Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. REYKJAVÍKURHÖFN Þeir sem telja sig eiga nætur eöa annað í geymslu á lóðinni Hólmaslóð 10 í Örfirisey skulu fjarlægja eigur sínar fyrir 1. desember nk. Eftir þann tíma verða þær fjarlægðar á kostnað eigenda. Reykjavík, 4. nóvember 1988 Hafnarstjórinn í Reykjavík ■ Húsgögn "skápar, sófar,bor<5 og bekkir, betri kaup þú varla þekkir. LeitaÖu ei um hæðir og hóla, heldur skaltu á okkur.......... SMAAUGLYSINGAR SÍMI 27022 Framtíðarþjónusta Við höfum nú opnað bónstöðina fyrir almenning. Notum einungis góðar vörur ffyrir bílinn þinn. Fljót og góð þjónusta Hjá Jobba í húsi Framtíðar Sími: 685100 (149) Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Mýrargata og nágrenni Tillaga að deiliskipulagi af Mýrargötu og nágrenni er hér með auglýst samkvæmt gr. 4.4 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985. Svæðið afmarkast að austan af Grófinni, að sunnan af Vesturgötu, að vestan af Ánanaustum. Tillagan nær einnig til reits sem afmarkast af Vesturgötu að norðan, Seljavegi að austan, Holtsgötu að sunnan og Ánanaustum að vestan. Svæðið er undir stjórn tveggja aðila, svæðið sunnan Mýrargötu heyrir undir Reykjavíkurborg en svæðið norðan Mýrargötu undir Reykjvlkurhöfn. Skipulags- tillagan er samstarfsverkefni Borgarskipulags, Borg- arverkfræðings og Reykjavíkurhafnar. Skipulagstillagan verðurtil sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð, alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00 frá 7. nóvember til 7. desember. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Borgarskípulag Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Fjölmidlar Sé sæmilega hlutlaust litið á málin má segja aö þessi síðasta könnun staðfesti fyrst og fremst aö lítið sé hlustað og horft miðað við það sem eitt sinn var. Kannanir og túlkun þeirra Þa hefur ný alvöru skoöanakönn- un um neyslu á ljósvaka-miðlum litiö dagsins ljós. í raun og veru er ekki ástaeða til þess að fjölyrða mikið um niðurstöður hennar, þaö fréttnæma viö þær er að Stöö 2 hefur hlutfalls- lega sótt á í fréttum, Bylgjan hefur aftur skotiö Stjömunni ref fyrir rass og Rás 2 hefur heldur sótt í sig veðr- iö, þótt ekki sé það nú eins mikiö og látið var í veðri vaka fyrir skömmu. Niðurstöður og túlkanir Þegar samstarf tókst miili ljós- vakamiölanna, Sambands íslenskra auglýsingastofa og Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Islands um þessar neyslukannanir var það ljóst aö fjöl- miðlar hefðu frjálsar hendur um túlkun niðurstaöna. Satt best að segja hafa þeir líka gert þaö hver á sinn hátt, og vitaskuld yflrleitt gert þaö til þess aö gera sinn hlut sem skástan. Ekki get ég bent á neinar beinar falsanir í þessum túlkunum, en á eitt atriði langar mig til að benda til umhugsunar þeim sem láta slikar kannanir hafa áhrif á sig. Þegar hlustun og horfun er metin er þaö gert i prósentum. Sett er upp vepju- legt línurit, þar sem sá ás er upp vís- ar er prósentumælingin en lárétti ásinn útsendingartíminn sem mæld- ur er. Nú er það svo að þegar venju- legur maöur hugsar um prósentu- mælingar þá miðar hann hlutfallið við 100%. Þegar eitthvaö mælist 30% rís lína ritsins i tæplega þriðjung heildarhæðarinnar og er ekki sérlega merkileg við fyrstu sýn annarra en þeirra er til þekkja. í þeim línuritum sem fylgja niöurstöðum umræddra kannana og síðan eru notuð til þess að gera alls kyns auglýsingar um yflrburði miðlanna er þessu á annan veg farið. Þar er lóðrétti ásinn, pró- sentumar, lækkaöur eins og með þarf, til dæmis aðeins hafður upp í 35%. Með því móti nást mjög háir toppar, sem auðvelt er að gera skrautlega í auglýsingum, enda þótt sannleikurinn sé sá að þeir eru ekk- ert til að státa sig af, ef rétt heildar- mynd væri gefin. Lítil hlustun og horfun Sé sæmilega hlutlaust litið á málin má segja að þessi síðasta könnun staðfesti fyrst og fremst að lítið sé hlustað og horft miðað við það sem eitt sinn var. Fróðlegt væri t.d. að sjá samanburð á hlustun og horfun Rík- isútvarpsins fyrir nokkrum árum og nú. Enda þótt fréttir Sjónvarpsins séu enn yfirleitt vinsælasta sjón- varpsefnið eru það þó aöeins rúm 40% sem á þær horfa. Hvemig var þetta fyrir aÚmörgum ámm? Man ég þaö ekki rétt að talan hafi verið milli 60 og 70%, hlustendatala sumra vin- sælla útvarpsþátta svipuð og hljóð- varpsfrétta jafnvel enn hærri? Nú slefar samanlagður áhorfendafjöldi sjónvarpsfrétta beggja stöövanna rétt upp fyrir 80% og er þó vitað að þar er að verulegu leyti um sama fólkið að ræða. Þótt hlustendafjöldi allra útvarpsrása sé lagður saman kemst hann ekkert nærri því sem gamla gufan sat ein aö fyrir nokkmm ámm, ef minni mitt bregst ekki ill- yrmislega. í fljótu bragði sé ég því ekki betur en aö hin margrómaða flölmiölabylting hafi haft í fór með sé minni heildamotkun á fjölmiðl- um. Þetta er út af fyrir sig ekki alvar- legt mál fyrir blessaöa þjóðina, en tæplega hafa þeir sem vaskast hafa Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson barist a vigvölium tpálsrar tjölmiðl- unar ætlast til þess að þetta yrði nið- urstaðan. Nú geta menn út af fyrir sig rassakastast með alls kyns aug- lýsingar um eigið ágæti á grundvelli þessara neyslukannana í friði fyrir mér, þeir hafa guði sé lof fullt leyfi til þess, en mér finnst að tími hljóti aö vera kominn fyrir þá sem fyrir ljósvakaíjölmiðlun standa að hugsa sinn gang. Er það kannski eðlilegt að eftir því sem úrvalið vex noti færri þessa miðla? Vera kann að svo sé.. Fólk verður ef til vill það ruglað af þessari skyndilegu holskeflu að það verður ekki eins háð ljósvakamiðl- unum og fyrr. Gæti skýringin hugs- anlega einfaldlega legið í því að það efni sem miðlarnir bjóða upp á sé ekki nægilega gott? Óneitanlega sæk- ir að mér sá grunur eftir að hafa séð þessa könnun. Margar dýrmætar upplýsingar Þessi neyslukönnun Félagsvís- indadeildar býr annars yfir fjölmörg- um dýrmætum upplýsingum fyrir þá sem vilja ná með boðskap sinn til almennra borgara. Það er til að mynda ljóst að talsvert er misjafnt eftir starfsstéttum, kyni og aldri hvemig fiölmiðlanotkunin er. Þetta kemur út af fyrir sig engum á óvart, en í könnuninni er á aðgengilegan hátt unnt að sjá hvernig þetta skipt- ist. Hún hlýtur einnig aö vera dýr- mætt veganesti fyrir þá starfsmenn fiölmiðlanna sem eru ekki of upp- hafnir af sjálfum sér til þess að vilja sækja lengra fram á markaðnum. Og hvað sem allri túlkun líður, held ég að mörgum þeirra hljóti aö vera það ljóst aö í könnuninni leynast margar óæskilegar niöurstöður fyrir þá og þeirra miðla. Flelri kannanir Þaö hafa fleiri kannanir verið gerð- ar. Nýlega kynnti stórveldið í ís- lenskri blaðaútgáfu, Morgunblaöið, niðurstööur umfangsmikillar könn- unar sem Gallup á Islandi hefur gert fyrir blaðið á því hvemig efni þess er lesið. Sú skýrsla sem ég hef undir höndum um þetta mál er merkt trún- aöarmál, og þar sem ég er af gamla skólanum dettur mér ekki í hug að ijúfa trúnað. Ég vona hins vegar að Morgunblaðið sjái sér fært að miðla fljótlega opinberlega einhveijum þeirra upplýsinga sem þama koma fram, því þær eru nfiög athyglisverð- ar. Ekki aðeins fyrir þá sem við fiöl- miölun og kynningarstarfsemi fást heldur ábyggilega einnig fyrir þá fiöl- mörgu sem hafa almennan áhuga á félagsmálum. Ég þykist talsvert hafa velt fyrir mér neyslu fólks á fiölmiðl- um, en í þessari könnun Morgun- blaðsins kemur mér ýmislegt á óvart, ekki síst um áhugamál karla og kvenna. Vafalaust gildir eitthvað svipað um það hvernig efni annarra prentmiðla fellur lesendum þeirra í geð, þó vera kunni að t.d. áhugi á pólitískum skrifum sumra annarra blaða sé hlutfallslega hærri, einfald- lega vegna þess að lesendahópur þeirra er póltískt einlitari. Saman- burður við önnur blöð er hins vegar erfiður, einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þorað að taka þátt í upplagseftirliti eins og Mogginn, að Degi á Akureyri undanskildum. Það verður að segja eins og er að mikill skortur er á upplýsingum um neyslu prentaðs máls hérlendis fyrir þá sem halda prentmiðlum að verulegu leyti gangandi, nefnilega auglýsendur. Samhliða upplagseftirliti þarf einnig að gera umfangsmiklar kannanir á því hvernig þessi blöð eru lesin og af hverjum, svipað og Morgunblaðið hefur nú ráðist í hjá sér. Hin nýju samtök auglýsenda hljóta aö sækja fast á með að þessi mál komist í svip- að horf hjá okkur og gerist með öðr- um þjóðum. Varla ætti að standa á auglýsingastofum að styðja þá dyggi- lega í því efni. Magnús Bjarnfreðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.