Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
21
Kvikmyndir
Hvaða Sherlock?
Michael Caine leikur Reginald Kincaid, hér dulbúinn sem Sherlock Holmes, og Ben Kingsley leikur Watson
lækni.
Ný kvikmynd um konung leyni-
lögreglumannanna, Without a
Clue, gerir ráö fyrir að Watson sé
snillingurinn en Sherlock aðeins
dulbúinn atvinnulaus leikari
Fyrsta kvikmyndin um hinn
ódauðlega Sherlock Holmes var
gerð árið 1900. Síðan hafa verið
gerðar um það bil 200 kvikmyndir
um konung leynilögreglumann-
anna og er hann þar með mest
kvikmyndaða sögupersónan.
Aldrei hefur verið erfltt að fá leik-
ara til að leika í kvikmynd um
Holmes. Laurence Ohvier, sem lék
prófessor Moriarty í The Seven-
Per-Cent Solution 1976, sagðist ekki
vilja ljúka leikferh sínum án þess
að komast í einhverja snertingu við
Holmes.
Þær kvikmyndir er gerðar hafa
verið eftir hinum 56 stuttu sögum
og fjórum skáldsögum sem Arthur
Conan Doyle skrifaði um Sherlock
Holmes hafa yfirleitt fylgt sögu-
þræðinum vel eftir. Aftur á móti
hafa verið gerðar kvikmyndir sem
skáldaðar hafa verið upp af seinni
tíma mönnum, kvikmyndir á borð
við The Private Life of Sherlock
Holmes, The Seven-Per-Cent Sol-
ution og Young Sherlock Holmes,
þar sem karakterbreytingar eiga
sér stað á söguhetjunni. Samt hefur
ahtaf fylgt honum sú einstaka
snilligáfa sem hefur orðið samn-
efnari fyrir úrlausn flókinna saka-
mála.
Without A Clue aörbreytir
ímyndinni. Þar er gert ráð fyrir að
Sherlock Holmes hafi í raun aldrei
verið til. Watson er snihingurinn
sem leysir flóknar gátur og hann
notar einskis nýtan leikara, Regin-
ald Kincaid, sem framhlið þegar á
þarf að halda. í myndinni veit Hol-
mes aldrei hvað um er að vera fyrr
en Watson segir honum það.
Þegar Without A Clue hefst er
Watson búinn að fá nóg af leikaran-
um Kincaid og hefur sagt honum
upp störfum. En þegar upp á borð-
iö kemur stórmál og beiðni um að
Kvíkinyndir
Hilmar Karlsson
Holmes leysi málið þarf Watson á
leikaranum að halda á ný.
Horfinn er hr. Ghes hjá konung-
legu myntgerðinni og með honum
mótin af peningaseðlum Englands.
Kincaid í gervi Holmes er engin
hetja og verður hræddur og vill
hlaupast á brott þegar Watson upp-
götvar að þaö er sjálfur prófessor
Moriarty sem stendur á bak við
ránið á peningamótunum.
Það er Michael Caine er leikur
Reginald Kincaid og Ben Kingsley
leikur Watson. „Ég hefði aldrei get-
að leikið alvarlegan Holmes," segir
Caine. „Reginald Kincaid er mikih
kvennamaður en um leið blankur,
atvinnulaus og drekkur mikið.
Mjög ólíkur því sem hinn eini sanni
Sherlock Holmes á að vera.“ Kings-
ley segir um Watson: „Hann er
mjög gáfaöur með ríkt ímyndunar-
afl og samband hans við leikarann
Kincaid er heimatilbúin vand-
ræði.“
Leikstjóri Without A Clue er
Thom Eberhardt. Hann er ekki
þekktur leikstjóri, enda hefur starf
hans aðallega legið í gerð heimilda-
mynda fyrir sjónvarp og handrits-
skrifum fyrir kvikmyndir. Einni
mynd hefur hann þó leikstýrt,
Night Of The Comet, ódýrri mynd
um tvær stúlkur sem lifa heims-
endi. Mynd sem vakti nokkra at-
hygh vestanhafs.
Handritshöfundarnir Larry
Strawther og Gary Murphy sátu
yfir kafiiboha eitt sinn þegar öðr-
um þeirra datt í hug hugmyndin
að Without A Clue. Þeir segja að
um leið og persónan Reginald Kin-
caid hafi orðiö til hafi þeir orðið
sammála um að Michael Caine'
væri rétti leikarinn til að leika
hann.
Þeir ásamt framleiðendum voru
ekki eins vissir um að Ben Kingsley
væri rétti maðurinn í hlutverk
Watsons, enda er Without A Clue
gamansöm kvikmynd. Kingsley
hefur nær eingöngu leikið alvarleg
hlutverk í kvikmyndum. Á sviði
hefur hann leikið mörg gaman-
hlutverkin. Það var loks Michael
Caine sem sannfærði þá um að
Kingsley væri rétti maðurinn.
Without A Clue verður örugglega
ekki síðasta kvikmyndin sem gerö
verður um Sherlock Holmes. Þessi
frægasta skáldsögupersóna bók-
menntanna er rík í hugum manna.
Hann fær bréf daglega send á heim-
ilsfangið í Baker Street. Og þótt
ekki komi fram jafn byltingar-
kenndar hugmyndir um Holmes
eins og sú sem við kynnumst í
Without A Clue, má búast við að
rannsóknir á eiturlyfjaneyslu hans
eða kynhneigð, svo eitthvaö sé
nefnt, gefi tilefni til nýrrar kvik-
myndar.
Þegar hausta tekur kólnar í veðri, sumariö erbúiðogþáer gott að
geta sest inn f hlýtt kvikmyndahús og séð góða kvikmynd. Þetta er
allavega sjónarmiö markaösstjóra kvikmyndafyrirtækjanna vestan
hafs. Rjóminn af framleiðslu ársins er yfirleitt settur á markaðlnn
síöustu þijá mánuði ársins. Hér á eftir verða kynntar nokkrar nýjar
og effirtektarverðar kvikmyndir sem þegar eru hafnar sýningar á eða
væntanlegar eru fram aö jólum í Bandaríkjunum.
DEAD RINGER er nýjasta kvikmynd David Cronenbergs og er talið
nær öruggt aö hún sé ein af mögnuðustu myndum þessa árs. Jeremy
Irons leikur tvibura sem smátt og smátt verða brjálaöir, sérstaklega
þegar leikkona ein veröur ástíangin af öðrum þeirra. Dead Ringer er
lauslega by ggö á ævi t víburanna Cyril og Stewart Marcus sem voru
læknar en frömdu saman sjálfsmorö.
RUNNING ON EMPTY er sögð besta kvikmynd Sidney Lumets í lang-
an tiraa og er þó af nógu aö taka. Fjallar myndin um hjón sem hafa
veriö i felum í firamtán ár vegna hryöjuverks sem þau frömdu. Nú
vill sonur þeirra fara í háskóla. Aðalhlutverk leika Christine Lathi,
Judd Hirsch og River Phoenix.
PUNCHLINE fjallar um gamanleikarann Steven Gold sem gerir aUt
til að áhorfendurnir hlæi að honum eða þangaö til hann hittir húsmóð-
ur sem biður hann um að kenna sér að segja brandara. Tom Hanks
þykir sýna snilldarleik og með Punchhne og Big er hann kominn i
hóp þeirra stóru. SaUy Field er meðleikari hans. LeUístjóri David Seltz-
er.
THE ACCUSED fjallar um unga konu sem nauögað er af fjórum ung-
mennum og baráttu hennar og lögfræöings fyrir réttlæti. Fyrst eru
nauðgaramir leiddir fyrir rétt og síðan þeir sem horfðu á og gerðu
ekkert tíl aö hjálpa fómarlarabinu. Aðalhlutverkin leika Jodie Foster
og KeUy McGiUis. LeUcstjóri er Jonathan Kaplan.
ANOTHER WOMAN er nýjasta kvikraynd Woody AUen og er hér
ekki um gamanmynd að raeöa, heldur þykir hann fara á mið uppá-
haldsleUcstjóra síns, Ingraar Bergman, og hefur gert eftirminnilega
kvUcmynd. Gena Rowlands leUcur háskólakennara sem leigir sér íbúð
við hlið sálfræöings. Hún heyrir hvað honum og sjúklingum hans fer
á mUIi og vekur einn sjúkhngurinn raikinn áhuga hennar. Aörir leUc-
arar eru Mia Farrow, Gene Hackman og John Houseman.
HEARTBREAK HOTEL er eins og margir vita nafn á einu þekktasta
lagi Elvis Presley og þetta er kvikmynd um Presley. Ekki eins og
menn eiga að vervjast, heldur er skálduð upp saga af unglingsdreng
sem fær Presley tU aö hjálpa fjölskyldu sinni út úr vandræðum. David
Keit leikur kónginn. LeUcstjóri er Cris Columbus.
THE ACCIDENTAL TOURIST er nýjasta kvikmynd Lawrence Kash-
dan. Þar leiðir hann saman stjömumar úr fyrstu kvikraynd sinni
Body Heat, WUliam Hurt og Kathleen Turaer, í kvikmynd um rithöf-
und sem missir son sinn um leið og eiginkonan fer frá honum.
GUILTY BY SUSPICION hefur Meryl Streep í aðalhlutverki. Byggö á
sönnum atburði og fjallar um Lyndy Chamberlain sem var dæmd
fyrir morð á ungu bami sínu sem hún sagði að hundar hefðu haft á
brott með sér. Myndin er að öUu leyti tekin í Ástralíu og leikstjóri
erFredSchepisi.
ALDEN NATION er nýbúið aö fmmsýna og rakar inn peningum þessa
dagana. James Caan leikur lögregluþjón i nánustu framtíð. Hann og
félagi hans leita uppi verur utan úr heimi sem hafa brotlent á geim-
skipi sínu á jörðinni. Ekki er hægt að sjá raun á mennskum og geim-
verunum. MeöleUcarar Caan eru Mandy Patinkin og Terence Stamp.
Leikstjóri er Graham Parker.
EVERYBODY’S ALL AMERICAN gerist á tuttugu og fimm ára tíma-
bUi og fjaUar um vinskap sem hófst í skóla. Persónumar þijár voru
allar vinsælar og miklum hæfileUcum búnar og spáö miklum frama.
ÚrvalsleUcaramir Jessica Lange, Dennis Quaid og Timothy Hutton
leUca aöalhlutverkin og Taylor Hackford er leUcstjóri.
HIGH SPERITS er fyrsta kvikmynd NeU Jordan í HoUywood. TU að
auka ferðamannastrauminn til sín segist kastalaeigandi einn eiga
mesta draugakastala á írlandi Hann ræður til sín töframenn tU aö
framleiöa óhugnaðinn. Hlutirnir taka aðra stefnu en áætlað var þegar
ekta draugur gerir vart viö sig. Peter O’Toole leikur kastalaeigand-
ann. Aörir leikarar era DaryU Hannah og Steve Guttenberg.
TALK RADIO er nýjasta kvikmynd OUver Stone. Mun minni umsvifs
en Platoon og WaU Street FjaUar um þáttageröarmann sem veröur
skotmark hægri sinnaðra öfgamanna. Myndin er byggð á samnefndu
leUcriti eftir Eric Bogosian og bók eftir Stephen Singular TaUced To
Death: The Life And Murder Of Alan Berg. Og leikur Eric Bogosian
aðalhlutverkið ásamt Alec Baldwin og EUen Greene.
TWINS fiaUar eins og nafnið bendir til um tvibura og það eru engir
venjulegir tvíburar. Þeir era nefnUega leUcnir af Amold Schwarzen-
egger og Danny De Vito. Og varla er hægt að hugsa sér ólíkari menn.
LeUcstjóri er Ivan Reidman.
JACKNIFE hefur Robert de Niro í aðalhlutverki ásamt Ed Harris og
Kathy Baker. Myndin fiallai- um tvofyrrverandi hermenn i Vietnam.
Þeir veröa ástfangnir af sy stur hvors annars og hefur það áhrif á vin-
áttu þeirra. „Þetta er ekki mynd um Vietnam stríðið heldur um áhrif
mikUs álags á einstaklinga,” segir leikstjórinn David Jones.
WORKING GIRL er leikstýrt af Mike Nichols og í aöalhlutverkum era
Harrison Ford, Sigoumey Weaver og Melanie Griffith. Þetta er ein
dýrasta myndin sem frumsýnd veröur á þessu ári. Fjallar myndin um
fólk á uppleið í viðskiptaheimi New York borgar, samkeppni þess á
milli og tilfirmingalif.
TEQUILA SUNRISE er um tvo skólafélaga sem halda vinskap þrátt
fyrir ólíkt lifemi. Mel Gibson leikur fyrrverandi eiturlyfjasala og
Kurt Russell lögreglu sera fær þaö verkefiU aö koraa eiturlyfjasaianum
i fangelsi. MicheUe Pfeifier leUcur konuna sem báðir eru ástfangnir
af. Leiksfjóri er Robert Towne.