Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Gámaútflutmngurmn: Eftirlitið verður hert - segir Stefán Guimlaugsson „Viö ætlum aö herða eftirlitiö með gámaútflutningnum í ljósi þess sem gerðist um síöustu helgi. Viö munum reyna aö virkja tollgæslumenn á hin- um ýmsu stöðum viö þetta eftirlit,“ sagði Stefán Gunnlaugsson hjá utan- ríkisráðuneytinu. Þetta herta eftirlit kemur í kjölfar þess að um síðustu helgi fóru 200 lest- ir af þorski og ýsu, umfram það sem leyft hafði verið að flytja til Eng- •lands, út með gámum. Afleiðingin varð verðfall á mörkuðunum alla þessa viku. Stefán Gunnlaugsson sagði að í gær hefði verið úthlutað 822 tonnum af þorski og ýsu í gámum til Englands og 600 tonnum til skipa sem sigla með aflann. Til Þýskalands og Frakklands má flytja 100 lestir með gámum og 600 lestir með skipum sem sigla með afla. Verði eftirhtið hert með þessum flutningum er ljóst að margir sjó- menn lenda í erfiðleikum með að losna við afla sinn vegna þess að fisk- vinnslan tekur við minna magni eri nokkru sinni. -S.dór Skipan prestakalla: Vísað heim „Lagafrumvarp um skipun presta- kalla, sem var til umfjöllunar á kirkjuþingi og felur í sér fækkun prestakalla á landsbyggðinni, var ekki afgreitt á þinginu. Frumvarpinu var vísað heim í héruðin þar sem umsagnar sóknarnefnda og sóknar- fólks er leitað. Verður frumvarpið tekið til afgreiðslu á kirkjuþingi á næsta ári. Séra Árni Sigurðsson, prestur á Blönduósi, kvaðst ánægður með þessa lyktan mála. Hann hafði samið athugasemd undirskrifaða af fjórum kirkjuþingsmönnum þar sem lýst er ánægju með aðlögun prestakalla- skipan að nútímanum, þar sem prestaköllum er fjölgað í þéttbýlinu suðvestanlands, en um leið lýst yfir megnri óánægju með fyriraétlanir um fækkun prestakalla á lands- byggðinni. „Þykir mönnum það koma úr hörð- ustu átt að kirkjan sjálf skuli hafa frumkvæði að þeirri firru að veikja stöðu sína í sveitum landsins á sama tíma og þessum sóknum er meiri þörf á andlegum styrk og trúarlegum bakhjarli en nokkru sinni fyrr þar sem að þeim er vegið bæði félagslega og efnahagslega,1' segir meðal annars í athugasemdum landsbyggðar- manna. -hlh Útdeiling sakramentis: Ógeðfellt að bergja af sama bikar Kirkjuþing samþykkti samhljóöa tillögu til þingsályktunar um útdeil- ingu sakramentis við altarisgöngu. Kirkjuþing beinir því til biskups að hann láti kanna hvort heimilt sé að útdeiling altarissakramentis fari þannig fram að oblátunni sé dýft í vínið og hún síðan lögð í munn þess sem neyta skal eöa afhent honum. í greinargerð með tillögunni segir að sá siður að allir bergi af sama bik- ar við altarisgöngur sæti æ meiri andstöðu með hverju árinu. Sérstak- lega verði þess vart við fermingar á vorin. Borið er við smithættu og ekki síður að fólki fmnist ógeðfellt ef ekki ósiðlegt aö allir drekki af sama bik- ar. Komið hafi fram hugmyndir um að hafa sér bikar fyrir hvern en það muni það minna um of á veisluhöld og eigi því ekki heima í krikju. Fylgi því einnig umstang og skarkali í fiöl- menni sem trufli athöfnina. Muni sú aðferö að dýfa oblátunni í vínið vera einfaldasta lausnin. Lagið ykkar eigið öl og vín og sigrið kreppuna. Verð á ölflöskum frá 12 kr. Verð á vínflöskum frá 50 kr. HEIGAR það besta frá Danmörku UNICAN það besta frá Englandi. Armúla 40-símí 35320 l/'erslunin Fæst einnig i helstu verslunum landsins. A1ARKI HRESSIÐ UPPÁTILVERUNA Suzuki Swift ’88 á 365 þúsund Verðsviptingarnar á bílamarkaðnum halda áfram og nú seljum við síðustu Suzuki Swift bilana af árgerð 1988 á verði, sem vart á sér hliðstæðu. ■ Suzuki Swift CA kr. 365.000,-, áður kr. 423.000,-. ■ Suzuki Swift GTI Twin Cam 16 kr. 595.000,-, áður kr. 709.000,-. Einstakt tækifæri til að eignast hinn sívinsæla ■ Suzuki Swift á frábæru verði. Opíðfrakl. 10:00-17:00. Verð miðast við gengi 1. 1 1. 1988. SVIPTINGAR Á BÍIAMARKAÐNUM $ SUZUKI ■' . SVEINN EGILSSON HF. FRAMTlÐ VIÐ SKEIFUNA SlMAR: 685100, 689622 -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.