Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 19 Vísnaþáttur Kolbeinn í Kollafirði Kolbeinn Högnason, 1889-1949, bóndi í Kollafirði, var meöal kunnari og smekkvíf ari hagyrðinga landins á fyrri hluta þessarar aldar og einn þeirra sem Margeir Jónsson, hinn skagfirski fræðimaður, skipaði í vísnasafn sitt, Stuðlamál, sem út kom i þremur heftum á árunum rétt fyrir heimskreppuna miklu. En bæk- ur Kolbeins komu ekki út fyrr en áratugum síðar, þrjú ljóðakver og eitt smásagnasafn. Þá var hann fyrir löngu hættur búskap og ævi senn lokið. Seinast var hann við afgreiðslu og skrifstofustörf í Reykjavík. Þá kynntist ég honum. Kolbeinn orti um allt milli himins og jarðar, valdi hann sér hætti eftir því sem honum þótt efni hæfa, en flestum mun hafa þót hann bestur þegar ferskeyttar glettn isvísur sýndu hug hans og skap. Sýn ishorn úr „Dagsetri": Er fiarar daginn, falla störf og fölna ljós um svið, ég yrki ljóð af innri þörf við aftanlognsins frið. Ég þekki handtök húmsins vel pg harðan skapadóm. í kuldum þess mörg kólu í hel mín kærstu draumablóm. Átta vísur Nú merki ég með tölustöfum vísur úr ýmsum áttum og um hin ólíkleg- ustu efni, teknar úr öllum ljóðabók- um Kolbeins. 1. Illa settir eru menn, sem ala meinið dulda. Gekk fyrir illa og gengur enn greiðsla þeirra skulda. Útúrskot á æviferð eigi þrot á minnir. Þin eru brot til þroska gerð, þú ef nota kynnir. 3. Undur og feikn er á þig lagt, illa í leiknum stóðstu á vakt, hláleg teikn að holdsins makt, og holdið reiknar stundum skakkt. 4. Illt aö hafa ekki grun um örlagareglur stríðar, að sérhver breytni mannsins mun mæta honum síðar. 5. Freisting oft er fjandi hörð fála í stóöi aö hemja. Hún er afl um alla jörð sem illt er að beisla og tqmja. Leikur við taum, þó lund sé æst, lyftist Straumur framan. Reiðar glaums hjá fáki fæst fyllra naumast gaman. Flestir slasast í umferðinni á sumrin. Þá er enn meiri þörf á að halda athyglinni vak- andi en ella. Látum ekki of hraðan akstur eða kæruleysi spilla sumarleyfinu. Tökum aldiei áhættul Vísnaþáttur 7. Jökla þolug, þung á brún, þjölum holar, rífur. Landsins molar harðan hún hamrabol og klýfur. 8. Kvölds er glæður kveðja vang, kyljur glæðast nætur. Þrífur Glæðir þeysigang, þeyta glæðum fætur. Stökursex í einu ljóðakveri Kolbeins er þriggja érinda kvæði sem heitir í skuggann: Eg held í skuggann, það hæfir mér. Þú guðar á gluggann, þar gleðin er. Að lifa og njóta er löngun þín. Að stríða og brjóta er stefna mín. En þung er töfin og þreytir mig. Er opnast gröfm, allt jafnar sig. Og: Morgunvarans höndin hlý hrærir á mararfulli. Sólarfarið silfurský sveipar á skarir gulli. Fögur blunda byggð og ver brúnum undir tignum. Öllum stundum uni ég mér út með sundum lygnum. Gleði manns er gleymið sprund, glöpin yfir breiðir. Sorgin hljóð og hörð í lund hann til þroska leiðir. Aö lokum Undarleg reynsla er það að rekast á fjörutíu ára gamla glettnisvísu, sem maður hefur ort ungur, í ljóöakveri löngu látins manns. Á stríðsárunum bjuggum við fjögur systkin um tíma í bakhúsi við Grettisgötuna. Ég kom heim frá vinnu á matmálstímum og varð þá pft litið út um eldhús- gluggann. í húsinu nær götunni áttu heima ágæt hjón og á gluggapóst gegnt okkur var spegill hengdur. Þarna áttu hka heima börn þeirra á okkar reki og þótti mér gaman að horfa á ungar heimasætur sem tíð- förult varð að sínum glugga þar sem spegilhnn var. Frá viðbrögðum segir einmitt í þeirri vísu sem senn kem- ur. Stúlkan mun hafa unnið á sama stað og Kolbeinn í Kollafirði. Ég hafði sent þennan stutta spöl vísukorn og nú leitaði unga stúlkan til hans, fékk hjá honum vísu. En hún mun hafa. þótt vafasöm og var því aldrei send. En Kolbeinn hélt báðum vísunum til haga og birti í bók. Mín er svona: Skýst minn hugur skamman veg. - Skyldi hún ekkert hugsa um mig? Ó, hvað hún er yndisleg, ungfrúin, sem grettir sig. Jón úr Vör Fannborg 7 Kópavogi SÓLBAÐSSTOFAN ÁNANAUSTUM Vetrartilboð!!! AEROBIC Erum að fara af stað með hörku púltíma á mánudaginn. Innritun hafin. Ánanaustum 15 — Reykjavlk — Slmi 12815 FATAFELLUGLÖS Þegar ís er settur í glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin prýða, öllum til mikillar ánægju. Þegar ísinn bráðnar fara þær aftur í fötin. Ómissandi á gleðistundum. ATH. Þvoið glösin ur volgu vatni en ekki heitu. Aðeins kr. 1.190,- settið. Bæði settin aðeins kr. 1.900,- Póstverslimin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. S VISA^ S EUROCARD Fótóhúsið - Príma - Ijósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastrœti, sími 21556. Ufi.! habit LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, Vönduð og falleg gjafavara í eldhúsið. Hringið og pantið vörulista Habitat 1988. Póstversiun um land aiit. »91-625870 ii ý w K / IV r\/ * VISA EUROCARD Vínglös - kristall, verö frá kr. 150. Teflonálpönnur, verö frá kr. 680. Ofnpottur, leir, f/kjúklinga o.fl., kr. 585. Sósuhitari, leir, kr. 695. BARTON matar-og 24 stk. hnífapör m/upphengi, kr. 1.960. kaffistell. Dæmi: 6 manna (30 stk.), kr. 9.306.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.