Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. Fréttir Fiskiþing: Launasamningar við verka- fólk ekki örlagavaldarnir - sagði Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri „Eg er sannfærður um þá staö- reynd að þeir launasamningar viö verkafólk í framieiðslugreinum, sem gerðir hafa verið á undanfórn- um árum, hafa ekki veriö þeir ör- lagavaldar um verðlagsþróun hér á landi sem margir vilja vera að láta. Þær ákvaröanir, sem mestu máli skipta, og hafa ráöið úrslitum um þróunina, var alltaf búið að taka löngu áður en skrifað var und- ir samninga. Þeir samningar, sem fiskvinnslan í landinu hefur á und- anfomum áram gert við verkalýðs- félögin, hafa í reynd aðeins verið viöurkenning á kaupgjaldinu 1 landinu, viðurkenning á því verði sem borgað er fyrir vinnuna. Og verkafólkiö í framleiðslugreinun- um hefur í reynd aldrei verið að fá aðrar kauphækkanir en þær sem launaskriðshópamir voru löngu búnir að fá áður,“ sagði Einar Odd- ur Kristjánsson framkvæmdastjóri í ræðu sem hann flutti á fiskiþingi í gær. Einar Oddur ræddi um byggða- þróun, atvinnuskiptingu lands- hluta og afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja. Hann fullyrti að þróunin væri sú að fólksfækkunin væri mest á þeim landsvæðum sem eiga mest undir sjávarútvegi. Sagði hann byggðina standa þeim mun veikar sem hlutfall mannaflans í sjávarútvegi væri hærra. Fólks- fjölgunin væri mest þar sem versl- unar og þjónustustörf væru flest. Þá benti hann á að á sama tíma og sjávarútvegurinn ætti undir högg að sækja, annaðhvort veið- amar eða vinnslan, eða hvort tveggja, væri stöðug umframeyðsla í þjóðfélaginu. Sagði Einar að þau ár væm teljandi á fingmm annarr- ar handar þegar ekki hefði verið bullandi viðskiptahalli og þjóðfé- lagið safnað skuldum. Loks sagði Einar Oddur að í gegn- um tíðina hefðu stjómvöld og stjórnmálamenn reynt að styrkja veikar byggðir landsins með ýmsu móti. Sú viðleitni hefði fyrst og fremst beinst aö afleiðingum en ekki orsökum. Hann sagði að þrátt fyrir góðan vilja þeirra væri þessi viðleitni tilgangslaus meðan sífellt væri verið að grafa undan sjávarút- veginum. Meðan svo væri myndu þeir stjómmálamenn, sem berðust fyrir hag landsbyggðarinnar, aldr- ei vinna nokkra sigra, í hæsta máta einhverja vamarsigra. Mönnum yrði að skiljast að sjávarútvegur- inn gæti ekki þrifist í verðbólgu eins og hér hefur veriö. Lífsspurs- mál væri að draga úr umfra- meyðslu og þenslu í þjóðfélaginu. -S.dór Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu stjórnar Bandalags starfsmanna rfkis og bæja var haldinn í gær. Þar var Einar Ólafsson frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana kjörinn gjaldkeri bandalagsins en Elín Björg Jónsdóttir úr Þorláks- höfn ritari. Á fundinum var samþykkt að leita eftir samstarfi við önnur launþegasamtök í landinu um samvinnu við mótun komandi kjarabaráttu. DV-mynd KAE Biskupskosningar á næsta ári: Tveir prestar gefa kost á sér Biskupskosningar verða á næsta ári. Herra Pétur Sigurgeirsson bisk- up verður sjötugur snemma í júni næsta ár og mun því láta af embætti fýrir aldurs sakir. Ekki er víst hvort biskup situr út árið eins og honum er heimilt en heimildir DV segja lík- legt að biskup láti af embætti eftir prestastefnu síðast í júní og muni til- kynna þá fyrirætlun í lok kirkju- þings á morgun. í samtah við DV í gær vildi biskup ekki tjá sig um hvenær á næsta ári hann léti af emb- ætti en það skýrðist fljótlega. Hvað eftirmann biskups varðar hafa séra Ólafur Skúlason dómpró- fastur og séra Heimir Steinsson, prestur á Þingvöllum, lýst því yfir við DV að þeir gefi kost á sér í bisk- upskosningum. Formlega séð er eng- inn í framboði þar sem allir guð- fræðingar og prestar em kjörgengir, en að sögn þeirra Ólafs og Heimis hefur fjöldi fólks hvatt þá til aö gefa kost á sér eða - „farið fram á leyfi til að nefna nafn mitt,“ eins og Heim- ir Steinsson orðaði það. Ólafur Skúlason sagði að ekki þýddi að loka augunum fyrir því að þetta væru kosningar með öllu því sem kosning- um fylgdi þó að ekki væru um eigin- leg framboð í hefðbundnum skilningi að ræða. í síðasta biskupskjöri, 1980, var kosið á milli Ólafs Skúlasonar og Péturs Sigurgeirssonar þar sem Pét- ur sigraði með eins atkvæðis mun. Þá var séra Arngrímur Jónsson, prestur í Háteigssókn, einnig í fram- boði en dró sig til baka. Hann mun ekki gefa kost á sér á næsta ári. DV hefur frétt af þriðja aðila sem gefa mun kost á sér í biskupskosningum en er ekki kunnugt um nafn hans. -hlh Landsbankinn hefur misst þolinniæðina gagnvart Olís Landsbanki Jslands hefur misst þolinmæðina gagnvart Olís og að- aleiganda þess, Óla Kr. Sigurðs- syni. Bankinn hefur gefiö Óla ákveðinn frest til að grípa til nauö- synlegra aðgerða til aö treysta fjár- hag fyrirtækisins. Þórður Gunn- arsson, stjórnarformaöur Olís, er hættur og Síraon Gunnarsson, löggiltur endurskoöandi fyrirtæk- isins, er einnig hættur. Skuldir Olís viö Landsbankann nema mörg hundmð miUjónum króna og eru tugir milljóna í vanskilum. „Yður er hér með tilkynnt aö bankinn mun ekki veita yður nýjar bankatryggingar né hafa milli- göngu um útvegun erlendra lána vegna innfiutnings á fljótandi elds- neyti, nema gerðar verði ráðstafan- ir sem treysta fjárliag og stjórnun félagstns þannig að staða þess geti orðið viðunandi,“ segja þeir Sverr- ir Hermannsson og Helgi Bergs, Landsbankastjórar í bréfi sem stfl- að er á Olís þann 21. október. „Ég ræði ekki um einstaka við- skiptaaöila bankans/' sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, í morgun um viðskipti bankans við Olís. „Ég hef ekki séð þetta bréf frá bankastjórum Landsbankans. Þetta bréf var ekki sent til mín heldur Þórðar Gunnarssonar, fyrr- um stjómarformanns,“ sagði Óli Kr. Sigurðsson í morgun. Enginn stjómarformaður er nú hjá OLis. -JGH Gámaútflutningurmn: Þetta er auðvitað skýlaust lagabrot - segir Stefán Gurmlaugsson hjá utanríkisráöuneytinu „Við emm að rannsaka þetta mál og munum leita leiða til að reyna að koma í veg fyrir að svona lagaö end- urtaki sig. Þetta er auðvitað skýlaust brot á lögum um útflutning sem get- ur varðaö sektum, varðhaldi, fang- elsi og sviptingu atvinnuleyfis, sam- kvæmt laganna hljóðan," sagði Stef- án Gunnlaugsson í utanríkisráöu- neytinu um það sem DV skýrði frá í gær að um 40 gámar af fiski vora fluttir út um helgina án leyfis. Svo virðist sem eina leiðin til að koma í veg fyrir atburð eins og þenn- an sé að fara um borð í skipin, sem safna gámunum saman, í lokahöfn og telja gámana. Eins og skýrt var frá í DV í gær orsakaði þessi aukaútflutningur það að offramboð verður á fiskmörkuð- um á Humbersvæöinu þessa vikuna með þeim afleiðingum að um umtals- verða verðlækkun á fiskinum verður aö ræða. -S.dór Dagens Nyheter: Skuggi hrafnsins þunglamalegur Enn bæfisl við aðstoðarmennina Einar Baldvin SteönssonJOV, Helsingborg Svíum virðist ekki falla nýjasta mynd Hrafns Gunnlaugssonar, í skugga hrafnsins, eins vel í geð og Hrafninn flýgur, ef marka má um- sögn Dagens Nyheter daginn eftir frumsýningu myndarinnar hér í Sví- þjóð. Myndin er sögð byija vel, en síðan sé söguþráðurinn flókinn og með hinum miklu fjölskylduátökum og íslensku valkyijum sé Hrafn Gunnlaugsson að færast of mikið í fang. Myndin sé þunglamaleg og ekki í sömu tengslum við íslenska náttúra og Hrafninn flýgur. Ef til vill megi skýra þetta með því að sögulegir og sálfræðilegir þættir myndarinnar falli ekki að „villta vesturs-stflnum" sem tókst svo vel í Hrafninn flýgur. í Skugga hrafnsins séu þó góðir sprettir og það sé helst í ofbeldisat- riðunum sem Hrafni Gunnlaugssyni tekst vel upp, í ástaratriðunum sé hann síðri. Að lokum gagnrýna þeir Hrafn fyrir það að í stað þess að fjalla um tilfinningaátök söguhetjanna virðist hann einbeita sér helst til mikið að því að reyna að komast á bekk með bestu spennuleikstjórum heimsins og að það sé reyndar orðin vafasöm stefna skandinavískra leik- stjóra. Atlantshafebandalagiö: Aðatframkvæmda- sflóri kemur í dag Aöalframkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, Manfred Wömer, er væntanlegur í opin- bera hfiimsókn til íslands í dag. Kemur hann hingað í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra. Auk þess aö eiga viðræöur við utanrlkisráðherra mun aðal- framkvæmdastjórinn ganga á ftmd forseta íslands og hitta for- sætisráðherra að máli. Jafnftamt mun aðalframkvæmdastjórinn heimsækja Keflavíkurflugvöll. -JSS Jón Sveinsson héraðsdómslög- maður hefur verið ráðinn aðstoöar- maður Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Helga Jónsdóttir, sem verið hefur aðstoðarmaður Steingríms undanfarin fimm ár, mun verða skipuð deildarstjóri í utanrík- isráðuneytinu. Fyrstu umræðu um bráðabirgða- lögin lauk í gær eftir að fresta hafði orðið umræðu þrisvar sinnum. Það vora reyndar bráðabirgðalög tveggja ríkisstjóma sem send vora í nefnd því Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mælti fyrir bráða- birgðalögum þeim sem ríkisstjóm Jón Sveinsson er varaþingmaður Framsóknar á Vesturlandi og hefur setið í bæjarstjóm og bæjarráði Akraness fyrir flokkinn. Jón hefur rekiö lögfræðistofu á Akranesi síðan Þorsteins Pálssonar setti samkvæmt venju. Ekki er ljóst hvað máhð verð- ur lengi í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar en ætlunin mun vera að taka málið fyrir þegar í þessari viku. Bendir því margt tfl þess að lögin komi til neðri defldar 1 lok nóvember. -SMJ 1980 en var áður dómarafulltrúi við bæjarfógetaembættið þar. -gse Bráðabirgðalögin komin í nefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.