Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 9 Utlönd Stóru flokkamir í ísrael fengu hvorugur hreinan meirihluta 1 kosn- ingunum sem fram fóru í landinu í gær. Flokkar heittrúarmanna styrktu stöðu sína og nú verður vart híegt að mynda stjóm í landinú án þátttöku þeirra. Endanleg úrslit í kosningunum munu þó tæpast liggja fyrir fyrr en undir helgi. Yitzhak Shamir forsætisráðherra, sem er leiðtogi Lákud bandalagsins, og Shimon Peres utanríkisráðherra, sem er leiðtogi Verkamannaflokks- ins, sögðu báðir í gær að mjög ólík- legt væri aö þeir héldu áfram stjóm- arsamstarfi þessara tveggja flokka, sem hefur staðið frá því eftir kosn- ingamar 1984. Shamir boðar hægri stjórn Shamir sagði að Likud bandalagið myndi hefla tilraun til myndunar nýrrar stjómar. Shamir sagði að niðurstöður kosn- inganna bentu til þess að möguleiki væri á myndun ríkissflómar undir forystu Likud bandalagsins með þátttöku allra flokka sem ekki em á vinstri væng sflómmálanna. Trúarlegir flokkar sem hneigjast til hægri og fengu áflán sæti af eitt- hundrað og tuttugu em í lykilað- stöðu á þingi eftir þessar kosningar vegna þess að hvorugur stóm flokk- anna fékk meirihluta. Peres, sem er sextíu og fimm ára, neitaði í gær að viðurkenna ósigur og sagðist myndu reyna að fá flokka heittrúarmanna til samstarfs við Verkamannaflokkinn. Peres sagðist ekki telja að allir trúarlegu flokkam- ir væm með öfgafulla stefnu. Þrátt fyrir yfirlýsingar Shamirs um að Likud bandalagiö geti myndaö sflóm benda skoðanakannanir sem teknar vom fyrir utan kjörstaði í gær til þess að hvorugur stóm flokkanna muni eiga auðvelt með sflómar- myndun. Skoðanakannanir stað- festu að það verða heittrúarflokkam- ir sem verða í lykilaðstöðu varðandi stjómarmyndun. Samkvæmt skoðanakönnun ísra- elska sjónvarpsins í gærkvöldi leit út fyrir að Verkamannaflokkur Per- esar hlyti þijátíu og átta þingsæti en Ldkud bandalagið þrjátíu og níu. Af- gangurinn myndi síðan deilast milli tólf smáflokka. Vonbrigöi með úrslit Bæði Shamir og Peres lýstu í gær Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels og leiðtogi Likud bandalagsins, virðist hafa komið með pálmann i höndun- um út úr kosningunum i gær þótt ekki ynni flokkur hans mikinn sigur. Simamynd Reuter vonbrigðum sínum með niðurstöður kosninganna og neituðu að spá um ”2» Það eru heittrúarmenn sem verða i lykilaðstöðu i stjórnarmyndun. Hér sést einn þeirra greiða atkvæði i Jerúsalem i gær. Símamynd Reuter hver myndaði næstu ríkissfióm. Shamir var þó borubrattari en Peres og sagðist myndu geta myndaö sflóm með hægri flokkum í landinu. Moshe Arens, kosningasflóri Likud bandalagsins, sagði að Likud banda- lagiö hefði styrkst ipjög í þessum kosningum. Eftir þessar kosningar væri óhugsandi að trúarflokkamir í landinu fæm í stjómarsamstarf með Verkamannaflokknum. Samkvæmt skoðanakönnunum fá Likud og aðrir hægri flokkar flömtíu og sex þingsæti en Verkamanna- flokkurinn og bandaflokkar hans á vinstri vængnum fá flörutíu og átta sæti. Líklegast er tahö að það verði Likud sem fái stuðning trúarflokk- anna. Harðlínumenn hagnast Niðurstöður þessara kosninga virðast gefa harðlínumönnum í ísra- el byr undir báða vængi og færa sfiórnmálaumræðu í landinu meira inn á svið þjóðemishyggju. Hugsan- legt er að þetta geti orðið til þess að kastist í kekki með ísrael og Banda- ríkjunum sem era helsta bandalags- ríki ísraels og sér ísrael að auki fyrir þremur milljörðum bandaríkjadoll- ara í aðstoð á hveiju ári. Hægri sflóm, sem reiðir sig á stuðning trúarlegra flokka, gæti einnig eyðilagt fyrir tilraunum Ge- orge Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á al- þjóðlegri friðarráðsteöiu um frið í miðausturlöndum. Heittrúaðir kjósendur em hlynntir þeirri stefnu Lákud bandalagsins aö ekki komi til greina að ísrael láti af yfirráðum sínum yfir vesturbakkan- um og Gaza svæðinu. Þar búa um sauflán hundrað þúsund Palestínu- menn. Fyrir ellefu mánuöum bratust þar út miklar óeirðir í mótmæla- skyni við yfirráö ísraela og standa þær óeirðir enn yfir. Stjórnarþátttaka trúarflokk- anna veröur dýr Trúarlegu flokkamir hafa lýst því yfir að ef til sflórnarþátttöku þeirra á að koma verði þeir að fá yfirráð í ráðuneytum sem geti fylgt því eftir að almenningur virði gyðingatrú og einnig verði þeir að sflóma þeim peningum sem fari til skóla þeirra og trúarstofliana. Samkvæmt ísraelskum lögum verður Chaim Herzog, forseti ísraels, að fela þeim flokksformanni sem hefur mestan þingstyrk sflómar- myndun. Shamir sagði í gær að hann byggist við að verða forsætisráðherra í hægri sflórn sem muni leita eftir friði við arabíska nágranna ísraels en halda eftir vesturbakkanum og bibl- íulöndum Júdeu og Samaríu. Hann minntist ekki á uppreisn pal- estínuaraba á herteknu svæðunum en Likud bandalagið hefur heitið því að keyra þá uppreisn niöur. Framtið Peresar í hættu Margir sflórnmálaskýrendur töldu í gær að það yrði ógerlegt fyrir Peres að koma í veg fyrir sflómarsamstarf Likud og trúarflokkanna miðað við þær niðurstöður kosninganna sem virtust líklegastar í gærkvöldi. Þetta er í flórða sinn í röð sem Per- es mistekst að leiða Verkamanna- flokkinn til sigurs í þingkosningum. Þykir nú póhtísk framtíð hans vera í mikilli hættu. Kosningaþátttaka var með mesta móti og hefur ekki verið meiri hlut- fahslega síðan 1949 þegar ísraelar gengu í fyrsta sinn að kjörborði. Nú kusu um 2,3 mihjónir manna eða 79% atkvæðabærra manna. ísraelski flugherinn gerði í gær loftárásir á Líbanon í hefndarskyni fyrir morðið á ungri móður og þrem- ur bömum hennar sem létust þegar eldsprengju var varpað inn í fólks- flutningabifreið sem þau vora í. Reuter Shimon Peres, utanrikisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins, mi- stókst í fjórða skiptið i röð að leiöa flokk sinn til sigurs i kosningum. Fram- tið hans er nú talin i hættu. Simamynd Reuter Shamir með pálmann í höndunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.