Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 24
LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1988. Popp_______________________ Gildran á tónleikaferð Gildran leggur snörur sínar víða - heyrist þó lítt í frjálsu útvarpi Þaö eru Akureyringar sem fá tón- list Gildrunnar beint í æð um þessa helgi. Hljómsveitin var með tónleika í höfuöborg Noröurlands í fyrra- kvöld og gærkvöld og leikur þar jafn- framt í kvöld. Nánar tiltekið í Zebra. Gildran hefur átt annríkt undan- famar vikur. Þremenningarnir Birg- ir Haraldsson, Þórhallur Árnason og Karl Tómasson hafa farið víða um land og kynnt lög af plötunni Hugar- fóstri sem kom út fyrr í haust. Að sögn Karls hefur salan verið viðun- andi. Hæst komst platan í fimmta sæti breiðskífuiista DV fyrir nokkru. Hins vegar vekur athygli að út- Gildran fer víða um þessar mundir. Kópavogsbúar, Akurnesingar, Selfyssingar og Þorlákshafnarmenn eiga von á henni í þessum mánuði og þeim næsta. varpsstöðvamar hafa látið Hugar- fóstrið að mestu leyti fram hjá sér fara. Stjaman og Bylgjan virðast ekki vita af því að platan sé komin út. Nokkrir dagskrárgerðarmenn Rásar tvö virðast vera betur með á nótunum. Nokkrir tónleikar til viðbótar þeim sem hafa verið haldnir á Akureyri um þessa helgi hafa verið ákveðnir. Gildran verður í Duushúsi á fimmtu- daginn kemur, sem og fimmtudaginn 1. desember. í Menntaskólanum í Kópavogi skemmtir hljómsveitin 24. nóvember, kvöldið eftir á Hótel Akranesi og þann 26. í Duggunni í Þorlákshöfn. Tvennir tónleikar em fyrirhugaðir í Inghóli á Selfosi í des- ember, dagana annan og sautjánda. Karl Tómasson sagðist búast við því að fleiri tónleikar bættust við það sem eftir lifði ársins. -ÁT- Stiftamtmannsvalsinn. Hann lætur ekki hanka sig á smáatriðunum DV-mynd Ragnar Sigurjónsson Stiftamtmannsvalsimi Stiftamtmannsvalsinn kveður sér hljóðs Stiftamtmannsvalsinn er nýjasta nafnið í rokkflóm og -fánu landsins, kvartett sem ekki er að tvínóna við hlutina. „Við stefnum að því að fara í stúdíó núna í mánuðinum og byrja að leggja drögin að plötu,“ segir Bjarni Tryggvason, söngvari og textasmið- ur hljómsveitarinnar. „Ætli sú plata gæti ekki komið út í vor eða sumar.“ Með Bjarna í Stiftamtmannsvalsin- um eru Hallur Ingólfsson trommu- leikari, Flosi Þorgeirsson sem leikur á bassa og gítarleikarinn Aðalsteinn Bjargþórsson. „Við semjum allir lögin í samein- ingu,“ segir Bjami. „Eg sé svo um textana. Á íslensku? Að sjálfsögðu. Við látum ekki hanka okkur á smáat- riðunum!" Stiftamtmannsvalsinn kom fram í fyrsta skipti í rokkklúbbnum Zeppel- in á dögunum. Að sögn Bjama eru þeir fjórmenningarnir að sníða af vankantana sem þar komu í ljós áður en lagt verður í’ann að nýju, út á þymum stráða braut tónleikahalds. „Við miðum prógrammið eingöngu við tónleikahald, melódískt rokk með hæfilegum krafti," segir Bjarni. „Ætli viö verðum ekki aðallega á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Annars liggur okkur ekkert á. Við viljum frekar slípa vel til það sem viö bjóðum upp á en að fara að ana út á meðal fólks með allt hálfklárað.“ -ÁT- Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Volvo 244 1987 MMC Pajero 1988 Skoda 120L 1986 Fiat 127 1985 Lada 1200 1985 Toyota Corolla Twin Cam 16 1985 Mazda 323 1300 1983 Datsun Cherry 1981 Mazda 929 1980 Dodge Aspen st. 1979 Toyota Celica 1976 Suzuki Katana 1100 bifhjól 1982 Bifreiðarnar verða tii sýnis mánudaginn 7. nóv. í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Til- boðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERNDGEGNVÁ TKYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 Jólaplötur Takts eru á næstu grösum: Leggja áherslu á geisladiskana Taktur, sem eitt sinn hét hljóm- plötudeild Fálkans, ætlar að gefa út átta titla fyrir jólin. Og þar á bæ verður aðaláherslan lögð á geisla- diska og kassettur. Plastið heyrir jú senn sögunni til. Af diskum með nýju efni, sem koma út síðar í mánuðinum, skal fyrst telja Quintet meö Birni Thor- oddsen. Hann leikur eigið efni á plötunni með dönsku úrvalsliði, þar á meðal trommaranum Alex Riel sem þykir í sérflokki. Þjóðlegur fróðleikur nefnist djassplata með Guðmundi Ingólfs- syni og félögum, þeim nafna hans Steingrímssyni og Þórði Högnasyni kontrabassaleikara. Þeir þremenn- ingamir halda sig við íslensk þjóð- lög og sönglög frá fyrri tímnum. í djassútsetningum að sjálfsögðu. Forráðamenn Takts hleypa af stokkunum nýrri útgáfuseríu fyrir jóhn. Gullnar glæður nefnist hún. Þar er tekin fyrir eldri tónlist sem naut vinsælda fyrr á árum. Það eru plötur með Hauki Morthens og Hljómum sem eru væntanlegar. Tuttugu og fimm lög eru á hvorri plötu eða öllu heldur diski. Taktur sendir enn fremur frá sér disk með jólalögum Geimsteinsút- gáfurmar, Gleðileg jól, og Get ég tekið sjéns með hljómsveitinni Grafík. Sú plata kom út fyrir nokkrum árum og vakti ekki þá athygli sem búist var við að hún ætti skilið. Diskurinn kann að breyta því. Og þá eru það plötur frá Takti sem ekki koma út á geisladiskum að sinni. Fyrst skal telja barnaplötu með Emi Ámasyni leikara - afa á Stöð 2. Afi með sjóræningjum er vinnutitillinn. Þriggja platna safn með Maríu Markan er þegar komið út. Það er í svipuðum dúr og útgáfa Takts á tónlist með Stefáni íslandi á síðasta ári. Loks er að geta forvitnilegrar plötu. Á henni em lög eftir Gylfa Þ. Gíslason sem Jón Þórarinsson hefur útsett. Söngvarar á þessari plötu eru Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Sigríöur Ella Magnúsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Garðar Cortes. Við hljóðfærið er Ólafur Vignir Albertsson. -ÁT- Umsjón Ásgeir Tómasson Quintet er nafnið á nýjustu plötu Björns Thoroddsen. Hún verður einnig gefin út í Danmörku nú á næstunni. DV-mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.