Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Sérstæð sakamál__pv Óvenjulegt leigumorð Vince Pasquale. Árla morguns var Vince Pasquale skotinn til bana viö hús sitt. Eina vitnið aö morðinu var sautján ára gömul dóttir hans, Coleen. Tíu mári- uðum áður hafði kona hans farið frá honrnn og því vöknuðu grunsemdir um að hún kynni að bera ábyrgðina. Vince Pasquale bjó í Royal Oak sem er ein útborga Detroit í Bandaríkjunum. Hús hans stóð við Bosville Road og klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta að morgni þriðjudagsins 21. janúar 1986 er skot heyrðust fyrir framan húsið. Meðal fyrstu lögreglumanna sem á staðinn komu voru Frank Ottman og Joseph Carraro frá morðdeild Detroitlögreglunnar. Þá lá Mk Vinces Pasquale, sem varð þijátíu og átta ára, við húsið þar sem hann var van- ur að geyma bíl sinn. Á bílnum voru mörg skotgöt en tvær af kúlunum höfðu lent í bakinu á honum. Pas- quale var kvæntur maður en kona hans hafði farið frá honum tíu mán- uðum áður og bjó hann nú með dætr- um sínum tveimur. Löghlýðinn borgari Frank Ottman rannsóknarlög- reglumaður yfirheyrði eldri dóttur Pasquales, Coleen, sem var sautján ára. Hún skýrði svo frá að faðir hennar hefði farið út úr húsinu rétt eftir klukkan sjö um morguninn þeg- ar hún hefði verið að búa sig undir að fara í skólann. Skyndilega hefði hún heyrt skothríð og fariö að glugganum. Hefði hún þá séö rauðan Mustangbíl aka hratt frá húsinu. Er hún hefði gengið út fyrir hefði hún komið að fóður sínum liggjandi á jöröinni og hringt á lögregluna. Nágrannar yfirheyrðir Það næsta sem rannsóknarlög- reglumennimir gerðu var að yfir- heyra fólk í næstu húsum. Þá kom í ljós að enginn nágrannanna hafði séð rauða Mustangbílinn. Alva Mathis, fertug kona sem bjó nokkuð frá húsi Pasquales, skýrði hins vegar svo frá að hún hefði séð hvítan ChevroletbO aka að húsi myrta mannsins er hún hefði farið út á tröppur til þess að sækja fréttablaðiö. Nokkrum mínút- um síðar hefði hún heyrt skothríð. Morðið á Pasquale virtist hafa verið framið af fag- manni. Ljóst sýndist að einhver hefði viljað hann feigan og viðkomandi hefði greitt leigumorðingja fyrir að ráða hann af dögum. Grunur vakn- aði því um að Pasquale hefði verið í glæpasamtökum en hann rak leik- tækjasal í Detroit. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að hann var sagður löghlýöinn maður og kom ekkert í ljós sem benti til annars. Lifði eins og „munkur“ Er rannsóknarlögreglumennirnir töldu sig hafa gengið úr skugga um að enginn af þeim sem Pasquale hafði viðskipti við hefði viljað hann feigan hófst rannsókn á einkalífi hans. Þvi var Coleen tekin til yfirheyrslu á ný og var hún þá meðal annars spurð að því hvar móðir hennar, Debbie, héldi sig. Kom þá fram að hún hafði farið að heiman í mars 1985. Er Cole- en var spurð um ástæðuna til þess að hún fór að heiman sagði hún for- eldra sína oft hafa rifist og hefði móðir sín farið eftir rifrildi. Þótti frá- sögnin af sambandi foreldranna, þótt ófriðsamlegt hefði verið, þó ekki benda til þess aö Debbie Pasquale væri sú sem bæri ábyrgö á dauða manns síns og frekari ransókn benti ekki til þess að svo væri. Um einkalíf Vinces Pasquale var hins vegar það að segja að hann hafði engar vinkonur átt, svo vitað væri, síðan kona hans fór frá honum og sagði einn þeirra sem um hann var spurður að hann hefði lifað „eins og munkur“. Hávaðasöm veisla Nokkru seinna ætluðu þeir Ottman og Carraro að ræða við Coleen á nýjan leik. Ætluöu þeir þá að spyrja hana að þvi hvort hún hefði tekið eftir nokkru sérstöku við rauða Mustangbíhnn sem hún hefði séð morguninn sem faöir hennar var skotinn. Áður en þeir gátu haldið heim til hennar bárust hins vegar boð til lögreglunnar um mjög háv- aðasama veislu í húsi Pasquales. Var það klukkan að ganga ellefu laugar- dagskvöldið 25. janúar og var það Alva Mathis sem hringdi til lögregl- unnar. Sagði hún marga bíla við húsið og skýrði jafnframt svo frá að Coleen Pasquale hefði svarað sér á óviðeigandi hátt er hún hefði kvartað undan hávaðanum við hana. Jafn- framt lét Alva að því hggja að senni- lega neyttu einhver ungmennanna sem í húsinu væru fíkniefna. Fjórir lögreglumenn héldu til hússins. Þeir hringdu ár- angurslaust á dyrabjöhuna en gengu síöan að bakhhð hússins. Sáu þeir að opiö var út í garð en var þó kalt Coleen og Patti. í veðri. Er þeir gengu inn fyrir fundu þeir megna hasslykt í húsinu og rétt á eftir handtóku þeir nokkra af gest- unum. Þeir báðu síðan um aö fá að ræða við húseiganda og birtist Coleen Pas- quale þá. Einum lögreglumannanna, Tom McCray, fannst afar einkenni- legt og í raun ógeðfellt að efnt skyldi til slíkrar veislu í húsinu svo skömmu eftir morð Pasquales. Baö hann Coleen að koma með þeim á lögreglustöðina og þar fóru Carraro og Ottman að yfirheyra hana á ný. Coleen dró ekki dul á undrun sína yfir því að hafa verið látin koma á lögreglu- stöðina en þar var hún meðal annars spurð aö því hvort dauði foður henn- ar heföi komið Ula við hana. ' „Nei,“ svaraði hún þá. „Ekki sér- staklega." Er hún var beðin um að gera frek- ari grein fyrir svari sínu sagði hún að faðir hennar hefði oft lagt á hana hendur og því væri henni það í raun léttir aö hann skyldi ekki lengur vera á lífi. Breytt saga Er hér var komið í yfirheyrslunni var Coleen beðin um að gera á ný grein fyrir því sem gerst hefði morð- daginn. Hún sagði nú dáhtiö aðra sögu en þá sem hún hafði sagt í fyrstu. Áður hafði hún sagst hafa séð rauða Mustangbílinn efdr að hún hefði heyrt skothríöina en nú sagði hún að þegar hún hefði htið út um gluggann hefði hún séð mann sem beint hefði skammbyssu að föður hennar. Hefði hún æpt aðvörunarorð tíl hans en hann ekki heyrt til henn- ar. Síðan hefði hann verið skotinn tíl bana. Nýjar upplýsingar fékk lögreglan svo skömmu eftir þetta. Næsta mánudag héldu Ottman og Carraro í menntaskólann í Royal Oak en í hann gekk Coleen. Þar ræddu þeir við skólasystkini hennar og var sagt að það væri þar á margra vitorði að Vince Pasquale hefði lagt hendur á Coleen því hún hefði oft komið blá og marin í skólann. Mesta athygU vakti þó sú fuUyrðing að í desember 1985 hefði Coleen boð- ið jafnvirði um fimmtán þúsimd króna hverjum þeim sem ráða vUdi föður hennar af dögum! Lausnin í sjónmáli Ottman og Carraro komust svo brátt að því að Patti Hirsch, vinkona Coleen, hafði fengið þessa upphæð greidda frá Coleen tveimur dögum eftir morðið. Má segja að þá hafi lausnin veriö fengin. Patti Hirsch viðurkenndi aö hún hefði tekið Smith & Wesson skamm- byssu fóður sins að morgni morð- dagsins og haldið til heimihs Coleen í hvítum ChevroletbU. Þar hefði hún svo skotiö Vince Pasquale. Rauði Mustangbíllinn hafði aldrei verið tíl, hann hafði aðeins verið hluti þeirrar tílbúnu sögu sem Coleen hafði sagt. Patti og Coleen voru nú handteknar og færðar í aðalstöðvar lögreglunnar í Detroit. Þar skýrði Coleen frá því aö faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi árum saman og eftir að móðir hennar hefði farið að heiman hefði hann farið að misnota hana kynferðislega. Er Patti var yfirheyrð kom fram hjá henni að í jólaleyfinu 1985 hefði Coleen boðið henni að vera heima hjá sér. Nokkru eftir að hún hefði komið í húsið hefði Vince Pasquale reynt að komast yfir hana. Patti sagðist svo hafa fallist á að skjóta Pasquale er Coleen hefði beðið sig um það og boðið sér jafnvirði fimmtán þúsund króna. Hún hefði haft andstyggð á manninum og viljað hann feigan, bæði vinkonu sinnar og sjálfrar sín vegna. Ákæran Mál þetta hefur að sjálfsögðu vakið verulega athygh vestan hafs því hluti þess er vandi sem æ irieira hefur verið tU umfjöllunar á hðnum árum, kynferðisleg misnotkun foreldra og annarra ftUlorðinna á bömum. Báðar stúlkumar, Patti og Coleen hafa verið sakaðar um morð. í ljós hefur komið við athugun sál- fræðinga og frekari yfirheyrslur að Coleen var vel gefin stúlka og í góðu andlegu jafhvægi þrátt fyrir ósam- komulag foreldra hennar aUt fram tíl þess tíma er móðir hennar fór að heiman og faðir hennar fór að mis- bjóða henni. Patti Hirch blandaðist svo inn í þessa atburði á heimilinu og mun hafa fyUst mikilh andúð á Vince Pas- quale og þykir víst að þaö, ekki pen- ingamir, hafi ráðið því að hún tók að sér aö skjóta hann tU bana þennan janúarmorgun þótt sjálf hafi hún orðað játningu sína svo í upphafi að hún hafi falhst á að myrða Pasquale er Coleen hafi boöið henni greiðslu. Ljóst þykir hins vegar aö greiðslan verði ekki tU þess að létta dóminn yfir henni. Sá sem af mörgum er hins vegar tahnn bera meginábyrgðina í máh þessu, Vince Pasquale, þarf hins veg- ar af augljósum ástæðum ekki að svara til saka. Debbie Pasquale.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.