Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Page 51
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988. 67 Afrnæli Ingibjörg Albertsdóttir Ingibjörg Albertsdóttir, Hrapps- stööum í Vopnafirði, verður hundr- að ára á morgun. Ingibjörg er fædd á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði, ásamt tvíburabróður sínum, Albert, d. 1966. Þau voru þá strax tekin í fóstur í Guðmundarstaði þar í sveit af ekkju Stefáns Ásbjamarsonar frá Einarsstöðum, Stefaníu Jónsdóttur frá Teigi, búandi þar ásamt börnum sínum. Ingibjörg ólst þar upp en á fullorðinsárum sínum réðst hún til vinnumennsku víða um Vopnaíjörð og einnig til Seyðisfjarðar. Ingibjörg réð sig til ráðskonustarfa í Hrapps- staöi til Helga Gíslasonar, bónda þar, og starfaði þar á bæ fram til 1981. Ingibj örg fór á dvalarheimili aldraðra í Vopnafirði, Sunnubúð, þar sem henni og gestum hennar verður haldin veisla á afmæhsdag- inn. Foreldrar Ingibjargar voru Albert Guðmundur Guðmundsson og El- ísabet Vilhjálmsdóttir. Albert var sonur Guðmundar, b. og stýrimanns á Nípi í Vopnafirði, Guðmundssonar Rafnssonar, b. í Böðvarsdal, Bjarna- sonar, b. í Ekru, Eiríkssonar, föður Eiríks, afa Guðrúnar Bjargar Sig- fúsdóttur, ættmóður Gunnhildar- gerðisættarinnar. Móðir Guðmund- ar Rafnssonar var Ólöf Guðmunds- dóttir, b. á Þorbrandsstöðum, Jóns- sonar, b. á Arnórsstööum, Ásgríms- sonar. Móðir Guðmundar var Guö- rún Sveinsdóttir, b. í Stóru-Breiðu- vík, Gíslasonar og konu hans, Ólaf- ar Pétursdóttur, b. á Burstarfelli, Bjarnasonar, sýslumanns á Burst- arfelli, Oddssonar. Móðir Guö- mundar Guðmundssonar var Þuríð- ur Jónsdóttir, b. í Tungu í Fáskrúðs- firði, Björnssonar, prests á Kol- freyjustaö, Hallasonar, prests í Þingmúla, Ólafssonar, b. á Bakka, Nikulássonar, b. á Bakka, Guð- mundssonar, prests í Einholti, Ól- afssonar, prests og skálds á Sauða- nesi, Guðmundssonar. Móðir Þuríð- ar var Helga Magnúsdóttir, Árna- sonar, b. á Arnheiöarstöðum, Þórð- arsonar, ættföður Arnheiðarstaðar- ættarinnar. Móöir Alberts var Ingi- björg Bjarnadóttir, b. í Krossavík, Bjarnasonar og konu hans, Guðrún- ar Arngrímsdóttur. Ehsabet var dóttir Vilhjálms, b. í Strandhöfn í Vopnafirði, Jónssonar, b. í Strandhöfn, Rafnssonar og konu hans, Maríu Vilhjálmsdóttur. Móðir Elísabetar var Þorgerður Jónsdótt- ir, b. í Kumlavík, Sigurðssonar, b. á Skálum, Sigurðssonar, b. á Skálum, Ingibjörg Albertsdóttir. Ólafssonar. Móðir Þorgerðar var Þórdís Eymundsdóttir, b. í Fagra- nesi, Eymundssonar, b. á Skálum, Ólafssonar, bróður Eymundar. Ingibjörg Blómlaug Bjarnadóttir Ingibjörg Blómlaug Bjarnadóttir, Hverafold 2, Reykjavík, verður ní- ræð á morgun. Ingibjörg Blómlaug er fædd á Búlandshöfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi og fluttist flögra ára með flölskyldu sinni að Nýlendu. Hún fluttist þaðan að Kötluholti í Fróðárhreppi og ólst þar upp ásamt tíu systkinum sínum sem nú eru öll látin nema Margrét sem er vistmað- ur á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og Jóhannes er býr í Ólafsvík ásamt syni sínum, Pétri. Ingibjörg lileypti snemma heimdraganum og var lánuð á hina ýmsu staði en þar var hún matvinnungur enda fátækt mikil heima fyrir. Hún missti móð- ur sína árið sem hún fermdist og tók þá viö heimilinu. Má nærri geta að lítið hefur verið um nám. Um tví- tugt fór hún th Norðflarðar og dvaldist þar við ýmis störf í fimm ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún vann í Kafiibrennslu Reykjavíkur. Þá var hún einn af fyrstu starfsmönnum í smjörlíkis- gerðinni Ljóma og starfaði þar í flöldaára. Ingibjörg giftist Þórhahi Björns- syni, f. 1. maí 1910, sem er látinn. Foreldrar Þórhalls voru Bjöm' Bjömsson og kona hans, Ingveldur Pálsdóttir. Þau ólu upp fósturdótt- urina Hafdísi Reynis Þórhallsdótt- ur, f. 20. júh 1944, starfsmann við leikskóla í Kópavogi, gift Guðlaugi Þorgeirssyni, b. í Gufunesi, þeirra börn eru flögur. Ingibjörg átti dóttur fyrir hjónaband með Jóni Bjarna- syni frá Sauðafelh í Dölum, Bryn- hildi, skrifstofumann, sem er gift Guðmundi Bjarnasyni, þeirra börn eru fimm. Ingibjörg átti tíu systk- ini. Þau eru Asa, Steinþór, Kristin, Gunnlaugur, Jóhannes, Margrét, Sigurður, drukknaði, Ólafur Bjöm, Bæringur ogPétur. Foreldrar Ingibjargar voru Bjarni Ingibjörg Blómlaug Bjarnadóttir. Sigurösson, b. að Kötluholti í Fróð- árhreppi, og kona hans, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Ingibjörg verður stödd á afmælisdaginn hjá fóstur- dóttur sinni, Hafdísi, Löngubrekku 8íKópavogi. Sveinn Þorgrímsson Sveinn Þorgrímsson, Granaskjóli 46, Reykjavík, er fertugur í dag. Sveinn er fæddur í Rvík og varö stúdent frá MR1968. Hann lauk BS-prófi í jarðfræði frá HÍ1972, MS-prófi í mannvirkjajarðfræði frá Georgia Institute of Technology 1974 og verkfræði frá University of Ariz- ona 1977. Hann var í framhaldsnámi viö sama skóla með sérstaka áherslu á jarðgangagerð og hönnun neðanjarðarvirkja 1977-1978. Sveinn var sérfræðingur hjá Orkustofnun 1972-1980 og vann þá aðallega að forrannsóknum fyrir vatnsafls- virkjanir. Hann var verkfræðingur hjá Landsvirkjun 1980-1982 við byggingu Hrauneyjafossvirkjunar. Hann var verkfræðingur hjá Stats- kraft í Noregi 1982-1983 og vann þá að hagræðingarverkefnum tengd- um virkjunarframkvæmdum. Sveinn réðst aftur th Landsvirkjun- ar 1983 og hefur verið staðarverk- fræðingur við byggingu Blöndu- virkjunar síðan þá. Sveinnkvæntist 6. febrúar 1971 Önnu Þóru Árnadótt- ur, f. 8. apríl 1949, auglýsingateikn- ara. Foreldrar hennar eru Árni Sig- urðsson, útvarpsvirkjameistari í Rvík, og kona hans, Margrét Árna- dóttir. Börn Sveins og Önnu þóru eru Ingibjörg, f. 31. mars 1972, og Þorgrímur, f. 25. maí 1976. Bræður Sveins eru Sigurgeir, blaðamaður í Rvík, Sveinn Emil, er lést ungur, og Magnús, sálfræöingur í Rvík. Foreldrar Sveins: Þorgrímur Magnússon, f. 12. desember 1905, d. 13. september 1964, forstjóri í Rvík, og kona hans, Ingibjörg Sveinsdótt- ir, f. 25. nóvember 1911. Föðurbróðir Sveins var Sigurjón, verkamaður í Rvík. Þorgrímur var sonur Magnús- ar, smiðs á Helhshólum í Fljótshlíð, Guðmundssonar, b. og formanns á Bala í Þykkvabæ, Guðmundssonar, föður Þóröar, langafa Gunnbjargar, móður Óla Ágústssonar, forstöðu- manns Samhjálpar. Móðir Magnús- ar var Þórunn Jakobsdóttir, b. í Deild í Fljótshhð, Ólafssonar, bróð- ur föður Sigurðar, langafa Sigrúnar, móður Ragnheiðar Helgu Þórarins- dóttur borgarminjavarðar. Móðir Þórunnar var Ingibjörg Hallvarös- dóttir, b. og smiðs í Neðridal undir Eyjaflöhum, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, b. og hreppstjóra á Stórumörk undir Eyjaflöllum, Guðmundssonar, föður Guðrúnar, langömmu Sigurðar, afa Þorsteins Pálssonar alþingismanns. Móðurbræður Sveins eru Sveinn, b. á Sveinsstöðum í Álftaneshreppi, Helgi, lést ungur; Jón á Urriðaá í Álftaneshreppi; Jakob, yfirkennari í Rvík, faðir Steinars verkfræðings, forstjóra lánasjóðs Vestur-Norður- landa, og Sveins, doktors í jarð- fræöi; Magnús, kennari í Rvík, faðir Guðnýjar Margrétar myndlistar- manns; Helgi, prestur og skáld í Hveragerði, faðir Hauks aðstoðar- ritstjóra og Maríu hjúkrunarkonu; Sigurður, garðyrkjustjóri í Rvík, og Þorsteinn, hdl. og skrifstofustjóri í Rvík, faðir Petrínu Ólafar þroska- þjálfa, Jóns Ragnars héraðsdómara í Vestmannaeyjum, Óskars við- Sveinn Þorgrimsson. skiptafræðinema og Elísabetar þroskaþjálfa. Ingibjörg er dóttir Sveins, b. á Hvítsstöðum í Áftanes- hreppi, Helgasonar, b. og hrepp- stjóra í Álftatungu, Brandssonar, bróður Helga eldra, afa Bjarna Þor- steinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Annar bróðir Helga var Ólafur, langafi Sigríðar, móður Rögnvalds Sigurjónssonar píanó- leikara. Móðir Sveins var Sigríður, langamma Magnúsar Þórs Jónsson- ar tónlistarmanns. Sigríður var dóttir Sveins, b. og læknis á Laxár- holti í Hraunhreppi, Þórðarsonar. Móðir Ingibjargar var Elísabet Guð- rún Jónsdóttir, b. í Drápuhlíð í Helgafellssveit, Guðmundssonar og konu hans, Guðrúnar Kristínar, systur Matthildar, móður Magnúsar Þorsteinssonar, prests á Mosfelli, langafa Höskuldar Þráinssonar prófessors. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Fjarðarhomi í Eyr- arsveit, Þorkelssonar og konu hans, Guðrúnar Bjarnadóttur. Til hamingju með 85 ára Nikólína Jóhanna Olsen, Sigmundarstöðum, Þverárhlíðar- hreppi. Ási, Seltjamamesi. Magnús Sigurðsson, Úlfsstöðum, Vallahreppi. 50 ára 80 ára Óskar Eggertsson, Brekkubyggð 6, Garöabæ. Kristrún Bemhöft, Háaleitisbraut 151, Reykjavik. Sigríður Gisladóttir, Vesturgötu 4, Ólafsflrði. Aðalsteinn Sigvaldason, Miðási 3, Raufarhöfn. Marta Magnúsdóttir, Vatnsskarði, Seyluhreppi. Andrés E. Bertelsson, Langholtsvegi 41, Reykjavík. Katrin Ólafsdóttir, Hrepphólum, Hmnamannahreppi. Rún Pétursdóttir, Mánasundi 8, Grindavík. 75 ára Jón Ingibergsson, Kleppsvegi 120, Reykjavik. 70 ára 40 ára Ólöf Ingjaldsdóttir, Jöldugróf 10, Reykjavík. Jóhanna M. Jónsdóttir, Álftamýri 14, Reykjavík. Halldór Friðriksson, Steinholtsvegi 12, Eskifirði. 60 ára Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ámi Ásgeirsson, Sólbraut 4, Seltjamarnesi. Stefán Hallgrimsson, Háaleitisbraut 56, Reykjavik. Sveinn Þorgrimsson, GranaskjóU 46, Reykjavík. Gunnlaiigur Jónasson, Langholtsvegi 50, Reykjavík. Guömundur Einarsson, Laugavegi 61, Reykjavik. Guðrún Hadda Jónsdóttir, Hraungerði, Hraungerðishreppi. Klara Hilmarsdóttir, Fífuseli 41, Reylcjavík. Brigitte Björnsson Brigitte Bjömsson (fædd Czuba- iko) sjúkrahði, til heimihs aö Nes- götu 13, Neskaupstað, er sextug í dag. Brigitte fæddist í Königsberg í Austur-Prússlandi og ólst þar upp. Hún kom til íslands frá Cuxhaven 1948 og var í tæp þrjú ár í vist hjá Stefáni og Soffíu Wathne en fluttist þá til Neskaupstaöar 1951 og hefur búiðþarsíðan. Maður Brigitte er Óskar Björns- son, húsvörður við Barnaskóla Nes- kaupstaðar, f. 12.3.1924, sonur Björns Emils Bjarnasonar, bakara í Neskaupstað, f. í Vesturhúsum á Eskifirði 7.1.1885, og konu hans, Guðbjargar Bjarnadóttur, f. á Dúki í Sæmundarhlíð, 21.3.1885, d. í Nes- kaupstað 28.6.1951. Systkini Óskars eru: Birna, búsett í Reykjavík; Hjalti, sem er látinn en bjó lengi á Akranesi; Guörún Ingi- gerður, ekkja í Færeyjum; Lára, búsett í Njarðvíkum; Hákon, búsett- ur á Akranesi; Hilmar, búsettur í Neskaupstað; Margrét, búsett í Reykjavík; Trausti, búsettur í Nes- kaupstað; Kjartan, sem nú er látinn, en bjó í Keflavík, og Hrefna sem einnig er látin og bjó í Keflavík. Börn Brigitte og Óskars eru: Har- ald, f. í Reykjavík, 20.9.1950; Pétur Guðbjörn, f. í Neskaupstað, 18.2. 1952; Birgir Már, f. í Neskaupstað, Brigitte Björnsson 30.1.1955,enhannerbúsetturí Svi- þjóð; Helgi, f. í Neskaupstað, 14.7. 1957, og Óskar Þór, f. í Neskaupstað, 10.5.1968. Barnabörn Brigitte og Óskars eru nú átta talsins. Systir Brigitte er Helga Gaskell, f. í Königsberg 16.9.1931, ekkja eftir Karl Gaskell sem fæddist í Eng- landi, en börn þeirra eru Thomas, f. 23.3.1957, búsettur í Englandi, og Christine, f. 9.3.1959, búsett í Kanada. Foreldrar Brigitte; Wilhelm A. Czubaiko, f. 17.8.1906, en hann er látinn, og Maria Elisabeth Kirsch, dóttir Hermanns og Mariu Kirsch. Bjuggu foreldrar Brigitte lengst af í Cuxhaven í Vestur-Þýskalandi. í Hans Hallgrímur Sigfússon Hans Hallgrimur Sigfússon Hans Hallgrímur Sigfússon, fv. b. að Stóm-Hvalsá og verkamaður, til heimilis að Stekkjarhvammi 58 í Hafnarfirði, verður sjötíu og fimm áraámorguri. Hans fæddist að Stóru-Hvalsá í Hrútafirði og ólst þar upp. Kona hans var Elísabet Lúðvíks- dóttir húsmóðir, f. 26.9.1918. Fósturdóttir Hans er Guðrún Jónsdóttir, f. 17.12.1953, hjúkrunar- fræðingur, gift Pálma Sveinbjörns- syni pípulagningameistara, en þau búa í Hafnarfirði og eiga tvö börn, Ásdísi Björgu, f. 2.9.1976, og Jón Pál, f. 27.7.1982. Dætur Hans eru Regína Bettý Hansdóttir, f. 13.7. 1955, húsmóðir, gift Eyjólfi Þ. Kristj- ánssyni pípulagningamanni, en þau búa i Hafnarfirði og eiga tvö börn, Þuríði Bettý, f. 1.10.1973, og Andra Þór, f. 28.4.1987; og Valgerður S. K. Hansdóttir, f. 5.4.1957, húsmóðir, gift Guðmundi Matthíassyni stýri- manni, en þau búa á Hellissandi og eiga flögur böm, Hans ísflörð, f. 18.7. 1977, MargrétiDögg, f. 7.1.1980, Matthías, f. 24.6.1981, og Arnór, f. 2.1.1985. Hans átti flórtán systkini og eru tíuþeirraálífi. Foreldrar Hans Hallgríms vom Sigfús Sigfússonbóndi, f. 7.8.1887, d. 29.1.1958, ogKristín Gróa Guð- mundsdóttir húsmóðir, f. 8.10.1888, d. 15.2.1963. Hans Hallgrímur tekur á móti gestum á afmæhsdaginn, sunnudag- inn 6.11.,frá klukkan 15-18 á heim- ih sínu, Stekkjarhvammi 58 í Hafn- arfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.