Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
Breiðsíðan
Rannveig Bragadóttir óperusöngkona:
Syngurí
Ríkisóperunni
í Vín
Stuðlað
hvalamál
Rannveig Bragadóttir er 26 ára
söngkona sem undanfarin sex ár
hefur stundað nám í Vín. Hún kom
heim fyrir stuttu til að leika hlút-
verk Niculasar í óperunni Ævin-
týri Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu.
Rannveig hefur ekki áður stigið á
svið hérlendis eftir að hún hóf
söngnámið í Vínarborg. Hún var í
kór Menntaskólans viö Hamrahlíð
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur á menntaskólaárum sínum auk
þess sem hún stundaði söngnám
hjá Má Magnússyni í Söngskólan-
um.
„Ég hafði alltaf mjög mikinn
áhuga á söngnum en haíði þó ekki
ákveðið að leggja hann fyrir mig.
Ætlunin var að fara í háskólann
og læra sögu, bókmenntir eða
tungumál. Það má segja að röð af
tilviljunum hafi orðið til þess að ég
fór í söngnám,“ segir Rannveig.
„Þegar ég hafði nýlokið stúdents-
prófi tók ég þátt í söngnámskeiði
þar sem gestur var Helena Karússo
frá Vín. Hún hvatti mig til að halda
áfram söngnum og okkur kom
saman um að ég tæki inntökupróf.
Mér gekk vel og hóf námið hjá
Helenu."
Rannveigu hefur gengið vel í Vín.
Hún fékk inngöngu í stúdíó Ríkis-
óperunnar í Vínarborg og er fyrsti
og eini íslendingurinn sem fengið
hefur þar inni. Að vera í stúdíói
óperuhússins þýðir í raun að Rann-
veig fær þjálfun færustu manna í
öllu sem viðkemur uppsetningu á
óperum, auk þess sem hún hefur
fengiö hlutverk í sýningum.
Þrjú hundruð manns sækja um á
hverju ári að komast í stúdíó
óperuhússins og eru þeir allir próf-
aðir. Einungis þeir sem hafa mikla
hæfileika mega þreyta þaö. Hins
vegar eru það aðeins tíu til tólf
manns á ári sém komast inn. Rann-
veig hefur því sýnt einstaka hæfi-
leika er hún söng fyrir dómnefnd
Ríkisóperunnar.
„Það er vissulega hvatning að
hafa komist inn,“ segir hún. „Það
gefur manni tækifæri til að kynn-
ast þvi fólki sem færast er á þessu
sviði og opnar manni ýmsa mögu-
leika.“
Rannveig fer til Vínar í desember
en þar bíða hennar þrjú lítil hlut-
verk í Ríkisóperunni. Þessara hlut-
verka er getið í leikskrá óperugesta
og er þar með vakin athygli á hinni
ungu söngkonu frá íslandi. Rann-
veig er messosópran en sú rödd
þykir heppileg í mörg karlmanns-
hlutverk.
„Ég er mjög ánægð yfir að hafa
fengið tækifæri til að koma heim
og syngja og get vel hugsað mér að
koma aftur síðar. Bæði er skemmti-
legt að syngja fyrir íslenska áhorf-
endur, sem ekki hafa heyrt í mér
áður, og einnig að hitta fjölskyldu
mína.“ Rannveig er gift Arnold
Postl sem er barnakennari og
myndlistarmaður. Hún segir að þó
hann hafi aldrei rekiö upp söng-
hljóð þá sé hann mikill aðdáandi
tónlistar. Þau ætla að búa áfram í
Vínarborg.
„Framtíðin er óráðin en ég von-
ast eftir að komast á samning eftir
dvöl mína í stúdíói Ríkisóperunn-
ar. Ekki segist Rannveig stefna á
heimsfrægð. „Æth ég reyni ekki
aö lifa raunsætt. Ég reyni að of-
meta mig ekki né vanmeta heldur
stefni á að gera alltaf mitt besta.
Það verður enginn heimsfrægur án
getu eða kunnáttu," sagði Rann-
veig Bragadóttir.
-ELA
Rannveig Bragadóttir óperusöngkona syngur hlutverk Niculasar
í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu.
Þú ert 2000 krónum ríkari!
Þessa mynd tók Sveinn Ijósmyndari DV í barnamessu hjá Bústaðakirkju nýlega. Þar eru börnin látin taka virkan þátt í messunni með
ýmsum hreyfingum. Ekki er annað að sjá en allir hafi gert sitt með mikilli einbeitingu. Þess vegna verðlaunum við einn úr hópnum með
tvö þúsund krónum. Sá er hefur hring um höfuð sitt má vitja peninganna hér á ritstjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11.
Það sem kemur einkum í veg fyrir að
við íslendingar náum verulegum árangri
í viðkvæmum deilumálum (s.s. hvalamál-
um) við aðrar þjóðir er ekki skortur á
hæfileikum okkar sjálfra, þeir eru óum-
deilanlegir, heldur fyrst og fremst gloppur
í menningu og uppeldi útlendinga al-
mennt. Þá skortir sem sé tilfinnanlega
brageyra sem hindrar okkur íslendinga í
að beita okkar bitrasta vopni, ferskeytl-
unni.
„Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er
þeirra hefnd,“ segir í vísunni. Og í ann-
arri stendur að ferskeytlan verði í hönd-
um frónbúanna hvöss sem byssustingur.
Vandamálið er auðvitað það að byssust-
ingurinn ferskeytlunnar bítur aðeins inn-
anlands og gæti allt eins verið úr smjöri
þegar viö útlendinga er að eiga, svo maður
tah nú ekki um hvali því ekki er vitað til
þess að þær gáfuöu skepnur rími verulega
í sínum blásandi boðskiptum.
Bólu-Hjálmar og Billy the Kid
Hemaðarlegt mikilvægi stuðlanna þrí-
skiptu greinar á íslandi er löngu þekkt.
Bólu-Hjálmar var eins konar hliðstæða
amerískra niðursallara á borð við Doc
Hohyday og Bhly the Kid, munurinn að-
eins sá að þeir Bihy og Hohyday brúkuðu
sexhleypur, Hjálmar aftur á móti fer-
skeytlur til að salla niður andskota sína.
Sjaldan hefur kveðskapurinn verið not-
aður með betri árangri í hemaði en þegar
Jaköbína Sigurðardóttir skáldkona
stökkti heilum Natófiota á flótta frá Horn-
ströndum hér fyrr á öldinni. Flotinn var
við æfingar hér við land og Jakobína setti
saman ramman brag gegn þessum ófétum
með þeim afleiðingum að á skall ógurlegt
gjörningaveður sem hrakti flotann út í
hafsauga. Það bendir auðvitað til þess að
æðri máttarvöld hafi í það minnsta brúk-
legt brageyra og séu hugsanlega herstöðv-
arandstæðingar einnig.
Ahab Ásgrímsson
En því miður, við kæfum ekki hvalfrið-
unarmenn með kveðskapnum einum sam-
an nema auðvitaö með því að kenna þeim
íslenska bragfræði og senda svo á þá breið-
síöu níðkvæða. En líkast til er þessi aðferð
heldur seinvirk th að geta talist praktísk.
Og þá er sömuleiðis bölvað að geta ekki
beitt ferskeytlunni á rússnesku samninga-
nefndina um síldarverðið. Þá mætti
þjarma að þeim með hreistruðum kveð-
skap um nánasir úr röðum kósakka og
kúlakka sem ekki vilja reiða fram gull
fyrir silfur hafsins. íslendingar með sóma-
tilfinningu myndu umsvifalaust láta bug-
ast undan slíkum þrýstingi og semja strax
en því miður, Rússarnir hafa ekki brag-
eyra, ekki frekar en hvalavinir, svo maöur
tah nú ekki um Reagan sem óvíst er að
sé einu sinni læs.
Aöferskeytl-
unnifrátalinni
erumviðvopn-
lausþjóð.ef
rjúpna-oghvala-
skyttureruund-
anskildar. Og
- reyndarallsekki
vísthelduraðvið
myndum hafa okkar fram með því aö beita
vopnavaldi gegn Rússum í síldarsamning-
um og Könum í hvalamálum.
Kannski er þrautalendingin sú aö fara
að yrkja á ensku og senda Sykurmolana
á þessa kaha. Nema Sykurmolarnir eru
örugglega á móti hvalveiðum og þeir
kunna ekki rússnesku þannig að við verð-
um líklega að treysta áfram á kaptein
Halldór „Ahab“ Ásgrímsson.
Jóhannes Sigurjónsson