Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Fiskiþing og Efnahagsbandalagið:
Fiskveiðar útlendinga
koma ekki til greina
- opna verður okkur tollöjálsa leið að mörkuðmn bandalagsins
„Ekki kemur til álita að lofa er-
lendum aðilum að veiða innan ís-
lenskrar fiskveiðilögsögu en ljóst er
að leita verður leiða sem báðir aðilar
(Efnahagsbandalagið og íslendingar)
geta sætt sig við.“
Svo segir í ályktun fiskiþings um
samskipti íslendinga og Efnahags-
bandalags Evrópu. Þá segir ennfrem-
ur að íslendingar séru ábyrgir þátt-
takendur í samstarfi vestrænna
þjóða og að til þess að svo geti verið
áfram þurfi efnahagslíf okkar að
standa fóstum fótum. Til þess að svo
verði sé þaö áríöandi að sjávarútveg-
ur íslendinga hafi fijálsan aðgang að
mörkuðum. Þetta beri að hafa í huga
þegar viðræöur hefjast um framtíð-
arviðskiptin.
Samningar íslendinga við Efna-
hagsbandalagið verði að opna okkur
tollfrjálsa leið að mörkuðum Evrópu
samhliða auknu fijálsræði á fiár-
magnsmarkaði og nánari tengingu á
sviði gjaldmiðla. Jafnframt segir í
ályktuninni að þegar íslenskt þjóð-
félag nálgist hina evrópsku framtíð
sé hollt að stiga skrefin hægt.
í umræðum um þessa tillögu var
spurt hvað það þýddi þegar sagt
væri „að leita verði leiða sem báðir
aðilar gætu sætt sig við.“ Hvað annað
en fiskveiðar hefðum við upp á að
bjóða? Spurt var hvort menn ættu
hér við veru okkar í Atlantshafs-
bandalaginu og kom jákvætt svar við
því utan úr sal. Var greinilegt að
þetta mál var hið viðkvæmasta en
eigi að síður var nauösynlegt fyrir
fiskiþing að álykta um það vegna
þeirrar umræðu sem átt hefur sér
stað hér á landi að undanfomu um
samskipti okkar og Efnahagsbanda-
lagsins.
-S.dór
Fiskiþing:
Einu deilurnar urðu
um ferskfiskkvótann
- samþykkt var að mæla með að útflutningskvóti yrði hlutfafl af aflakvóta
Fiskiþingi lauk í gær. Síöasta til-
lagan sem lögö var fram á þinginu
var sú eina sem einhver átök urðu
um. Þetta var tillaga þess efnis að
til greina kæmi að útflutningur á
ferskfiski yröi kvótaskiptur í hlut-
falh viö aflakvóta skipa meðan
kvótakerfið væri við lýði. Þá felur
tillagan líka í sér aö úthlutun leyfa
verði í höndum fiögurra manna
nefndar sem skipuð verði fulltrú-
um frá LÍÚ, Sjómannasambandinu,
Farmanna- og fiskimannasam-
bandinu og frá utanríkisráðuneyt-
inu.
Hugmyndin að þessari kvótatil-
lögu er komin frá Vestfirðingum
og um hana urðu, sem fyrr segir,
harðar deilur. Hún var þó að lokum
samþykkt með 18 atkvæðum gegn
11. Breytingartillaga frá Ágústi
Einarssyni um óbreytt ástand í
þessum málum var felld.
Á það var bent af andstæðingum
tillögunnar að hún gæti skapað
glundroða. Bent var á að minni
fiskiskipin hlytu að fara út í versl-
un á sínum hlut, sem ef til vill
væri nokkur tonn.
Þeir sem hlynntir eru tillögunni
segja óréttlæti ríkja í þessum mál-
um nú og að þetta sé eina lausnin
til þess að ná fram réttlæti í málun-
um.
Að sjálfsögðu veröa þaö sjávarút-
vegsráðuneytið og utanríkisráöu-
neytið sem eiga síöasta orðið í
þessu máli en ályktanir fiskiþings
vega þungt og að jafnaði er fullt
tillit til þeirra tekið.
-S.dór
Fiskiþlng:
Stuðningur við Halldór
í hvalamálinu
Fulltrúar á fiskiþingi lýstu yfir
stuðningi við stefnu Halldórs Ás-
grímssonar sjávarútvegsráðherra í
hvalveiðimálinu. Þeir segjast treysta
honum til að framfylgja þeirri stefnu
sem fylgt hefur verið í hvalveiðimál-
unum til þessa.
Þá var ályktað á þann veg að ekki
yrði hjá því komist að draga úr
þorskveiðum á næsta ári, einnig að
áfram skyldi veiðikvóti fylgja fiski-
skipi, þrátt fyrir þá undantekningu
sem gildir um skelfiskbáta. Þá vildu
fulltrúar á fiskiþingi að humarkvóti
fylgdi bátum við sölu en svo er ekki
nú.
Ein af ályktununum á þinginu var
á þá leið að ekki yrði lagt sérstakt
álag á loðnu sem landað er erlendis,
ennfremur aö fellt yrði niður útflutn-
ingsálag á ferskfiskútflutning annan
en þorks og karfa.
Ef raforkuverð til fiskvinnslunnar
verður lækkað vilja fulltrúar á fiski-
þingi að eitt verði látið yfir alla ganga
í fiskvinnslunni í þeim verðlækkun-
um.
Loks er að geta ályktunar sem sam-
þykkt var þess efnis að reglur um
dragnótaveiðar yrðu teknar til gagn-
gerrar endurskoðunar og aö sem
fyrst yrði framkvæmd rannsókn á
áhrifum dragnótaveiða á lífríki sjáv-
ar.
-S.dór
„Brýnast að skapa
hér kjölfestuverkefni“
- segir Sigurður G. Ringsted, nýráðinn forstjóri Sflppstöðvarinnar á Akureyri
þess að viðgerða- og viðhaldsverk-
efni, sem við vinnum mikið við, eru
mjög árstíðabundin verkefni. Ný-
smíði er þar að sjálfsögðu efst á óska-
listanum en aðrir hlutir koma einnig
til greina til að skapa hér rekstrarör-
yggí-“
Sigurður er fæddur á Akureyri árið
1949. Hann lauk fyrrihluta verk-
fræðiprófs frá Háskóla íslands 1972
og prófi í skipaverkfræði í Danmörku
árið 1975. Síðan þá hefur hann starf-
að hjá Shppstöðinni og verið yfir-
verkfræðingur þar síðan 1980.
Sigurður G. Ringsted, nýráðinn (or-
stjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri,
á skrifstofu sinni í gær.
DV-mynd gk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn;
„Starfið leggst vel í mig,“ segir Sig-
urður G. Ringsted sem í gær var ráð-
inn forstjóri Slippstöövarinnar á
Akureyri og tekur við því starfi um
næstu áramót.
„Það eru vissulega erfiðir tímar
fram undan, ekki bara hér í þessu
fyrirtæki heldur viða í þjóðfélag-
inu,“ sagði Sigurður. En hvað telur
hann brýnast aö leysa varðandi
rekstur Shppstöðvarinnar?
„Brýnast er að hafa hér kjölfestu-
verkefni sem við köhum svo, vegna
Alexandre do Nascimento, kardínáli í Angólu, kom hingað til lands í gær.
Alfreð Joison Reykjavíkurbiskup tók á móti honum. Kardínálinn hélt fund
í gær með nokkrum íslendingum til að kanna grundvöll fyrir stofnun íslands-
deildar Caritas sem er þekkt hjálparstofnun. DV-mynd Brynjar Gauti
Fyrsta loðnan
til Reykjavíkur
- fengu tvo hnúfubaka í nótina
Fyrsta loðnan á þessari vertíð Norðmenn bjóða um 5800 kr. fyrir
kom til Reykjavíkur í gær þegar tonnið. Um þijá sólarhringa tekur
Hilmir „stóri“ lagðist að í Sunda- að sigla til Noregs með afla.
höfii. Fullfermi var en skipið lan- Skipveijar á Hilmi sögöu aö
daði 1100 tonnum af loðnu. Um leið geysilega mikiö væri af hvölum á
stóð til aö taka frystibúnaö úr lest- veiðisvæðunum og truflaði þaö
um skipsins svo aö þaö gæti tekiö jafiivel veiöamar. Þeir fengu tvo
meiri afla. Hilmir hefur farið í tvær hnúfubaka í nótina 1 eitt skipti en
söluferöir með loðnu til Noregs að hvölunum tókst að rífa sig lausa.
undanfömu enda segjast skipveij- Skipstjóri á Hilmi er Eggert Þorf-
ar fá mun meira fyrir aflann þar - innsson.
aht að helmingi hærra verð, en _SMJ
Harður árekstur
við Akranes
Harður árekstur varð í svokall-
aðri Skorholtsbrekku rétt norðan
við Akranesafleggjarann um
(jögurleytið í gær. Fólksbíll og
jeppi rákust saman er þeir mætt-
ust í beygju þar sem snjókrap var
á veginum. Ökumennimir, sem
vom einir í bílunum, slösuöust
töluvert og voru báðir fluttir á
sjúkrahús á Akranesi. Stuttu siö-
ar var annar mannanna fluttur
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
á Borgarspítalann. Ekki er vitað
um hðan hans. Bílamir era gjöró-
nýtir. -hlh
Bátur í erf iðleik-
um eftir brotsji
Báturinn Þorsteinn frá Keflavík,
sem er 50 lesta eikarbátur, lenti í
brotsjó út af Garðskaga í gær. Varð
báturinn sambandslaus og var neyð-
arblys þá sent á loft. Komu tveir bát-
ar, Jóhannes Jónsson frá Keflavík
og Sandvík frá Grindavík, til hjálpar
og fylgdu Þorsteini til hafnar.
Að sögn manna hjá tilkynninga-
skyldunni var aht of mikið um smá-
báta á sjó í gær miðað við veður og
vora menn því sérstaklega á verði
fram eftir kvöldi.
-hlh