi að taka sem einum af fjölskyldunni. „Þetta er vinna frá morgni th kvölds,“ sagði einn viðmælenda DV. Auðvitað verð- ur að gera sér grein fyrir því að hundum t.d. verður að hleypa út snemma að morgni og áður en farið er að sofa. Þetta er ekki svo einfalt - tóm vinna stundum og það þarf að koma þeim í pössun. Oft em það börnin sem biðja um að fá gæludýr NÝTT í HVERRI VIKU NÝJAR FISKA- TEGUNDIR TILBOÐSVERÐ I HVERRI VIKU AFSLÁTTUR Á NOKKRUM GERÐUM AF KATTAMAT DÝRARÍKIÐ HVERFISGÖTU 82, SÍMI 11624 Oft er bætt úr einmanaleika gamals fólks með gæludýrum. Það hefur félagsskap og einhvern til að hugsa um. Þannig geta sumir t.d. farið með kvæðin, sem enginn nennti að hlusta á, fyrir dýrin. DV-mynd BG „Var það eitthvað sérstakt vinur?“ Dýrum fylgir ábyrgð. Þau verður helst að annast alla þeirra ævi. Unglingum og öðrum sem eiga erfitt er oft stuðningur í því að tala við dýr. „Það er svo hallærislegt að kjassa pabba og mömmu“ þótt það sé þörf fyrir umhyggju. Þeim litla (fjær á myndinni) finnst þó ekkert halló að fallast í faðma við móður sína. á heimhið. Og þá er látið undan þrýstingi þeirra, með misjöfnum ár- angri. Þau koma kannske heim með htinn ketthng - æghega sætan. En áhuginn minnkar stundum þegar fram í sækir og dýrið stækkar. Þá lendir þaö oftast á húsmóðurinni að hugsa um dýrið. Þurfa umhyggju alla ævi Þorvaldur Þórðarson dýralæknir segir að dýr séu ekki aðeins 3-4 mán- aða skemmtun eins og oft vih verða. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því sjálft og brýna fyrir börnum að dýrin verður að hugsa um helst aha þeirra ævi,“ segir hann. „Hundar t.d. geta verið nokkuð dýrir í rekstri og fjölbýhshús em varasöm hvað þetta snertir. Fólk verður að hugsa sig vel um áður en það fær sér dýr á heimil- ið. Sumum fmnst þetta bara fint en dýr geta í mjög mörgum tilfehum verið mikh lyftistöng, t.d. fyrir þung- lynt og einmana fólk. Fólk tjáir sig við dýrin og reiðist jafnvel hka við þau - léttir á sér.“ Þóra Stefánsdóttir hjá Dýravemd segir að dýr eigi ekki að fá th hlýðni með ofbeldi. „Best er t.d. við hunda að fjá sig við þá með ýktri framkomu eins og við böm - hneykslast ægilega mikið eða hrósa þeim í hástert ef svo ber undir. Þannig skhja dýrin. Og að nudda trýninu á þeim upp úr hlandi þegar verið er að venja þau við, það er tóm vitleysa. Það á að nota sál- fræðina á dýrin." -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.