Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
Til og með
16. desember
næstkomandi
getur þú lagt inn á
Afmælisreikning
I Landsbankans
O
1 °g fengið
7,25% ársvexti
umfram verð-
tryggingu næstu
15 mánuðina.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Fréttir
Flateyri:
Reynir Traustason, DV, Eateyri:
Á Flateyri ríkir nú algert ófremd-
arástand í málum íbúðaeigenda við
Hjallaveg 9 og Hjallaveg 14-20. Þarna
er um að ræða 12 íbúðir sem byggðar
voru samkvæmt lögum um leigu- og
söluíbúðir á árunum 1979-1983. Allir
þeir sem fluttu inn í þessar íbúðir
nýjar eru nú fluttir út og eru ýmist
fluttir af staðnum eða í annað hús-
næði.
Eigendur íbúöanna eru þó þeir
sömu í dag í öllum tilvikum nema
hvað Veðdeild Landsbanka íslands
er búin að taka tvær á nauðungar-
uppboði og ein sala hefur farið fram.
Níu íbúðir eru fastar í kerfinu, nauð-
ungarsölu á hluta þeirra hefur hvað
eftir annað verið frestaö og fimm
þessara íbúða standa tómar á meðan
eftirspurn er eftir húsnæði á staðn-
Hjallavegur 9 á Flateyri þar sem íbúðir eru fastar í kerfinu og nauðungar-
sölu á hluta þeirra hefur hvað eftir annað verið í fresfað.DV-mynd Reynir
Ellefu íbúðir á
nauðungaruppboð?
- íbúðimar byggðar samkvæmt lögum um leigu- og söluíbúðir
Húsin við Hjallaveg 14-20 og þar er sama saga. DV-mynd Reynir
Upphaf málsins
Upphaf þessa máls er 1984 þegar
fyrstu tveir eigendurnir fóru þess á
leit við Flateyrarhrepp að hann inn-
leysti íbúðir þeirra. Hreppurinn hef-
ur samkvæmt lögum þessum for-
kaupsrétt og samkvæmt mati sumra
eigendanna kaupskyldu að íbúðun-
um. Eftir langt þóf, þar sem þáver-
andi hreppsnefnd hafnaði að vísu
forkaupsrétti en gaf þó ákveðin fyrir-
heit um lausn málsins, urðu lyktir
þær að íbúðirnar voru báðar seldar
nauðungarsölu eða í maí 1987.
Þá höfðu bæst í hópinn fleiri eig-
endur sem gerðu þá kröfu á Flateyr-
arhrepp að hann innleysti íbúöir
þeirra. Hreppsnefndarmenn höfn-
uðu sem fyrr forkaupsrétti á íbúðun-
um og báru við erfiðri fjárhagsstöðu
sveitarfélagsins en gáfu þó eins og
áður fyrirheit um lausnir í samráði
við Húsnæðisstofnun. Var þar helst
horft til þess að íbúðirnar yrðu inn-
leystar í verkamannabústaðakerfið.
I mars 1987 óskaði svo Stjórn
verkamannabústaða eftir þvi að
Húsnæðisstofnun sendi fulltrúa sinn
til Flateyrar til viðræðna. Þessu var
ekki sinnt fyrr en í október sama ár
og þá í framhaldi af umfiöllun DV
um máhð. Eftir þann fund þótti
mönnum einsýnt að mál væru far-
sællega leyst þar sem fulltrúar Hús-
næðisstofnunar, þau Percy Stefáns-
son og Jóhanna Eyfiörð, gáfu ádrátt
um fyrirgreiðslu til Flateyrarhrepps
til kaupa á umræddum íbúðum inn
í verkamannabústaðakerfið.
Kúvending hreppsnefndar
Formleg afgreiðsla Húsnæðisstofn-
unnar barst svo Flateyrarhreppi 23.
mars 1988 þar sem lánveiting var
samþykkt til 3-5 ára. Þá verður sú
kúvending á afstöðu hreppsnefndar
að kaupleiguíbúðakerfið er talinn
betri kostur og Byggingarsjóði ríkis-
ins skrifað bréf þar að lútandi 27.
júlí sl. Við þeirri málaleitan hefur
enn ekki borist svar.
Rök hreppsnefndarmanna fyrir
þeirri umsókn eru þau að hreppur-
inn hafi ekki fiárhagslegt bolmagn
til að innleysa íbúðirnar í verka-
mannabústaðakerfið þar sem greiða
þarf 10% af verði hverrar íbúðar
óafturkræft til Byggingarsjóðs ríkis-
ins. Einnig bera þeir hreppsnefndar-
menn því við að tekjumörk í því kerfi
séu alltof lág og íbúðimar þarafleið-
andi óseljanlegar.
Á meðan á öllu þessu gengur hlað-
ast upp vanskilavextir hjá þeim eig-
endum sem enn hafa ekki misst sínar
íbúðir á nauðungaruppboð. Það síð-
asta sem gerðist í málunum er bréf
sveitarstjóra og formanns Stjórnar
verkamannabústaða til Sigurðar E.
Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra Húsnæðisstofnunar, þar sem
þeirri skoðun er lýst að eflausn fáist
ekki frá stofnuninni muni allar íbúð-
irnar lenda á nauöungaruppboði.
„Boltinn alfarið
hjá Húsnæðis-
stofnun“
- segir Guðmundur Jónas Kristjánsson
Reymr Traustason, DV, Flateyri:
„Boltinn er alfarið hjá Húsnæðis-
stofnun," segir Guömundur Jónas
Kristjánsson, hreppsnefndarmaður
og formaður stjórnar verkamanna-
bústaða á Flateyri.
„Lánveiting stofnunarinnar ' til
Flateyrarhrepps er til alltof skamms
tíms. Máhð er mjög einfalt, við getum
ekki tekið lán sem nemur ‘A af heild-
arskuldum sveitarfélagsins. Tekj-
umar í dag duga varla fyrir dagleg-
um rekstri.
Ég trúi ekki öðru en stofnunin komi
til móts við okkur og leysi málin á
farsælan hátt fyrir alla aðila,“ sagði
Guðmundur Jónas.
Guðmundur Jónas fyrir framan
Hjallaveg 14-20 á Flateyri.
DV-mynd Reynir
„Óþolandi
ástand“
Reynir Traustason, DV, Flateyri
Rögnvaldur Guðmundsson er
einn ibúðareigenda og hann sagði
í samtali við DV að hreppsnefnd-
armenn hefðu ekki verið betur
að sér varðandi verkamannabú-
staðákerfið en svo að þeir hefðu
ekki gert sér grein fyrir þeim
kostnaði sem sveitarfélagið lenti
í aö greiða ef íbúðirnar yrðu inn-
leystar í það kerfi.
„Ég get ekki séð að sökin sé ein-
göngu hjá Húsnæðisstofnun
heldur er líka um að ræöa þekk-
ingarleysi sveitarsfiómarmanna.
Ástandið er algerlega óþolandi
þar sem engin leið er fyrir okkur
að skipuleggja fiármál fram í tím-
ann,“ sagði Rögnvaldur og aörir
íbúöareigendur, sem DV ræddi
við, tóku 1 sama streng.