Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Side 45
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988: 45 Fréttir Vestmannaeyjar: Kostnaðarverð raðhúsanna varð 5 milljónir á íbúð Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Verktakafyrirtækiö Steini og Olli í Vestmannaeyjum afhenti nýlega stjórn verkamannabústaðanna sex íbúöir í raðhúsi við Áshamar 3A-3F. Kaupendur fengu þær nú í vikunni og að sögn Arnaldar Bjamasonar bæjarstjóra er kostnaðarverð um fimm milljónir króna á íbúð en end- anlegar tölur liggja þó ekki enn fyrir. íbúðirnar eru 92 fermetrar aö flat- armáli, þrjár 3ja herbergja og þrjár íjögurra herbergja. Þær eru fullbún- Nýju raðhúsin. DV-mynd Ómar Verktakar og hönnuður. Frá vinstri Steingrímur Snorrason, Páll Zophonias- son og Ársæll Sveinsson. DV-mynd Ómar ar bæði að utan og innan og með frá- gengnum lóðum. Steini og Olli, eða Ársæll Sveinsson og Steingrímur Snorrason smiðir, voru aðalverktak- ar og afhentu þeir bæjarstjóra íbúð- irnar formlega laugardaginn 26. nóv- ember. Hönnuður er Páll Zophonias- son tæknifræðingur en fleiri komu við sögu og má þar nefna innrétting- ar frá Trésmiðju Erlendar Péturs- sonar. íbúðirnar eru mjög skemmtilegar, allt fyrirkomulag og innréttingar tO fyrirmyndar. Þá má geta þess að lok- um að um miðjan desember afhendir Erlendur Pétursson verktaki stjórn verkamannabústaða níu íbuöir í fjöl- býlishúsi að Áshamri 69. Gaman var að kynnast eldri borgurum höfuðborgarinnar Regína Hvorarensen, DV, Selfossi: Eldri borgarar á Selfossi fóru í lok nóvember til Reykjavíkur í boði eldri borgara þar. Það var vel lukk- aður dagur og margt til skemmt- unnar frá báöum aðilum. Formað- ur Reykjavíkurfélagsins er Berg- steinn Sigurðsson en Ægir Ólafs- son tók á móti okkur og undir hans stjórn var farið víða um Reykjavík og nágrenni. Kynnir var Steinunn Harðardóttir, skýr og fræddi okkur um margt. Minnisstæðast er mér frásögn hennar af borholunni miklu við Sjómannaskólann. Á leiðinni til Reykjavíkur var komið við i Hveragerði og Hjálmar Gíslason tekinn upp í rútu okkar. Tíminn var fljótur að líða eftir það og Hjálmar notaði hljóðnemann vel, flutti atriði um æsku sína, allt í bundu máli. í Norræna húsinu voru kaffiveit- ingar. Mér fannst kafíið sterkt en ekki seyðslubragð að því. Mér datt í hug export-kafíi, sagði ekkert en gat ekki drukkið það. Þegar við komum í bíhnn okkar aftur gat ald- ursforsetinn, Guðni Jónsson, sem er níræður, þess að þetta hefði ver- ið ekta rótarkafíi. Eftir dvölina í kaffístofunni var farið í kjallara hússins og skoðuö þar málverka- sýning Björgvins Björgvinssonar kennara. Var þaö fljótskoðuð sýn- ing, sterkir htir og beinar línur, minnti mig á fallega gólfrenninga. Nokkuð var sungið þar, síðast „Hann á afmæh í dag“ en Björgvin átti afmæh þennan dag. Tíminn var fljótur að líða, skipulag gott og stjórn. Hjálmar skemmti okkur á leið- inni austur með söng og eftir- hermum. Fararstjórar okkar voru Einar Sigurjónsson og Vilborg Magnúsdóttir. Bílstjóri var Guð- mundur Laufdal, traustur maður. Ég gleymdi aö segja frá því að farið var í Tónabæ, dansað þar og sung- ið og þar voru skemmtiatriði. 32 manna kór eldri Reykjavíkurborg- ara. söng undir stjórn Kristínar Pétursdóttur. Þetta var ógleyman- legur dagur og gaman að kynnast eldri borgurum höfuðborgarinnar. Kafíið var gott í Tónabæ og ekki skammtað eins og í þvi norræna. vid erum komin í samband og síminn er 84600 HRIHMHB FAXAFEN 12 S.84660 S&tKxstsOjAvx. mecf t/Ám. *Til sölu örW’j sett af i \A\!=X INTERNATIONAL BATTERIS verkfærum •Borvél •Slípikubbur •Stingsög Nytsömog skemmtileg jólagjöf Heildsölu verð VISA-kjör MARKADSÞJÓNDSTAN Skipholti 19 3.hæð (fyrir ofan Rodíóbúdina) ■ ^ sími: 2 6911 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.