Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Utlönd Sovétmenn hætta brott- flutningi frá Afganistan Sovéskar hersveitir sjást hér veifa þegar þær fóru yfir landamærin til Sovétrikjanna í brottflutningunum i ágúst síðastliónum. Sfmamynd Reuter Sovétmenn hafa ákveðið að fresta heimfór herhðs síns frá Afganistan. Ástæðuna segja þeir vera áfram- haldandi vopnasendingar til and- kommúnískra skæruhða í landinu frá vestrænum löndum. „Hvaö halda menn að við getum setið lengi og horft á hina gera okkur að fíflum,“ sagði einn talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins í gær. Alexander Bessmertnykh, fyrsti varautanríkisráðherra Sovétríkj- anna, tilkynnti ákvörðunina á frétta- mannafundi í gær. Sagði hann að brottflutningunum heíöi verið frest- að um stundarsakir. Yfirlýsingin kom þegar hann var að svara spumingum fréttamanna eftir að hafa flutt harðorða ræðu um ástandið í Afganistan án þess að minnast einu orði á brottflutninga herliðsins. Bessmertnykh sagði að frestun brottflutninganna yrði framlengd ef hernaðaraðstoð til skæruliða frá vesturlöndum yrði ekki hætt. Hann sagði að Sovétríkin ætluðu að fara eftir samningunum um brott- flutninga sem gerðir voru í Genf en til að þeir væru marktækir þyrftu allir aðilar að standa við sitt. Samkvæmt samningnum, sem skrifað var undir í apríl, áttu Sovét- ríkin að hefja brottílutning í maí. Helmingur eitt hundrað og fimmtíu Engin hjálp fyrir heimilislausa Steinimn Böðvarsdóttir, DV, Washington: Hátt í tvær milljónir manna eru heimilislausar að minnsta kosti eina nótt á ári í Bandaríkjunum. Rúmlega sjö hundruð þúsund eiga hvergi höfði sínu að halla áriö um kring. I þessu landi allsnægta sofa þúsundir barna í almenningsgörðum og húsasund- um stórborganna nótt eftir nótt. Til að vekja athygli á þessu hafa níu félagar í samtökum heimilis- lausra í Washington D.C. fastað í rúmlega íjörutíu daga. Heilsu eins þeirra, tveggja barna móður, hefur hrakaö mikið og óttast læknar að hjarta hennar kunni að gefa sig fljót- lega. Hún hefur eingöngu neytt vatns síðustu daga, hún neitar allri læknis- hjálp og er nú rúmliggjandi. Félagar hennar eru lítt betur staddir. En öll eru þau staöráðin í að þrauka þótt það kunni að kosta einhver þeirra lífið. Hinn sívaxandi fjöldi heimilis- lausra á götum bandarískra borga hefur fengið litla athygli í stjórnartíð Reagans forseta. Síöan geösjúkrahús hófu fyrir nokkrum árum að útskrifa sjúklinga sem ekki voru taldir hættulegir sér eða umhverfinu hefur fiöldi heimilislausra margfaldast. Félagsfræðingar telja að allt að fjöru- tíu prósent heimilislausra eigi við geðræn vandamál að stríða. Það var fyrst fyrir ári að forsetinn viðurkenndi ráðaleysi sitt og ríkis- stjórnar sinnar. McKinneylögin svo- kölluðu gengu í gildi árið 1987 en þau gera ráð fyrir 1 milljarðs dollara að- stoð til heimilislausra næstu tvö ár- in. Aðstoðin er að mestu í formi starfs- þjálfunar og matarmiða. Síðastliðinn febrúar gengu svo önnur lög í gildi en þau gera ráð fyrir íjármagni til að gera upp tíu þúsund íbúðir fyrir láglaunafólk. Talsmenn heimihslausra segja að 4 milljarða dollara þurfi næstu tvö ár- in til að byggja 280 þúsund nýjar íbúðir til að leysa brýnasta vandann. Hið opinbera hefur á að skipa 1,3 milljónum íbúða fyrir láglaunafólk. Rúmlega 70 þúsund þessara íbúða standa auðar því þær þarfnast við- gerðar. Margir heimihslausir hafa nýtt sér þessar auðu, niðurníddu íbúðir sem næturstað í óþökk yfir- valda. Hvorugur forsetaframbjóðand- anna hefur íjallað mikið um lausnir á vanda heimhislausra. George Bush, frambjóðandi repúblikana, hefur alltaf hunsað fyrirspurnir um stefnu hans í þessu máli. Hans lausn er aö sjá tíl þess að McKinneylögun- um verði framfylgt og aö einkageir- inn leggi meira af mörkunum th heimihslausra. Andstæðingur hans, Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata, hefur heitið 2 th 3 millj- arða dollara fjárframlagi næstu árin til að byggja leiguhúsnæði nái hann kosningu. Á þessum tímum spamað- ar og niðurskurðar í fjárlögum er óljóst hvaðan þeir peningar ættu að koma. Vandi heimihslausra er pólitískt vandamál. Fáir þeirra kjósa og lofi annar frambjóðandinn háum fram- lögum þeim til aðstoðar er hætta á að hinir betur stæðu kjósendur snúi baki við honum. Kröfur hinna heim- ihslausu hafa því hljómað fyrir dauf- um eyrum. VERKAMANNABUSTAÐIR í REYKJAVÍK Sýning íbúða Laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. nóvember veröa íbúðir í verkamannabústöð- um við Svarthamra 28-36 í Grafarvogi almenningi til sýnis milli kl. 13 og 19. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík þúsund hermanna þeirra var kom- inn úr landinu um miöjan ágúst. Afgangurinn átti að fara að tygja sig í þessum mánuði og aht herlið Sovétríkjanna í Afganistan átti að vera farið burt í febrúar. Samkvæmt þessum sama samningi skuldbundu Bandaríkin sig til að hætta að senda skæruliðum vopn ef Sovétríkin hættu algerlega að að- stoða kommúnistastjómina í Kabúl. Þessu höfnuðu Sovétríkin og báru við að þau hefðu sextíu og sjö ára gamlan samvinnusamning við Afg- anistan. Sovétmenn segjast hins vegar hafa tahð sig hafa góðan samning um að báðir aðilar myndu reyna að hafa taumhald á sér og vinna að póhtískri lausn. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 5-7 Bb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 5-8 Sb.Sp 6mán.uppsögn 5-9 Vb.Sb,- Sp 12 mán. uppsögn 6-10 Ab 18mán.uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab Sértékkareikningar 5-7 Ab,Bb,- Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Bb.Vb,- Sp 6mán. uppsögn 2-3,75 Vb,Sp Innlán með sérkjörum 5-12 Lb.Bb,- Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb Sterlingspund 10,50- 11,25 Vb Vestur-þýsk mörk 4-4,25 Ab,V- b,S- Danskar krónur 7-8 Vb,Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,5-18 Sp Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi .Almenn skuldabréf 16,5-21 Vb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 19-22 \b.0b Utlán verðtryggð . Skuldabréf 8-8.75 Vb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Bandarikjadalir 10,25 Sp Allir Sterlingspund 13,50- 14,50 Lb.Úb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Allir Húsnæðislán 3.5 nema Vb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á MEÐALVEXTIR mán. Óverðtr. nóv. 88 20,5 8,7 Verðtr. nóv. 88 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggingavisitalanóv. 399,2 stig Byggingavísitalanóv. 124,8stig Húsaleiguvisitala Enginhækkunl.okt. Veröstöövun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,285 Einingabréf 2 1,880 Einingabréf 3 «2.128 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1.558 Kjarabréf 3,338 Lífeyrisbréf 1.651 Markbréf 1,761 Skyndibréf 1,025 Sjóðsbréf 1 1,604 Sjóðsbréf 2 1,385 Sjóðsbréf 3 1,143 Tekjubréf 1,555 HLUTABRÉF Söluveró að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.