Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1988, Síða 52
68
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1988.
Sunnudagur 6. nóvember
SJÓNVARPIÐ
14.35 Sjö samúræjar (Seven Sam-
urai). Eitt af meistaraverkum kvik-
myndasögunnar eftir japanska
leikstjórann Akira Kurosawa, gerö
árið 1954. Aðalhlutverk Takashi
Shimura, Yoshio Inaba, Seiji Miy-
aguchi, Minoru Chiaki, Daisuke
Kato, Ko Kimura og Toshiro Mif-
une. Myndin gerist í japönsku
þorpi á 16. öld og segir frá er
þorpsbúar fá sjö bardagamenn til
liðs við sig til að verjast illmenn-
um. Um miðbik myndarinnar
verður gert 5 mín. hlé. Þýðandi
Ragnar Baldursson.
17.50 Sunnudagshugvekja. Jóhanna
G. Erlingsson fulltrúi flytur.
18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður
Helga Steffensen. Stjórn upptöku
Þór Elis Pálsson.
18.25 Unglingamir í hverfinu (16).
(Degrassi Junior High). Kana-
dískur myndaflokkur um krakkana
í hverfinu sem eru búnir að slíta
barnsskónum og komnir í ungl-
ingaskóla. Þýðandi Kristrún Þórð-
ardóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Sjösveiflan. Kim Larsen og
hljómsveit hans Bellani leika af
nýjustu plötu þeirra Yummi-
Yummi.
19.20 Dagskrárkynning.
19.30 Kastljós á sunnudegi. Klukku-
tíma frétta- og fréttaskýringaþátt-
ur sem verður á hverjum sunnu-
degi í vétur. Auk frétta verður fjall-
að ítarlega um þau innlendu og
erlendu málefni sem hæst ber
hverju sinni. Veðurfregnir með
fimm daga veðurspá verða í lok
þáttarins.
20.35 Hvað er á seyði? Þættir í um-
sjá Skúla Gautasonar sem bregð-
ur sér út úr bænum og' kannar
hvað er á seyði í menningar- og
skemmtanalífi á landsbyggðinni.
Þessi þáttur er tekinn upp í Stykk-
ishólmi. Stjórn upptöku Kristín
Björg Þorsteinsdóttir.
21.15 Matador, annar þáttur. Danskur
framhaldsmyndaflokkur 124 þátt-
um. Leikstjóri Erik Balling. Þýð-
andi Veturliði Guðnason.
22.00 Feður og synir (Váter und Sö-
hne). Þriðji þáttur. Þýskur mynda-
flokkur í átta þáttum. Höfundur
og leikstjóri Bernhard Sinkel. Að-
alhlutverk Burt Lancaster, Julie
Christie, Bruno Ganz, Dieter Laser
og Tina Engel. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
23.05 Úr Ijóöabókinni. Andrés Sigur-
vinsson flytur Einbúann eftir Pabló
Nernda I þýðingu Dags Sigurðar-
sonar. Kristin Ómarsdóttir flytur
inngangsorð. Stjórn upptöku Jón
Egill Bergþórsson.
23.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
8.00 Þrumufuglamir. Teiknimynd.
8.25 Paw, Paws. Teiknimynd.
8.45 Momsumar. Teiknimynd.
9.05 Alli og íkomarnir. Teiknimynd.
9.30 Benji. Leikinn myndaflokkur
fyrir yngri kynslóðina um hundinn
Benji og félaga hans sem eiga í
útistöðum við öfl frá öðrum plán-
etum.
9.55 Draugabanar. Teiknimynd með
islensku tali.
10.15 Dvergurinn Davíð. Teiknimynd
með íslensku tali sem gerð er eft-
ir bókinni „Dvergar".
10.40 Herra T. Teiknimynd. Herra T
er líklega allra sterkasti tvífætling-
ur sem um getur og mun sanna
það fyrir okkur á eftirminnilegan
hátt næstkomandi sunnudags-
morgna.
11.05 Dansdraumur. Bráðfjörugur
framhaldsflokkur um tvær systur
um frægð og frama i nútímadansi.
12.00 Viðskipti. Islenskur þáttur um
viðskipti og efnahagsmál í um
sjón Sighvats Blöndal og Ólafs
H. Jónssonar.
12.30 Sunnudagsbitinn. Blandaður
tónlistarþáttur með viðtölum við
hljómlistarfólk og ýmsum uppá-
komum.
13.50 Án ásetnings. Kaupsýslumaður
nokkur, sem leikinn af er Paul
Newman, les grein um sjálfan sig
I dagblaði þar sem hann er sakað-
ur um aðild að alvarlegum glæp.
Fyrr en varir hefur almenningur
stimplað hann sem sakamann og
hann neyðist til að loka fyrirtæki
sínu. Aðalhlutyerk: Paul Newman
og Sally Field.
15.45 Panorama. Breskur fréttaskýr-
ingaþáttur í umsjón Þóris Guð-
mundssonar.
16.45 A la carte. Á matseðli Skúla
Hansen í dag er pasta með reykt-
um laxi í forrétt og ofnbakaður
saltfiskur lasagne í aðalrétt.
17.15 Smithsonian. Fræðsluþættir. I
þættinum verður m.a. ferðast nið-
ur á 2000 feta dýpi og ýmsar sjáv-
arverur skoðaðar í sínu náttúru-
lega umhverfi, fjallað verður um
verk listmálarans George Catlin,
en indíánar Norður-Ameríku voru
eitt helsta viðfangsefni hans, og
við kynnumst lifnaðarháttum apa-
tegundar einnar sem hefst við á
lítilli eyju i Panama.
18.10 Ameríski fótboltinn. Sýnt frá
leikjum NFL-deildar ameríska fót-
boltans.
19.19 19:19. Fréttir og fréttatengt efni
ásamt veður- og íþróttafréttum.
20.30 Sherlock Holmes snýr aftur.
Baskervillehundurinn. Basker-
ville-hundurinn er síðasta myndin
sem sýnd verður í þáttaröðinni um
Sherlock Holmes. I þessari
tveggja tíma mynd er sögð saga
Baskerville-fjölskyldunnar sem
hefur verið ofsótt af goðsögunni
um griðarstóran og illskeyttan
hund um 200 ára skeið. Aðal-
hlutverk: Jeremy Brett, Edward
Hardwicke, Kristoffer Tabori og
Ronald Pickup.
22.35 Áfangar. Stuttir þættir þar sem
brugðið er upp svipmyndum af
ýmsum stöðum á landinu sem
merkir eru fyrir náttúrufegurð eða
sögu en eru ekki alltaf í alfaraleið.
22.45 Helgarspjall. Jón Óttar Ragn-
arsson fær til sín góða gesti.
23.25 íviðjumundirheima. Unglings-
stúlka hverfur á leið sinni á ung-
dómsráðstefnu í Kaliforníu. Faðir
hennar ræður til sin einkaspæjara,
sem tekst ekki að hafa upp á stúlk-
unni, en kemst á snoðir um klám-
mynd þar sem hún er mótleikari
tveggja karlmanna. Aðalhlutverk:
George C. Scott, llah Davis og
Peter Boyle. Ekki við hæfi barna.
1.10 Lagarefir. Spennumynd í gam-
ansömum dúr. Saksóknari og
verjandi, sem i mörg ár hafa deilt
í dómssölunum, eru loks sama
sinnis þegar þeir fá mál listakonu
einnar til meðhöndlunar. Aðal-
hlutverk: Robert Redford, Debra
Wingerog Darvl Hannah. Ekkivið
hæfi yngri barna.
3.00 Dagskrárlok.
sw
C H A N N E L
7.00 Gamansmiðjan. Barnaþáttur
með teiknimyndum o.fl.
11.00 Niðurlalning.
Vinsældalistatónlist.
12.00 Gert i Þýskalandi. Tónlist og
viðtöl við poppstjörnur.
13.00 Kanada kallar. Popp frá
Vesturheimi.
13.30 Golf.Atvinnumannakeppni á
Spani,
14.30 íþróttir.lnnanhússfótbolti.
15.30 Tískuþáttur.
16.00 Vofan og frú Muir.
Gamanþáttur.
16.30 Vinsældalisti Sky. 50 vinsæl-
ustu lögin i Evrópu.
17.30 Eftir 2000. Vísindaþáttur.
18.30 Bionic konan. Sakamálaþáttur.
19.30 The Rollikicking Adventure
of Eliza Frazer. Bresk kvikmynd.
21.50 Fréttir úr skemmtana-
iðnaðinum.
22.50 Popp. Evrópuvinsældalistinn
24.00 Nótt í Feneyjum. Ópera eftir
Johann Strauss.
1.15 La Confidance.Leiklist.
2.30 Tónlist og landslag.
Fréttir kl. 17.28, 18.28, 19.28og
21.48.
Rás I
FM 92,4/93,5
7.45 Morgunandakt. Séra Hjálmar
Jónsson, prófastur á Sauðárkróki,
flytur ritningarorð og bæn.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Dagskrá.
8.30 Á sunnudagsmorgni með Stef-
áni Edelstein. Bernharður Guð-
mundsson ræðir við hann um
guðspjall dagsins, Matteus 22,
15-22.
9.00 Fréttir.
9.03 „Requiem" (sálumessa) K.626
eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Rachel Yakar sópran, Ortrun
Wenkel alt, Kurt Equiluz tenór og
Robert Holl bassi syngja með Kór
Ríkisóperunnar og „Concentus
Musicus" hljómsveitinni í Vínar-
borg sem leikur á hljóðfæri frá
dögum Mozarts. Stjórnandi: Ni-
kolaus Harnoncourt.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.25 Veistu svarið? Spurningaþátt-
ur um sögu lands og borgar.
Dómari og höfundur spurninga:
Páll Líndal. Stjórnandi: Helga
Thorberg.
11.00 Messa í Grensáskirkju. Prest-
ur: Séra Halldór Gröndal.
12.10 Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónlist.
13.30 Dagskrá um Sigurjón Ólafs-
son myndhöggvara. Umsjón:
Þorgeir Olafsson.
14.30 Með sunnudagskaffinu. Sígild
tónlist af léttara taginu.
15.00 Góðvinafundur. Ólafur Þórðar-
son tekur á móti gestum í Duus-
húsi. Meðal gesta eru Margrét
Pálmadóttir, Kór Flensborgarskóla
og Jón Páll Sigmarsson. Tríó
Guðmundar Ingólfssonar leikur.
■ (Einnig útvarpað aðfaranótt
sunnudags að loknum fréttum, kl.
2.00.)
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Kappar og kjarnakonur. Þættir
úr íslendingasögunum fyrir unga
hlustendur. Vernharður Linnet bjó
til flutnings í útvarpi. Sjötti þáttur:
17.00 Frá erlendum útvarpsstöðv-
um.
18.00 Skáld vikunnar - Valgerður
Benediktsdóttir. Sveinn Einarsson
sér um þáttinn. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Um heima og geima. Páll
Bergþórsson spjallar um veðrið
og okkur.
20.00 Sunnudagsstund barnanna.
Fjörulíf, sögur og söngur með
Kristjönu Bergsdóttur. (Frá Egils-
stöðum.)
20.30 Tónskáldatimi. Guðmundur
Emilsson kynnir íslenska tónlist.
21.10 Austan um land. Þáttur um
austfirsk skáld og rithöfunda.
Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir og
Sigurður 0. Pálsson. (Frá Egils-
stöðum.)
21.30 Útvarpssagan: „Fuglaskottts"
eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund-
ur lýkur lestrinum (24).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Norrænir tónar.
23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi
Jökulsson.
24.00 Fréttir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
03.05 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi
i næturútvarpi. Fréttir kl. 4.00 og
sagðar fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
4.30.
9.03 Sunnudagsmorgunn með
Svavari Gests.
11.00 Úrval vikunnar. Úrval úr dæg-
urmálaútvarpi vikunnar á Rás 2.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Spilakassinn. PéturGrétarsson
spjallar við hlustendur sem freista
gæfunnar í Spilakassa Rásar 2.
15.00 Vinsældalisti Rásar 2.
16.05 Á fimmta timanum - Kim Lars-
en, Halldór Halldórsson fjallar um
Kim Larsen I tali og tónum. (Einn-
ig útvarpað aðfaranótt fimmtu-
dags að loknum fréttum, kl. 2.00.)
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson
tengir saman lög úr ýmsum áttum.
(Frá Akureyri.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu
tagi.
20.30 Útvarp unga fólksins - Sam-
skipti unglinga og foreldra. Við
hljóðnemann er Sigríður Arnar-
dóttir.
21.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu
tagi.
22.07 Á elleftu stundu. Anna Björk
Birgisdóttir á veikum nótum í
helgarlok.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi
í næturútvarpi til morguns. Að
loknum fréttum kl. 2.00 er endur-
tekinn frá föstudagskvöldi Vin-
sældalisti Rásar 2 sem Stefán
Hilmarsson kynnir. Að loknum
fréttum kl. 4.00 flutt brot úr þjóð-
málaþáttunum „Á vettvangi".
Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar
fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum kl. 5.00 og 6.00. Veður-
fregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og
4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 8.00,
9.00,10.00,12.20,16.00,19.00,
22.00 og 24.00.
9.00 Haraldur Gíslason á sunnu-
dagsmorgni. Notalegt rabb og
enn notalegri tónlist.
12.00 MargrétHrafnsdóttirogsunnu-
dagstónlistin í bíltúrnum, heima
og annars staðar - tónlistin svíkur
ekki.
16.00 Ólafur Már Bjömsson. Hér er
Ijúfa tónlistin allsráðandi. Bylgju-
hlustendur geta valið sér tónlist
með sunnudagssteikinni ef hringt
er i síma 611111.
21.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Sén/alin tónlist fyrir svefninn.
2.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
10.00 Gyða Tryggvadóttir. Ljúfir tónar
í morgunsárið.
12.00 „A sunnudegi". Gunnlaugur
Helgason. Okkar maður í sunnu-
dagsskapi og fylgist með fólki á
, ferð og flugi um land allt og leik-
ur tþnlist og á als oddi.
16.00 „í túnfætinum". Þýð og þægi-
leg tónlist I helgarlok úr tón-
bókmenntasafni Stjörnunnar.
Öskalög vel þegin.
19.00 Einar Magnús Magnússon.
Helgarlok. Darri setur plötur á fón-
inn.
24.00 - 7.00 Stjömuvaktin.
ALFA
FM-102,9
14.00 Alfa með erindi til þin. Blessun-
arríkir tónar og fleira sniðugt til
að minna á nærveru Jesú Krists.
20.00 Dagskrárlestur. Dagskrá allrar
vikunnar lesin yfir.
20.05 Á hagkvæmri tíð. Lesið úr orð-
inu og farið með bæn. Alfa með
erindi til þín, frh.
24.00 Dagskrárlok.
9.00 Barnatími.
9.30 Tónlistartími barnanna.
10.00 Sígildur sunnudagur. Leikin
klassísk tónlist.
12.00 Tónafljót
13.00 Félagi forseti. Jón Helgi Þórar-
insson og Haraldur Jóhannsson
lesa úr viðtalsbók Régis Debré við
Salvador. Allende fyrrum forseta
Chile. 4. lestur.
14.00 Fréttapottur.
15.00 Bókmenntir.
16.30 Mormónar. E.
17.00 Á mannlegu nótunum. Umsjón:
Flokkur mannsins.
18.00 Úr ritverkum Þórbergs Þórðar-
sonar. Jón frá Pálmholti les úr
Bréfi til Láru.
18.30 Tónlistartimi bamanna. Endur-
tekinn frá kl. 9.30. í morgun.
19.00 Sunnudagur til sælu. Umsjón:
Gunnlaugur, Þór og Ingó.
20.00 Fés. Unglingaþátturinn.
21.00 Barnatimi.
21.30 Gegnum nálaraugað. Trúarleg
tónlist úr ýmsum áttum. Umsjón:
Óskar Guðnason.
22.30 Nýi timinn. Umsjón: Bahá'í-
samfélagið á íslandi.
23.00 Kvöldtónar.
23.30 Rótardraugar.
24.00 Næturvakt.
3.00 eða síðar Dagskrárlok.
12.00 FÁ.„TwoAmigos“íumsjálnga
og Egils.
14.00 MH. m
16.00 MR. Ragnheiður Birgis. og
Dóra Tynes.
18.00 MK. Skemmtidagskrá að hætti
Kópavogsbúa.
20.00 FG. Hjálmar Sigmarsson.
22.00-01.00 FB. Elsa, Hugrún og
Rósa.
Hljóðbylgjan
Akureyii
FM 101,8
10.00 Haukur Guðjónsson spilar
sunnudagstónlist við allra hæfi
fram að hádegi.
12.00 Ókynnt hádegistónlist á sunnu-
degi.
13.00 Pálmi Guðmundsson spilar gull-
aldartónlist og læðir inn nýmeti.
15.00 Harpa Dögg og Linda Gunnars
skipta með sér sunnudagseftir-
miðdegi Hljóðbylgjunnar. Tónlist
og létt spjall.
17.00 Bragi Guðmundsson spilar allt
það nýjasta, baeði erlent og inn-
lent.
19.00 Ókynnt sunnudagskvöldmatar-
tónlist
20.00 Kjartan Pálmarsson spilar öll
islensku uppáhaldslögin ykkar.
22.00 Harpa Dögg leikur tónlist og
spjallar við hlustendur um heima
og geima.
24.00 Dagskrárlok.
George C. Scott tekur í lurginn á fulltrúum undirheimanna.
Stöð 2 kl. 23.25:
í viðjum undirheima
George C. Scott leikur aðaMutverkið í þessari kvikmynd,
foður ungrar stúlku sem strýkur að heiman. Faðirinn hefur
leit að stúlkunni með aðstoð einkaspæjara. Stúlkan finnst
ekki í fyrstu en slóð hennar er rakin niður í undirheima
Los Angeles borgar þar sem klámmyndir eru framleiddar.
Á fólskum forsendum tekst fóðurnum að komast í náið
samband við innsta hring klámmyndaframleiðendanna og
þar finnur hann loks dóttur sína Ula á sig komna. Þessi
kynni hans af ókunnri og framandi veröld breyta viðhorfum
hans til lífsins og fólks almennt.
Auk Scotts eru Ilah Davis, Peter Boyle, Season Hubley,
Dick Sargent og David Nichols í hlutverkum í myndinni.
Leiksfjóri er Paul Schroeder. Myndin er framieidd árið 1979.
Kvikmyndahandbókin gefur myndinni tvær og hálfa
stjömu og segir hana á köflum hrífandi, sorglega og frá-
hrindandi en ódýr lausn að lokum výirpi skugga á söguþráð-
inn. -Pá
Halldór Halldórsson fjallar um danska visna- og rokk-
söngvarann Kim Larsen. Halldór segir frá ferh og tónlist.
Larsens sem er einhver allra vinsælasti alþýðusöngvari
Dana og hefur verið um árabil. Þessi þáttur er geröur í til-
efiú af tónleikum hans hér á landi þessa dagana sem áttu
að vera þrennir en hefur verið fjölgað í átta vegna mikillar
aðsóknar.
Léttrokkaður vísnasöngur Larsens hefur gert hann að
þjóðsagnapersónu i Danmörku og metsölutónlistarmanni.
Platan Midt om natten seldist í 640 þúsund eintökum sem
var Danmerkurmet. Larsen átti eftir að bæta það met með
plötunni Yummi Yummi en hún hefur selst meira en dæmi
era til á Norðurlöndum að íslandi meðtöldu og af henni er
lagið De smukke mennesker sem komist hefur í annað sæti
á vinsældalista rásar 2.
Þátturinn verður endurtekinn í næturútvarpinu aöfara-
nótt fimmtudags að loknum fréttum kl. 2.00. -Pá
Stöð 2 kl. 10.40:
T hinn ósigrandi
Herra T er ef til vill sterk-
asti maður í heimi. Hann
velst til þess að þjálfa hóp
ævintýragjarnra krakka í
fimleikum. Þau sýna oft
meiri áhuga á því að leysa
ýmis dularfull mál og erfið-
ar gátur en-að æfa.
Ný teiknimyndasería um
Herra T og krakkana hans
og ævintýri þeirra hefur
göngu sína á sunnudögum.
Þetta er spennandi bama-
efni fyrir hressa krakka.
-Pá
sem sofiiað hafa, kaþólska kirkjan sinna helgu manna og
sú lútherska látinna almennt.
í tilefni þess verður Qutt á rás 1 Requiem, sálumessa eftir
Wolfgang Amadeus Mozart, sem er eitt kunnasta verk
sinnar tegundar og var síðasta verkið sem Mozart glímdi
við, en hann lést frá því ófullgeröu í desember 1791 þá ein-
ungis 36 ára að aldri.
Sumir kaflamir voru fullgerðir, en af öðrum voru aðeins
til skissur eða ein9takar raddir. Það kora í hlut nemanda
Mozarts, Sussmayers, að Jjúka við sálumessuna og þykir
mörgum vel hafa til tekist, ekki síst í þeim kafla sem Moz-
art dó frá eftir að hafa ritað átta fyrstu taktana.
Flytjendur eru Rachel Yakar sópran, Ortrun Wenkel alt, •
Kurt Equiluz teriór og Robert Holi bassi sem syngja með
kór Ríkisóperunnar og Consentus Musica hljómsveitinni í
Vínarborg sem leikur á hljóðfæri frá tímum Mozarts. Stjóm-
andi er Nikolaus Hamoncourt. -Pá
Herra T og krakkarnir hans
lenda í ótal ævintýrum.