Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 15
LA'UGÁRfíAGtrM. NÓVÉtáÉÍÉM í'ááá.; Tóta litla tindilfætt Sú var tíðin að ég bar út Mogg- ann. Lagði það á mig að vakna eld- snemma á morgnana og þræða nágrennið með níðþungan blaða- pokann á bakinu. Hvemig sem viðraði og hvernig sem á stóð í bólinu. Reif mig upp úr rúminu, fjársjúkur, af einskærri skyldu- rækni og lét skammir geðstirðra manna yfir mig ganga þegar blað- burðurinn gekk seint fyrir sig í snjósköflum og hríðarmuggu. Allt fyrir Moggann og maður rukkaði líka inn með harðfylgi og var beö- inn um að koma þrisvar, fjórum sinnum í sama húsið því blessað fólkið sagðist ekki eiga pening fyrir Mogganum sem þó var þeim svo kær. Ég undraðist allan þann nirf- ilsskap og allt það miskunnarleysi að láta drengstaula eins og mig fara allar þessar fýluferðir til blankra lesendanna. Ég vorkenndi sjálfum mér miklu meira en blaðinu sem fékk ekki peningana og svo voru þeir jafnvel að klaga mig fyrir að koma ekki Mogganum þeirra til skila. Já, það var ekki tekið út með sældinni að breiða út boðskapinn í þá daga og er það sennilega ekki enn. Ég get ekki ímyndað mér ann- að en það þurfi þrekmenni í blað- burðinn hin síðari ár eftir að Morg- unblaðið stækkaði og blaðsíðumar og kílóin urðu fleiri. Það ber engin Tóta litla tindilfætt út Moggann þegar auglýsingarnar verða yfir- vigt. Þetta var nú í þá daga þegar mað- ur bar út blaðiö en las það ekki. Seinna tók lesturinn við í sérkenni- legri útgáfu sem hét ísafold og Vörður og var að mér skildist úr- val þess lesmáls Morgunblaðsins sem stjórnendum Sjálfstæðis- flokksins þótti mest til kóma. Það var gert fyrir sveitavarginn sem ekki gat fengið Moggann til sín á morgnana en þurfti samt á pólit- ísku hnunni að halda til mótvægis við Tímann og Basil fursta sem þá voru skyldulesning í framsóknar- sveitum þessa lands. Ég var svo heppinn að dvelja um tíma hjá bændahöfðingja sem hataði Fram- sókn eins og pestina og neitaði að fá Tímann frítt hjá kaupfélaginu en beið þess í stað eftir mánaðar- útgáfunni af ísafold og Verði sem síðan var lesin upp til agna áður en blaðið var notað á eldhúsgólfið til hhfðar. Þau voru þannig gjör- nýtt, Morgunblaðseintökin, fyrst í morgunlesturinn í Reykjavík, síð- an í samútgáfu í Verði og svo í gólf- þurrkur áður en blaðið endaði feril sinn á salerninu. Já, ég var hepp- inn, því hvað er hfið án Morgun- blaðsins og hvar væri maður stadd- ur í pólitíkinni ef maður hefði ekki notið þessa póhtíska uppeldis? Svo fór um sjóferð þá Löngu, löngu síðar vildi ég verða blaðamaður og sótti um vinnu á ritstjóm Morgunblaðsins. Þegar ég hafði beðið í hálftíma eftir áheym hjá ritstjóranum talaði hann loks við mig með hnakkanum af því að annirnar hjá þeim góða manni voru shkar að hann mátti ekki vera að því að horfa framan í mig. Ég held að hann hafi sýnt mér þá kurt- eisi að hleypa mér inn fyrir dyrnar í sama mund og einhver mikilvæg- ur fundur fór fram á skrifstofunni hans og þess vegna gat hann aðeins virt mig viðhts með bakhlutanum. Hann hefur sennilega verið að skipuleggja skrifin um einstakl- ingsfrelsið og tillitið til manneskj- unnar sem þeir hafa alltaf haft í heiðri á Mogganum og ég var búinn að lesa allt um í ísafold og Verði. Hann hafði þó tíma til að svara mér á þessa leið: „Af hverju sæk- irðu ekki um vinnu á Vísi?“ en Vísir var víst ekki hátt skrifaður á ritstjómarskrifstofum Morgun- blaðsins á þeim tíma. Og með þeim töluðu oröum var samtahnu greini- lega lokið og ritstjórinn sneri sér aftur að því að styðja við bakið á einstakhngsframtakinu. Svo fór um sjóferð þá og seinna var ég þakklátur þessum vinsamlegheit- um hjá Morgunblaðsritstjóranum mínum vegna þess að ég neyddist til að feta aðrar leiðir til sjálfs- bjargarinnar og lífsgöngunnar en að setjast inn á Morgunblaösskrif- stofuna og drukkna þar í blaösíð- unum. Nú hefur það verið hlutskipti mitt í nærri því tíu ár að veita Morgunblaðinu tilhlýðilega sam- keppni og þótt mér blöskri stund- um þessi tröhskessa i blaðalíki þá er mér hlýtt th Moggans og gratúl- era honum með afmælið. Sjötíu og fimm ára ferUl í samfelldri velsæld og útbreiðslu er langur tími fyrir dagblað sem fæðist nýtt á hverjum degi. Og þó nokkurt afrek. Sérstak- lega fyrir blaö sem hefur leitt fram hjá sér uppsláttarmálin og flenni- fyrirsagnirnar og getur verið svo þunglamalegt að minningargrein- arnar verða besta lesefnið. Þaö malar áfram hægt og sígandi og stendur af sér öll stjórnarskipti, flokksátök, ný blöð og gömul blöð og hreyfir sig eins og eðlan þegar breytingarnar færa það úr stað. Kannski liggur galdur Morgun- blaðsins einmitt í því, galdurinn að breyta hægt og breyta htlu og breyta án þess að nokkur taki eftir því. Blað allra landsmanna Menn geta haft mismunandi skoðanir á ágæti Morgunblaösins, bæði í úthti og efni. Hinu verður ekki neitað að Morgunblaðið hefur áhrif í íslensku þjóðlífi. Blaðið er ríki í ríkinu og það er engin tilvUj- un að menn verði geðstirðir og úr- illir þegar þeir fá ekki Moggann sinn með morgunkaffinu. Jafnvel þótt þeir fleygi honum frá sér að lestrinum loknum og bölvi inni- haldinu eða innihaldsleysinu. Það er til að mynda óskiljanlegt með öllu hvernig Morgunblaðið kemst upp með að gefa út nítíu til hundr- að síður á sunnudögum án þess að birta orð af viti nema fasteignaaug- lýsingar, atvinnutilboð og dánar- fregnir. Þetta gæti enginn leyft sér nema blað sem er partur af tUver- unni og er hrært út í morgunkaffið. Annars er ósanngjarnt að halda því fram að ekkert standi í Mogga. Blaðið er skyldurækið við um- hverfi sitt og leitast við að gera öll- um skil, enda kallar það sig ekki blað allra landsmanna fyrir ekki neitt. Það breiðir sig yfir pólitík og íþróttir, menningu og atvinnumál, jarðarfarir og veðurspár, alþjóða- mál og kirkjubyggingar af föður- legri umhyggju og forsjá og hikar ekki viö að endurprenta ræður og langlokur ef það telur það henta ábyrgðarhlutverki sínu. Mogginn er eins og stóreflis ryksuga sem mjakast eftir gólffietinum og sýgur upp í sig fótspor hinna sem á undan fara. Tímaskynið er ekki alltaf tU staðar en hvað gerir það fyrir blað sem hefur fóstrað þjóðina í sjötíu og fimm ár og á eftir að gera það í önnur sjötíu og fimm ár? Stundum sér blaðið ástæðu til að gefa mönnum og málefnum fóður- legar aðvaranir og ávarpar þá landslýðinn með þeim hávirðulegu orðum að skoðun Morgunblaðsins sé sú að þetta eigi að gera eða hitt eigi ekki að gera og þegar þau dómsorð hafa verið kveðinn upp mega aðrar valdastofnanir fara að gæta sín. Jafnvel Sjálfstæðisflokk- urinn, eftirlætisbarn Morgun- blaösins í gegnum tíðina, má sín lítils þegar Morgunblaðið hefur ákveðið hvað sé rétt og hvað sé ekki rétt. Það rignir nefnUega ekki alltaf jafnt á rangláta og réttláta þegar Morgunblaðið er annars veg- ar. Morgunblaðið hefur þar að auki komið sér upp þeirri sérstöku stöðu að afneita Sjálfstæðisflokknum en áskilur sér samt allan rétt fil að segja Sjálfstæðisflokknum fyrir verkum. Landsföðurlegt hlutverk Þetta sérstæða ástarsamband, sem er milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaösins, hefur vafist fyrir mörgum. Sjálfstæðismenn eru enn að líta til blaðsins sem málgagns síns og málpípu og það er Mogginn reyndar þegar hann sér ástæðu til. En þá er það aftur vegna þess að flokkurinn er verkfærið sem blaðið getur brúkað en ekki öfugt. Foringjar Sjálfstæðisflokks- ins mega víst þakka fyrir þegar Morgunblaðinu þóknast að hossa þeim og það er löngu liðinn tíð að formaður Sjálfstæðisflokksins geti gefið fyrirmæli inn á ritstjórnina hvaða myndir megi nota af honum. Hann er alsæll ef hann fær mynd af sér yfirleitt. Ritstjórar Morgunblaðins eru löngu vaxnir upp úr því að taka við fyrirmælum frá öðrum, nema þá í greiðaskyni eins að birta frétta- tilkynningar af safnaðarfundum eða afmælum. Það er enginn dáinn fyrr en dánartilkynning hefur komið í Morgunblaðinu og það fer enginn á hausinn fyrr en Mogginn segir frá þvi. Hins vegar segir Morgunblaðið ekki slæmar fréttir af þeim sem hann hefur velþóknun á. í því felst tvöfeldni Morgun- blaðsins og veikleiki að hann er of upptekinn í hagsmunagæslu og bræðralögum til að segja sannleik- ann um vini sína. Sérstaklega ef sannleikurinn er •vondur. Þögn Morgunblaösins er stundum há- værari en fréttirnir sem hann birt- ir. Þetta gerist ekki vegna aumingja- skapar hjá fréttamönnum við aö ná í fréttirnar. Það stafar af lands- fóðurlegri tillitsemi og þeim barna- lega misskilningi að enginn viti neitt nema það sem stendur í Mogga. í hinu guðs útvalda blaði. Vel má vera að æðri máttarvöld hafi úthlutað Morgunblaðinu hlut- verkinu: Vér eirnr vitum. En þá eiga þeir líka að fara betur meö það. Vandi þeirra Morgunblaðs- manna er nefnilega sá að þeir taka sjálfa sig svo hátíðlega að það jaðr- ar við að vera fyndið. Þegar þeir kalla sig blað allra landsmanna þá meina þeir það. Þeir eru hafhir yfir þann mannlega breyskleika að falla fyrir freistingum eða fara með slúður. Annar eins maður og Oh- ver Lodge fer ekki með neina lygi. Kunna sittfag En enda þótt Tóta htla tindilfætt beri ekki lengur út Moggann og Morgunblaðið hagi sér stundum eins og Palli sem var einn í heimin- um þá verður það ekki af blaðinu skafið að það á sér ekki sinn líka í heiminum. Útbreiðsla þess er að- dáunarvert ' insdæmi. Það nýtur góðs af ricstjórum sem kunna sitt fag. Þeir eru öfundsverðir, útgef- endumir og aðstandendur blaðs- ins, að hafa þá Matthías og Styrmi í ritstjórastólunum úr því blaðið er á annað borð komið í þá stöðu aö halda verndarhendi sinni yfir íslandi. Mér skilst að þeir skrifi bara spari eða þegar mikið hggur við en andagift Matthiasar og póht- ískt nef Styrmis svífur þar yfir vötnunum og báðir hafa þeir greindina og góðsemdina til að sjá um sig og sína. Úr því við höfum átt samneyti við Morgunblaðið í sjötíu og fimm ár, og sem betur fer eru engar likur á að því samneyti sé aö ljúka, er blað- inu óskað til hamingju með hversu vel því hefur tekist að telja þjóðinni trú um að það sé ómissandi. Og kannski er það alveg rétt. Kannski er Mogginn ómissandi. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.