Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Sælnú!... R.E.M.flokkurinn vinsæli, sem átti eina albestu plötu siðasta árs, er nú með nýja plötu i burðariiðnum. Gripurinn kemur út eftir helg- ina og ber nafnið Green, og er nafnið tilkomið vegna þess að á plötunni erfjallað um vöxt og heilsu undir kjörorð- inu: allt er vænt sem vel er grænt. Aðstandendur hljóm- sveitarinnar segja að þessi plata sé sú besta sem sveitin hefursentfrá sér... Jim Cap- aldi, sem barði húðir i Traffic i eina tíð, sendir frá sér sóló- plötu á næstunni og þar taka þátt ekki ómerkari menn en Eric Clapton, George Harrison og fyrrum Traffic-félagi Cap- aldis, Steve Winwood... Popparar eru sifellt að safna peningum til styrktar ein- hverjum góðum málstað. llm daginn komu nokkrir nafntog- aðir saman og héldu tónleika til styrktar sjóði sem hefur það að markmiði að bjarga regnskógum heimsins. Meðal þessara umhyggjusömu popp- ara voru Debbie Harry, Grace Jones, Brian Eno og Justin Hayward... Annie Lertnox og gamli soul-söngvarinn Al Green stilla sarnan raddbönd sín i lagí sem verður að finna í kvikmyndinni Scrooged sem verður frumsýnd síðar á þessu ári... Chris Blackwell sem undanfamar vikur hefur verið á hijómleikaferð með Robert Plant, varð á dögun- um að leggja frá sér kjuðana þvi hann varð fyrir því óhappi að úlnliðsbrotna og i slíku ástandi tromma menn ekki mikið... Næstkomandi vor verður frumsýnd athygl- isverð kvikmynd, nokkurs konar söngleikur sem ber nafnið Rocula. Er þetta nýt- iskuleg uppfærsla á gömlu sögunni um greifann blóð- þyrsta, Dracula. Ekki er Ijóst hver fer með aðalhlutverkið en meðal leikenda eru Thom- as Dolby, Toni Basil og Bo Diddley... Hljómsveitin sér- kennilega, Art of Noise, bryddar alltaf uppá einhverju skemmtilegu. Nú hefur hún fengið hetjutenórinn og kola- karlinn Tom Jones til að syngja með sér lagið Kiss eftir Prince!... Söngkonan Rickie Lee Jones er að vinna að nýrri plötu og sér til full- tingis hefur hún Walter Bec- ker sem áður fyrr var önnur aðaldriff jöður Steely Dan... bless... -SþS- pv___________________________________________________Nýjar plötur ______________Þriðja Straxplatan - Eftir pólskiptin_____________ Tímarnir breytast og tónlistin með Upphaflega var Strax útflutnings- deild Stuðmannaveldisins. Stuö- mannaáhrifln eru þó sem óðast að hverfa. Jakob Magnússon og Ragn- hiidur Gísladóttir eru að vísu í for- grunni. Egill Ólafsson nokkru aftar og einhvers staðar ghttir enn í Val- geir Guðjónsson og Þórð Árnason. Hinir hafa helst úr lestinni. í biU að minnsta kosti. Tónlistin er líka að breytast. Nýja platan, Eftir pólskiptin, er allólík Face the Facts sem kom út fyrir ári. Strax á núna meira skylt með Talk- ing Heads og öðrum sem fást við. framandi ryþma en sjálfri sér. Það er gott eitt um það að segja aö hljóma öðruvísi en aðrir á innanlandsmark- aðinum. Vonandi bara að neytendur meðtaki það. Það er eiginlega stóri gallinn við Eftir pólskiptin að hún er ansi sein- tekin. Sama mátti einnig segja um Face the Facts. Hún var fyrst aö síast í gegn með vorinu. Það gefur þá að minnsta kosti vonir um að þungmelt- asti hlutinn skili sér þó seint verði. Textar á Eftir pólskiptin eru úr ýmsum áttum. Þeir eru áUka torræð- ir á köflum og tónlistin. Skáldið Sjón lætur gamminn geisa í tveimur, ýmist í rígbundnu máli eða frjálsu formi. Sjón er það ungskáld okkar sem hefur getið sér gott orð að und- anfornu og því sniðugt að leita til hans með texta. Ekki þarf aö fara mörgum orðum um hljóðfæraleik. Þar er allt eins og best verður á kosið. Söngur Ragn- hUdar er sérkennilegur. Hún kreistir röddina, togar og teygir og geldur aöallega fyrir það að hafa hljómað svona og hinsegin i þessari og hinni sjónvarpsauglýsingunni. Það er ár og dagur síðan maður hefur heyrt Ragnhildi syngja með sinni eðlilegu rödd. Já, tónlist Strax breytist með hverri plötu. Nú eru tölvur á undan- haldi hjá Jakob og félögum. Enn eru þær til staðar hér og þar en handspil- uð hljóðfæri skipa stærri sess hjá Strax nú en í fyrra. Það er gott. -ÁT- Ragnhildur Gísladóttir, Jakob Magnússon og dr. Freyr Þórarinsson við kynn ingarstörf þar sem nýjasta plata Strax og pólskiptin voru til umfjöllunar. DV-mynd Brynjar Gauti Patti Smith - Dream of Iife Hefur mýkst með árunum Ferill bandarísku söngkonunnar, laga- og ljóðasmiðsins Patti Smith hefur verið æði skrykkjóttur í gegn- um tíðina. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1970 og þá fyrst og fremst sem texta- eða öliu heldur ljóðasmiður. Síðan stofnaði hún eigin hljómsveit og hefur því verið haldið fram að Patti Smith sé í raun réttri fyrsti pönkarinn, ef ekki í heiminum þá að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Tónhst Patti þróaðist smám saman yfir í hefðbundið rokk i hrárri kant- inum og víst er að ekki hefur hún verið tíður gestur á vinsældalistum. Skömmu fyrir 1980 hvarf Patti Smith úr sviðsljósinu og hefur ekki til hennar heyrst á plötu þar til nú er hún sendir frá sér plötuna Dream ofLife. Og það má segja að Patti og eigin- maður hennar Fred Sonuc Smith taki nú upp þráðinn þar sem frá var horfið; það er helst að tónlistin hafi mýkst eitthvað með árunum. Á þessari plötu eru átta lög, öll eft- ir þau Smith-hjónin, sem og textar, og er lögunum nokkuð jafnt skipt milli mýkri og harðari laga. Hröðu lögin virka ekki ýkja spennandi á mig, þau skortir einhvern neista sem grípur. Reyndar er á þessu undan- tekning í laginu Looking For You sem er hressilegt og lipurt lag. Hins vegar verö ég að segja að þeim hjónum hefur tekist bærilega upp í rólegri lögunum, þau hafa þessa grípandi laglínu sem vantar í hraðari lögin. Þess má svo geta í lokin að eitt lag- anna á plötunni, lagið People Have the Power, var notað sem einhvers konar einkennislag fyrir heims- hlaupið sem fram fór um daginn og heyrðist leikið víða um það leyti. -SþS- Matt Bianco - Indigo Djassaðir suðrænir tónar Matt Bianco: Mark Reilly og Mark Fisher. Dúettinn Matt Bianco, sem sam- anstendur af söngvaranum Mark Reilly og hljómborðsleikaranum Mark Fisher, hefur haft nokkra sér- stöðu á Bretlandseyjum á undan- fórnum árum. Þeir hafa kryddaö danstónlist sína sterkum djassrythma sem oft á tíðum hefur gefið lögunum skemmtilegt yfir- bragð. Útsetningar hafa verið frísklegar en of mikill skammtur í einu getur verið þreytandi. Sérstaklega kom þetta í ljós á síðustu plötu dúettsins sem einfaldlega bar nafnið Matt Bianco. Þar var einhæfingin í það mesta - diskóáhrifin of sterk. Á nýju plötunni hefur dúettinn tek- ið aðra stefnu. Nú eru suðrænir takt- ar með djassívafi það sem lögð er áhersla á og skal enga undra. Eins og allir vita eru sölsur og sömbur hálfgert tískufyrirbrigði í dag. Þaö er skemmst frá að segja aö blanda þessi frá Matt Bianco tekst nokkuö vel. Þau lög, sem eru undir suðrænum áhrifum, skera sig nokk- uð úr öðrum vegna ferskleika. Sem betur fer eru suöræn lög í meiri- hluta. Má þar nefna lög eins Don’t Blame It on the Girl, SMde, Jack of Clubs og Indigo. Indigo er nokkuð skemmtileg í heild sinni. Aðeins eitt lag átti ég bágt með að þola, Wap, Bam Boogie, sem er ótrúlega leiðinleg blanda af rappi og djassi, tónhstarform sem enga samleiö eiga. Mark Reilly og Mark Fisher eiga skilið hrós fyrir Indigo þótt það sé ekki nema fyrir það að vera öðru- vísi. Þeir nota nokkuð blásturshljóð- færi og er þar valinn maður í hverju rúmi meö barítonleikarann Ronnie Ross fremstan í flokki. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.