Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
Persónuleikapróf
Einkennist líf þitt
af tilfinningasemi?
Litur þú á grát sem merki um veikleika?
Margir óttast aö of mikil tilfmn-
ingasemi hái þeim bæði í einkalíf-
inu og í starfi. í mörgum störfum
getur það valdið vandræðum ef
menn láta tilfinningarnar hlaupa
með sig í gönur. Slíkt getur haft
óæskileg áhrif á dómgreind manna
og gert þeim óbærilegt að sinna til-
teknum störfum.
Aðrir óttast kaldlyndi að sama
skapi og telja að vanmáttur til að
setja sig í spor annarra hái þeim.
Svo eru líka þeir sem ekki hika við
að kom fram eins og þeir eru
kiæddir og óttast ekki að láta til-
finningar sínar í ljós.
í þessu prófi eru settar fram þrjá-
tíu spurningar er allar lúta að við-
brögðum við aðstæðum sem kalla
á sterkar tilfinningar. Þú getur
svarað þessum spurningum játandi
eða neitandi eftir því hvað á viö
þig. Þegar þú hefur svaraö getur
þú gefið þér stig eftir því sem gefið
er upp í töflunni hér fyrir neðan.
1. Finnur þú til sektarkenndar ef
þú kemst við eða grætur þegar aðr-
ir sjá til? (...)
2. Lítur þú á grát sem merki um
veikleika? (...)
3. Telur þú að karlmenn eigi aldrei
að gráta svo aðrir viti til? (...)
4. Verður þú skömmustuleg(ur) ef
þú grætur við aö horfa á kvikmynd
eða lesa bók? (...)
5. Foröast þú að gráta við jarðarfar-
ir? (•..)
6. Vantreystir þú stjórmálamanni
sem brestur í grát á almannafæri?
(...)
7. Lítur þú á grát sem óþarfa útrás
fyrir tilfinningar? (...)
8. Gefur þú þeim sem kemur að þér
grátandi færi á að hugga þig? (...)
9. Verður þú vandræðaleg(ur) ef
þú sér fullorðinn mann gráta? (...)
10. Lætur þú sem þú hafir fengið
eitthvað í augun ef komiö er að þér
grátandi? (...)
11. Reynir þú alltaf að dylja reiði
þína? (...)
12. Reynir þú alltaf að leyna von-
brigðum? (...)
13. Kemur það fyrir að þú missir
stjórn á skapi þínu? (...)
14. Hefur skap þitt einhvern tíma
valdið þér vandræðum? (...)
15. Telur þú æskilegt að fá útrás
fyrir reiöina af og til? (...)
16. Talar þú oft um það sem veldur
þér reiði? (...)
17. Reiðist þú mjög auðveldlega?
(...)
18. Snertir þú daglega einhvern
sem þú elskar? (...)
19. Nýtur þú þess að finna fyrir
sterkum tilfinningum? (...)
20. Verður þú viðkvæm(ur) þegar
þú sérð lítil börn? (...)
21. Heldur þú óhikað í höndina á
þeim sem þú elskar þótt það sé á
almannafæri? (...)
22. Finnst þér gott að láta nudda
þig? (• • •)
23. Hikar þú við að segja þeim sem
þú elskar frá því hvernig þér líður?
(...)
24. Hefur þér einhvern tíma þótt
mjög vænt um gæludýr? (...)
25. Nýtur þú þess að vera kysst(ur)
afþeim/þeirrisemþúelskar?(...)
26. Hlærð þú einhvern tíma taum-
laust að fyndnum atriðum í kvik-
myndum eða sjónvarpi? (...)
27. Slærð þú oft taktinn með fótun-
um þegar þú hlustar á tónlist? (...)
28. Klappar þú oft manna lengst á
íþróttaleikjum, tónleikum eða öðr-
um slíkum samkomum? (...)
29. Hvetur þú oft ósjálfrátt iþrótta-
menn eða aðrar stjörnur sem þú
sérð í sjónvarpi? (...)
30. Manstu hvenær þú skemmtir
þér reglulega vel seinast? (...)
Niðurstaða
Gefðu þér eitt stig ef svar þitt er
það sama og gefið er upp i töílunni
hér fyrir neðan. Ef svarið er ekki
það sama færðu ekkert stig. Að lok-
um leggur þú stigin saman og sérö
af niðurstööunni hvar þú stendur
samkvæmt greiningunni.
Greining
Ef stigin eru frá 17 til 30
Viðhorf þín til tilfinningamála
eru mjög eðlileg og heilbrigð. Þú
skammast þín ekkert fyrir að láta
tilfinningar þínar í ljós af og til.
Fyrir vikið líður þér vel og þú ert
laus við spennu sem oft fylgir mik-
illi bælingu.
Ef stigin eru frá 8 til 16
Þú getur látið tilfinningar þínar
í ljós en finnst erfitt að gera það
eins oft og æskilegt væri. Þú ættir
að láta smátilfinningasemi eftir þér
oftar. Hikaðu ekki viö að gráta ef
þig langar til þess. Reyndu heldur
ekki alltaf að bæla reiði niður og
láttu þig hafa það að skella upp úr
þegar þú skemmtir þér vel. Þetta
gerir þér gott bæði andlega og lík-
amlega.
Ef stigin eru 7 eða færri
Þú ert mjög bæld(ur). Þú þarft
nauðsynlega að sýna tilfmningar
þínar af og til. Það er ekkert rangt
við það hvernig þér líður, hvort
sem þú kætist eða reiðist. Ef þú
gefur þér ekki lausan tauminn er
líklegt að það skaði heilsu þína.
1. já 0 nei 1 7. já 0 nei 1 13. já 1 nei 0 19. já 1 nei 0 25. já 1 nei 0
2. já 0 nei 1 8. já 1 nei 0 14. já 1 nei 0 20. já 1 nei 0 26. já 1 nei 0
3. já 0 nei 1 9. já 0 nei 1 15. já 1 nei 0 21. já 1 nei 0 27. já 1 nei 0
4. já 0 nei 1 10. já 0 nei 1 16. já 0 nei 1 22. já 1 nei 0 28. já 1 nei 0
5. já 0 nei 1 11. já 0 nei 1 17. já 1 nei 0 23. já 1 nei 0 29. já 1 nei 0
6. já 0 nei 1 12. já 0 nei 1 18. já 1 nei 0 24. já 1 nei 0 30. já 1 nei 0
ERÞAÐ 1 E»AX eða 2 27
A Bíræfnir menn stálu nú í vikunni lögreglubíl. Þeir komust
þó ekki langt vegna þess að bíllinn...
'1: fórekkiígang
X: varbilaöur '
2: óksjálfurheim
B í vikunni fæddust íj órburar á fæðingardeild Landspítal-
ans. Líkurnar á fjórburafæðingum er taldar vera:
1: einn á móti milljón
X: sömuogílottóinu
2: einnámótifimmhundruðþúsund
C Fy rirtæki í Reykj avík notar þetta sem ein-
kunnarorð fyrir þjónustu sem það selur.
Þjónustan er:
I: tryggingar
X: geymsla skartgripa
2: gullhúðun
D Sovétmenn hafa búið til farartæki sem sagt er að sé stæl-
ing á öðru bandarísku. Farartækið er:
1: reiðhjól
X: geimfeija
2: hestakerra
E Par nokkurt á nú í stríði við réttvísina í Bandaríkjunum.
Þau heita:
1: BonnyogClyde
X: JohnnyBGoodogMissBHaven
2: Ferdinand og Imelda Marcos
F Raddir eru nú uppi um að dýrum í Reykjavík sé mismun-
að. Dýrin sem hallað er á eru:
I: hundar
X: höfuðlýs
2: endur
G íslensk áfengistegund er í öðru sæti á vinsældalista íslend-
inga þegar þeir velja sér áfengi. Hún heitir:
1: kogari
X: smyglaðurbjór
2: Eldurís
H Af 32 knattspyrnuþjóðum í Evrópu eru íslendingar taldir
vera í:
1: 29. sæti
X: 5. sæti
2: 10. sæti
Sendandi
Heimili _____________________________________________________________
Rétt svar: A □ B □ C □ D □
! E □ F □ G □ H □
Hér eru átta spurningar og
hverri þeirra fylgja þrír mögu-
leikar á réttu svari. Þó er aðeins
eitt svar rétt við hverri spurn-
ingu. Skráið réttar lausnir og
sendið ókkur þær á svarseðlin-
um. Skilafrestur er 10 dagar.
Að þeim tíma liðnum drögum
við úr réttum lausnum og veit-
um þrenn verðlaun, öll frá póst-
versluninni Primu í Hafnar-
íirði.
Þau eru:
1. Fjölskylduteppi að verðmæti
kr. 5.430,-.
2. Fjölskyldutrimmtæki að
verðmæti kr. 2.750,-
3. Skærasett að verðmæti 1.560,-
í öðru helgarblaði héðan í frá
birtast nöfn hinna heppnu en
nýjar spurningar koma í næsta
helgarblaði.
Merkið umslagið 1 eða X eða 2,
c/oDV,pósthólf 5380,125
Reykjavík.
Vinningshafar fyrir 1 eða X eða
2 í tuttugustu og fimmtu get-
raun reyndust vera: Bergljót
Friðþjófsdóttir, Höfðabraut 7,
300 Akranes (hitateppi); Margr-
ét Bárðardóttir, Úthlíð 12,105
Reykjavík (trimmtæki); Helga
Eðvaldsdóttir, Aðalgötu 33,625
Ólafsfirði (skærasett).
Vinningarnir verða sendir
heim.
Rétt lausn var: 2-1-X-1-2-X-X-2