Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 14
14.
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
aaw Frjáist.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, S.lMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Olísmálið
Ríkissjónvarpið flutti eitt kvöldið heilmikla frétt um
það að Landsbankinn hefði krafist þess að Óli Kr. Sig-
urðsson seldi hlutabréf sín í Olís en Óli er aðaleigandi
fyrirtækisins. Sjónvarpið byggði þess frétt á áreiðanleg-
um heimildum að sögn fréttamannsins og orsökin var
sögð erfið íjárhagsstaða Olís gagnvart bankanum.
Eftirleikurinn hefur verið sá að Óli Kr. Sigurðsson
hefur þrætt fyrir þessa frétt og telur hana hafa skaðað
fyrirtækið og hann sjálfan. Ámóti hefur fréttastofa Sjón-
varpsins sýnt bréf sem staðfestir að bankinn hefur sett
Óla skilyrði fyrir áframhaldandi viðskiptum og að því
leyti sannað að fréttin um flárhagsvanda Olís er rétt.
Hins vegar hefur það ekki komið fram að Óla hafi verið
gert að selja hlut sinn í fyrirtækinu og þar hefur frétta-
maður skotið yfir markið, að minnsta kosti eins og sak-
ir standa.
En með leyfi að spyrja: Eru það fréttir að bankar
setji fyrirtækjum úrslitakosti? Er það eitthvert eins-
dæmi að Landsbankinn sendi Olís bréf? Kemur það ein-
hverjum á óvart að greiðsluerfiðleikar séu hjá Olís eða
fyrirtækjum yfirleitt?
Það þóttu tíðindi þegar Óli Kr. Sigurðsson keypti einn
og óstuddur meirihlutann í þessu gamalgróna fyrir-
tæki. Ástæðan var sú að fyrri eigendur höfðu ekki bol-
magn til að reka fyrirtækið vegna slæmrar íjárhags-
stöðu. Ekki eru nema nokkur misseri síðan og það þarf
enginn að vera hissa á því þótt nýr eigandi sé enn með
hala á eftir sér. Hvort Óla Kr. Sigurðssyni tekst að
standa í skilum hefur þetta blað enga hugmynd um.
Hitt gefur auðvitað augaleið að það hlýtur að vera
stórskaðlegt fyrir Olís, sem og önnur fyrirtæki, þegar
flennifréttir eru sagðar af íj árhagserfiðleikum og hótun-
um viðskiptabanka þar að lútandi. Satt að segja er erf-
itt að sjá hvernig það getur verið fréttamatur þótt bréfa-
skipti eigi sér stað milli fyrirtækja og banka þegar
ástandið í þjóðfélaginu er eins og það er.
Hvert sem litið er, í sjávarútvegi, iðnaði eða verslun,
eru íjöldamörg fyrirtæki á vonarvöl. Eigendur og stjórn-
endur þessara fyrirtækja berjast meira af vilja en mætti
við að halda rekstrinum gangandi. Ekki er ólíklegt að
viðskiptabankarnir sendi þessum fyrirtækjum tugi ef
ekki hundruð bréfa þar sem bankinn tilkynnir að harín
geti hvorki né vilji veitt áframhaldandi fyrirgreiðslu
nema rekstur og íjárhagur lagist. Annað væri ábyrgðar-
hluti hjá bankastofnunum og það hlýtur að vera skylda
bankanna að setja þeim fyrirtækjum stólinn fyrir dyrn-
ar þegar lán og skuldir eru komin langt upp fyrir ábyrgð-
ir og eignir sem að baki lánunum standa.
í rauninni má halda því fram að bankarnir beri
nokkra sök á því fjárfestingarfylliríi sem nú er að fara
með atvinnureksturinn í landinu norður og niður. Þeir
eiga að hafa vit fyrir mönnum sem ana út í slíkar íjár-
festingar án þess að hafa nokkra möguleika til að standa
undir afborgunum og vöxtum af því íjármagni sem fer
í íjárfestingarnar og eyðsluna.
Olís er ekki eitt á báti í þessum efnum. íslenskur at-
vinnurekstur á í gífurlegum erfiðleikum um þessar
mundir. Sjálfsagt tórir hann enn í skjóli lánastofnana.
Ef bankarnir settu öllum fyrirtækjum, sem nú standa
upp fyrir haus í skuldum, úrslitakosti, lifðu fáir af.
Það er af þessum ástæðum sem vafasamt verður að
teljast að Sjónvarpið og raunar aðrir íjölmiðlar leggi Olís
í einelti eða telji það tíðindi þótt Landsbankinn vilji kippa
þar í taumana. Hundruð fyrirtækja sitja á sama bekk.
Ellert B. Schram
Innantómur sigur
eftir ömurlega
kosningabaráttu?
í átta ár hefur Ronald Reagan, meö
gerðum sínum jafnt og aðgeröa-
leysi, fært Bandaríkin á barm
fyrsta alvarlega hnignunarskeiðs í
sögu landsins. Og þegar að því
kemur að velja eftirmann hans
snýst kosningabaráttan síst af öllu
um úrræði við aðsteðjandi vanda.
Tilraunir til að vekja athygli á af-
leiðingum átta ára óráðsíu í fjár-
málum og breyttri og versnandi
stöðu Bandaríkjanna á heims-
markaði fá engan hljómgrunn. í
stað þess aö æskja umboðs til að
fást við það viðfangsefni hyggst
George Bush varaforseti sigra Mic-
hael Dukakis, keppinaut sinn um
forsetaembættið, með rógi og rang-
færslum í sjónvarpsauglýsingum.
Kosningabarátta repúblikana
árið 1988 hefur fest nafn Willie
Hortons óafmáanlega í stjórnmála-
sögu Bandaríkjanna. Horton er
svertingi og sat í fangelsi í Massac-
husetts fyrh- morð. í fylkisstjóratíð
Dukakis þar í fylki notfærði hann
sér helgarleyfi úr fangelsi til að
strjúka og náðist ekki aftur fyrr en
hann hafði gerst sekur um nauðg-
un og líkamsmeiðingar á hvítri
konu suður í Maryland.
Wilhe Horton er orðinn máttug-
asti liðsmaður George Bush í barát-
tunni um forsetatign í Bandaríkj-
unum. Kosningastjórn varaforset-
ans hefur gert mál hans að uppi-
stöðu í helstu sjónvarpsauglýsingu
sinni. í auglýsingunni er logið blák-
alt. Talað er um „forskrift Dukakis
að leyfum úr fangelsi". í Massac-
husetts voru leyfi fanga úr fangels-
um tekin upp 1972, í fylkisstjóratíð
repúblikanans Franks Sargents.
Þulur segir Dukakis fylkisstjóra
hafa „veitt fyrstu gráðu morðingj-
um helgarleyfi" og um leið birtist
á skjánum textinn: „268 sluppu."
Samileikurinn er sá að Dukakis
kom aldrei nærri vah fanga í helg-
arleyfi og af 268, sem struku eða
skhuðu sér of seint úr helgarleyfi
á síðustu tíu árum, voru fjórir
dæmdir fyrir morð.
Ófrægingarherferð á vegum
Bush gegn Dukakis var ákveöin
nær samstundis og sýnt varð að
þeir yrðu keppinautar stóru,
bandarísku stjómmálaflokkanna
um forsetaembættið. Fréttamenn
Washington Post, þeir Paul Taylor
og David S. Broder, hafa komist að
raun um hvemig það gerðist. í
maílok, að forkosningum flokk-
anna í fylkjunum afstöðnum,
komst kosningastjórn Bush að
raun um að skoðanakannanir gáfu
Dukakis 16 hundraðshluta vinning
umfram varaforsetann. Og það sem
verra var, fimm af hverjum sex
aðspurðra höfðu jákvæða afstöðu
fylkisstjórans frá Massachusetts en
aðeins öðmm hverjum gast að
Bush.
Nú voru góð ráð dýr. Áróðurs-
stjórarnir gripu til þess að safna
saman í Paramus í New Jersey
tveim 15 manna tilraunahópum
demókrata, sem höföu kosið Reag-
an 1984 en hölluöust nú á sveif með
Dukakis. Yfir hópunum var þulið
það sem kosningastjórn Bush hafði
safnað í sarpinn tii að klekkja á
Dukakis, svo sem fangaleyfafyrir-
komulagið og glæpir Willie Hort-
ons. Lee Atwater, áróðursstjóri
Erlendtídindi
Magnús Torfi Ólafsson
Þ886-Bush, Roger Ailes fjölmiðla-
ráðunautur og fleiri úr kosninga-
stjórninni fylgdust með viðbrögð-
um tilraunadýranna um gagnsæis-
spegil. Að lestrinum loknum var
helmingur af hópnum orðinn Duk-
akis andvígur.
Þar með var maíkaðskönnun
lokiö og tónninn í kosningabaráttu
varaforseta Bandaríkjanna ákveð-
inn. Atwater telur sig sérfræðing í
auglýsingaherferðum til að rakka
niður samkeppnisaðilann. Hann á
hálffrágengna doktorsritgerð um
þá hst.
Dukakis og hans menn gerðu þá
skyssu að bregðast seint við per-
sóriuníði andstæðinganna og þeim
gengur iha að reka af sér slyðru-
orðið. Ekki hrín á kjósendum að
glæpatíðni í Massachusetts reynist
síðustu fimm ár hafa lækkað meira
en í nokkru öðru þéttbýhsfylki
Bandaríkjanna og morð eru þar
þrjú á ári á hverja 100.000 íbúa,
meira en helmingi fátíðari en um
landið aUt. Lítt reynist einnig stoða
að benda á að fjögur af hverjum
fimm fylkjum Bandaríkjanna og
alríkisstjórnin sjálf tíðka að veita
föngum leyfi úr innilokun. Það bar
svo sannarlega við meðan Ronald
Reagan var fylkisstjóri í Kaliforníu
aö fangar þar struku úr leyfi og
frömdu ofbeldisverk á flóttanum.
Og meðan George Bush átti að hafa
yfirumsjón með baráttunni gegn
fíkniefnabölinu af hálfu Banda-
ríkjastjórnar gerðist það að heróín-
sali í leyfi úr fangelsi alríkisstjóm-
arinnar strauk og nauðgaði þung-
aðri tveggja barna móður og myrti
hana.
Þegar út í þessa sálma er komið
eru það fyrstu áhrifin sém sitja fóst
í meðalsjónvarpsneytandanum og
móta viðhorf hans. Þau em á þá
leið að Michael Dukakis taki með
silkihönskum á stórglæpamönnum
og sér í lagi á svertingjum sem ráð-
ast á hvítar konur. Þama er komið
út í skírskotun til kynþáttafordóma
og kynþáttahaturs.
Sums staðar hafa repúbhkanar
upp á síðkastið gengið lengra í
rógsherferðinni en kosningastjórn
Bush vill við kannast. Fylkisstjórn
flokksins í IlUnois segir í flugriti:
„Allir morðingjar og nauðgarar og
þeir sem svívirða börn í Massac-
husetts kjósa Michael Dukakis. Við
í Illinois getum greitt atkvæði á
móti honum.“
Neikvæð kosningabarátta vekur
neikvæðar kenndir hjá kjósendum.
í skoöanakönnun New York Times
og sjónvarpskeðjunnar CBS sögð-
ust næstum tveir af hverjum þrem
aðspuröra óska eftir að frambjóð-
endur væru aðrir og geðfelldari.
Meirihlutinn taldi kosningabarátt-
una ómerkilega og hvomgur fram-
bjóðandi ræddi þau mál sem mestu
varðaði. Og óánægjan bitnar eink-
um á Dukakis. Skoðanakannanir á
landsmælikvarða gefa Bush yfir-
burði á biUnu þrettán til sjö af
hundraði þegar vika er til kjör-
dags, þriðjudagsins 8. nóvember.
Hausateljarar í kosningastjórn-
unum báðum telja þó að Dukakis
hafi bætt hlut sinn upp á síðkastið.
Miða þeir við sérkannanir sínar í
fjölmennustu fylkjunum sem flest-
um kjörmönnum skUa. Samkvæmt
því ráðast úrslitin af því hvort
Dukakis tekst að vinna fimm fylki.
Þau eru Kalifornía, Michigan, 111-
inois, Ohio og Pennsylvania. Með
New York fengi hann þarna 175
kjörmenn, en 270 þarf tíl sigurs.
Bush er talinn hafa óhaggandi yflr-
burði í fylkjum með 200 kjörmenn.
Sýnt þykir að stefni í aumustu
kosningaþátttöku í manna minn-
um, innan við helmingur kosninga-
bærra Bandaríkjamanna skili sér á
kjörstað. Taylor og Broder, sem
áður var vitnað til, hafa eftir Greg
Markus, stjómmálafræðingi við
Michiganháskóla, að eins og komið
er geti sigur reynst George Bush
innantómur. Kosningabarátta, sem
snýst um persónuníð en ekki mál-
efni, veitir sigurvegara ekkert
marktækt umboð frá þjóðinni. Hún
kemur klofin út úr kosningum og
þingmeirihluti andsnúinn forseta
kemur til starfa í hefndarhug.
Mestu skiptir þó að nýi forsetinn
tekur við afleiðingunum af kæru-
leysisstjórn Reagans. Honum hefur
á átta árum tekist að nær þrefalda
ríkisskuldir Bandaríkjanna, koma
þeim úr 26% af þjóðarframleiðslu
í 43%. Bandaríkin hafa í stjórnartíð
Reagans breyst úr öflugasta lánar-
drottni í skuldugasta ríki veraldar.
Skuldastaða þeirra út á við verður
nettó um 500 milljaröar dollara
daginn sem Reagan yfirgefur Hvíta
húsið.
Skuldugt ríki er orðið háð lánar-
drottnum sínum. Raunveralegur
máttuf*Bandaríkjanna til áhrifa í
heiminum hefur því þorrið í stjórn-
artíð Reagans. Sú þróun hefur
ágerst við kjarnorkuhervæðingu
fyrir lánsfé. í heimi samtímans er
það ekki hernaðarmáttur heldur
afkastamikið atvinnulíf og heil-
brigður efnahagur sem gildir.
Dukakis á framboðsfundi í Philadeiphiu, höfuðstað Pennsylvaníufylkis.
Frambjóðandanum á hægri hönd er séra Jesse Jackson, keppinautar
hans úr forkosningunum vinstri hönd hefur hann annan svertingja, Wil-
son Goode borgarstjóra í Philadelpíu