Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Blaðsíða 36
52 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. LífsstOI Konungs- draugar oghákarla- menn - fjarri alfaraleið á Hawaii Skemmtiferðaskip kemur með sóldýrkendur upp að ströndinni. Skurögoðin lita enn góðu lífi á Hawaii. Hákarlamaðurinn Nenewe bjó þar í polli. Hundaandinn Pupualena-lena j- bjó í kletti. Draugar undirheimanna koma öðru hverju upp á yfirborðiö um jarðgöng við hafið. Og sumir segja að bein Kamehameha hins mikla, konungs allra konunga á Hawaii, hvíli þar einhvers staðar, undir klettinum með hundaandan- um eða í göngunum meðal vofanna. Þetta er Waipiodalurinn, djúpur og afskekktur, á Hawaiieyju, þeirri stærstu í samnefndum eyjaklasa, um þrjú hundruð kílómetra suðaustur af Oahu, eyjunni þar sem höfuð- borgin Honolulu er. '" í Waipiodalinn kemst enginn nema á fjórhjóladrifsbíl. Kóngulóarvefur þekúr hitabeltisfrumskóginn sem þar vex, sandurinn á ströndinni er svartur, fossarnir eru svimandi háir og árnar æða áfram um völur og steina. íbúarnir eru fimmtíu talsins og í hibýlum þeirra er hvorki renn- andi vatn né rafmagn. Sumir tala enn hið forna tungumál eyjanna. Mjög búsældarlegt var um að litast í Waipio hér áður fyrr. Árið 1946 reið svo flóðbylgja yfir dalinn, reif með sér nær allar byggingarnar og eyði- lagði flesta garðana. Eftir stóðu að- eins örfá hús og bóndabæir. Villisvín í hlíðunum v Hawaii, eða Stóra eyjan eins og heimamenn kalla hana, er hvort tveggja í senn móðir og faðir alls eyjaklasans, stærri en allar hinar til samans. Og þó að minna en fjórðung- ur íbúanna 112 þúsund reki ættir sín- ar að öllu leyti eða hluta til frum- byggja eyjanna er Hawaiieyja ímynd þess sem almennt er litið á sem hawaiískt. Eyjan er um þrjú þúsund kílómetra frá bandaríska meginlandinu úti í Kyrrahafinu, liölega fjögur hundruð kilómetrar að ummáli og krýnd 4500 metra háu fjalli, eldgígnum Mauna Kea. Fjallstindurinn er snævi þakinn svo til allan ársins hring og um- hverfis er landslagið svo fjölbreytt að það er eins og lítið meginland. Þar er að flnna hæðótt undirlendi sem er eins og fegursti grasagaröur, klett- óttar strendur og burknum vaxin fjallagljúfur. Villisvín og asnar reika um hlíðarnar og þjóta yfir vegina. Undan ströndinni má oft sjá mikinn blástur og sporðaköst hnúfubaksins. Spúandi eldgígar, jarðskjálftar og ógnvekjandi flóðbylgjur eru órofa hluti sögu Hawaii. Jafnvel glæsilegir gististaðir fyrir ferðamenn eru byggðir við jaðar hraunbreiðunnar. Ægivald eldgígsins Eldgyðjan Pele átti sér bústað í hin- um sívirka eldgíg Kilauea, á suðaust- urhluta eyjarinnar. Þjóðgarðsverðir hafa nú tekið við hlutverki hennar sem gæslumenn eldgígsins en jafnvel þeir geta ekki eytt hinni goðsagna- kenndu ímynd eldfiallsins. Þaö er ekki hægt að líta á það eingöngu sem jarðfræðilegt fyrirbæri og enginn kemst hjá því að fmna fyrir ægivaldi gígsins. I nokkur ár hefur stöðugur hraun- straumur runnið niður hlíöar fialls- ins í átt til sjávar. Á leið sinni hefur hann brotið niður hús, lokaö vegum og loks hafnar hann í Kyrrahafmu með ógurlegu hvissi þegar sjórinn umhverfist í háa gufustróka. Ekki furða þótt frumbyggjar eyjar- innar hafi trúaö á hulin öfl og töfra. Foringjar þeirra klæddust skraut- búningum úr fiöðrum o-o fuglsins, konunum var bannað að borða ban- ana og allir höfðu tröllatrú á ágæti blóðskammarinnar. Strangt kerfi boða og banna, kallað „kapu“, stjórn- aöi lífi þeirra og sá til þess að völdin gengu í erfðir. Vald fiölmargra guða þeirra birtist í skurðgoðum og hofum - heiaus - sem byggð voru úr hrauni. I minningu konungs Þannig var umhorfs á Hawaii áður en íbúarnir komust í kynni við hvíta manninn. Á Stóru eyju eru minjar þessa mannlífs og áhrif enn óum- flýjanleg. í fyrndinni króaði glóandi hraunstraumur hóp innfæddra af sunnan til á eyjunni. Nú eru fótspor í storkinni hraunhellunni einu merkin um för þessara manna. í Wahaula heiau, eða hofi hins rauða munns, innan sjónmáls frá kraumandi gígum Kilauea, voru mannfómir fyrst færðar á Hawaii. Við Haleokapuni-hofið er steinn sem sögur herma að æðsti foringinn, Alapi-kupalupalu-mano, hafa hallað sér upp að til að horfa á hákarlaguð- inn í flóanum fyrir neðan. í Puu- honua-O-Honaunau kunnu þeir sem brutu gegn kapu að fá aflausn vegna bananaáts eða ástarleikja áður en haldiö var til veiða. Til að svo mætti verða urðu þeir að komast þangaö án þess að skuggi þeirra félli á kon- ungshöllina sem stóð þar hjá. Þeir eru margir staðirnir sem tengdir eru minningu Kamehameha hins mikla og tignaðir mjög, enda konungurinn fyrrverandi enn dáð- asti andi eyjanna, 170 árum eftir andlát sitt. Kamehameha „hinn ein- mana“ var fyrstur hinna fimm Kamehameha til að drottna yfir öll- um eyjaklasanum og enn þann dag í dag er minning hans heiðruð með myndastyttum, götunöfnum, skólum og hótelum, í opinberum þjóðsöng eyjanna og á sérstökum Kamehame- ha degi, sem er frídagur um allar eyjarnar. Nú er hún konungsbúð stekk- ur Fæðingarstaður Kamehameha er mest hrífandi staðurinn á Hawaii- eyju, nærri miklum hofrústum á vindbarinni norðvesturströndinni, alveg við hafiö. Nú er hið konunglega hús lííið meira en steinabingur og sjaldan nokkra lifandi manneskju þar að sjá. Staðurinn er gagntekinn því sem Hawaiibúar og dulspekingar kalla gjarnan jarðarkraft, rétt eins Ferðabransi og fornir pýramídar Maya indíán- anna í Rómönsku Ameríku. Hið endurbyggða hof Ahuena hefur allt eins mikla þýðingu í hugum Hawaiibúa þótt ekki sé það jafnheill- andi. Hofið er þyrping stráþakskofa og helgimynda úr tré við sundlaug- ina á King Kamehameha hótelinu í ferðamannabænum Kailua á vestur- strönd eyjarinnar. Það var hér sem Kamehameha lést. En það sem er enn þýðingarmeira er að kvöld nokkurt árið 1819 settist eftirmaður hans, Kamehameha 2., niður til kvöldverð- ar með konunum og gerði þar með að engu hið þrúgandi kapu-kerfi. Á örskömmum tíma voru öll bönn látin lönd og leið, skurðgoðin voru eyði- lögð og sá sem lét uppiskátt um and- stöðu sína við þessar endurbætur var fiarlægður af sjónarsviðinu. Prinsessan sprakk úr harmi Árið 1893 var endi bundinn á kon- ungdæmið á Hawaii að undirlagi Bandaríkjamanna. Kaiulani prins- essa, sem var að hálfu skosk og hálfu hawaiísk, reyndi árangurslaust að berjast fyrir rétti krúnunnar og þjóð- ar sinnar. Hún lést árið 1899, aðeins 24 ára að aldri. Sumir segja að hún hafi sprungið úr harmi. Áður höfðu áhrif hvíta mannsins gjörbreytt öllu á eyjunum. Á eftir kristnu trúnni, sem hvítir trúboðar héldu að innfæddum, kom kapítal- isminn með nautabúum, sykur- og kaffiekrum og annarri ábatasamri ræktun. Þegar fyrstu trúboðarnir komu til að uppfræða hina innfæddu villi- menn í kringum 1820 kunni enginn á Hawaii að skrifa. Árið 1887 fór Kapiolani drottning hins vegar til London til aö taka þátt í hátíðahöld- unum vegna fimmtíu ára valdaaf- mælis Victoriu drottningar, klædd samkvæmt nýjustu tísku frá París. Guðir deyja ekki Áhugi á hinni gömlu menningu hefur aukist mjög á undanfórnum árum og tungumál frumbyggjanna hefur nú skipað sér sess við hlið enskunnar sem annað opinbert tungumál eyjanna. Konungssinnar finnast enn á Hawaii. Þar er engum gefið færi á því að gleyma konungsættinni og öllum þeim þjáningum sem hún mátti þola. Þar fyrir utan hafa hinir gömlu guðir aldrei alveg dáið því oft má sjá blómvendi í hinum fornu hof- um. Þjóögarðsverðir hika heldur ekki við að halda á lofti helgi minnis- varöa fortíðarinnar, þó ekki væri nema í þeim tilgangi að telja ferða- menn ofan af því að vera aö klöngr- ast um í rústum þeirra. Og að minnsta kosti eitt hof á enn sinn æðsta prest, fyrrum lögreglukonu úr Honolulu. Gömul kirkja i miðri sykurekru. Hvíti maðurinn innleiddi kristni og arð- sama ræktun ýmissa nauðsynjavara á Hawaii. Hraunstraumurinn hefur lokað þjóðvegi 137.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.