Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Líkainsrækt _________________dv Íþróttir vanabindandi? - endorfínmyndun við íþróttaiðkun eykur sælutilfinninguna Skemmst er aö minnast þess er ein af frægari íþróttahetjum samtiöar- innar var sökuð um notkun ólöglegra lyfja á ólympíuleikunum á dögunum. Af og til er íþróttafólk fundið sekt vegna þess aö það hefur tekiö inn þvílík efni og þykir þaö síður en svo íþróttamannleg hegöan. Almenningi bregður jafnan í brún við fréttir af þeim toga og er oftar en ekki von- svikinn. Helst er þaö inntaka morfín- efna sem þá um ræðir. En nokkurs konar „eftirlíking" af morfíni er þó leyfileg við íþróttaiðk- un, eða öllu heldur er ekki hægt að koma í veg fyrir að endorfm myndist. Hvort sem viðkomandi líkar betur eða verr framleiðir líkaminn endorf- in við íþróttaiðkun en það efni hefur að mörgu leyti svipuð áhrif á andlegt og líkamlegt ástand einstakhngsins og morfínefni. Endorfín er efni sem er framleitt í og kemur úr heilanum. Efnið hefur margvísleg áhrif á viðbrögð og hegð- un mannsins, svo sem á líkamlega og andlega vellíðan, mataræði, svefn, likamshita, minni og getu til að læra. Eftir líkamlegt erfiði eykst endorf- ínmagnið í líkamanum til muna. Tahð er að það fimmfaldist að meðal- tali eftir klukkutíma áreynslu, eða eins og einn eróbikktíma. Endorfín ku vera hvað áhrifamest við að hna líkamlega verki og óþæg- indi. Þess vegna hefur fundist gífur- legt magn efnisins í líkama þeirra sem þjást vegna þráláts verkjar eða sjúkdóms sem veldur hkamlegum óþægindum. Áhrif endorfíns lík áhrifum morfíns Líkt og segir að ofan þykja áhrif endorfíns helst hkjast áhrifum morf- íns á líkamann og andlega hegðun fólks. Flestum er kunnugt um áhrif morfíns. En helstu áhrif þess eru eft- irfarandi: Það eyðir verkjum. Það hefur velhðunaráhrif í för með sér. Efnið er vanabindandi. Endorfín getur haft mikil áhrif á skap manna og aimenna vellíðunar- kennd þeirra. Því hefur myndun þessa efnis verið talin ein ástæða þess hve menn sem stunda íþróttir verða gjarnan háðir iðkuninni. Vel- hðunartilfinningin eftir æfingamar verður eitt af því eftirsóttasta við íþróttastundunina. Þessi líðan kem- ur jafnt fram hjá keppnisfólki sem æfir stíft og áhugamönnum er æfa minna og óreglulegar. Geðlæknar segja að þeim sem þjást af þunglyndi, sem ekki er á mjög háu stigi, sé ráðlagt að stunda íþróttir eða aðra líkamsrækt. Breskir læknar hafa meðal annarra notað líkamsæf- ingar sem þátt í læknismeðferðinni. Hafa sumir notað æfingarnar í stað venjulegra afslöppunaræfinga því velhðunar- og afslöppunaráhrifin eftir erfiöar hkamsæfingar láta ekki á sér standa. Því telja þeir að sálrænt lækningargildi íþrótta sé gífurlegt. Getur verið til vandræða Mjög misjafnlega mikið endorfín myndast í líkama einstakhnga. Og ekki er alltaf best að vera í hópi þeirra sem fá mest. Það á einnig við hvað endorfínmyndun snertir. Stundum kemur fyrir að keppnisfólk hreinlega hnígur niður vegna of mik- illar myndunar þessa efnis. Þá hefur ástæðan verið sú að vegna velhöun- ar, sem fylgir íþróttaiðkuninni, hefur margur íþróttamaðurinn ekki getað sleppt keppninni eða æfingunni sem betur hefði verið sleppt, til dæmis vegna meiðsla. Hver kannast ekki við að íþróttagarpurinn lætur sig hafa æfingu eða að fara í keppni þótt margbundið sé um fót hans? Eöa þótt önnur meiðsli hrjái hann? Þótt þægindi fylgi í kjölfar leiksins getur áreynslan orðið um of og leitt til þess að viðkomandi ofgeri sér stórlega. Það má kenna endorfíninu um, eða kannski frekar áhrifum þess og því hversu eftirsótt það er. Getur orðið vanabindandi Endorfínið getur, eins og lýst er, orðið mjög vanahindandi en misjafn- lega þó eins og flest annað. Margir íþróttaiðkendur geta orðið svo háðir æfingunum aö vandræöi geta hlotist af. Ef viðkomandi kemst alls ekki tíl æfinga í nokkurn tíma getur þeim hinum sama farið að líða mjög iha og finnast hann ómögulegur í alla staði. Þá er líkamsþjálfunin komin á sálina ef svo má segja. En hafiö sem minnstar áhyggjur af því að íþróttimar eða aðrar æfing- ar verði jafn vanabindandi og fíkni- lyf. Um að gera að láta til sín taka á leikvanginum eða leikfimisalnum og hafa bara gaman af. Iþróttafólk getur orðið mjög háð endorfínmyndun sem á sér stað í líkamanum við mikla áreynslu eins og ýmsa íþróttaiðkun. Langhlauparar finna hvað mest fyrir þeirri sælutilfinningu sem lýst er að eigi sér stað eftir erfiðið. Vatnsleikfími orðin vinsæl erlendis - enda fínasta heilsurækt Enn sem komið er hafa íslenskir íþróttakennarar látiö sundkennslu af bakkanum nægja þegar kemur aö sundstöðum landsins og íþróttaiðk- un þar. Sundið hefur verið látið duga á þeim vígstöðvum en leikfimi og eróbikk svo kennd á öörum stað í leikfimisalnum. En hvemig væri að sameina þetta tvennt, þaö «r sund og eróbikk? Það nýjasta í útlöndunum eru eró- bikktímar í vatni. Hér er vissulega um ágætis tilbreytingu að ræða en þessi hreyfing hefur marga aöra kosti. Vatnsleikfimi er tahn sérstaklega góð fyrir þá sem eiga við smávægileg eymsli að stríða, þá sem þjást af bak- veiki, ófrískar konur og fleiri. Vatnið mýkir ahar hreyfingar líkamans og minni hætta er á slysum viö æfing- amar. En vatnið veitir mikið viðnám sem gerir það að verkum aö viðkom- andi verður að reyna vel á sig th að komast í gegnum æfingamar. ímyndaðu þér aö þú standir í laug þar sem vatnið nær þér upp að bringu og þú þarft að ganga í gegnum laugina með handleggina niðri í vatninu. Þessi ganga reynir ótrúlega mikið á handleggina sem og á fætur. En þeir sem vilja styrkja sig enn frek- ar og hafa jafnvel hugsað sér að brenna hitaeiningum geta gert ýms- ar góðar æfingar í lauginni upp á eigin spýtur. En þið sem vhjið losna við aukakhóin verðið að muna að það dugar htt aö „dingla sér“ í lauginni í 5-10 mínútur. Kröftugar æfingar í 30 mínútur í einu, þrisvar fjórum sinnum í viku, er lágmark og ætti reyndar að duga ágætlega. En munið aö sama er hvaða íþróttaiðkun þið stundið því að í langflestum tilfellum verður mataræðið líka að taka th grandskoðunar og breytingar sé markmiðið að léttast. En snúum okk- ur aö vatnsleikfiminni. Nokkur heilræði Ef þú hefur htiö þol og þrek verð- urðu að byija að byggja það upp. Byrjaðu þá hægt og auktu rólega við þig þangaö th þú ræður auöveldlega við 30-40 mínútur í einu. Því hraðar sem þú gerir æfingamar þeim mun betur og meira munu vöðvamir vinna á viðnáminu sem vatnið veitir þeim. En taktu þaö fram yfir aö gera æfingamar rétt og vel en að gera þær sem hraðast. Hraöinn kemur með meiri æfingu. Drekktu nóg af vatni fyrir og eftir æfingamar. Þú munt svitna mikið þótt þú finnir ekki fyrir því í vatninu. Vertu í þæghegum sundbol eða sund- skýlu. Eins og við aðrar æfingamar er mikhsvert að hita upp áður. Þaö get- urðu gert með því að hlaupa rólega á bakkanum eöa synda rólega nokkr- ar feröir. (Varastu að það getur verið hált á bakkanum.) Og gerðu góðar armteygjur. Upphitunin á að taka 7-10 mínútur. Þá er komið aö sjálfum æfingunum. Þegar þohð hefur verið byggt nóg upp skal æft í 30-40 mínút- ur. Reyndu aö byggja upp æfinga- kerfi sem samanstendur af æfingum er reyna á sem flesta líkamsvöðva. Svo er „kælt niður". í um það bh fimm mínútur skaltu gera sömu æf- ingamar mjög rólega og afslappað. Og þá skaltu fara upp úr lauginni og gera teygjuæfingar. Lærðu æfingar sem teygja ömgglega á þeim vöövum sem þú notaðir mest viö hinar æfing amar. Varla þarf að taka það fram, en er ömggara þó, að æfingar í vatni skulu geröar í grunnu lauginni. Vatniö á að ná upp aö bringu þegar staðiö er í lauginni. Prófum þá nokkrar æfingar. Fyrsta æfingin er mjög góð æfing sem reynir á innri og ytri lærvöðva og er fín mjaömaæfing. Staðið er í vatni upp aö bringu og haldið í bakkabrúnina. Fótleggnum lyft langt út th hhðar og hnéð látið vísa beint fram. Æfingin skal gerö hægt th að byrja með á meðan þú ert að fá „thfinningu“ fyrir vatninu. En taktu vel á í vatninu og vandaðu þig. Önnur æfingin er fin fyrir maga, læri og rass. Haltu í bakkann eins og sýnt er og hjólaðu í vatninu. Hjól- aöu ýmist með fót beinan eða kreppt- an. Þriðja og síöasta æfingin að þessu sinni er æfing fyrir axlir og bijóst. Stattu í vatninu meö hnén ehítið beygð. Hreyfðu handleggi sundur hkt og sést á mynd, lófar snúa niður. Axlir skihu vera vel niöri í vatninu og passaðu aö þær séu ekki stífar. Svo er bara að þróa sig áfram við æfingamar og finna th fleiri sem hk- legt er að henti í vatni. Margar auð- veldar æfingar úr „venjulegu" leik- fimitímunum henta gjaman vel í vatni. Og enga spéhræðslu í vatninu. Vittu th, eftir nokkra stund verður hálf laugin komin í leikfimi með þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.