Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Side 8
8 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. Ný og breýtt ríkisstjóm: Ráðherrar í rakarastól - Ari A. Magnússon hárgreiðslumaður gefur góð ráð „Þetta var ákaflega skemmtilegt verkefni en ég verö aö segja aö þaö er misjafnlega gaman aö fást við ráö- herrana. Nokkrum er hægt aö breyta á marga vegu meðan aðrir eru mjög erfiöir," sagði Ari Alexander Magn- ússon, hárgreiðsliunaöur hjá hár- greiöslustofunni Hár og snyrting, eft- ir að hann hafði leyst úr því erfiöa verki fyrir DV að greiða ráöherrum landsins eftir eigin hugmyndum. Vegna tækni hárgreiðslustofunnar þurfti Ari ekki að fá alla ráðherrana í stólana til sín enda annir miklar hjá þeim mætu mönnum. Myndir af ríkisstjómarmönnum dugöu en síð- an var þaö PC-tölva sem greiddi hár þeirra og snyrti meö hjálp Ara. Hæstu einkunnir í breytingu fengu Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir. Ari sagðist gjaman viija fá hana til sín því gaman væri að laga hár hennar. „Það var mjög skemmtilegt að breyta Jóhönnu." HaUdór Asgrímsson var hins vegar erfiður. „Hann greiðir sér dálítið sér- Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra: „Gaman að breyta henni.“ kennilega og þar sem hann er stór og mikill maður er erfitt að breyta honum. Til dæmis færi honum alls ekki að hafa skegg - nema hann grennti sig. íhaldsútlit Svavar er strembinn líka, þó má vel snyrta skeggið á honum og breyta um hárgreiðslu. Það er verst ef hann ætlar að líkjast Þorsteini Pálssyni með nýju greiðsluna. Svavar verður kannski ekki hrifinn af því. Sama má segja um Ólaf Ragnar. Hann er dálítiö erfiður. Ég myndi vilja setja í hann permanent en með því verður hann eins og bróðir Davíðs Oddsson- ar. Undarlegt hvað þeir vilja breytast í átt til sjálfstæðismanna. Hins vegar er auðvelt að breyta Steingrími J. Sigfússyni. Mér sýnist hann hafa yngst um mörg ár í útliti. Hann er eiginlega auðveldastur og sýnir vel hvað hárið getur breytt miklu.“ Ari sagði að Jón Baldvin væri mjög auðveldur. „Það er hægt að breyta honum í margar týpur. Hann er svip- sterkur og margar greiðslur fara honum vel. Það er þó eins með hann og þá hina, mér sýnist hann vera orðinn dálítið íhaldssamur núna,“ sagði Ari eftir að hann hafði lagað skeggið og gert Jón Baldvin heldur hárprúðari en hann var áður. Steingrímur strákslegur Steingrímur Hermannsson væri miklu strákslegri ef hann væri Guðmundur Bjarnason heilbrigóisráðherra: „Góður eins og hann Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráð- herra: „Hann var lang- skemmtilegasti ráðher- rann og breytist mest. Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra: „Eins og bróðir Davíðs Oddssonar með per- manent.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.