Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDÁGUR 4. NÓVEMBER 1988.
5
Fréttir
Japanir vilja kaupa þorsksvil
tilbúmr að kaupa 350 kíló á dag yfir hrygningartímann
Japanskir aðilar hafa leitað eftir
því við íslenskt útflutningsfyrir-
tæki að fá héðan keypt þorsksvil á
næstu vertíð. Þeir lýsa sig tilbúna
að kaupa 350 kíló á dag meðan
hrygningartíminn stendur sem er
nærri 3 mánuðir. Japanir vilja fá
svilin send með flugi og bjóða vel
á annaö hundrað krónur fyrir kíló-
ið sem skilaverð.
íslenska útflutningsfyrirtækið,
sem fékk þessa beiðni, hefur leitað
til fiskvinnslumanna og spurst fyr-
ir um hvort mögulegt sé að fá
þorsksvil yfir hrygningartímann
og er svariö jákvætt. Segja þeir
ekki meira mál að taka svil en að
gella fiskinn.
Hér er um alveg nýja útflutnings-
grein aö ræða ef af verður. Það er
að koma æ betur í ljós eftir því sem
viöskipti meö fisk og fiskafurðir við
Japan aukast að Japanir borða
næstum a'Jt af fiskinum. Fyrir svo
utan það aö þeir borða ýmsar fisk-
tegundir sem við íslendingar
myndum seint leggja okkur til
munns.
Forráðamenn íslenska fyrirtæk-
isins, sem hér um ræðir, vilja ekki
að nafn þess komi fram af ótta viö
aö margir aðilar rjúki til og fari að
reyna fyrir sér með svilsölu og
eyðileggi þar meö fyrir þeim sölu-
möguleikana. -S.dór
BETEA BOÐ
FBÁSAMSUNG
Samsung örbylgjuofnarnir eru traustir og öruggir.
Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað
mörgum eldamennskuna.
Getum nú úoðið takmarkað magn af EE-553
á sérstöku tilboðsverði.
RE-553 býður upp á:
17 lítra innanmál - 500 wött - snúningsdisk
- 5 hitastillingar.
Fáanlegur í hvítum eða brúnum lit.
Verð 14.950,- stgr.
JAPISS
■ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■
■ Sl'MI 27133 ■
■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SÍMI 96-25611 ■