Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 32
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá f síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað f DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 27022
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
Kirkjuþingi lokiö:
Biskupsskipti á
miðju næsta ári
’ ^ „Ég mun láta af störfum á miöju
næsta ári og tel eðlilegt að biskups-
skipti verði á prestastefnusagði
Pétur Sigurgeirsson biskup þegar
hann sleit 19. kirkjuþingi í Bústaða-
kirkju í gær.
Eins og DV hefur skýrt frá var
búist við þessari tilkynningu biskups
í lok kirkjuþings og hafa nokkrir
prestar þegar tilkynnt að þeir muni
gefa kost á sér í biskupskjöri sem
verður í febrúar eða mars á næsta
ári.
Biskup flutti stutta þakkarræðu og
eftir tilkynningu um starfslok sín
sagði hann: „... undarlegt aö standa
hér á þessum tímamótum“.
í lokin tókust alhr kirkuþingsmenn
T hendur og sungu Son guðs ertu með
sanni. -hlh
Biskupskjörið:
Björn Björnsson
gefur ekki
kost á sér
„Ég gaf yfirlýsingu á prestastefnu
í vor þess efnis að ég gæfi ekki kost
á mér í biskupskjöri og hef ekki skipt
um skoðun síðan þá,“ sagði Björn
Björnsson guðfræðiprófessor.
Nokkrir viðmælendur DV höfðu
orðað Björn við framboð en hann
vísar slíkum fyrirætlunum á bug.
Það eru því þremenningarnir Ólafur
Skúlason dómprófastur, Heimir
Steinsson, prestur á Þingvöllum, og
Sigurður Sigurðarson, prestur á Sel-
fossi og formaður Prestafélags ís-
lands, sem samkvæmt vitneskju DV
hafa gefið kost á sér í væntanlegu
biskupskjöri enn sem komið er.
-hlh
^ Þrír á sjúkrahús
Þrennt var flutt til Reykjavíkur eft-
ir árekstur fólksbíls og dráttarvélar
í Landeyjum í gærkvöldi. Fólksbíln-
um var ekið aftan á dráttarvélina
með þeim afleiðingum að þrennt sem
var í bílnum slasaöist og var flutt á
sjúkrahús í Reykjavík. -sme
Bílstjórarnir
aðstoða
25050
senDiBíLfíSTöÐin
LOKI
Nýja formanninum verður
fagnað með hrossahlátri!
Kári Amórsson í kjöri til formanns Landssambands hestamanna:
Kári er potturinn og
pannan í öllum illindum
- segir formaður Léttis á Akureyri
„Þetta er eins og að kasta bensini
á eld. Kári hefur verið potturinn
og pannan í öllum illindum innan
Landssambands hestamanna. Lik-
lega hefði samkomulag tekist ef
Kári hefði ekki átt sæti í stjórn L.H.
Hann er því ekki álitlegur sáfla-
maður. Kári er uppdubbaður fall-
kandidat enda tapaði hann fyrir
Leif Jóhannessyni í síðasta kjöri,“
sagði Jón Ólafur Sigfússon, for'-
maöur Léttis á Akureyri.
„Ég geri ekki ráð fyrir storma-
sömu þingi. Deilur um staðarval
fyrir landsmót hafa sett mikinn
svip á síðasta kjörtímabil. Ég vona
að Eyfirðingar koml aftur til hðs
við okkur. Eg vil hafa sem fæst orö
um þetta í fjölmiðlum - það er búið
að spilla nóg fyrir með fjölmiðla-
umræðum," sagði Kári Amórsson
skólastjóri.
Landsþing Landssambands
hestamannafélaga hófst á Hótel
Sögu í morgun. Þingið mun standa
þar til síðdegis á laugardag. Leifur
K. Jóhannesson, núverandi for-
maður, gefur ekki kost á sér til
endurkjörs. Leifúr er búinn að vera
í forystu L.H. í fjögur ár, formaðm-
síðustu tvö ár og varaformaðuí tvö
ár þar á undan.
Ekki hefur frést af neinum öðrum
frambjóðanda til formanns L.H. en
Kára Amórssyni. Kári sagði að það
yrði verkefni nýrrar stjómar að
reyna að koma á sáttum við Eyfirð-
inga sem sögðu sig úr L.H. fyrr á
þessu ári.
„Helstu mál þingsins verða um-
ferð og reiðleiðir hestamanna í
þéttbýh. Víða er svo komið að
hestamenn eiga í erfiðleikum með
aö komast að og frá þeim stöðum
þar sem þeir eru meö sín hross,“
sagði Kári Amórsson.
Kári er ritari í núverandi stjórn
L.H. Hann tók sæti í varastjórn
1985 og í aðalstjórn 1987.
-sme/gk
Danski popparinn Kim Larsen hélt sína fyrstu tónleika á íslandi í gær. Grunnskólanemar fjölmenntu til að læra
dönskuna af vörum Larsens, enda sjaldgæft að fá svona fjöruga kennslu. DV-mynd GVA
- sjá nánar á bls. 2
Veðrið á morgun:
Hlýnar
vestan-
lands
Vaxandi suðaustanátt og hlýn-
andi veður um vestanvert landið
og minnkandi norðvestanátt um
landið austanvert með vægu frosti
fram eftir degi, en síöan hlýnar.
Rigning á Suður- og Vesturlandi
upp úr hádegi. Hitinri á morgun
vetður -2-+3 stig.
Stefnuræða Steingríms:
Gjaldþrot aukast
í stefnuræðu Steingríms Her-
mannssonar forsætisráöherra á Al-
þingi í gærkvöldi dró hann upp held-
ur dökka mynd af horfum í efnahags-
málum. Hann vitnaði til spár Þjóð-
hagsstofnunar um að þjóðartekjur
mundu dragast saman um 5-6% á
yfirstandandi ári og því næsta. Það
þýddi óhjákvæmilega mikla kaup-
máttarrýrnun.
Sagðist ráðherra óttast aö „gjald-
þrotum vegna afar óskynsamlegrar
fjárfestingar og ofneyslu í nafni
frjálshyggjunnar" ætti eftir að fjölga.
Þar væri farin af stað keðjuverkun
sem sæi ekki fyrir endann á.
Þá sagði forsætisráðherra að við
íslendingar hefðum nú verið nær
miklu atvinnuleysi en nokkru sinni
fyrr frá því fyrir síðustu heimsstyij-
öld.
Forsætisráðherra ræddi einnig um
erfiðleikana í íslensku efnahagslífi
og hvað hefði farið úrskeiðis. Einnig
vék hann að stjórnarmynduninni í
september og viðskilnaði síðustu
stjórnar. Þá rakti hann til hvaða ráð-
stafana hefði verið gripið. Sagöi hann
að nú hefði félagshyggja tekið við af
frjálshyggju. -SMJ
Liöhlaupinn:
„Tala ekki
við neinn“
„Ég vil ekki tala við neinn," var
það eina sem liðhlaupinn úr banda-
ríska hernum sagöi þegar DV fór til
hans í gær. Hann gistir á heimili
móður sinnar í Reykjavík.
Maðurinn er ásakaður um líkams-
árás. Rannsókn kærumálsins hggur
niðri þar sem rannsóknaraðilar ná
ekki til hans.
Viðmælandi DV, sem þekkir vel til
innan Varnarhðsins, segir að hð-
hlaupinn sé óvinsæh meðal her-
manna. Varnarliðsmenn eru nyög
óánægðir með að mega ekki vera
utan vaharsvæðisins eftir klukkan
hálf tólf á kvöldin. Þar sem maðurinn
er íslendingur hafa þeir látið
óánægju sína bitna á honum.
Leyniþjónusta Varnarhðsins hefur
verið að svipast um eftir hðhlaupan-
um í miðbæ Reykjavíkur. Ekki hefur
verið krafist framsals. Hann hefur
verið á íslandi mikinn hluta ævi
sinnarogtalaríslensku. -sme