Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Sviðsljós Yoko Ono með nýja bók og kvikmynd ,',John langaöi að eignast annaö barn. Hann langaði í dóttur. Ég var bara ekki tilbúin," segir Yoko Ono í viðtali sem birtist nýlega við hana í bresku blaði. Hún og sonur hennar, Sean, hafa flutt frá New York til Evrópu. Sean vildi fara í skóla í Lon- don en Yoko taldi betra fyrir hann að fara í skóla í Sviss þar sem hann er nú. Yoko býr í London og segir að sonur hennar heimsæki hana um helgar. Um miðjan október kom út bókin Imagine eftir Yoko Ono og fjallar hún um John Lennon. Einnig hefur verið gerð eftir bókinni kvikmynd sem var frumsýnd fyrir nokkrum dögum. Myndin er heimildarkvikmynd en Yoko Ono átti í fórum sínum ýmis- legt efni sem hún notaði í myndina. Nýlega kom út önnur bók um John Lennon eftir Albert Goldman sem einnig skrifaði bók um Elvis Presley. Albert Goldman segir í bókinni að John Lennon hafi verið hommi. Hann dregur hann niður í svaðið, ekki ósvipað því sem hann gerði við Elvis Presley í bókinni um hann. Hins vegar hafa nú komið fram sann- anir fyrir því að bók Alberts Gold- mans sé uppspuni. Viðtölum við fólk var breytt og hefur einn viðmælandi hans komið með segulbandsspólu því til sönnunar. Yoko Ono segir einnig að bókin sé ein lygaþvæla og það var einmitt ástæða fyrir því að hún skrif- aöi sjálf bók. Margir hafa gert dauöa Johns „Ég hef lært að lifa með lyginni" Lennon að féþúfu. Yoko segir að hún vonist til að fólk sjái rétta mynd af honum og lifi hans er þaö les bók hennar eða sér myndina. „Það hefur alltaf verið logið um okkur og ég hef lært að lifa með þeirri lygi og læt hana ekki hafa áhrif á mig. Sonur okkar, Sean, vill hins vegar berjast. Hann er sterkur persónuleiki og vill að hið sanna komi fram. „Við vorum eðlileg fjölskylda og lifðum eðlilegu fjölskyldulífi, rétt eins og annað fólk. John fór oft í gönguferðir með Sean og öft fór ég með líka.“ Yoko Ono vísar á bug öllum full- yrðingum þess efnis að John Lennon hafi verið hommi. „Við áttum mjög sterkt kynferðislegt samband strax frá byijun. Af hveiju heldurðu aö við höfum legið í rúminu í heila viku? Þannig vorum við. Samband okkar byrjaði í rúminu. Eins og allt fólk á sjöunda áratugnum hugsuðum viö um „bisexuality" en við komumst aö þeirri niðurstöðu að þaö passaði ekki okkur. Þó við vildum halda syni okkar fyrir utan sviðsljósið var þaö ekki svo auðvelt. Nöfn okkar eru og hafa verið söluvara. Nú vil ég aö sannleik- urinn komi í ljós og því er ég aö gefa út bókina og hef látiö gera kvik- myndina. Ég vona bara að það komi til meö að varpa nýju ljósi á okkur. Að við vorum ekkert öðruvisi en aðrir.“ Þau þóttu allsérstætt par og höfðu óneitanlega áhrlf I heimlnum. Nú kemur sannleikurinn fram um þau John Lennon og Yoko Ono i nýrri bók eftir hana sjálfa sem nefnlst Imagine. Kyntáknið George Michael: Hræddur við eyðni Lee Radziville, litla systir Jackie Kennedy, ásamt nýja manninum Herbert Ross. litla systir Jackie Kennedy í hjónaband Lee Radziville, yngri systir Jackie Kennedy, gekk í það heilaga á dögun- um. Eiginmaðurinn er Herbert Ross, balletthöfundur og kvikmyndaleik- stjóri, sem er mjög vel þekktur innan bandaríska dansheimsins. Hann var áður kvæntur einni frægustu ballett- stjörnu í Ameríku, Noru Kaye, sem lést fyrir ári síðan. Lee Radzivflle sem er 54 ára, flmm árum yngri en Jackie, er sögð hafa geislað af gleði við brúðkaupið sem fram fór í íbúð hennar á 72. götu í New York. Aðeins tveir menn voru viðstaddir vígsluna, dansarinn Ru- dolf Nurejev og Johan Taras sem er leikstjóri í American Ballet Theatres. Enginn hafði látið sér detta í hug að Lee myndi giftast aftur. Eftir að hún skildi við eiginmann sinn, furst- ann Stanislaw Radziville, hefur hún eingöngu hugsað um eigin frama sem hótelarkitekt í lúxusflokki. Hún var um tíma í ástarsambandi við hótel- kónginn Newton Hope en upp úr því shtnaði fljótlega. Reyndar hljópst hún á brott frá honum klukkustundu áður en þau ætluðu sér að ganga í það heilaga þannig að ekki varð af brúðkaupi í það skiptiö. Nú er litla systir Jackie sem sagt komin í það heilaga. Poppstjarnan George Michael, 25 ára, segir að það sé minnsta mál fyr- ir sig að viðurkenna að hann vilji ekki fara í rúmið með hverri sem er lengur. Og ástæðan er sú að hann er hræddur við að fá eyðni. George segir að þessi ímynd hans sem kyn- tröll sé bara rugl. - Ég hef engan áhuga á að taka áhættu eingöngu til að sýnast vera töffari. Fyrir nokkrum árum skipti fjöldi þeirra stúlkna, sem maður hafði sængað hjá, miklu máli en nú getur eitt shkt ævintýri kostað dauðadóm, segir George. Við félagarnir vorum mikhr kvennamenn hér á árum áður en nú er allt slíkt búið. Ég er hálfhissa á að engir af okkur hafi fengið sjúk- dóminn. Allir þeir sem lifa í lauslæti verða að gera sér grein fyrir áhætt- unni. George Michael, sem best er þekkt- ur sem kyntákn, söng sig inn í hjörtu kvenna um allan heim er hann söng „Wake me up before you go-go“. Hann hefur ekki ennþá sungið um eyðni. í tvö ár hefur poppstjarnan verið með Kathy Jeung sem starfar við förðun. Hann segir að hann hafi sérs- taklega tekið eftir henni fyrst er þau hittust vegna þess að henni líkuöu ekki lögin hans. Það var tilbreyting frá öllum vinsældunum, segir hann. George segir þó að gifting sé ekki á næsta leiti. Hann byijaði að vera með stelpum 18 ára, um sama leyti og Wham urðu vinsæhr. - Það var mikil upplifun og það skemmtilegasta sem ég haföi kynnst, segir hann. Frægðinni fylgdi heill kvennafans og samkvæmislífið var viht. Ég hef breyst og slíkt höföar ekki til mín í dag, segir kyntáknið George Michael. George Michael þegar hann djammaði villt og óð i kvenfólki. Nú segist hann aðeins vilja hafa efna fasta því hann tekur enga áhættu. Ólyginn sagði... Mamma Jackson Nú þegar Micheal Jackson virðist ætla aö ná miklum vinsældum með bók sinni „Moonwalk" hefur móöir hans, Katherina, tekið sér penna í hönd og ætlar að skrifa „The Jacksons: A Mothers Story". Margir útgefendur í New York hafa sýnt bókinni áhuga og er rifist um útgáfuréttinn. Ljóst þykir að bókin verður metsölu- bók og skilar því af sér miklum peningum. Áhugamál leikaranna Það er undarlegt en mjog margir þekktir leikarar í Hollywood eiga sér sama áhugamálið. Nei, það er ekki leikhstin heldur hrað- skreiöir bílar. Goldie Hawn og eiginmaðurinn Kurt Russel safna bílum og helst þurfa þeir að vera hraðskreiðir. Don Johnson veit ekkert skemmtilegra en að aka hratt, bæði bílum og bátum. Hef- ur hann nú fengið úrslitakosti - að hætta þessum ofsaakstri elleg- ar segja skilið við framann. Þá er leikkonan Jaquehne Bisset enn einn bílaaðdáandinn og vill helst ekki bíla undir 350 hestöfl- um. Ame Treholt Norski njósnarinn Arne Treholt hefur gefist upp í baráttunni við fyrrverandi eiginkonu sína Kari Storækre um að fá rétt til að umgangast son þeirra Thorstein, sem er ellefu ára. Síðan Treholt var settur inn árið 1984 hefur hann aðeins einu sinni fengið að sjá drenginn. Lögfræðingur Kari segir að mál Arne Treholts hafi skaöaö drenginn mikið ekki síður en móður hans. „Hann hefur hlotið ólæknandi sár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.