Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988. Iþróttir Ásgeir er að ná sér af meiðslunum: Einhver smuga að við komumst til Ítalíu - segir Asgeir Sigurvinsson í viðtali við DV „Ég vonast til aö geta leikið um helgina, ég mætti á æfmgu í dag og þetta gekk allt tiltölulega vel,“ sagði landsliðsmaðurinn Ásgeir Sigur- vinsson, í samtali við DV í gær, en hann hefur átt við meiðsl að stríða síðustu dagana. Stuttgart á efiðan leik fyrir höndum um helgina, liðið mætir Hamborg á heimavelli og því er mikilvægt aö það tefli fram sínum sterkustu mönnum. Stuttgart er í toppbaráttunni sem stendur og er ljóst aö þjálfarinn, Ari Haan, er að móta heUsteypt lið í Stórgarði: „Ég á alveg eins von á því að við verðum áfram í efri kantinum en það er langt í frá að menn séu farnir að spá í meistaratitilinn," sagöi Ásgeir. „Það kemur ekki í Ijós fyrr en í sum- ar hveijir verða meistarar. Við erum með tiltölulega gott lið og veitum toppliðunum líklega harða keppni. Það er hins vegar ekki reiknað með því i okkar herbúöum að við vinnum meistaratitilinn. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef möguleikinn er fyr- ir hendi þá grípum viö hann,“ sagði Ásgeir. I spjallinu við blaðið var Asgeir beðinn að skýra þann vanda sem framherjar Stuttgartliðsðins, þeir Jurgen Klinsmann og Fritz Walter, hafa átt við að stríða í síðustu leikj- um og jafnhliða því hvort eitthvað væri hæft í áhuga spánska liðsins Atletico Madrid á þeim fyrrtalda: „Ég þekki þessi mál varðandi spánska liðið ákaflega lítið,“ sagði Ásgeir, „en Klinsmann hefur sjálfur tekið þá ákvörðun að ræða þetta ekki fyrr en í apríl á næsta ári. „Það er rétt,“ hélt hann áfram, „ að hvorki hann né Fritz Walter hafa skorað jafn mikið og á síðasta ári en við höfum samt staðið okkar vel í deild- inni. Þaö má því ætla að það styrki liðiö enn meir ef þeir tveir fara að setja mörk á svipaðan hátt og í fyrra." - Nú náði íslenska knattspymu- landsliðið góðri byijun í forkeppni heimsmeistaramótsins, hvemig lítur þú á framhaldið? „Það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið eins og málin standa núna. Það er vitanlega einhver smuga að við komumst til Ítalíu en þó ósennilegt að við náum öðm sæt- inu. Ef við leggjum Austur Þjóðveija, Tyrki, og Austurríkismenn heima þá em möguleikamir þó til staöar og jafnvel góðir. - Nú hafa ýmsir legið íslenska landsliðinu á hálsi fyrir að liggja of aftur og nýta ekki þau sóknarfæri sem gefast. Hvað viltu segja um þá fullyrðingu? „Það hefur sýnt sig á síðastliðnum árum að þaö er hægt að vinna leiki með því aö spila ömggan og góðan varnarleik og svara með skyndisókn- um. Ef það tekst þá em allir ham- ingjusamir en ef það gengur ekki upp þá líta menn allt öðrum augum á hlutina. Það hefur ekki gerst mjög oft í landsleik gegn stórþjóð eins og Sovétmönnum að íslendingar hafi átt fimm dauðafæri.“ Ásgeir var í framhaldi af þessu spurður hvort hann teldi að aukin áhersla á starf unglingalandsliða gæti bætt knattspymuna í heild á Islandi: „Ég þekki ekki nægjanlega vel með hvaða hætti unglingastarfið er heima á íslandi til að geta svarað þessari spurningu. Hér í V-Þýskalandi er undirbúningur fyrir unglingalands- liðin nánast jafn því sem gerist með a-liðið. Þau eru jafnmikið í æfinga- búðum og a-landsliðið. Þar fá ungir leikmenn tækifæri til að æfa leik- kerfi og annað sem þörf er á varð- andi þá leiki sem fyrir Uggja. Tíminn sem fer í unglingaliðin er því mjög mikill hér í V-Þýskalandi, þá á ég við þau lið sem skipuð em leikmönn- um yngri en 21 árs, yngri en 18 ára og yngri en 16 ára. Sumum fmnst þetta jafnvel of mikið álag á unglinga og að of mikill tími þeirra fari í að iðka knattspymu. Sumra álit er að bókleg menntun eöa almenn skóla- ganga megi jafnvel í sumum tilfellum víkja fyrir knattspyrnunni. Eftir því sem ég þekki best þá hefur mönnum hér ekki reynst erfitt aö finna tíma til að sinna yngri liðunum en þau em gjaman sett í æfingabúðir samhliða því sem a-liðiö fer í æfingabúðir vegna sinna leikja,“ sagði Ásgeir við DV. í lok samtalsins var Ásgeir síðan spurður hvor erkiféndanna hann héldi að hefði betur í baráttunni um sæti í HM 1990, Hollendingar eöa V-I>jóðverjar: „Eg held að bæði Hollendingar. og Þjóðveijar eigi eftir að gefa frá sér stig í baráttunni. Ég held jafnvel að þaö liö sem liggur fyrir Wales á úti- velli, en sú þjóð leikur i sama riðli, sitji eftir og þaö er synd að þessar tvær knattspymuþjóðir, Hollending- ar og Þjóðveijar, skuli ekki báðar fara til Italíu," sagði Ásgeir. -JÖG Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, rekur hér knöttinn með þeim hœtti sem honum einum er lagið. Fimmta viðureignin Leikur FH-inga á sunnudagskvöld gegn norska liðinu Fredensborg/Ski verður fimmta viðureign liðanna. Árið 1965 lék FH gegn Fredensborg sem þá hafði ekki sameinast Ski. FH-ingar sigmðu í báðum leikjunum sem fram fóm í nýbyggðri Laugardalshöll. Fyrri leikinn vann FH 19-15 og þann síðari 16-13. Árið áöur hafði liðið komið í keppnisferð til íslands og lék þá gegn FH sem sigraði með yfirburðum, 32-18. -SK • Þorgila Ottar Mathiesen, fyrirliðí FH, sýnir sigurmerkið en hann er þokki þess þarf FH-liðið að vinna upp 5 marka forskot Fredensborg/Ski og Þorgils Ótt llAttO PflQ jjrvllCI 106 stuðningi í Segir Þorgils Ottar. FH mætir Fred „Eg tel aö viö eigum góða mögu- leika á að komast í 2. umferð. Við lékura ekki af eðlilegri getu í fyrri leiknum í Noregi og eigum að geta bætt okkur vemlega í síðari ieikn- um,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrírliði FH-inga í handknattleik, í samtalf við DV í gær. FH-íngar leika síðari leik sinn gegn norska liðinu Fredensborg/Ski í Evr- ópukeppninni í handknattleik í íþróttahúsi Hafnarfjaröar á sunnu- dagskvöld klukkan 20.30. Norðmenn sigmðu sem kunnugt er f fyrrl Jeikn- um meö 30 mörkum gegn 25. FH- ingar þurfa því að vinna upp fimm marka forskot Fredensborg/Ski. „Fyrri leikurinn var lélegur af okk- ÞRÓTTARAR Styðjum íþrótt og Heim Félagsn Mætið i getr laugardögum ulýðsstarf í Voga- 14 á um v/Hoitaveg. Fréttastúfar Manchester Utd. úr leik 15 leikir fóru fram í 3. umferð ensku deild- arbikarkeppninnar í knattspymu. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir: Aston Villa Miliwall, 3-1, Bradford-Scunthorpe, 1-1, Leeds-Luton, 0-2, Leicester-Norwich, 2-0, Liverpool-Arsenal, 1-1, Manchester City- Sheffield Utd., 4-2, Nottingham Forest- Coventry, 3-2, QPR-Charlton, 2-1, Scar- borough-Southampton, 2-2, Wimbledon- Manchester Utd., 2-1, West Ham-Derby, 5-0, Tottenham-Blackbum, 0-0, Bristol City-Crystal Palace, 4-1, Ipswich-Orient, 2-0, Tranmere-Blackpool, 1-0. PSV tapaði óvænt HoUenska félagiö PSV Eindhoven tapaði óvænt fyrir Ha- arlem, 0-2, í hol- lensku 1. deUdar keppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þetta var fyrsta tap liðsins í deildar- keppninni í rúm- lega heilt ár. Þrátt fyrir tap er liðiö enn efst í deUdinni með 19 stig eftir tólf leiki, FC Twente og Roda em meö 15 stig eftir eUefu leiki. Platini lofar franska stílnum Michel Platini, sem tók við franska lands- liðinu í knatt- spymu í vik- unni, sagði á blaðamanna- fundi, sem hald- inn var í París í gær, að hann ætlaði sér að rífa franska knatt- spyrnu upp til vegs og virðing- • Michel Platini, til ar á nýjan leik. vinstri. Hann ætlar að láta franska liðið leika þá knattspymu sem ríkti á blómaskeiöinu fyr- ir nokkrum ámm. Nokkmm nýjum leik- mönnum verður bætt við og í þeim hópi verður enginn annar en Jean Tigana en hann hætti að leika með franska landsUð- inu í fyrra. Real Madrid sigraði Rangers Real Madrid sigraði Glasgow Rangers með 116 stigum gegn 89 í Evrópukeppni meist-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.