Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
46
Iitlu fjórburastúlkumar rólegar og góðar:
Kvíðum ekki svefn-
lausum nóttum
- segja þau Margrét Þóra Baldursdóttir og Guðjón S. Valgeirsson
„Ég get ekki neitað því að ég var
orðin mjög þreytt. Allar hreyfmgar
voru erfiðar og ég þurfti á hjálp að
halda til að snúa mér við í rúminu.
Síðustu daga hélt ég litlu niðri og
átti erfitt með svefn nema með hjálp
svefntafla," sagði Margrét Þóra Bald-
ursdóttir, 34ra ára, nýorðin fjórbura-
móðir, í spjalli við helgarblað DV.
Hún var þá nýkomin af vökudeild-
inni þar sem hún fylgdist með dætr-
unum fjórum. „Þetta er alveg yndis-
legt, því er ekki að neita. Ég á ekki
orö tíl aö lýsa þessu.“
Margrét Þóra var í helgarviðtali við
DV í vor en vildi þá ekki láta nafns
síns getið enda komin tæpa þrjá
mánuði á leið. „Allir sem þekkja
okkur höfðu samband eftir viðtalið.
Einn þekkti arininn, annar tók eftir
mynd af syni okkar á veggnum og
einhver þekkti hendurnar á mér.
Viðtaliö olli okkur þó á engan hátt
neinum óþægindum. Við fundum
helst fyrir því hversu áhugi á tækni-
frjóvgun óx til muna. Mjög margir
höfðu samband viö okkur og báðu
um leiðbeiningar og það var helst aö
heyra á fólki að það hefði ekki trúað,
fyrr en viðtaliö birtist, hversu auö-
veldlega væri hægt aö komast í þessa
aðgerö,“ sagði Margrét enn fremur.
Aukning
í tækni-
frjóvgunum
Eiginmaður hennar, Guðjón S. Val-
geirsson, tók í sama streng. „Þaö
virtist nánast um holskeflu að ræða
svo margir fóru út í sumar. Til dæm-
is ein vinkona okkar sem býr í Mos-
fellsbæ, sem bað um að fá lánaðan
sloppinn hennar Margrétar sem hún
var í úti, gengur með tvíbura núna.
Það gekk í fyrstu tilraun hjá henni.
Þegar hún var úti voru tíu íslensk
hjón sem biðu eftir að komast í að-
gerð og fjöldi hér heima á biðlista."
Guðjón sagði að enginn talaði um
glasabörn við þau eftir að telpurnar
fæddust. „Við höfum reyndar aldrei
heyrt minnst á það. Enda er þetta
ekki eins og það hljómar. í raun er
þetta aðeins lítil aðstoð, það er ekki
verið að búa til neitt. Það er ekki eins
og það sé verið að hrista einhverju
saman í glösum, langt því frá,“ segir
hann.
Auðólfur Gunnarsson læknir hafði
strax samband við Bourn Hall Clinic
þegar fæðingin var afstaöin en þetta
er í annað skipti í heiminum sem
glasafjórburar fæðast. „Þeir láta sér
víst nægja að setja þrjú egg í konuna
núna eftir að eggin fjögur frjóvguð-
ust öll hjá okkur. Hins vegar er það
mjög algengt að aðgerðin misheppn-
ist. Þegar við fórum út í annað sinn
var okkur sagt að líkurnar væru
þrjátíu prósent á að frjóvgun tæk-
ist.“
Þyngdíst um
tæp sex kíló
Guðjón segir gott að þetta skuli allt
afstaðið og stúlkurnar allar heil-
brigðar og vel skapaöar. „Margrét
Þóra er búin að vera hér á fæðingar-
deild Landspítalans síöan í júlí. Hún
fékk þó alltaf helgarfrí. Undir það
síðasta fékk hún samt ekki að sofa
heima, þeir vOdu fylgjast með henni.
Þetta var líka orðið svo erfitt. Hún
var orðin svo þung á sér.“
Þrátt fyrir að Margrét væri þung á
sér, sem vonlegt er með fjögur börn,
þyngdist hún ekki nema á bilinu 5-6
kíló allan meðgöngutímann. Það
þýðir að hún hefur sjálf lést talsvert.
„Ætli ég verði ekki bara fín þegar
legiö er gengið saman," segir Mar-
grét. Af skiljanlegum ástæðum er
mikil áreynsla fyrir líkamann að
bera þennan þunga og Margrét sagði
okkur áð henni finndist hún vera
með gapandi sár innan í sér. „Ég var
mjög þreytt eftir fæðinguna og
spennt. Það var eins og uppsöfnuð
þreyta undanfarinna mánaða hefði
komið fram. Nú finn ég dagamun á
mér,“ segir Margrét sem gekk með
hjólastólinn á undan sér á fimmtu-
dagskvöldið þegar viðtaliö var tekið
þótt aðeins væru liðnir tveir sólar-
hringar frá uppskurði.
Blóm frá
fjórburamóður
Hún segist ætla að reyna að hafa
börnin á brjósti en margir hafa sjálf-
sagt velt fyrir sér hvort slíkt sé ekki
óframkvæmanlegt. „Ég vona að mér
takist það. Ennþá hef ég ekki getað
gefið þeim brjóst, mjólkin kemur
ekki eins fljótt þegar börn fæðast
fyrir tímann og við keisaraskurð eins
og í eðlilegum fæðingum. Þær eru
byrjaðar að fá mjólkurduft og eru
mjög duglegar," segir Margrét enn
fremur.
Á fæðingardeildina hafa borist
hundruð rósa- og blómvanda af öll-
um gerðum og stærðum. Á stofu
Margrétar er blómahaf á hverju
borði. Þau segjast hafa fengið kveðj-
ur frá ótrúlega mörgum. Sérstaklega
þótti þeim vænt um að fá blómvönd
frá fjórburamóöur. Hún fæddi fjór-
burana 31. október 1957 en aðeins
einum degi munaði að fjórburafæð-
ing hefði aftur orðið á þeim degi.
Guðjón segist hafa fundið það á sér
aö þetta yrðu tveir strákar og tvær
stelpur. „Mér fannst það lógískt að
svo yrði. Við vissum það fyrir mán-
uði síðan að það væru að minnsta
kosti tvær stelpur. Það kom fram í
sónar. Spumingin var þá með hin
tvö. Fólk sem við þekkjum var alltaf
að dreyma fyrir hvaða kyn kæmu 1
heiminn, bæði ömmur og aðrir, en
engan hafði dreymt fjórar stúlkur.
Það kom okkur því nokkuð á óvart,“
segir Guðjón og Margrét bætir því
við að kominn sé tími til að kven-
menn fái yfirráðin á heimilinu. „Ég
er búin að vera svo lengi ein með
þeim tveimur.“ Sonurinn, Jóhannes
Baldur, telur að stjórnsemi móður
sinnar hafi komið í stað nokkurra
kvenmanna hingað til. Fjölskyldan
er létt í skapi og lætur sig ekki muna
um að gantast með nýju fjölskyldu-
meðlimina.
Tvö barnarúm
fyrst um sinn
Guðjón segist hingað til ekki hafa
verið neinn sérstakur barnakarl en
ætli það breytist ekki núna. „Ég kvíði
því að minnsta kosti ekki að ég fái
lítinn svefnfrið. Þær eru svo rólegar
og maður verður þá bara að taka því
eins og hverju öðru.“ Margrét segist
ekki kvíða neinu þar sem hún eigi
bæði eiginmann og fjórtán ára strák
sem munu hjálpa henni. „Jóhannes
er sérstök barnagæla."
Þegar við veltum því fyrir okkur
hvernig verður við matarborðið þeg-
ar mata þarf fjóra munna er Margrét
fljót til svars: „Við erum þrjú og svo
reynum við alltaf aö hafa einn gest
til að mata þá fjórðu.“ Barnarúmin
verða fyrst um sinn tvö því ráðlagt
er að hafa tvö börn saman í rúmi
meðan þau eru ung. „Þetta verður
ekkert vandamál," segir Margrét.
„Hér á Landspítalanum fær maður
bækling sem segir hvað á að kaupa
handa einu nýfæddu barni og við
margfoldum það bara meö fjórum."
Þurrkari frá
karlakór
Margir velta því sjálfsagt fyrir sér
hvort ekki verði kostnaðarsamt að
klæða og fæða fjögur kornabörn.
„Við erum sem betur fer búin að
koma okkur ágætlega fyrir og komin
úr mesta baslinu sem margir jafn-
aldrar okkar eru í,“ segir Guðjón.
„Maður verður bara að vinna og
vinna. Ættingjar hafa verið að færa
okkur fót á þær litlu svo þetta bjarg-
ast allt saman,“ segir Guðjón og
Margrét bætir því við að félagar
Guðjóns í karlakórnum Stefni hafi
fært þeim þurrkara þennan sama
dag. „Það kom sér vel því ég var
búin að ákveða að kaupa mér einn
slíkan. Bleiuframleiðendur hafa líka
haft samband," segir Margrét og
brosir en hún lýsti því yfir í viðtali
við DV í vor að hún myndi eingöngu
nota bréfbleiur til að spara sér enda-
lausa þvotta.
Ennþá hafa þau ekki keypt neitt
handa litlu dætrunum en þær verða
á spítalanum fram í desember að öll-
um líkindum. „Þegar ég verð orðin
hress forum við af stað aö versla,"
segir Margrét. „Við heyrðum á Stöð
2 að hægt væri að fá fjórburavagn
en við þurfum auðvitaö að kaupa
flögur burðarrúm," segja þau. Guð-
jón segist fremur búast við að kaupa
tvo tvíburavagna þar sem í móður-
kviði fylgdust alltaf tvær og tvær
saman og voru tvær um hvora fylgj-
una. „Ætli við leyfum þeim ekki að
fylgjast að eins og þá.“
Sónarinn gaf
góðar vonir
Á meðgöngunni fylgdust þeir Guð-
jón og Jóhannes vel með öllu. Guðjón
segir að hann hafi getáð fundið
spörkin vel og Margrét bætir við að
hún hafi fundið mjög mikið fyrir öll-
um hreyfingum og spörkum. „Það
reyndi mikið á öll líffæri,“ segir hún.
Guðjón fór alltaf með Margréti þegar
hún fór í sónar. „Maður gat fylgst
vel með fjórburunum. Læknarnir
voru alltaf svo ánægðir og það gaf
manni góðar vonir. Þeir voru undr-
andi á hvað allt gekk í rauninni vel
því þeir voru hræddir um að legið
myndi opna sig.“
Óll fjölskylda Margrétar býr í
kringum þau í Mosfellsbæ og þau
sögðust vonast til að fá hjálp þaðan.
Guðjón er úr Skagafirðinum og þar
býr fjölskylda hans. Segja má aö ætt-
ir þeirra hafi stækkað um nokkur
prósent á einum degi.
Jóhannes Baldur hefur fengið mik-
il viðbrögð í skólanum og stöðugt er
verið að spytja hann um systurnar.
Nokkrir skólafélagar færðu móður
hans blómvönd. Hann segist hlakka
til að fá stelpurnar heim og sé stað-
ráðinn í að verða yfirskiptari. Jó-
hannes var búinn að ákveða að þetta
yrðu þrír drengir og ein stúlka. Þó
voru engin veðmál í gangi.
Þegar Guðjón er spurður hvort
stoltið hafi ekki blossað upp er hann
fékk fjórar heilbrigðar dætur segir
hann það svo sannarlega hafa verið.
„Sennilega verður það enn meira
þegar við fáum að hafa þær meira.
Enn sem komið er höfum við lítið
fengið aö halda á þeim.“ Guðjóni
finnst þær ekkert svo litlar, segist
heldur velta því mikið fyrir sér
hvernig þær komust allar fyrir í
móðurkviði. „Það er alveg merki-
legt.“
Nöfnin ekki
ákveðin
Margrét segist núna fyrst vera að
gera sér grein fyrir þessu öllu. „Þetta
er eitthvað svo ótrúlegt,“ segir hún.
Þau segjast ekki alveg vera búin að
finna nöfn á stelpurnar en það sé nú
allt að koma. „Ég er búin að ákveða
Fjölskyldan skoðar barnaföt sem litlu stúlkurnar hafa fengið. Þau hlakka öll til að takast á við að ala upp fjórar
prinsessur. Mikið blómahaf hefur borist, m.a. frá fjórburamóður. DV-mynd GVA
tvö,“ segir Margrét og Guðjón bætir
viö að hann hafi verið búinn að
ákveða tvö strákanöfn. „Ætli við
skiptum þessu ekki á milli okkar,“
segja þau en lítill tími hefur gefist til
að velta nöfnum fyrir sér. En Guðjón
segir stoltur að þrjár dætranna líkist
honum. „Ég sé vel minn svip í þeim,“
segir hann.
Ekkert sumarfrí var hjá fjölskyld-
unni í sumar en Guðjón segir það
ekki skipta máli því þau hafi aldrei
tekið sumarfrí. „Ég lauk námi í tann-
lækningum árið 1984 og síðan hefur
ekki gefist tími til að taka sumarfrí.
Það skiptir mig engu máli,“ segir
hann.
Fjórburafæðingin á íslandi var til
góðs fyrir fæðingardeildina því hún
rak á eftir að ný vökudeild yrði tekin
í notkun með nýjum hitakössum.
„Núna sér maður hvað félög eins og
kvenfélagið Hringurinn skila miklu
starfi,“ segir Margrét. „Það hefði get-
að skapast ófremdarástand ef nýja
deildin hefði ekki verið tilbúin. Auk
þess hefði þríburafæðingin um dag-
inn og fjórburafæðingin núna getað
rekist saman og þá hefði orðið þröngt
á gömlu deildinni. Gömlu hitakass-
arnir voru ekki lengur nógu góðir.“
Mikill fjölmiðlaatgangur varð að
þeim hjónum er fjórburarnir komu
í heiminn enda einstæður atburður.
Þau voru búin að gera sér grein fyrir
því að svo yrði og viðurkenna að
þótt þau hafi verið orðin þreytt þá
væri líka skemmtilegt að kynnast
þessu. „Ég hélt að það væri miklu
meiri fyrirferð í sjónvarpsupptöku,"
segir Guðjón. „Maður hefur verið að
velta þessu fyrir sér og ég sé það
núna að fjórburafæðingin er náttúr-
lega góða fréttin mitt í öllu þessu
hræðilega þjóðfélagsástandi."
Sérstaklega
rólegar
í viðtalinu viö DV í vor sagði
Margrét að ef þetta yrðu fjórar stelp-
ur eða fjórir strákar gæti hún alveg
hugsað sér að eiga fleiri börn. „Já,
ég gæti þaö sjálfsagt," segir hún
núna. „Ég get samt ekki hugsað mér
það í dag eða næstu mánuði," segir
hún enn fremur og hlær.
Guðjón segir að þau hafi séð fram
á að styttast færi í að Jóhannes Bald-
ur færi að heiman og þá yrðu þau
hjónin tvö ein á besta aldri. „Hann
er farinn að vera mikið aö heiman
eins og gengur með unglinga. Senni-
lega fær hann þó nóg að gera á næst-
unni með prinsessurnar.“
„Það verður ægilega gaman að fara
með þær heim," segir Margrét
dreymandi. „Ég var að fylgjast með
þegar verið var að baða þær. Ein var
ekkert sérstaklega ánægð þegar ver-
iö var að losa slöngurnar en hinar
vöknuðu ekki einu sinni. Ég trúi því
að þær verði rólegar. Þegar ég hélt á
tveimur áðan var ég að velta því fyr-
ir mér hvernig þær fjórar hefðu rúm-
ast inni í mér. En ég tók eftir því
þegar ég hélt á þeim hversu vel þeim
leið bara 'við að snerta hvor aðra,“
sagði Margrét Þóra. Hún starfaði
áður í Verslunarbankanum og segir
að sennilega sé ávöxtunin svona góð
í þeim banka. En víst er að Margrét
Þóra fer ekki út á vinnumarkaðinn
í bráð. Ljóst er að mikið starf er fram-
undan á heimili þeirra í Mosfells-
baenum.
í þetta skiptið fengum við ekki að
mynda foreldrana með litlu prinsess-
unum vegna sjúkra barna á vöku-
deildinni. En víst er að þjóðin mun
fylgjast með litlu fjórburunum
áfram.
Til gamans fyrir kvenréttindakon-
ur má geta þess að kvenþjóðin virð-
ist valdamikil þessa dagana ef miða
á við fjölbura. Þríburarnir sem fædd-
ust fyrir þremur vikum voru allir
kvenkyns og nú bætast fjórar kyn-
systur við. Karlarnir mega líklegast
fara að vara sig.
-ELA
Helgarblað DV var meö viðtal við Margréti Þóru í vor sem vakti mikla at-
hygli. Viðtaliö jók til muna áhuga á tæknifrjóvgun og fóru mörg hjón í sum-
ar utan i sams konar aðgerð og Margrét og Guðjón.
!