Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
Fréttir
Stálvík leitar samninga í Egyptalandi:
Yrði stórkostlegt mál
fyrir allt þjóðfélagið
- segir Júlíus Sólnes, stjómaiformaður Stálvíkur
„Við höfum haldið áfram markaðs-
athugimum okkar í Arabalöndun-
um. Þetta er það stór markaður að
ef við náum einhverri fótfestu þama
þá er það stórkostlegt mál fyrir þjóð-
félagið í heild sinni. Þeir eru aö heim-
sækja skipasmíðastöð í Egyptalandi.
Það fyrirtæki hefur á sér mjög gott
orö og við munum hugsanlega leita
eftir samstarfi viö þaö fyrirtæki. Ef
við náum einhverjum verkefnum þar
gæti vel farið svo að við létum smið-
ina fara fram þar að verulegu leyti.
Það gæti verið mjög jákvætt gagn-
vart þessum markaði," sagði Júlíus
Sólnes, stjómarformaður Stálvíkur.
Um þessar mundir em Jón Gauti
Jónsson, forstjóri Stálvíkur, og Jón
Sveinsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Stálvíkur og núver-
andi stjómarmaður, í Egyptalandi
þar sem þeir leita eftir samningum
um verkefni fyrir Stálvík.
Höfum fært Norðmönnum
þekkingu á silfurfati
„Það sem ég vil er að við stjómum
því með hvaða hætti við látum í té
þessa þekkingu okkar. Það er alveg
hrikalegt að við höfum mokað á silf-
urfati allri okkar kunnáttu, reynslu
og þekkingu til Norðmanna fyrir
ekki neitt. Þeir hafa hagnast á því
en við stöndum eftir eins og fífl. Ef
einhver von er að sama komi ekki
fyrir í þessu þá er það vel. Til þess
er leikurinn gerður. Það em góðar
horfur á því að allsherjarsamstarf
geti tekist viö þessa aðila og þá mun-
um við stýra allri framleiðslu og
tækniundirbúningi. Það er meira aö
segja til í dæminu að með flóknari
verk - svo sem niðursetningu á fisk-
vinnslubúnaði og öðm slíku - að við
sendum mannskap og tæki þangað.
Það gæti farið svo að við yrðum með
tíu til tuttugu manns í Egyptalandi.“
Erum eins og hálfvitar
„Fyrr í haust sem leið var farið í
leiðangur til furstadæmanna og
komið við í Egyptalandi. Það var
hreinn könnunarleiðangur. Það má
segja að þetta hafi helst komið út úr
honum sem raunhæfur möguleiki.
Það er líka atyglisvert að Arabalönd-
in vilja bjóða fiskveiðiheimildir í
stómm stíl. Við erum eins og háff-
vitar - íslendingar - við emm svo
einangraðir og við virðumst ekkert
vilja líta í kringum okkur. Við gætum
hugsanlega farið með um 30 prósent
af fiskveiðiflotanum og mokveitt á
Indlandshafi og undan vesturströnd
Afríku. Ástandið hjá þeim er öfugt
við ókkar. - Þeir hafa nógan fisk en
vantar skip. Við höfum aftur á móti
nóg af skipum en okkur vantar fisk.“
Hér er allt í rúst
- Á Stáivík ekki í verulegum erfið-
leikum með lausafjárstöðu?
„Hún er erfið og við eram jafnilla
settir og allir aðrir. Hér er allt í rúst.
Þess vegna höfum við verið að reyna
að verða okkur úti um ný verkefni
með óhefðbundnum hætti. Það er
ljóst að það verða engin skip smíðuð
hér á landi fyrir innlenda aðila - og
þau fáu skip sem hugsanlega verða
smíðuð fyrir íslendinga verða eflaust
smíðuð í Noregi. Hitt virðist vera
raunhæfur möguleiki að við leggjum
fyrst og fremst til tækniþekkingu og
kunnáttu en smíðum sem allra
minnst."
- Er Stálvík ekki það illa sett fyrir-
tæki að rekstrarstöðvun og jafnvel
gjaldþrot sé framundan?
„Nei, nei, við emm álíka settir og
önnur fyrirtæki í málmiðnaði. Við
sjáum ekki fram á nein verkefni sem
gagn er af í fyrirsjáanlegri framtíð
og þar af leiðandi verðum við að
draga saman seglin. Hitt er alveg
rétt aö við höfum átt viö mikinn
lausafjárvanda að glíma - eins og
önnur fyrirtæki. Það er engin laun-
ung,“ sagði Júlíus Sólnes.
-sme
Hrygnan hringar sig móðurlega um hrognaklasann.
DV-mynd Ómar
Steinbítur hrygnir í
fiskasafninu í Eyjum
- ekki vitað hvort hængur hefur náð að frjóvga hrognin
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum:
„Þetta er í annað skipti sem þetta
gerist hér, að steinbítur nær að
hrygna," sagði Kristján Egilsson,
forstöðumaður fiskasafnsins í Vest-
mannaeyjum, en fyrir nokkmm dög-
um hrygndi steinbítur í safninu.
Fyrra skiptið var fyrir tveimur árum
en þá átu steinbítamir, sem vom í
búrinu meö hrygnunni, hrognin.
Það var á miðvikudag fyrir viku
sem þetta gerðist og þá voru sex
steinbítar í búrinu. Kristján segir að
það sé ómögulegt að þekkja í sundur
hæng og hrygnu og hann greip því
til þess ráðs að taka hina steinbítana
úr búrinu, nema einn, sem strax
réðst á hrognin. Varð hann því að
taka hann líka og láta hrygnuna vera
eina eftir og nú hringar hún sig um
stóran klasa af hrognum og er hin
mömmulegasta í alla staði. Hvort
hængur hefur náð að fijóvga hrognin
með svili er ekki vitað en tíminn mun
leiða í ljós hvort þau klekjast út.
Hrygningartími steinbíts er frá
nóvember fram til áramóta og vonast
Kristján til að fleiri hrygni. Ætlar
hann þá að reyna að kreista einn
hænginn yfir hrognin í von um að
þau nái að klekjast út og nota þá
útilokunaraðferðina til að þekkja
hæng. Á hrygningartímanum er
steinbíturinn lystarlaus og missir
flestar tennur. Að honum loknum
eykst lystin og nýjar tennur vaxa og
eru þeir fljótir að braggast. Stein-
bítamir í fiskasafninu eru biinir að
vera þar í 15-16 ár og segir Kristján
þá geta orðið 20 ára.
í dag mælir Dagfari
Fyrir tveimur eða þremur
menntamálaráðherrum sat Sverrir
Hermannsson í því ráðuneyti.
Munurinn á Sverri og öðmm
menntamálaráðherrum var sá að
meðan aðrir gátu sér orö fyrir að
ráða menn þá varð hann frægur
af því að reka menn. Heimsfrægur
varð brottreksturinn á Sturlu
Krisljánssyni, fræðslustjóra í
NorðurlandsKjördæmi eystra, en
Sverrir rak hann umsvifalaust úr
embætti fyir afglöp og óhlýðni og
fjáraustur langt umfram fjárveit-
ingar. Spunnust af þessum brott-
rekstri mikil blaöaskrif og póhtí-
skar deilur, sem endaði allt með
málaferlum af hálfú Sturlu.
. Niðurstaða í héraðsdómi varð sú,
að Sturla var fundinn sekur fyrir
að eyða skattpeningum frá hinu
opinbera svo milljónum skipti án
nokkurrar heimildar. Þeim dómi
var áfrýjað til Hæstaréttar og
þannig stóðu mál þegar ný ríkis-
sfjóm tók við með enn einn
menntamálaráðherra og splunk-
unýjan fjármálaráöherra.
Hinir nýju herrar í ráðuneytun-
um hafa hins vegar aðrar hug-
myndir um rekstur ríkisins en
Sverrir Hermannsson. Þeir vilja
ekki vera vondir við kerfiskarla,
Sturiunga hin nýja
sem hafa verið reknir fyrir óráðsíu,
heldur er stefnan sú að eyða sem
mestu og helst fram úr áætlunum
og láta svo þjóðina borga brúsann.
Það hefur og farið eftir. Nýi fjár-
málararáðherrann hefur verið ið-
inn við skattlagninguna.
Af þessum sökum hefur íjármála-
ráðherra, og þá væntanlega í sam-
ráði við nýja menntamálaráðher-
rann, ákveðiö aö falla frá frekari
málaferlum gegn fræðslustjóran-
um sem Sverrir rak á sínum tíma
fyrir að fara illa með fé ríkisins.
Og ekki nóg meö það. Ráðherrann
hefur ákveðið að verðlauna Sturlu
fyrir bruðhð með því að greiða
honum milljónir úr ríkissjóði og
bjóða honum ókeypis til útlanda í
tvö ár!
Þessi óvæntu málalok hafa því
miður falhð nokkuð í skuggann út
af því fárviðri að hæstaréttardóm-
ari hefur leyft sér að kaupa brenni-
vín á innkaupsverði fyrir sína eigin
peninga. Þjóðin hefur tryllst í
hneykslan sinni yfir þessari sví-
virðu hvernig virðulegur og
vammlaus dómari leyfir sér að ráð-
stafa sínu eigin fé. Nýi fjármálaráð-
herrann hefur tekið þátt í þeim elt-
ingaleik með því að eyða tíma sín-
um í að grafa uppi aðra skúrka sem
hugsanlega hafa gert það sama ein-
hvern tímann í fyrndinni.
Það hefur hins vegar alveg farið
framhjá fjölmiðlunum og ráðher-
ranum að útskýra það frekar
hvemig standi á þessari sérkenni-
legu verðlaunaafhendingu til
fræðslustjórans fyrrverandi. Verð-
ur málatilbúnaöur ráðherrans
raunar ekki skihnn öðru vísi en svo
að það sé glæpsamlegt ef hæsta-
réttadómari fer í ríkið til að kaupa
áfengi sem honum er heimilt. Ef
hins vegar einhver smákóngur í
kerfmu rífur nógu mikinn kjaft og
eyðir milljónum króna úr ríkissjóði
án þess að virða áminningar og
aðvaranir ríkisstjómar og ráð-
herra þá sé það svo lofsvert fram-
tak að sjálfsagt er að bjóða honum
til tveggja ára dvalar erlendis!
Þetta hlýtur að verða öðrum sam-
viskusömum embættismönnum til
eftirbreytni. Hvers vegna skyldu
ekki fræðslustjórar ahra kjör-
dæma, forstjórar og deildarstjórar
og hvað þær nú allar heita silkihúf-
urnar hjá ríkinu, hefjast handa í
samræmi við hina nýju stefnu íjár-
málaráðherrans og spreða pening-
um í allar áttir og gera eins og þeim
sýnist. Þeir sjá allir fram á tveggja
ára sumarleyfi í verðlaunaskyni.
Sturla Kistjánsson getur varla ver-
ið eini embættismaðurinn sem nýt-
ur þeirra launa.
Vandamál ríkissjóðs liggja
greinilega ekki í því að opinberar
stofnanir og skrifstofur eyði um-
fram heimiidir. Þvert á móti eiga
þeir að hafa erkibiskupsboðskap
að engu. Þeir sjá hvað Sturla hafði
gott upp úr því. Vandamál ríkis-
sjóðs er sennilega það að embættis-
menn hafa ekki verið nógu iðnir
við að brúka kjaft og fara sínu
fram. Þeir þurfa að eyða meiru til
að fjármálaráðherrann geti rétt-
lætt það að leggja nýja skatta á
þjóöina. Nú verður áreiðanlega
kátt í hölhnni þegar Sturlustefnan
hefur komist á skrið og smákón-
garnir í kerfinu hafa áttað sig á því
að þeim er óhætt. Þeir verða verð-
launaðir í staðinn.
Dagfari