Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988.
Frjálst, óháö dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Aðstoðarmenn ráðherra
Sakleysisleg fréttatilkynning barst um þaö í gærdag
að forsætisráðherra hefði ráðið sér nýjan aðstoðar-
mann. Slíkar fféttatilkynningar hafa verið að berast inn
á borð fjölmiðla undanfarna daga og vikur eftir að nýja
ríkisstjómin tók við.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að ráðherrar hefðu
leyfi til að ráða sér aðstoðarmenn jafnlengi og þeir
gegndu ráðherrastörfum. Þessir aðstoðarmenn áttu að
vera nokkurs konar pólitískir varðhundar og út af fyrir
sig er það ekki óeðlilegt að ráðherrar hafi póhtíska trún-
aðarmenn sér við hhð. Sumir hafa jafnvel kahað þá
aðstoðarráðherra og enda þótt sá titih sé orðum aukinn
fer ekki milli mála að náið samband þeirra við ráð-
herrana veitir þeim ábyrgð og áhrif.
í seinni tíð hefur það orðið æ algengara að ráðherr-
arnir láti sér ekki duga einn shkan aðstoðarmann. Þeir
hafa safnað í kringum sig fleiri og fleiri jábræðrum og
þá er það látið heita blaðafuhtrúar eða efnahagsráðgjaf-
ar og öðrum fínum og virðulegum nöfnum. Svo virðist
sem það sé að verða regla að hver ráðherra ráði til sín
ekki færri en tvo aðstoðarmenn. Athygli vekur að ráð-
herrar Alþýðubandalagsins virðast ganga fram fyrir
skjöldu í þessum mannaráðningum.
En það er annað merkilegt við þessa aðstoðarmanna-
hirð. í hvert skipti, sem ríkisstjórn hverfur frá völdum,
berast tilkynningar um að þessi eöa hinn aðstoðarmað-
urinn hafi verið skipaður deildarstjóri eða jafnvel ráðu-
neytisstjóri. Þeir eru aht í einu orðnir opinberir starfs-
menn í óuppsegjanlegum stöðum og sitja sem fastast
þótt ráðherrann þeirra sé á bak og burt. Af því fólki,
sem gegnt hefur stöðum aðstoðarmanna eða upplýsinga-
fuhtrúa í tíð fyrri ríkisstjórnar, er að minnsta kosti
þrennt sem nú hefur verið fastráðið í ráðuneytunum.
Enn aðrir eru færðir th með ráðherrunum sem sitja
áfram og svo er bætt við aðstoðarmönnum th að að-
stoða aðstoðarmennina.
Hvað kostar þetta ríkið? Og hvaðan koma heimhdirn-
ar fyrir þessum ráðningum? Er ekki alltaf verið að tala
um spamað í ríkisrekstrinum og fjármálaráðherrar að
kvarta undan stjórnlausum vexti í starfsmannahaldi
hins opinbera? Á sama tíma raða þeir svo inn á jöturn-
ar póhtískum sendisveinum sínum sem eiga síöan vísa
bithngana þegar ráðherrann lætur af störfum. Síðustu
embættisverkin eru þau að skrifa undir ráðningarbréf
hinna flokkshohu þræla sinna.
Rétt er að taka fram að aðstoðarmenn ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins hafa ekki verið ráðnir í fastar stöður
hjá ráðuneytunum við brotthvarf flokksins úr ríkis-
sfjóm svo vitað sé og Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki
að taka þessa gagnrýni til sín. Ekki að þessu sinni.
Hann hefur þó verið undir sömu sök seldur og aðrir
flokkar með að hygla sínum mönnum þegar það hentar
þeim og flokknum. Þessi þróun með aðstoðarmennina,
fiölda þeirra og umbun ghdir almennt séð um aha flokka
og er þá sama hvort ríkisstjórnir þykjast vhja auka
sparnað og mannahald hjá hinu opinbera eða ekki.
Sumum kann að þykja þetta ekki stórt mál í ríkis-
rekstrinum. Engu að síður er hér á ferðinni sýnishorn
af ráðslagi sem ekki er gott fordæmi. Boltinn hleður
utan á sig. Með hverri nýrri ríkissfjórn koma nýir að-
stoðarmenn og með hverri ríkisstjóm, sem hrökklast
frá, koma nýir dehdarstjórar þegar aðstoðarmennimir
sitja eftir í ráðuneytunum. Aht þetta kostar sitt.
Ehert B. Schram
Leikmannsþankar 1 tilefin ferðamálaráðstefiiu:
Ferðamálastefna
- hvað er það?
„Hvað t.d. um öræfakyrrðina í Landmannalaugum sem fólkið taldi sig
vera að kaupa ...?“ er spurt i greininni.
Þá er enn einu ferðamannatíma-
bilinu lokið og nú í byrjun nóvemb-
er munu áhugamenn um ferðamál
og ferðamálafrömuðir setjast á rök-
stóla á svonefndri ferðamálaráð-
stefnu á Akureyri. Staðan mun
verða gerð upp og spáð í framtíð-
ina. Niðurstaða þeirra umræðna
er löngu vituð; miklir möguleikar,
sífellt meiri vinna við ferðamanna-
þjónustu eða 3-4% af vinnuafli
landsmanna og gjaldeyristekjum-
ar eru orðnar um 6% af öllum okk-
ar útflutningstekjum. Það mun
hins vegar verða áréttað að ýmsar
blikur eru á lofii Auðvitaö má ekki
taka þessi orð svo að óþarfiisé að
mæta. Ráðstefnur sem þessar, þar
sem menn hittast og ræða sameig-
inleg áhugamál, eru alltaf til gagns.
Breyting?
Ef að líkum lætur mun einhver
framsögumannanna eða ráðstefnu-
gesta kveðja sér hljóðs og fjalla um
nauðsyn þess að við seljum okkur
markvissa stefnu í ferðamálum og
þingheimur mun taka undir þetta
með hástemmdum orðum og lófa-
taki ef ég þekki rétt. Þá er einnig
afar sennilegt að samþykkt verði
með öllum atkvæðum ályktun þar
sem skorað er á stjómvöld eða
Ferðamálaráð islands að móta nú
stefnu í ferðamálum.
Svona hefur þetta að minnsta
kosti gengið fyrir sig frá því undir-
ritaður fór að sækja ferðamálaráö-
stefhur fyrir um áratug og engin
ástæða til aö ætla að breyting verði
á að þessu sinni.
Reyndar hafa ýmsir bent á að í
núgildandi lögum um ferðamál
megi finna þessa margumræddu
ferðamálastefnu en þar segir svo í
1. gr. laga um ferðamál frá 1985:
„Tilgangur laga þessara er aö
stuðla aö þróun ferðamála sem at-
vinnugreinar og skipulagningu
ferðaþjónustu fyrir íslenskt og er-
lent ferðafólk sem mikilvægs þátt-
ar í íslensku atvinnu- og félagslífi,
bæði meö hliösjón af þjóðhagslegri
hagkvæmni og umhverfisvemd."
í 7. grein sömu laga er síöan tí-
undað í 13 liðum hver séu verkefni
þeirra sem sitja eiga við stjóm-
völinn en þaö er Ferðamálaráö ís-
lands. Sem dæmi um verkefhi
Ferðamálaráðs má nefna skipu-
lagningu og áætlanagerð, land-
kynningu og markaösmál og sam-
starf viö Náttúmvemdarráö o.fl.
aðila um að umhverfi spillist ekki
af starfsemi þeirri sem lög þessi
taka til..
Undir það má reyndar taka aö
hér sé um vissa stefnu aö ræða, eða
öllu heldur er Ferðamálaráöi falið
það verkefni aö móta þessa stefnu.
Af einhverjum ástæðum hefur hins
vegar ekkert bólað á umræddri
ferðamálastefnu.
Sem áhugamaður um feröamál,
og eftir aö hafa starfað nokkuð að
umhverfis- og ferðamálum á liðn-
um árum, hefur maöur ekki komist
hjá því að velta þessu máli nokkuð
fýrir sér, bæði hvemig þessi stefna
gæti litiö út og eins af hverju viö
sjáum hana ekki. .
Landkynning
Ættu t.d. eftirfarandi punktar
heima í margumræddri ferðamála-
stefnu?
1. Gerð veröi langtímaáætlun um
fjármögnun landkynningar þar
sem stefnt væri aö 2-3% fjölgun
ferðamanna árlega. (Um svona
langtímaáætlanir höfum við
mörg fordæmi, t.d. vegalög og
um uppbyggingu flugvalla og
hafna. Fjárframlög til Ferða-
málaráös em nú ákveðin fýrir
eitt ár í senn og aldrei Ijóst fyrr
en verulega er liöiö á árið hver
upphæöin verður.)
2. Ferðamálaráöi verði veitt aukiö
vald og möguleikar á að hafa
eftirlit með landkynningu þar
sem fylgst verði með því að
áhersla verði lögð á efiirtalda
þætti:
a. Að ávallt komi fram ná-
kvæmar upplýsingar um þau lög
og reglur sem gilda hér á landi
um umhverfismál.
b. Að Ferðamálaráð beiti sér
fyrir sérstöku átaki að kynna
láglendið og þau svæði sem þola
vel aðsókn ferðamanna. Reynt
verði í samráði við ferðaskrif-
stofur að skipuleggja í auknum
mæli hópferðir um láglendið
með stuttum dagsferðum inn á
hálendið.
Kjallariim
Jón Gauti Jónsson
landfræöingur
c. Settar veröi sérstakar reglur
um myndbirtingar úr óbyggð-
um.
Umhverfismál:
1. Óbyggðir íslands verði skipu-
lagðar með tilliti til ferðalaga í
samráði við Náttúruvemdarráð
og aöra hlutaðeigandi aðila. í
megindráttum felist þessi skipu-
lagning í því að flokka óbyggð-
imar í þrennt:
a. Svæði sem em öllum opin.
Þar verði byggt upp gott véga-
kerfi, svo og aðstaða til að taka
viö miklum fjölda.
b. Svæði þar sem fiöldi ferða-
manna yröi takmarkaöur, t.d.
með því að leyfa þar einungis
takmarkaðan akstur hópferöa-
bifreiða með íslenskum farar-
stjórum.
c. . Svæði sem einungis em ætluð
gangandi fólki.
2. Gerð veröi langtímaáætlun um
uppbyggingu á móttöku fýrir
ferðafólk og lagningu vega í
samræmi við lið 1.
Hvert þessara atriða þyrfti nánari
skýringar við, auk þess sem fjölda-
mörg fleiri atriði mætti nefna sem
heima ættu í hinni almennu feröa-
málastefnu. Það verður hins vegar
að bíða betri tíma.
Efalaust segja ýmsir að þetta leiddi
af sér ofstjóm sem hvergi þekkist
í lýöræðisríkjum. Þvi er til að svara
að þessir punktar em að megin-
hluta fengnir frá Bandaríkjunum
en það er einmitt svona sem skipu-
lögð er landnotkun í þjóðgörðunum
í Klettafjöllunum þar sem gróður
er viökvæmur og mikil ásókn
ferðamanna; ekki ósvipuð staða og
á okkar hálendi.
Undirritaður þykist nokkuð viss
um aö margir séu sammála því að
setja þurfi einhverja stefnu í þess-
um dúr en af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum em ýmsir hags-
munaaðilar hræddir um aö stefna
sem þessi muni fæla erlent ferða-
fólk frá því að koma hingað.
Reyndar er það með öllu óskfijan-
legt aö aðilar í ferðaþjónustu skuli
ekki vita betur. Við höfúm þegar
oröiö aö athlægi meðal fjölmargra
erlendra feröalanga því alls staðar
í hinum siðmenntaða heimi hafa
þessi mál verið tekin fóstum tök-
um. Erlendu ferðafólki hreinlega
blöskrar oft og tíðum hvað hægt
er að komast upp með hér á landi
óátaliö. Þessi ringulreið og stefnu-
leysi veldur auk þess því að ferða-
langar, sem okkur sækja heim,
veröa oft og tíðum fyrir miklum
vonbrigðum með dvölina hér á
landi. Hvað t.d. um öræfakyrrðina
í Landmannalaugum sem fólkið
taldi sig vera að kaupa, þegar þar
eru samankomin 50(1-1000 manns
og hluti þeirra syngjandi fullum
hálsi fram á rauða nótt: „Nú er ég
fullur...“?
Helst kemur þetta til góðs því
ferðafólki sem hingaö kemur á eig-
in farartækjum, með eigin viðlegu-
búnað og matvæli og forðast eins
og heitan eldinn alla þjónustu.
En erum við að sækjast eftir slíku
ferðafólki? Ef svo er skulum við
ekkert gera en sé svo ekki skulum
við í þágu allra hinna setja okkur
fastmótaða stefhu þar sem við get-
um tryggt öllum sem hingað koma
hreina og ómengaða náttúru og að
í kaupbæti fýlgi hin margrómaða
og eftirsótta öræfakyrrð sem viðast
hvar erlendis heyrir nú sögunni til.
Jón Gauti Jónsson
„Þessi ringulreiö og stefnuleysi veldur
aukþess því að ferðalan^ar sem okkur
sækja heim verða oft og tiðum fyrir
miklum vonbrigðum.“